Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 22.03.1938, Qupperneq 4

Nýja dagblaðið - 22.03.1938, Qupperneq 4
REYKJAVÍK, 22. MARZ 1938. 6. ÁRGANGUR — 67. BLAÐ /QCOOvQGamla BÍÓÍÍKÍS ■j LtTILSVIRT j; :■ ko\a ■: jjl Gullfalleg og vel leikin I; ■; þýzk, mynd, gerð eftir / leikriti Oscar Wilde, frá Ohne Bedeutung. I; Aðalhlutverkin leika :■ GUSTAF GRÚNDGENS í »g :j KÁTHE DORSCH :■ V.V.V.V.V.V.’.V.VAV^.V.V í/. ’.V.V.V Hljómsveit Reykjavíkur Bláa kápan Sýnd annað kvöld kl. 8%. AÖgöngmniðar seldir í dag í Iðnó frá kl. 4—7. Sími 3191. KAVPIÐ Frá Tengchow til Islands CFrh. af 2. síðu.) að ítalskt skip kom. Það mun tæpast hafa verið tilviljun, að fyrsta útlenda skipið, sem kom þar til hafnar, eftir að borgin féll í hendur Japana, var ítalskt. Með þessu skipi fengum við far til Hong-Kong, og náðum þar þýzku skipi, sem við höfðum áð- ur keypt með far til Evrópu. Þá voru 32 dagar liðnir frá því, að við lögðum af stað frá Tengchow. Hér fannst okkur ferðalagið eig- inlega á enda. LeiSurloh Við komum til Þrándheims 13. janúar og þar varð konan mín eftir með börnin, en ég hélt til Kaupmannahafnar eftir dá- litla viðdvöl. í maílok fer ég aftur til Noregs og sæki hana og dveljumst við þá fyrst um sinn á íslandi. — Hverju spáið þér um enda- lok stríðsins þar eystra? — Sem hálfgildis Kínverji, vona ég, að Japanir hafi ekki nægilegt þol til þess að brjóta þjóðina undir sig. Fjárhagur Japans var slæmur áður en stríðið hófst, og hver dagur hefir ógurleg útgjöld í för með sér. Kínverjar eru hinsvegar þraut- seigir og stjórn Chiang Kai Shek traust og án efa sú bezta í Kína- veldi, síðan lýðveldið var stofn- sett. Kína er líka land, sem er sjálfu sér nægt á hernaðartím- um, um aðra hluti en hergögn. Hitt mun enginn Kínverji gera sér vonir um, að sigrast á Jap- önum í beinum vopnaviðskipt- um. — NYJA DAGBLAÐIÐ Aðvðnui, Hér með vill nefndin vekja athygli innflytjenda byggingarefnis og annarra á því, að hún hefir sett þau skilyrði fyrir veitingu gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfa fyrir timbri og cementi, að þessar vörur verði ekki seldar til bygginga á íbúðarhúsum, sem eru stærri en svo að 430 teningsmetrar tilheyri hverri íbúð, eða til annarra húsa og mannvirkja, sem þurfa erlent efni fyrir meira en kr. 5000.00 með útsöluverði, nema samþykki hennar komi til, og gildir þetta jafnt hvort viðkomandi hefir undir- skrifað skuldbindingu hér að lútandi eða ekki, þannig að innflytjendur bera ábyrgð á að ofan- greind skilyrði séu ekki brotin. Reykjavík, 18. marz 1938. Gjaldeyris- og innílutningsneind. Ylir landamærín Alþýðublaðið telur það svik mikil, að Framsóknarmenn skuli stundum ráða fram úr málum með íhaldinu. En hvað gerði Al- þýðuflokkurinn í kjördæmamál- inu 1931, í síldarbræöslumálinu 1935 og í atkvæðagreiðslu um síldarverðið 1937? * Álítur Alþbl. að þingmenn Al- þýðuflokksins hefðu átt að greiða atkvæði móti kjördæma- breytingunni á þingi 1933, til að þóknast Framsóknarmönnum þó að socialistar væru þá alveg samdóma íhaldinu um það mál? Má telja, aö „niðurlæging" Al- þýðuflokksins hafi byrjað við þessa afstöðu flokksins? * Þjóðviljinn á sunnudaginn hælir mexikönsku stjórninni fyrir frjálslyndi. Hún var eina stjórnin, sem vildi leyfa Trotsky landvist fyrir nokkru síðan og hlaut fyrir það mikinn fjand- skap Stalins og kommúnista. Fjárhagur Síldar- verksmiðja ríkisins (Frh. af 3. síðu.) eðlilegt að sjómenn og útgerð- armenn gerðu kröfur um um- bætur á verksmiðjunum og um byggingu nýrrar síldarþróar. Við þessum kröfum þeirra varð verksmiðjustjórnin og sömu- leiðis ríkisstjórnin. í stað þess að borga þeim uppbót á síld- inni fyrir árið 1936, þá þótti sjálfsagt að endurbæta verk- smiðjurnar, og byggja þró, svo hægt yrði að taka við meiri síld en áður. Og ábyggilega græddu sjómenn og útgerðar- menn á þessum umbótum s. 1. sumar. Vegna nýjú þróarinnar var hægt að taka á móti miklu meiri síld, en annars hefði verið hægt. En vegna þess hvað veiðin var óhemju mikil, aldrei var hægt að vinna upp úr þrónum í margar vikur og verð- fall varð gífurlegt á lýsinu, þá er því ekki að neita, að verk- smiðjurnar sjálfar hefðu staðið sig betur nú, ef þróin hefði ekki verið byggð, því að þá hefðu verksmiðjurnar ekki tekið á móti eins mikilli síld og þær gerðu og því minna gætt fyrir þær verðfallsins á lýsinu, þar sem svo mikið af því var selt fyrirfram á ágætu verði. í sambandi við þetta mál vil ég leyfa mér að geta þess, að verksmiðjustjórnin, sem fór frá vorið 1936, var búin að sam- þykkja að leggja í allmikinn kostnað það ár til umbóta á verksmiðjunum, og var mikið af því, sem framkvæmt var það ár, samkvæmt samþykktum þeirrar stjórnar. Þetta segi ég aðeins til að sýna fram á, að þrátt fyrir það, að útkoma árs- ins 1935 væri verksmiðjunum mjög óhagstæð, þá taldi þá- verandi verksmiðjustjórn brýna nauðsyn bera til þess, að leggja í allmikinn kostnað til umbóta verksmiðjunum. Aðalatriðið. Enn eru heimtaðar viðbætur og umbætur við S. R. Útlitið með verðlag á vörum verk- smiðjanna er nú afar ískyggi- legt. Ég veit að við hr. Jón Gunnarsson erum sammála um, að nú beri að fara gæti- lega. Að lokum vil ég undirstrika, að það er ekki stórt mál fyrir verksmiðjurnar, hvort að meir eða minna af endurbótum þeirra á s. 1. ári er sett á við- haldsreikning eða ekki, en að- alatriðið í framtíðinni er að tryggja sjómönnum og útgerð- armönnum sannvirði fyrir síld- ina, með því að taka hana til vinnslu, en kaupa hana ekki föstu verði. Þá fær hver sitt, og verksmiðjurnar geta þá aldrei orðið áhættufyrirtæki, sem þær annars geta vel orðið. Ef síldin er keypt föstu verði, þá getur svo farið að ár, sen*. er slæmt fyrir sjómennina, geti orðið sæmilegt fyrir verksmiðj- urnar, og aftur á móti að ár, sem er ágætt fyrir sjómennina, geti sett verksmiðjurnar í fjár- hagslegt öngþveiti. En verði síldin tekin til vinnslu, en ekki keypt, þá verður auðvitað um leið að meta réttlátlega, hvað færist á viöh'ald og hvað til eignar verksmiðjunum ár hvert. Afborganir, fyrningar- sjóðsgjald, varasjóðsgjald og reksturskostnaður allur tekst allt af síldinni, og það er ekki von að sjómennirnir vilji borga meira, svo sem auka afskriftir af eignum. Þorsteinn M. Jónsson. v.v.v • ■>AV.V.V v.v.v wyja BIO ivvww V LLYIVT- ■: F\BU»LfiI\\ :[ með undrabarninu: ;■ Shirley Teniple ;j Mynd þessi er talin ein \ bezta mynd þessa óviðjafn- :■ anlega litla leikara. Jafn í ánægjuleg fyrir fullorðna I; sem börn. I; Sýnd kl. 9. í i Barnasýning kl. 6. ■ Aðgöngumiðar J seldir frá kl. 4. jj .v.v.v.v.v.v.v.v.v.v. - Kaup og sala - Lítið steinhús til sölu eða í skiptum fyrir bústofn og land- búnaðartæki. Árni Jónasson, Hörpugötu 10, Reykjavík. Þýzkar cígarettur LLOYD 10 stk. pakkmn 70 an. Fást í verzlunum. PRENTMYNDASTOFAN L EIFTUR Hafnarstræti 17, (uppi), býr til 1. flokks prentmyndir. Sími 3334 »Lagarfoss« fer á fiinmtudagskvöld 24. marz, um Vestm.- eyjar og Austfirði, til Kaupmannahafnar. Ú T S Æ Ð 1 Þeir, sem hafa pant- að útsæði af liinum hraðvöxnu tegundum, Rósin og Dutee of Yorh verða að vitja þeirra í þessari viku. Gmenmetisverzlun ríhisins. Ú TBREIÐIÐ NÝJA DAGBLADID!

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.