Nýja dagblaðið - 18.03.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 18.03.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Er hungurrétturmn dýrmæt- astur allra mannréttínda ? Eftir Jóxias Jónsson *—------------------------- \ÝJA DAGBLAÐIB Útgefandi: Blaðaútgáfan hi. Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritstj órnarskrif stofumar: Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Lindargötu 1D. Siml 2323. Eftir kl. 5: Síml 3948. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Simar 3948 og 3720. Lausn kaupdeilunnar Frumvarp Framsóknarflokks- ins um lausn kaupdeilunnar er nú orðið að lögum. Og 5-manna gerðardómurinn, tilnefndur af aðilum deilunnar og hæstarétti, er í þann veginn að taka til starfa. Störfum hans mun verða hraðað svo sem frekast má verða, enda er á því mikil nauð- syn. Allar líkur benda til, að nú sé kominn nógur afli á tog- aramiðin, svo að hver dagurinn er dýrmætur, bæði fyrir sjó- mennina, sem hafa fulla þörf vinnunnar og útgerðina, sem á því þyrfti að halda, ef verða mætti, að vinna upp eitthvað af tapi tveggja undangenginna aflaleysisvertiða. Og fyrir þjóð- arheildina er meira en mál til þess komið, að togaraflotinn fari að færa erlendan gjald- eyri í búið. Hver sá maður, sem ábyrgðar hefir að gæta, mun óska þess af alhug, að gerðardómurinn megi bera giftu til að finna slika lausn þessa máls, að sem flest- ir mættu vel við una. Hitt mun ekki þurfa að draga i efa, að bæði sjómenn og útgerðarmenn muni sætta sig við þá niður- stöðu, sem fundin verður. Um gerðardómsleiðina hefir að vísu verið deilt á Alþingi og víð- ar á meðan hún lá fyrir í frum- varpsformi, og er ekkert við því að segja, þó að menn greini á um leiðir, þegar svo stendur á. Þegar þessi leið hinsvegar er orðin að lögum á lýðræðislegan og þingræðislegan hátt, er kom- ið nýtt viðhorf í málinu. Og þrátt fyrir meiri og minni skoð- anamun, má gera ráð fyrir að allir séu í raun og veru fegnir því, að aðferðin til lausnar deilunni hefir verið ákveðin. Enginn þarf að halda, að það sé neitt sældarbrauð að standa í samningum af hálfu hvors að- ila, sem er í deilu eins og þess- ari, meðan hvergi sér fyrir enda á því þófi. Fyrir sjómennina, sem fæstir hafa úr of miklu að spila til brýnna lífsnauðsynja, er þó slíkur dráttur tilfinnan- legastur. Fyrir hina vinnandi menn er slík deila síður en svo nokkur gamanleikur. Það er alveg sjálfsögð regla, að grípa ekki til opinberra af- skipta eins og hér er um að ræða, nema i undantekningar- tilfellum, þegar þjóðarnauðsyn krefur. Og þessa er líka vand- lega gætt í lýðræðislöndum. En reynslan er sú yfirleitt í ná- grannalöndunum, að í þeim undantekningartilfellum þegar svona hefir verið að farið, hefir það borið tilætlaðan árangur. Báðir aðilar hafa notað sér þá lausn, sem þeim var lögð til af löggjafarvaldsins hálfu. Vand- ræðum og neyð meðal almenn- ings hefir verið afstýrt. Þau leiðinlegú tíðindi hafa gerzt í sambandi við afgreiðslu þessa máls, að Alþýðuflokkur- inn hefir litið svo á, að þau hlytu að verða þess valdandi, að samskonar stjórnarsamvinna flokka hinna vinnandi stétta og átt hefir sér stað undanfarin ár, gæti ekki haldið áfram, a. m. k. nú um stund. Framsókn- arflokkurinn leit raunar öðru- vísi á það mál. En auðvitað verður Alþýðuflokkurinn að gera það upp við sjálfan sig, hvað frá hans sjónarmiði sé rétt í þeim efnum og hvaða viðhorf frá hans hálfu sé eðlilegt eftir að hann hefir dregið ráðherra sinn út úr ríkisstjórninni. Fram- sóknarflokkurinn telur það á þessu augnabliki fyrst og fremst hlutverk sitt að leysa hina geigvænlegu deilu, forða þúsundum manna frá skorti og þjóðarheildinni frá aðsteðjandi hættu. Sína afstöðu, þegar því er lokið, mun hann nú sem fyr miða við þau málefni, sem þá liggja fyrir. Alpingi Ný þingmál Fiskveiðas j óður. Sjávarútvegsnefnd efri deild- ar flytur frv. um breyting á lögum um Fiskveiðasjóð. Er lagt til í frv. að auka starfsfé sjóðsins á þann hátt, að hann fái til viðbótarlánveitingu þá upphæð, sem hann verður að greiða í afborganir og vexti af láni hjá Landmandsbankanum danska, og tekur ríkið þá að sér að greiða það. Mundi starfsfé sjóðsins þannig aukast um 120 þús. kr. á ári fyrst um sinn. Þá er lagt til að lækka út- lánsvexti sjóðsins úr 6% niður í 5%. Ennfremur er lagt til að 1% lántökugjaldið falli niður og sömuleiðis V4% árlegt auka- gjald, sem nú rennur í trygg- ingarsjóð. Þangmjöl. Landbúnaðarnefnd neðri deildar flytur frv. til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að veita þremur mönnum sér- leyfi til fóðurmjölsvinnslu úr þangi, ef þei'r leiða að því gild rök, að þeir geti framleitt góða og óskaðlega vöru. Leyfið má veita til 10 ára, en það fellur úr gildi, ef framleiðsla er ekki byrjuð í stærri stíl innan þriggja ára eða ef hún fellur niður i tvö ár á sérleyfistíma- bilinu. Þessir þrir menn eru Karel Hjörtþórsson verkstjóri, Theó- dór Jónsson bókari og Svein- björn Jónsson byggingameist- ari. Byrjaði Karel á þessum rannsóknum fyrir nokkrum ár- um og fékk hina síðan í lið með sér. í samráði við Búnaðarfé- lag íslands framleiddu þeir í fyrravetur nokkur hundruð kg. af þangmjöli, sem var efna- greint af dr. Jóni Vestdal, en Þórir Guðmundsson var feng- inn til að gera fóðurrannsóknir. Alþingi vann tæplega í sólar- hring að lögunum um gerðar- dóm í vinnudeilum. Allir þing- menn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins fylgdu málinu. Alþýðuflokkurinn, Héð- inn Valdimarsson og kommún- istar stóðu. saman gegn lausn málsins, og greiddu atkvæði gegn afbrigðum á þingsköpun- um og öllum greinum frv. og lögunum í heild sinni. Að lokum lýsti Haraldur Guðmundsson því yfir.að hann gerði samþykkt frv. að fráfararatriði þegar í stað. Málstaður hinna óánægðu er mjög veikur í alla staði. Verk- fallið er að því er snertir tillög- ur leiðtoganna búið að standa í 10 vikur eða frá byrjun janúar. Svo er að sjá, sem ílest eða öll skipin hefðu getað gengið þenn- an tíma. Útgerðarmenn létu megnið af skipunum leggja út á veiðar fyrir áramót, og stunda ísfisksveiðar frá Englandi. Ef skipin komu í höfn á sínu ætt- landi var ætlazt til að þau væru stöðvuð af trúnaðarmönnum sjómanna. Eitt skipið kom í höfn í Reykjavík vegna smábil- unar, fékk viðgerð og hélt síðan í haf. Sjómennirnir leyndu burtför sinni, til þess að vera ekki stöðvaðir með ofbeldi. Þeir vildu um fram allt fá að vinna fyrir sér og sínum. Veiðiskipin héldu þannig út allan janúar að heita mátti, sem einskonar útlagar sinnar þjóðar, og með stöð í fjarlægu landi. Útgerðar- menn stigu með þessari fram- kvæmd skynsamlegt spor í at- vinnumálum sínum og landsins alls. Næsti þáttur eru ufsaveið- arnar. Þar tekst duglegum manni, Skúla Thorarensen, að fá nokkur skip á leigu, með samkomulagi við sjómenn og skipseigendur. Talið er að eitt af þessum skiþum muni hafa útvegað landinu um 30 þús. kr. virði í gullgildum gjaldeyri í fe- brúar. En verkfallið hélt áfram engu að síður, því að útgerð Sk. Th. var einskonar rauðakross-starf- semi milli herlínanna og aðeins um stundarsakir. Framsóknarflokkurinn lét málið ekki til sín taka á þessu stigi, til að gefa þeim sem þótt- ust hafa alla þræði deilunnar í sínum höndum, tækifæri til að leysa málið sjálfir. í blöðum Framsóknarmanna var lögð fram ein röksemd í friðaráttina. Það var sannað með ótvíræðum Fóru þær fram á Vífilsstöðum. Reyndist bezt að blanda saman þangmjöli, karfamjöli og síld- armjöli og virðist árangurinn af því gefa góðar vonir. Er hér um athyglisvert mál að ræða, sem vert er að gefa fullan gaum. sönnunum, að dýrtíðin í land- inu hafði ekki aukizt frá 1929, þegar grundvöllur var lagður að núgildandi sjómannskaupi. — Þessi röksemd benti í þá átt að það hefði verið vafasöm aðgerð frá leiðtogum sjómanna, að hefja verkfallið, eins og afkomu útvegsins er nú háttað. Mbl. og Alþýðublaðið notuðu verkfallið allan tímann til kjós- endaveiða. Bæði blöðin gáfu sjómönnum villandi upplýsing- ar. Bæði lögðu áherzlu á þörf sjómannanna til að fá hærra kaup. Alþýðublaðið gaf ávísun á hinn blásnauða útveg og á- líka fátæka banka. Mbl. benti á ríkissjóðinn, sem þann náttúr- lega aðila að borga tekjuhall- ann. Báðar tillögurnar voru í þjóðnýtingaráttina. Formaöur sjómannafélagsins, Sigurjón Ólafsson, tók upp það undarlega ráð að halda aldrei fund með sjómönnum um málið. Talið er að pólitískur uggur hafi komið þar til greina. Verkamenn í Rvík eru nú sem stendur skiftir í þrjár andvígar socialistiskar deildir, auk þess sem mjög margir sjómenn fylgja Mbl. að málum. Sigurjóni Ólafssyni bar hiklaus skylda til að láta sig engu skifta þennan skoðana- mun, og yfirboð Einars Olgeirs- sonar og Héðins. Hann átti all- an tímann, sem verkfallið stóð, að hafa marga stóra og al- varlega fundi um málið með sjómönnum, svo að þeir hefðu fullkomið yfirlit um allan gang málsins. En þetta var ekki gert. Sjómenn höfðu ekkert á að byggja nema hinar villandi og mjög óeinlægu ráðleggingar blaða, sem vildu hafa pólitískan ávinning af því að gefa ekki rétta hugmynd um kauphækk- unarmöguleikana. Þegar sáttasemjari lagði fram fyrri miðlunartillögu sína, neit- aði stjórn Sjómannafélagsins henni, án þess að kalla sjómenn á fund. Þegar síðari tillögurnar voru lagðar fram, hélt Sigurjón Ólafsson að vísu fund. Tillög- urnar, sem voru langt og flókið mál, voru lesnar upp án nokk- urra skýringa sem gagn var að. Leiðtogar sjómanna gáfu enn enga bendingu um málið. Félag- ið var eins og höfuðlaus her. Til- lagan felld með litlum atkvæða- mun. Enginn vafi er á að hún myndi hafa verið samþykkt með miklum atkvæðamun, ef sjó- menn hefðu fengið sanna og glögga skýrslu um gang málsins. En það var ekki. Þeir fengu yfir- leitt annaðhvort enga hand- leiðslu eða þá aðeins villandi bendingar, eins og áðurnefndan áróður blaðanna. Þegar hér var komið máli, greip Framsóknarflokkurinn inn í. Máliö var orðið þýðingarmikið þjóðmál. Fiskurinn óð uppi á miðunum fyrir sunnan og vestan land. Erlend skip fylltu sig með afla á fáum dögum og sigldu heim með auð sinn, en hæðnis- og lítilsvirðingarorð féliu af vör- um þessara keppinauta um ves- aldóm íslendinga, sem ættu hin góðu mið, hefðu fjölmenna, dug- lega en atvinnulausa sjómanna- stétt, en létu veiðiskip sín liggja bundin. Vélbátar og opnir bátar tví- og þríhlóðu á dag. Landið skorti gjaldeyri til allra hluta, fyrir matvörur, kol, salt, veiðar- færi, læknislyf o. s. frv. Almenn hungursneyð stóð fyrir dyrum, og þó fyrst og fremst í höfuð- borginni. Lítið eitt lengra fram- undan algerð glötun á láns- trausti og áliti landsins hjá öll- um viðskiptaþjóðum. Þegar hér var komið sögunni, var það skylda ábyrgrar lands- stjórnar, að beita sér fyrir því, að óhlutdrægur dómur gengi um kaupgjaldsmálið. Stjórnin tók til fyrirmyndar alveg nýja fyrir- mynd frá Noregi, þar sem verka- mannastjórn hefir beitt sér fyrir gerðardómi til aö koma á friði í útgerðinni við Lofoten. Allir þingfiokkar í Noregi stóðu sam- an um gerðardómslausnina þar í landi. Hér urðu Framsóknar- menn og Sjálfstæðismenn sam- taka um hina sömu lausn, en íulltrúar verkamanna héldu uppi andstöðu, sem var byggð á sandi, eins og handleiðsla þeirra í vinnudeilunni frá byrjun. í umræöunum um gerðardóm- inn, töluðu Einar Olgeirsson, Sigurjón Ólafsson o. fl. um hinn helga rétt verkamannanna til að vinna ekki. Sjómenn á togurum hafa nú fyrir munn leiðtoga sinna haft þennan rétt í tíu vik- ur. Enginn er betur settur fyrir þetta í öllu landinu. Allir eru ver settir. Hungur vofir yfir bænum, jafnt öllum stéttum. — Vöntun á gjaldeyri myndi lama alla þjóðina, eyðileggja traust hennar, og draga úr alls konar atvinnuframkvæmdum, ef skipin lægju alla vertíðina og sildveiði- tímann með. Framsóknarflokkurinn byggir sínar aögerðir á því, að rétturinn til aö lifa og starfa sé ennþá heilagri en rétturinn til að svelta sig og sína með skipulögðu iðju- leysi. KAUPI0 LÉREFTSTUSKUR hreinar og heillegar, (mega vera mislitar), kaupir Prentsmiðjan EDDA h.f., Lindar- götu 1D. aSeins Loftur.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.