Nýja dagblaðið - 18.03.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 18.03.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Sala Oðins og Morgunblaðið Rekslur Óðius hefir kostað 100 þús. kr. meíra á síðastL ári en rekstur Ægís kostaði Morgunblaðið klifar oft á því, að það hafi verið óráð mikið og vanvirða fyrir landið, þegar varðskipið Óðinn var selt í árs- byrjun 1936, og telur blaðið, að sú stefna að gæta landhelginn- ar með nokkrum staðbundnum minni mótorbátum við hlið eins eða tveggja stærri skipa, eins og Ægis og Þórs, muni ekki reynast hagkvæm eða giftudrjúg. Menn skyldu nú ætla eftir þessu, að útgerð Óðins og ann- ara varðskipa hefði verið rögg- samlega rekin, þegar Sjálfstæð- isflokkurinn var sjálfur við völd og hafði sinn eiginn ráð- herra til þess að gæta þessara mála. En hvernig var ástandið þá? Landhelgisgæzlan 1933 undir íhaldsstjórn. Við skulum líta aftur til árs- ins 1933, en allt það ár heyrði landhelgisgæzlan undir ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Gæzlan var þá í hinu mesta ófremdar- ástandi, og skipin lágu uppi sem hér segir: Óðinn í meira en 4 mánuði, Ægir í 5 mánuði og Þór í 71/2 mánuð. Einn byssulaus bátur var leigður í 6 mánuði. Rekstur skipanna kostaði samt eins og hér greinir: í þús. kr. Óðinn ....... 245 Þór.......... 121 Ægir ........ 237 Báturinn .... 22 625 Miðað við núverandi verölag á kolum og öðrum útgerðarvör- um mundi tilsvarandi rekstur með sömu skipum kosta yfir 700 þús. krónur, og er það óhæfilega mikið miðað við það hve skipin gengu lítið, enda er það vitað, að ekkert fyrirkomulag er til- tölulega dýrara og verra í reyndinni en það, sem Sjálf- stæðismenn höfðu á stjórnar- tíma sínum frá 1932—1934, að láta skipin liggja sinn mánuð- inn hvert. Rekstrarkostnaður Óðlns mtðaður við kolaverð á síðastl. ári. Fyrst Morgunblaðið sér svo mikið eftir Óðni verður þó að álíta, að sú eftirsjá sé byggð á því, að missa skipið frá land- helgisgæslustarfinu, en ekki frá því að liggja í höfn, og skal því athugað, hvað nú hefði kostað að gera það skip út, þannig að sómi hefði verið að. Skal í því sambandi rekstur Ægis á s. 1. ári tekinn til samanburðar. Athugun hefir verið gerð á því, að Óðinn eyddi að meðal- tali á ári um 90 kg. af kolum per siglda mílu. Hefði hann gengið til landhelgisgæzlu á síðastliðnu ári til jafns við Ægi, | sem sigldi 28500 mílur, hefði kolaeyðsla Óðins, samkv. ofan- greindu átt að verða 2565 smál. Kolin kosta nú 55 kr. per smál. komin um borð, og mundi því brennslukostnaður Óðins miðað við nefnt verð og siglingu til jafns við Ægi á s. 1. ári hafi numið 141 þús. króna. En til samanburðar skal þess getið, að Ægir notaði aöeins brennslu- olíu fyrir 40 þús. krónur á síð- astliðnu ári, 1937. Mismunurinn á brennslukostnaði myndi þá hafa numið um 100 þús. króna. Reksturskostnaður skipanna mundi að öðru leyti hafa verið mjög svipaður, og þar sem rekstur Ægis kostaði á síðast- liðnu ári 317 þús. krónur, myndi tilsvarandi reksturskostnaður Óðins hafa orðið yfir 400 þús. krónur. Fjórir varðbátar verða ekkl dýrari I rekstri en Óðinn eiitil. Morgunblaðiö segir að því hafi verið haldið fram að kaupa mætti 4 nýja vaTðbáta fyrir andvirði Óðins. En þessu hefir aldrei verið haldið fram. En hitt mun þó nærri sanni, að ef lagður hefði verið við söluand- virðið i krónum sá árlegi rekst- urssparnaður, sem af sölunni leiddi, þá væri nú fengin næg upphæð til að kaupa fyrir 4 nýja varðbáta líka þeim, sem þegar hefir verið fenginn. Enn hefir ekki fengizt reynsla fyrir því hvað kosta muni að reka bát eins og nýja varðbát- inn Óðinn, en það mun varla verða meira en 90 þús. krónur á ári. Sézt þá, að auðveldlega má reka 4 myndarlega varðbáta eins og hann fyrir sömu upphæö og gamla ÓÖinn einan. En þeirri spurningu á hvorn veginn gæzlunni væri betur borgið, munu íslenzkir sjómenn ekki vera í vafa um að svara. Hljómaveit Reykjavikur Bláa kápan verður leikin í kvöld kl. 8y2 í Iðnó. Aðgöngumiðar seldir í dag, eftir kl. 1 í Iðnó. Sími 3191. ÚTBREIÐIÐ NÝ JA D AGBLAÐIÐ! PRENTMYNDASTOrAN LEIFTUR Hafnarstrœti 17, (uppi), býr til 1. ílol<l<s prenfmyndir. Sími 3334 ID'völ 1. hefti 6. árgangs. Dvöl er vandaðri að frágangi en nokkru sinni fyr, m. a. prent- uð á betri pappír en áður og gerir það ritið bæði útlitsfall- egra og eigulegra. Þetta hefti er fyrir fyrsta ársfjórðunginn, og er myndarleg bók, 80 biaðsíður að stærð, fjölbreytt og fróðlegt eins og jafnan áður. Fyrst er ávarp til lesendanna, eftir ritstjórann, þar sem hann gerir grein fyrir þeirri breyt- ingu, sem verðuT á Dvöl um áramótin. Þá eru i ritinu sögur eftir ýmsa öndvegishöfunda heims- ins, t. d. F. Dostojefskij, O’Hen- ry, Martin Anderson Nexö, A. Dandet, Pearl S. Buck o. fl. Einnig eru greinar eftir þekkta íslendinga, t. d. Svein Björnsson sendiherra, dr. Helga Péturss, Sig. Einarsson dósent, Rickard Beck próf. og Hallgr. Jónasson kennara. Kvæði eru í ritinu eftir Pétur Beinteinsson, Þorstein frá Úlfs- stöðum og Guðmund Inga. Þá eru ferðasaga eftir Rann- veigu Tómasdóttur, lausavísur, ritfregnir, kímnisögur, á víð og dreif 0. fl. 0. fl. Það er enginn vafi á því að Dvöl er langsamlega eigu- legasta, skemmtitímaritið, sem út er gefið á íslenzku, enda hef- ir það náð mikilli útbreiðslu og fara vinsældir þess sífellt vax- andi. Ritið á það líka fyllilega skilið. Áður hafa verið talin upp í ritdómum margir af þeim heimsfrægu rithöfundum, sem Dvöl hefir flutt sögur eftir, og verður það því ekki gert hér, en þegar maður flettir hinum fimm árgöngum af ritinu, sem út eru komnir, er að finna þar flest þau nöfn, sem mestur ljómi stafar af í bókmennta- heiminum. Það má því segja, að Dvöl sé einskonar fræðirit um alheims- bókmenntir um leið og hún er skemmtirit. En jafnframt því sem Dvöl hefir flutt mikið af úrvali er- lendra rithöfunda, hefir hún einnig beint athygli manna til hinna yngri skálda, sem nú eru að vaxa upp með þjóðinni, og léð þeim fúslega rúm fyrir úr- val af ljóöum þeirra og sögum. Meðal þeirra af yngri skáld- (Frh. á 4. síðu.) Afinælisfapaðiir Knattspyrnufélags Reybjavíkur verður haldinn laugardaginn 19. þ. m. kl. 8x/2 í K. R.-husinu. — Skemtiskráin verður þannig: Sameiginleg kaffidrykkja. Lúðra- sveit Reykjavíkur leikur nokkur lög. Sigurjón Pétursson íþrótta- kappi heldur ræðu fyrir minni K. R. Pétur A. Jónsson, ein- söngur. Gamanvísur. Fimleikasýning karla og kvenna. Grímu- leikfimi, nýjasta nýtt. — DANZ. Sunnudaginn 20. marz kl. 4 verður skemtun fyrir alla yngri félaga. Aðgöngumiðar að báðum skemtununum verða seldir í verzl- un Haraldar Árnasonar og hjá Guðm. Ólafssyni, Vesturgötu 24. Skemtunin er fyrir K. R.-inga og gesti þeirra. STJÓRN K. R. Aútsölunníí Vestu Míkid úrval af prjónavörum, man- chettskyrtum, tölum, hmöppum og ýmsum smávörum. Aðeíns tveir dagar eftir og búöin verður lokuö næstu viku vegna hreingernínga. Vesta, Laugavegí 40. íbúð óskast. Maður I fastri stöðu óskar eftir að fá leigtSa íbúð, 2—3 herbergi og eld- hús, ásamt góðu geymsluplássi, í nýju húsi, frá 14. maí n. k. — Ábyggileg greiðsla mánaðarlega fyrirfram. IJpp- lýsingar I síma 3948 eftir kl. 5 alla virka daga. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiipiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuit ► Borgíð Nýja dagblaðíð! iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniit.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.