Nýja dagblaðið - 15.03.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 15.03.1938, Blaðsíða 1
ÚTSALA þessa viku. Lokað næstu viku vegna hreingern- ingar á búðinni. V-E-S-T-A Sími 4197. Laugaveg 40. ID/^GrlBIL^iÐlliÐ 6. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 15. marz 1938. 61. blað ANNALL 64. dagur ársins: Sólaruppkoma kl. 6,50. Sólarlag kl. 6,25. — Árdegisháflæður í Reykja- vík kl. 4,50. Veðurútlit í Reykjavík: Allhvass norðan. Úrkomulaust. Kaldara. Ljósatími bifreiða er frá kl. 6,50 síðdegis til kl. 6,25 árdegis. Næturlæknir er í nótt Bergsveinn Ólafsson, Há- vallagötu 47, sími 4985. — Næturvörð- ur er þessa viku í Ingólfsapóteki og Laugavegsapóteki. Dagskrá útvarpsins: Kl. 8,30 Dönskukennsla. 10,00 Veður- fregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 18,45 Þýzkukennsla. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,40 Auglýsingar. 19,50 Fréttir. 20,15 Tón- leikar Tónlistarskólans. 20,50 Hús- mæðratími: Tæknin í þarfir heimil- anna (frú Jónína Sigurðardóttir Lín- dal á Lækjamóti). 21,10 Útvarp frá fundi stúkunnar „Verðandi“, nr. 9 í Reykjavík. 23,00 Dagskrárlok. Póstferðir á morgun: Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. Hafnarfjörð- ur. Seltjarnarnes. Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. Hafnarfjörð- ur. Seltjarnarnes. Norðanpóstur og Snæfellsnespóstur. Skipafréttir. Gullfoss fer til Leith og Kaup- mannahafnar í kvöld. Goðafoss er í Kaupmannahöfn. Brúarfoss fór frá Gautaborg í gær áleiðis til Kaup- mannahafnar. Dettifoss er í Grimsby. Lagarfoss var á Akureyri í gærmorgim. Selfoss kom til Reykjavíkur frá út- löndum um hádegi í gær. — Esja var á Norðfirði kl. 4 í gær. — Lýra er í Bergen. Sundmót hefst í Sundhöllinni í kvöld kl. 8,30. Verður þar keppt í 50 m. drengjasundi, frjáls aðferð, 500 m. bringusundi karla, 50 m. sundi kvenna, frjáls aðferð, 400 m. bringusundi kvenna og 4x100 m. boðsundi karla. Mótið heldur áfram á fimmtudaginn. Keppendur eru alls 49 frá 5 félögum. Skólakcppnin. Á sunnudaginn fór fram keppni á milli Samvinnuskólans og Kennara- skólans og Háskólans og gagnfræða- skóla Reykvíkinga. Samvinnuskólinn og Háskólinn sigruðu. í dag kl. 6 fer fram keppni á milli Háskólans og Samvinnuskólans. Fundur er 1 kvöld í Alþýðuhúsinu í deild nr. 5 í Kaupfélaginu. Allir meðlimir kaupfélagsins geta séð í hvaða deild þeir eru á skriflegu fundarboði, sem þeir hafa fengið. Menn eru áminntir um að sækja deildarfundina, sem eru bæði skemmtilegir og þýðingarmiklir. Skátar. Skátastúlkur og drengir. Mætið við Miklagarð, Laufásvegi 13, á morgun kl. 1,15, stundvíslega, vegna jarðar- farar Davíðs Sch. Thorsteinssonar. Næsti háskólafyrirlestur þýzka sendikennarans verður í kvöld kl. 8. Fjallar um gamanleiki Gerhart Hauptmanns. Fomar dyggðir verða sýndar í kvöld kl. 8. Veðriff (mánud. kl. 17): Fyrir sunnan land er alldjúp lægð, sem hreyfist til norðausturs. Sunnan- lands er austlæg átt með rigningu og 5—7 st. hita. Norðanlands (Snæfellsnes til Langanes) er hvöss A-NA-átt með mikilli snjókomu eða slyddu. Á Suð- vesturlandi mun vindur verða norð- lægur á morgun. Átkvæðagreiðslan um tillögur sáttasemjara Sjómenn ielldu tillögurnar, en útgerðarmenn svara út í hött Göring ögrar Tékkoslovakíu Svar tékkneska hermál ar áðherr- ans LONDON: í ræðu, sem Göhring hélt í Berli.n á sunnudaginn, sagði hann, að enginn hefði neinn rétt til þess að skipta sér af því, þótt Þjóðverjar nálguðust Þjóðverja stjórnmálalega. „Vér áskilj- um oss rétt“, sagði Göhring, „til þess að vernda hag Þjóðverja í öðrum löndum. Þeir sem hugsa sér að koma í veg fyrir það, munu komast að raun um, að þeir standa andspænis fall- byssum vorum, og að vér munum ekki hika við að hleypa af þeim". Hermálaráðherra Tékkóslóvakíu ræðu á sunnudaginn.. Hann sagði m. a.: „Tékkóslóvakía er öðruvísi sett en Austurríki.. Hún er við því búin að veita mótstöðu, ef til innrásar skyldi koma, og hún á sér bandamenn, sem myndu koma henni til hjálpar. Látum hvern og einn gera sér það Ijóst, að vopnuö innrás í Tékkóslóvakíu myndi undir eins leiða til Evrópustyrjaldar”. Franska stjórnín LONDON: Leon Blum hefir myndað stjórn með stuðningi vinstri flokkanna. Hann er sjálfur forsætisráðherra og fjármála- ráðherra. Utanríkismálaráðherra er Poul-Boncour, en hann er einhver öflugasti fylgismaður Þjóðabandalags- ins. Bæði Chautemps og Delbos hafa lofað stjórn Blums stuðningi sínum. — FÚ. Afsfaða Chamberlaíns: - Atburðírnír í Austurríkí varða ensku þjóðína míkhi' Hver þegn verður að vera víðbúínn að gera skyldu sína. - LONDON: Chamberlain flutti ræðu i neðri mál- stofunni í gær, þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu brezku stjórnar- innar til atburðanna í Austurriki. Chamberlain sagði, að ómögulegt væri fyrir þýzku stjórnina að bera á móti því, að sjálfstæði Austurríkis væri mál sem snerti brezku stjórnina. Bæði Bretland og Austurriki væri með- limir Þjóðabandalagsins og aðilar að samningum, þar sem tekið væri fram um sjálfsforræði, og mætti ekki gera á því neina breytingu, nema með sam- þykki Þjóðabandalagsins. í öðru lagi, sagði Chamberlain, hlýtur þetta, að grafa undan öryggi annara þjóða, og verður ekki að svo stöddu séð fyrir um afleiðingar þess. Bretar nanðbeygðlr til aukins vígbún- abar. „Á stundum sem þessari er nauð- synlegt að rasa ekki um ráð fram og yfirvega orð sín', sagði Chamber- lain. „Hver brezkur þegn verður að verða við því búinn að leggja fram krafta sina, ef þess verður krafizt". „Það er fánýtt“, sagði Chamberlain, „andspœnis slíkum atburðum, að ein- blína á fyrri vígbúnaðarfyrirœtlanir Vér höfum því ákveðið", sagði hann, „að taka þau mál til endurskoðunar og munum tilkynna ákvörðun vora siðar". Skíðamótid Jón Þorsfeínsson vann skíðastökkið NEVILLE CHAMBERLAIN Yilji Breta einskisvirtur. Chamberlain sagði einnig að 10. marz hefði von Ribbentrop verið til- kynnt, að brezka stjórnin teldi það miklu skipta, að þýzka stjórnin léti þj óðaratkvæðagreiðsluna afskiptalausa. Sjálfur kvaðst hann hafa lagt áherzlu á þetta við von Ribbentrop. ítalir virða frönsku og ensku stjórnina ekki svars. Um tvö þúsund manns voru á skíðamótinu í Hveradölum á sunnudaginn, langflestir héðan úr bænum, en nokkuð var þar af fólki austan úr Árnessýslu. Veður var hið bezta framan af deginum, en þegar á leið tók aó slydda. Skíðastökkin hófust í Fleng- ingarbrekku, um einn km. í austur frá skíðaskálanum, kl. rúmlega 12. Keppendur voru 21. Úrslit keppninnar urðu þau, að Jón Þorsteinsson úr Skiða- félagi Siglufjarðar, sá sami og sigraði í göngunni, bar sigur úr býtum og stökk 25 metra í fyrri atrennu, en 29,5 m. Lhinni síð- ari og fékk 221,5 stig. Hyllti fólkið sigurvegarann óspart. Jón er aðeins sextán ára að aldri. Næstlengst stökk Jón Stefáns- son úr Skíðafélagi Siglufjarðar, 24 og 28,5 metra og fékk 208,3 st. Þriðji varð Ketill Ólafsson úr | Skíðafélaginu Siglfirðingi, stökk 22 og 28,5 metra og hlaut 205,4 stig. Fjórði Jóhann Sölvason úr Skíðafélaginu Siglfirðingi, stökk 23,5 og 26,5 metra og fékk 201,5 stig. Fimmti Sigurgeir Þórar- insson úr Skíðafél. Siglfirðingi, stökk 23 og 26 metra og fékk 200,4 stig. Af Reykvíkingum reyndist beztur Gunnar Jónsson úr K. R. Hann var sá áttundi í röðinni og stökk 21,5 m. í fyrri atrennu og 25,5 í þeirri síðari og fékk 192,2 stig. Sniðbrekkuhlaupið hófst kl. rúmlega 2. Var þá veður tekið að versna. Keppendur voru 44. Var þetta í fyrsta skipti, sem slík keppni fór fram hér á landi. Vegalengdin, sem runnin var, var 400 metrar. Sigurvegari í sniðbrekku- hlaupinu var Björgvin Júlíusson (Frh. á 4. siOu.) Brezka stjórnin hefir gtaðið í stöð- ugu stjórnmálalegu sambandi við frönsku stjórnina síðan dr. Schuss- nigg sagði af sér, sagði Chamberlain. Bretar höfðu snúið sér til Frakka og Frakkar til ítala. Öllum væri kunn- ugt hverju ítalska stjórnin hefði svar- að, en svar hennar hefði einungis verið birt blöðunum, en ekki tilkynnt stjórnum Frakka og Breta á þann hátt, sem lög gerðu ráð fyrir. Spánii næsta fórnarlambið. Sir Archibald Sinclair, foringl frjálslynda flokksins, sagði, að atburð- ir síðustu daga hefðu sýnt, að endur- vígbúnaður væri ekki nægileg trygg- ing gegn ofbeldi og innrásum. Þeir hefðu sýna að hugsjónir Þjóðbanda- lagsins um sameiginleg átök yrði að efla á ný og gera að raunveruleika. Hann sagðist ekki álíta, að Tékkósló- vakía yrði næsta fórnarlamb Þýzka- lands, heldur Spánn og að brezka stjórnin ætti nú að beina öllum kröft- um að því að fá enda bundinn á íhlut- un Þýzkalands og Ítalíu um Spánar- styrjöldina. FÚ. Lárus Rist er nýkominn til bæjarins. Hefir hann ferðast á vegum ungmennafé- laganna um Skagafjarðarsýslu, Húna- vatnssýslu, Strandasýslu og Norður- ísafjarðarsýslu. AtkvæffagTeiðslan um hinar nýju tillögur sáttasemjara fór fram í félögum sjómanna og út- gerffarmanna í gærkveldi. Úrslitin urffu þessi: Útgerffarmenn samþykktu til- lögurnar meff þeim skilmálum aff þeir fengju viffunandi lausn á þeim kröfum, sem þeir hafa gert til ríkisins, bæjarstjórnanna í Hafnarfirffi og Reykjavík og hreppsnefndarinnar á Patreks- firffi, um afléttingu álagna og stuðning við útgerffina. Sjómenn felldu tillögurnar meff 284 atkvæðum gegn 226. Auffir voru 19 sefflar og 1 ógildur. í Reykjavík voru greidd 452 atkv. og í Hafnarfirffi 78 atkv. Alls hafa verið- greidd 530 atkv. og mun láta nærri aff um 40% af fé- lagsmönnum sjómannafélag- anna hér og í Hafnarfirffi hafi tekiff þátt í atkvæffagreiffslunni. TiIIögur sáttasemjara voru í affalatriffum þessar: Fast kaup á saltfiskveiffum hækki um 5% effa sem svarar því, aff mánaffarkaup háseta hækki frá 10—12 kr. Á síldveiðum verffi premían 3 aurar á mál, meffan verffiff á því er 5 kr. effa minna. Úr því hækki premían um 1/io úr eyri fyrir hverja 25 aura, sem verffiff hækkar. Innlímun Austurríkis LONDON: Hitler er nú kominn til Vínarborgar og mun dvelja þar i nokkra daga. Hann heimsótti aðeins æskustöðvar sínar og lagði blómsveig á leiði for- eldra sinna. Á sunnudagskvöldið voru gefin út lög um sameiningu Þýzkalands og Austurríkis. Jafnframt var tilkynnt að þjóðin yrði látin greiða atkvæði um þau. Samkvæmt þessum lögum verður Austurríki einn hluti Þýzkalands, þótt það hafi sérstaka stjórn með aösetri í Vín. Austurríski herinn hefir unnið Hit- ler trúnaðareið. Reichenau, einn þekktasti hershöfðingi Þýzkalands, hefir verið skipaður yfirmaður hans. Hitler hefir sent Mussolini þakkar- skeyti fyrir afstöðu hans til þessara mála. Enn er allt á huldu með Schussnigg. Sumar fréttir telja að hann sé i gæzlu- varðhaldi í Vín, en aðrar að honum hafi verið fylgt til landamæranna. FÚ.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.