Nýja dagblaðið - 23.03.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 23.03.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritstjómarskrifstofumar: Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Lindargötu 1D. Sími 2323. Eftir kl. 5: Sími 3948. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar 3948 og 3720. Stjómmálaástandíð Eins og frá er skýrt á öðrum staö hér í blaðinu í dag, gaf forsætisráðherra á Alþingi í gær yfirlýsingu um aðstöðu ríkisstjórnarinnar eftir afsögn Haralds Guðmundssonar fyrv. atvinnumálaráðherra. Hann kvaðst hafa talið sér skylt að fara með völdin fyrst um sinn meðan stæði á lausn kaupdeil- unnar og taka þannig á sig á- byrgðina á framkvæmd þeirra laga, er hann hefði beitt sér fyrir á Alþingi. En þar sem nú væru horfur á að deilan myndi leysast, myndi hann þegar hefja eftirgrenslanir um, hver væri nú afstaðan til ríkis- stjórnarinnar á Alþingi og síð- an tilkynna niðurstöður þeirra eftirgrenslana. Þess mun þá mega vænta inn- an fárra daga, að um það ráð- ist, hversu nú skipast um stjórn landsins. Og þar sem deilan nú er leyst, markast afstaða þing- flokkanna í þeim efnum vafa- laust af viðhorfi þeirra til ann- ara málefna, er fyrir liggja og úrlausnar biða. Skípín á veiðar Þeirri lausn, sem nú hefir orðið á hinni geigvænlegu tog- aradeilu, mun vera almennt fagnað ekki aðeins af þeim, sem eiga lífsframfæri sitt und- ir starfsemi togaraflotans, heldur og af almenningi um land allt. Hin yfirvofandi stöðv- un togaranna lá eins og farg á þúsundum heimila. Ef svo hefði áfram haldið, sem hætta var á, þýddi það margra milljóna tap í erlendum gjaldeyri fyrir landið. Og það afhroð, sem saltfisksverzlunin kynni að hafa beðið, ef ekki hefði verið hægt að fullnægja eftirspurn- inni og keppinautar vorir komizt inn á markaði vora er- lendis, verður ekki með tölum talið. Siðan úrskurður gerðar- dómsins féll á mánudags- morgun, hafa togararnir sem óðast verið að búa sig á veiðar og nokkrir eru þegar komnir út á miðin eða á leiðinni þang- að. Eftir svo sem vikutíma má gera ráð fyrir, að starfsemi vertíðarinnar verði í fullum gangi, bæði á sjó og landi. Sú starfsemi mun veita mörgum starffúsum höndum verkefni og mörgum svöngum munnum brauð. Og baráttuhiti ágrein- ingsmálanna mun þá hverfa fyrir dagsins önn, og viður- kenningunni á því, að hér hafi málum giftusamlega verið tii lykta ráðið. Pramsóknarflokkurinn hefir í þessu máli, undir forystu Hermanns Jónassonar forsæt- isráðherra, gert stórt og farsælt átak á úrslitastund. Framsókn- arflokkurinn er stærsti þing- flokkurinn, og á honum hvílir því ríkust skyldan til að taka á sig ábyrgðina þegar mestur vandi kallar að. Nú, sem áður hefir hann fylgt hinni affara- sælu reglu, aö fylgja hiklaust góðu máli. Og það er sú eina pólitíska lífsregla, sem gildi hefir til frambúðar, hvar sem er og á öllum tímum. ísfiskverdið og útgerðin Jónas Jónsson bar fram til- lögu um það á síðasta bæjar- stjórnarfundi, að bærinn lækk- aði verð á vatni og á rafmagni að næturlagi til framleiðslu á ís handa togurum og dragnóta- bátum. Smálest af muldum ís, fram- leiddum með vélum, kostar sem hér segir: í Englandi kr. 12.10—13.20 í Esbjerg kr. 15.00 Hjá Sænska frystihúsinu: Til dragnótabáta kr. 25.00 Til togara á 1. ferð — 25.00 Til togara í síðari f. — 15.00 Úr því unnt er með vélum að framleiða ís í Englandi fyrir ofangreint verð, ætti að vera hægt að gera það fyrir svipað verð hér heima, ef vatn og raf- magn væri látið í té með sann- gjörnu verði. Einkum virðist ísverðið vera tilfinnanlegt fyrir dragnótabátana. Þeir munu, með þessu verðlagi eyða álíka miklu í ís eins og steinolíu, að því er fróðustu menn telja, eða frá 1200—1700 krónum, á veiði- tímabilinu ár hvert. Togarar nota 60 smálestir í veiðiför, og fara að jafnaði ekki færri en fjórar ferðir með is- varinn fisk á erlendan markað. Ársnotkun hinna 37 togara er því ekki undir 8880 smálestir. Fyrir ís í fyrstu veiðiför greiða togararnir nú 1500 kr„ en síðan 900 kr. með því verðlagi sem hér er. En enska verðið er að meðal- tali um 780 krónur. Ætti það að vera innan hand- ar fyrir Reykjavíkurbæ, að leyfa notkun á umfram vatni og um- fram rafmagni, til þess að létta svo sem verða má undir með hinum aðþrengda undirstöðu- atvinnuvegi bæjarins, og sann- gjarnt, að dragnótaveiðarnar nytu þá jafnframt góðs af. Bæjarráð hefir þessa umbóta- tillögu J. J. til meðferðar. Verð- ur því fylgt með athygli, hver afstaða þess verður til þessa máls. PRENTMYNDASTOFAN LEIFTUR Halnarsfræfi 17, (uppi), býr iil 1. ílokks prenfmyndir. Sími 3334 mðeins Loftur. Lýsing á „nýju síldarþrónni“ Eitír Jón Gunnarsson framkvæmdarstjóra Eg gat þess í grein minni í Nýja dagblaðinu þ. 22. f. m„ að fj árhagur Síldarverksmiðj a ríkisins á árinu 1937 yrði ekki skýrður til fulls, nema með ná- kvæmri lýsingu á nýju þrónni. Þróin rúmar á efri og neðri hæð til samans tæp 22 þús. mál síldar, en með forþrónni tæp 23500 mál. Þró af þessari, eða svipaðri gerð, hefir aldrei verið byggð fyr, hvorki hér á landi eða annarsstaðar og sýna meðfylgjandi myndir af þver- skurðum af þrónni greinilega fyrirkomulag hennar. Síldin er tekin við þann enda þróarinnar, sem veit að bryggj- unum ca. 10 m. upp yfir bryggj- urnar, á flutningaband, sem liggur lárétt eftir þrónni endi- langri í hæð eins og sýnt er á mynd 1, sem sýnir hvernig síld- síldin kremst mikið við hið háa fall, bæði þegar hún er látin 1 hana og tekin úr henni aftur. Öðru máli er að gegna um neðri hæð þróarinnar, í hana er ekki hægrt að salta síldina og er hún þá um leið ónýt til síldargeymslu. Enda er um helmingur af þeirri síld, sem látin var í neðri hæð þróarinn- ar s. 1. sumar þar ennþá. En sú síld, sem unnin var úr neðri hæð þróarinnar síðastliðið haust var stórskemmd og fékkst úr henni bæði lítil og léleg vara. Síldin, sem látin er í neðri helming þróarinnar, fellur af sama flutningabandinu og síld- in, sem látin er í efri hæðina. Þetta flutningaband er upp undir mæni byggingarinnar og fellur síldin í einu falli um þar /Vync/ -y' in fellur af flutningabandinu og niður í efri hæð þróarinn- ar. Af flutningabandinu er síldin látin falla í þau þróar- hólf, sem henni eru ætluð. Frá flutningabandinu niður í botn efri hæðar þróarinnar er ca. 8,5 m., verður því síldin að falla beint niður 8,5 m. fyrst þegar farið er að fylla í hólfin á efri hæðinni. Við slíkt fall stórskemmist síldin, hún kremst og verður að hálfgerðri kássu. En skilyrði fyrir, að það sé hægt að geyma síld vel, er að hún sé ókramin og sem heillegust, þegar hún er söltuð. Þar að auki er síld, sem er mikið marin og illa með farin, verri til vinnslu þó hún sé ný, held- ur en ný síld, heil og óskemmd. En hinni slæmu meðferð á síld- inni í efri hæðinni, er þó ekki með öllu lýst ennþá, því þegar fara á að bræða síldina, þá þarf hún að falla á ný frá 4—8 m. niður úr hólfunum á efri hæð- ‘inni og niður á flutningaband, sem liggur inn í verksmiðjuna og sem er í botni neðri hæðar þróarinnar. En það er kostur við efri hæð þróarinnar, að það er hægt að salta í hana síld eins og venjulega þró, en mjög léleg til geymslu á síld hlýtur hún allt- af að verða, vegna þess hvað til gerðar trektir, eins og mynd 2 sýnir, niður í neðri hæð þró- arinnar og er það ca. 12,5 m. fall og geta menn hugsaö sér hvemig síldin er útleikin þegar hún er komin þangað niður. En það sem verra er, er það að ómögulegt er að salta í neðri hæð þróarinnar, nema niður um trektargötin á loftinu yfir efri hæð þróarinnar, og verður þá að moka saltinu í síldina um leið og hún svífur í loftinu nið- ur í trektirnar. En þegar salt- ið og síldin nema staðar, f •/Yy« d hólfum neðri þróarinnar, þá rennur síldin út í hólfið í all- ar áttir og fyllir það, en saltið safnast í klump undir trekt- inni. Nú getur verið að einhverjum detti í hug, að það sé hægt að frysta eða kæla síld í þessari þró. Við það er að athuga, að ekki má frysta síld, ef ekki á að stórskemma þær afurðir, sem úr henni fást. En aftur á móti er útlit fyrir, að góð vara fáist úr kældri síld, en til að kæla síldina þarf að setja snjó og salt í hana um leið og hún er látin í þróna, en það er ekki hægt að gera í neðri þrónni af sömu ástæðum og ekki er hægt að salta síld í hana, því snjór- inn og saltið aðskiljast frá síld- inni eftiT hið háa fall í gegn um loftið og það er ófram- kvæmanlegt að koma i veg fyrir að svo verði. Þar að auki er það órannsakað mál, hvort það borgar sig fjárhagslega að kæla síld, þó þróin væri þannig byggð, að það væri hægt. En hin nýja þró á Siglufirði er þannig byggð, að aðeins er hægt að kæla síld í forþrónni ca. 1500 mál. Og það var þar, sem gerð var tilraun til að kæla síld s. 1. sumar. Það er því ekki annað sjáan- legt, en að neðri hæð þróarinn- ar sé ónothæf til alls, en að efri hæðina megi nota til síld- argeymslu, en að góð vara úr síld, sem þar er geymd, geti | ekki fengizt, vegna þess að sú I leikfimi, stórskemmir síldina, sem hún er látin gera, bæði þegar hún er látin í þróna og tekin úr henni aftur. Inni í saltgeymslu á venju- legri þró er vanalega hægt að aka bil, en í nýju þrónni er saltgeymslan ca. 8 m. ofar jörðu, og verður því að lyfta saltinu af bílunum upp í þessa hæð með einhverjum áhöldum, sem ennþá hafa ekki verið sett í nýju þróna. Fyrir þá menn, sem eiga að vinna í þrónni, þegar hún er full af rotnaðri síld, er loftið nærri óþolandi og höfðu þeir það þannig s. 1. haust, sem unnu í þrónni, að þeir stóðu vaktir fyrir utan þróna og (Frh á 4. siSu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.