Nýja dagblaðið - 18.03.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 18.03.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 18. MARZ 1938. NYIA DAGBLAÐIÐ 6. ÁRGANGUR — 64. BLAÐ XCvCCvGamla BÍÓÍKSSfií í í í s TAYLOR SKIPSTÓRI. Stórfengleg og spennaíidi kvikmynd gerð eftir hinní áhrifamiklu sjóferða- og æfintýrasögu Ted Lesser Souls at Sea '. Aðalhlutverkin leika hinir vinsælu og ágætu leikarar: GARY COOPER George Raft og Frances Dee. Myndin bönnuð börnum innan 14 ára. í '.V.V.W.V.'.W.V.V.V.V.V.V - Kaup og sala - Kjólar og blússur í úrvali. — Saumastofan Uppsölum, Aðal- stræti 18. Vörubifreið í góðu ásigkomu- lagi óskast keypt. Upplýsingar gefur Helgi Þorsteinsson, sími 1080. Lítið steinhús til sölu eða í skiptum fyrir bústofn og land- búnaðartæki. Árni Jónasson Högnagötu 10, Reykjavík. Vegna sívaxandi aðsóknar og margítrekaðra áskorana endurtekur Bjarní Björnsson skemmtun sína í Gamla Bíó i 11. sinn n.k. sunnudag kl. 3. Aðgöngumiðar seldir hjá K. Við- ar og Eymundsen í dag og á morgun. Inngangseyrir k r. 1,50. Dvöl (Frh. af 2. síðu.) unum, sem skrifað hafa í Dvöl, má nefna Guðmund Inga, Pétur Beinteinsson, Þorstein Jónsson frá Úlfsstöðum, Guðmund Böð- varsson, Stefán Jónsson og Jón Helgason. Eftir suma þessa menn eru kvæöi,' en eftir aðra bæði kvæði og sögur og fleira. Það er athyglisvert, að fimm af þessum skáldum, sem nefnd eru hér að framan og mest hafa skrifað í Dvöl, eru Borgfirðing- ar. Manni getur dottið í hug, að Borgarfjörður sé að verða miðstöð ljóðagerðarinnar. Sum- ir kunna að eigna þetta því, að ritstjóri Dvalar er Borgfirðing- ur og láti hann því sýslunga sína sitja fyrir öðrum. En um það er ekki nema gott að segja, því út frá því gæti maður dxeg- ið þá ályktun, að í hverri sýslu landsins lægju duldir andans kraftar, sem kæmu fram, ef einhver góðviljaður ritstjóri létti byrjunarörðugleikana eins og ritstjóxi Dvalar hefir ef til vill gert að einhverju ieyti fyrir hina ungu Borgfirðinga. Það er enginn vafi á því, að ef Dvöl heldur áfram eins og hún er nú, þarf hún ekki að kvíða framtíðinni, meðan hún flytur efni eftir beztu erlenda og innlenda höfunda, og ex bor- in uppi af hinni bókhneigðu al- þýðu 1 landinu, sem fagnar komu hennar, eins og hið gest- risna sveitafólk fagnar góðum komumanni. E. Jón Baldvínsson (Frh. af 1. slðu.) ekki skyndiáhlaup, hávaðafundir og æfintýri, heldur markvíst, sleitulaust strit fyrir málefnunum sjálfum" (Al- þbl. 18. febr. 1938). Þeir sem unna verklýðshreyfingunni munu óska að þessu merki hans verði ekki síður haldið á lofti að honum föllnum. Frá bæjarstjórnaríundi (Frh. af 1. síðu.) sem er gjöf frá ónefndum borg- ara. Þótt ekki þætti tiltækilegt að hefja nú þegar byggingu ráð- húss, kvað J. J. það nauðsynlegt að undirbúningur yrði hafinn, svo að í engu yrði rasað um ráð fram, þegar framkvæmdir loks hæfust. Næsta mál, sem tekið var á dagskrá var tillaga frá J. J. um að létta undir með sænska frystihúsinu um ísframleiðslu, þannig að það gæti selt íssmá- lestina á 10 krónur. Myndi það verða til þess, að íslenzk veiði- skip keyptu ekki meira af ís er- lendis en bráð nauðsyn krefði. Hinsvegar á bærinn yfir að ráða nægu rafmagni og ódýru og góðu vatni. Tillögunni var vís- að til bæjarráðs. Loks var tekin til umræðu til- laga frá J. J. um að rannsaka skilyrði fyrir því að komið yrði upp fisksölustöð í bænum. Lýsti hann stuttlega nauðsyn þess, að betra skipulagi yrði komið á fisksöluna en nú er og dregið yrði úr dreifingarkostnaðinum, þannig að fisksöluverðið lækkaði og sjómenn fengju þó meira í sinn hlut. Þá væri heldur ekki þarflaust að bæta eitthvað um um hreinlæti á fisksölustöðun- um og væri núverandi ástand tæpast samboðið nútíma bæjar- félagi. Þessari tillögu var og vísað til bæjarráðs. Erlendar frétfir (Frh. af 1. síðu.) 75 manns af völdum loftárásar á borgina. í einni árásinni, sem gerð var í gærmorgun féll sprengikúla ofan í hóp kvenna, sem biðu utan við brauða- búð, og önnur féll ofan á sporvagn og særði eða deyddi 100 manns. Prétt- ir af þessum loftárásum eru þó enn sem komið er af skornum skammti. Frakkland. Blum forsætisráðherra Frakka, lagði í gær fram yfirlýsingu um utanríkis- stefnu hinnar nýju stjórnar í Frakk- landi. „Vér viljum fyrst og fremst frið“, sagði Blum. í öðru lagi, sagði hann, vildi stjórnin vernda sjálfstæði Frakklands, og hag þess, og loks myndi hún standa við skuldbindingar sínar gagnvart öðrum þjóðum, út i yztu æsar. Franska ráðuneytið kom saman á fund í gær og ræddi um landvarnar- mál. Þegar fundinum var lokið lagði landvarnarmálaráðherrann Daladier tillögur fyrir þingið um stórlega auk- in útgjöld til vígbúnaðar og hervarna. Er talið að þessi ráðstöfun sé gerð vegna atburðanna í Austurríki og hins afar alvarlega ástands í álfunni. Hernaðarástandið á Spáni er nú mjög rætt í frönskum blöðum. Frá Pepignan er símað að mikill óhugur sé ríkjandi í Barcelona. Á það er bent til að sýna hversu spanska stjórnin telji mikla alvöru á ferðum, að sendi- herra spanska lýðveldisins í París hafi nú í þriðja sinn átt tal við hina frönsku ráðherra um ástand það, sem skapast hefir upp á síðkastið. Blaðið „Petit Parisien" segir að franska stjórnin muni hafa í hyggju að koma á málamiðlun í Spánarstyrjöldinni. ÚTBREIÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ. WAW It, '' W.V.V jvjwjv Jvýja Bio .v.-.v.v i ÞAR SEM í :■ LÆVIRKIM ■: ■: SYNGUR :■ í :■ .■ Urífandi fögur söngvamynd «. frá Wien, leikin af í; V MARTHA EGGERTH í í Blæ fegurðar og yndis- !; ;! þokka slær yfir mynd þessa ;» í; af hinum dásamlega leik og ;! I; unaðslega söng leikkon- ■; ;■ unnar. í; ■■ *mmBammmmnummumnmmBmmmnmmn*ammmmmBmn ma m m ■ ■ ■ Ódýrar vörur: Bílar frá 0.85 Blýbílar — 1.00 Rúsgögn — 1.00 Ðýr, ýmlsk. — 0.75 Smíðatól — 0.50 Skóflur — 0.35 Sparibyssnr — 0.50 Dægradvallr — 0.65 Rrlngar — 0.25 Armbandsúr — 0.50 Töskur — 1.00 Sklp — 1.00 Kubbakassar — 2.00 Ludo — 2.00 IJndrakíkirar — 1.35 Boltar — 1.00 K. EINARSSON & rjOrnsson Bankastræti 11. i! . Maðuriim mínn Jón Baldvinsson bankastjóri lézt í nótt að heimili ekkar, Miðstræti 10. Þetta tilkynnist fyrír mína hönd og sonar okkar Baldvins, sem nú er erlendis. Reykjavík 17. marz 1938. Júlíana Guðmundsdóttir. FESTARMEY FORSTJÓRANS 44 og þá til mín. „Ég er ekki einn þeirra manna, sem hlaupa með slúðursögur, ungfrú góð. En brún augu“, — og leit í gegnum einglyrnið — „brún augu hafa nú alltaf verið óstöðug. Við erum sjálfsagt einir tíu, sem þér hafið farið illa með, Monica? Það er þó alltaf huggun, að ég er ekki sá eini, sem þjáist“. Nei, það var hann heldur ekki. Ég varð sífellt kvíðnari og kvíðnari yfir, að þessi litli ónærgætni kjaftafinnur yrði hér til miðdegis- verðar. Og hinn gesturinn, sem búizt var við, þessi frændi, sem lét allt fjúka, átti að vera hér yfir helg- ina. Hvernig skyldi hann vera? Já, hann gat ekki ver- ið verri en majórinn, það var þó nokkur huggun. Ekkert gat verið verra. Nema þeir báðir til samans — dálaglegt útlit. Er ég sat og kveiö fyrir öllu þessu, heyrðist mikill gauragangur úti í fordyrinu og rétt strax kröftug, hranaleg, skipandi rödd, sem beinlínis þrumaði: „Nafnið mitt? Þér hljótið að vera nýkomin hingað í húsið, stúlka góð, ef þér þekkið það ekki. Ég heiti það sama og húsbóndinn. — Nei, þakka yður fyrir. Þér skuluð ekki tilkynna komu mína. Ég geri það sjálfur. (Eins og þess þyrfti.). Hvar eru þau öll. Jæja, eru að drekka te. Gott. Er unga stúlkan líka þarna inni? Alveg afbragð“. í sömu svifum þaut hurðin upp, og inn steyptist — það er ekki annað orð yfir það — Albert Waters frændi. 16. KAPITULI. Enn ný eldraun. Að ytra útliti líktist Albert frændi þeim myndum, sem maður sér oft af John Bull. Röddin var eins og maður heyrði röddina i Theo í gegn um kallpípu. Fas hans minnti helzt á fellibyl. „Góðan dag, góðan dag. Hvernig líður ykkur öll- um?“ þrumaði hann. „Mary, Blanche, Theo!“ (Hann smellti kossi á þær allar) „Jæja, Billy, drengur minn! (Sló hann heljar högg á öxlina). „Ég gleðst yfir, að hitta yður aftur, Montresor majór — hvernig gengur það? Bjóðið óvinunum byrginn? Ágætt“. Hann þreif hönd majórsins og skók hana upp og niður eins og dælu. „Já, Billy“, hann snéri sér aftur að forstjóran- um, „þú þarft ekki að kynna mig unnustu þinni. Hún veit, hver ég ér, og hvers vegna ég er kominn. Litla ungfrú“, — þetta sagði hann við mig — „vilduð þér vera svo góð við gamlan mann, sem er farin að dapr- ast sjón, að snúa yður alveg á móti ljósinu?" Ég gerði það. Hvað átti ég annað að gera? Ég sat í bjartri miðdegissólinni og fann, að allir nema Albert frændi snéru sér dálítið undan, en hann starði með hreinskilnislegum, gráum augum á andlit mér, glápti án þess að blygðast sin hið minnsta. Mér fundust þetta einhverjar þær lengstu mínútur, sem ég hefi lifað. Og svo féll dómurinn. „Laglega gert, Billy“. Nú hefði forstjórinn aftur fengið duglegt högg á öxlina, ef hann hefði ekki und- ið sér til hliðar. „Þú hefir valið vel, sonur sæll. Falleg og vel upp alin stúlka, sem er þér til sóma. Svona, Mary, gefðu mér nú tebolla. Og þér, góða mín“, — þetta var talað til mín, — „getið rétt mér brauð og smjör. Hvað heitið þér annars?“ „Ég heiti Monica“, sagði ég vegna majórsins; hann hafði horft mildum ásökunaraugum á þann nýkomna. „En hér er ég kölluð Nancy“. „Nancy. Ja-há. Það er fallegt nafn á fallegri stúlku. Á mjög vel við. „Nancy á alla mína ást“ — er ekki svo William. Manstu eftir, að þú varst vanur að syngja þetta lag i gamla daga? Þú rt þó ekki búinn að A-ha, ha“. Og þannig hélt hann áfram. Það var ekki svo lítið í þessum tón, sem hann var búinn að segj a, er hann hafði loksins lokið við teið, og forstjórinn fylgdi hon- um til herbergisins. Forstjórinn var sýnilega í sama skapi og þegar hann lagði af stað með Cariad og kjöt- beinið. Ég hefði helzt viljað, að Albert frændi hefði verið látinn dúsa úti í verkfærageymslu. Mig langaði helzt til að kyrkj a einhvern, er ég kom upp á herbergi mitt. Þvílíkur dagur. Fyrst þessi hræðilega ferð á járn- brautarstöðina með forstjóranum — þá hin óþægilega koma Montresons majórs og hin klunnalega ónær- gætni hans, fyrst gagnvart Sidney og siðar þvaður hans um æfi mína heima — og loks þssi hræðilegi gamli frændi til þess að líta á mig og þruma álit sitt um útlit mitt og aðra eiginleika. Nú var mælirinn sannarlega fullur. Ég hafði aldrei komizt í annað eins. Það er ekkert til, sem skákað gæti þessum frænda, er hann sat þarna við teborðið og yét dæluna ganga. En dagurinn er nú ekki búinn nn, svo ómögulegt er að fullyrða neitt. Mér finnst sem komið sé langt fram yfir hátta- tíma, en þó er eftir hálftími, unz maður fer að búa sig til kveldverðar. Ó, alein í hálftíma. Nei, mér var ekki einu sinni unnt þess. Er ég var komin upp, komu telpurnar þjótandi; þær sárkenndu í brjósti um mig, en gátu þó ekki varizt hlátri. „Vesalings Nancy litla. Var þetta ekki hræðilegt?"

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.