Nýja dagblaðið - 23.03.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 23.03.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 23. MARZ 1938 NYJA DAGBLAÐIÐ 6. ÁRGANGUR — 68. BLAÐ SMÖKGamla BíóK í $ 5 LÍTILSVIRT :■ KOM Gullfalleg og þýzk, mynd, vel leikin gerð eftir leikriti Oscar Wilde’s, Frau ohne Bedeutung. Aðalhlutverkin leika GUSTAF GRUNDGENS og KÁTHE DORSCH V.V.W.V.'.W.VAV.V.V.V.V SilS „SKÍRIV, SEM SEGIR SEX!“ Gamanleikur í 3 þáttum, eftir OSKAR BRAATEN. Frumsýning á morgun kl. 8. AÐGÖN GUMIÐ AR seldir frá kl. 4—7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. NB. Allir fráteknir aðgöngu- miðar verða að sækjast fyrir kl. 7 í kvöld. Afstaðan til ríkisstjórnarinnar (Frh. af 1. slðu.) og síðan eins fljótt og unnt er tilkynna hinu háa Alþingi þær niðurstöður, sem ég kemst að.“ Eftir að forsætisráðherra hafði lokið máli sínu, gerði Har- aldur Guðmundsson þá fyrir- spurn til forsætisráðherra, hvort hann áliti að togaradeilan væri leyst. Forsætisráðherra vísaði til þess, sem hann hafði áður sagt, að lausn deilunnar virtist nálgast. Fleiri tóku ekki til máls. Yfir landamærín Alþýðublaðið skrifar í gær um ábyrgð Framsóknarflokksins. — Blaðið ætti frekar að brýna á- byrgð og kjark fyrir sínum eigin foringjum. Hvernig hefði t. d. farið fyrir Framsóknarflokkn- um, ef hann hefði ekki mætt „yfirboðum" og rógi Bænda- flokksins með meiri ábyrgðartil- finningu og karlmennsku en raun er á með Alþýðuflokkinn viðkomandi H. V. og kommúnist- um? * Alþýðublaðið ræðst í gær á Þor- móð Eyjólfsson fyrir að hafa hætt samningaumleitunum út af yfirstandandi vinnudeilu við rík- isverksmiðjurnar á Siglufirði. Þetta er ekki rétt. Þormóður og meirihluti verksmiðjustjórnar- innar hafa aðeins óskað eftir milligöngu sáttasemjara. Það sýnir álit Alþýðublaðsins á mál- stað verkfallsmanna, þegar það bregzt illa við slíkum afskiptum hlutlauss aðila. * Alþýðublaðið mætti vita, að um þrennt var að gera í togaraverk- fallinu, eins og komið var: Lög- leiða gerðardóm, skipaðan af hæstarétti, leysa hluta af deil- unni með því að lögleiða kaup- gjald á saltfisksveiðum, eða að- hafast ekkert, láta þorskvertíð- ina líða hjá, en hungur og gjald- eyrisskort eyðileggja þjóðina. — Lögboðið kaupgjald var verka- lýðnum hættulegra fordæmi en afskipti hæstaréttar. Er þetta fólk öruggt um eilífan meiri- hluta? Eða er það aðeins hrætt við Héðinn? * Finnbogi Rútur man vel eftir var í þrjú ár samfleytt í innileg- um og samningsbundnum fé- lagsskap við Mbl.menn, í því eina skyni að gera Framsóknar- flokknum skaða. Hvenær hafa Framsóknarmenn sýnt Alþýðu- flokknum þvílíka framkomu Ú TBREIÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ! Árshátíð samvinnumanna verður haldið að Hótel Borg laugardaginn 26. marz og hefst með borðhaldi kl. 7.30 síðdegis. Til shemmtunar verður: Ræðnr. Karlakórssöngur. Kvartcttsöngur. Lpplcstur. D-A-X-S. Aðgöngumiðar verða seldir í búðum Kaupfélagsins á Skólavörðustíg 12, Vesturgötu 33 og Grettisgötu 46. Verð kr. 6.00 með mat, en kr. 3.00 fyrir þá, sem ekki taka þátt í borðhaldinu. Sala aðgöngumiða að borðhaldinu hefst kl. 3 e. m. í dag (miðvikudag), og verða þeir ekki seldir lengur en til föstu- dagskvölds n.k. Síðarnefndir aðgöngumiðar, á kr. 3.00, verða seldir á laugardag næstkomandi. Undirbúníng^snefndín. Lýsíng á „nýju síldarþrónní" (Frh. af 3. síðu.) hlupu út og inn á víxl með stuttu millibili. Hér fer á eftir sundurliðaður kostnaður yfir byggingu þróar- innar eins og hann er samkv. bókum verksmiðjanna: 1. Timbur og saumur ............... kr. 42.361,82 2. Steypistyrktar járn og annað járn .... — 38.396,17 3. Sement .................................. — 20.537,23 4. Keðjur og annað efni í flutningabönd — 17.543.83 5. Rafvörur .............................. — 8.134,75 6. Bárujárn og þakpappi ............ — 3.641,85 7. Hurðir og gluggar ....................... — 2.686,61 8. Sandur og möl ........................... — 15.422,83 9. Ákvæðisvinna Einars Jóhannssonar . . — 65.248,28 10. Önnur vinna ............................. — 21.541,88 11. Ýmislegt ................................ — 14.064,55 Hér eru þó ekki taldar með kr. 4.000,00 aukaþóknun, sem fyrv. framkvæmdastj. Gísli Halldórsson, fékk fyrir sér- fræðilega aðstoð og var eftir því sem bezt verður séð, greitt honum eingöngu vegna þróar- Samtals kr. 249.579,80 byggingarinnar, en um þetta getur hr. alþingismaður Finn- ur Jónsson gefið nánari upp- lýsingar. (í þessu sambandi má geta þess, að í lið 11. er innifalin greiðsla fyrir aðra sérfræðilega aðstoð, að fjárhæð vw .V.VJW Xýja Ríó V.V.V.' .VAV.X I LLOYDS r l LOXDOX Framúrskarandi skemmti- leg og fróðleg mynd, sem lýsir merkum kafla úr sögu Englands, er hefst þegar Nelson, mesta sjóhetja Englands var barn að aldri og endar með því að hann vann hinn fræga sigur við Trafalgar. Aðalhlutverkin leika: MADELAINE CARROLL TYRONE POWER o. fl. í É I v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v 6,725,00 krónur). Heldur er ekki meðtalin samkv. fyrirlagi fyrv. framkvæmdarstj., j arðstrengur sem flytur raforku í þróna frá verksmiðjunum, að fjárhæð ca. kr. 2.050,00. Einnig er ekki með- talin af sömu ástæðum snjó- blásturstæki, sem keypt var eingöngu vegna þróarinnar, að fjárhæð kr. 6.124,89. — Ef þess- ar upphæðir leggjast við aðal- upphæðina, eins og vera ber, þá nemur stofnkostnaður þró- arinnar kr. 261.754,69. Af þessu hefir erlent efni kostað kr. 141.477,15. Af stofnkostnaði þróarinnar hefi ég lagt til, að kr. 70.000,00 færist sem eignaaukning á efnahagsreikning verksmiðj- : anna, en afgangurinn af stofn- kostnaðinum, ca. kr. 191.754,69, yrði afskrifaður. || Það kann að vera að margir ! álíti, að fengnum framan- greindum upplýsingum, að l þetta stórkostlega misheppn- aða mannvirki sé of hátt að færa til eignaaukningar á kr. 70.000,00, enda mun framtíðin leiða í ljós, að svo er. Jafn dýra og ógæfusama til- raun, gerða út í bláinn, eins og nýja þróin hefir sýnt sig að vera, þarf vonandi íslenzkur síldariðnaður aldrei aftur að þola. J. Gunnarsson. FESTARMEY FORSTJÓRANS 46 inn á fjórum smá líkneskjum af ástargyðjunum, sem réttu fram blómakörfur. Smám saman rann upp fyrir mér, hvað þessi skreyting átti að þýða. Hún var ótví- ræð og áberandi brúðkaupsskreyting. Og um leið rann upp fyrri mér, hver staðið hafði fyrir þessu. Það var náttúrlega þetta undrabarn, hún Theodora, sem sat þarna og Ijómaði öll yfir þessu snjallræði sínu. Það munu lika hafa verið hennar saklausu hendur, sem stungu í hvern pentudúk litlum hálf útsprungn- um kvisti með hvítri sluafu, og sem höfðu búið til skeifulíkön úr silfurpappír og stráð þeim yfir allan dúkinn og sem loks hafði látið hjartalaga krans úr rósablöðum í kring um diskinn minn. Reið sópaði ég því síðastnefnda niður í pentudúkinn í keltu mér. Ég varð að láta sem ég tæki ekki eftir neinu. Þá var nokkur möguleiki fyrir, að hinir gerðu það ekki heldur. Andlit forstjórans varð þó skugga- legra og skuggalegra með hverju augnablikinu, sem leið. Þvílíkar vonir. Þær voru hrundar til grunna, áður en stúlkurnar komu með súpuna. Hversdagsléga voru þær alvaran uppmáluð, en nú léku þær við hvern sinn fingur. „Nei, heyrið þið. Hver hefir komið fyrir öllum þess- um útbúnaði, mælti frú Waters og skoðaði borðskreyt- inguna með blíðu en undrandi augnaráði. „Ég hélt, Blanche, að þú hefðir ætlað að hafa litlu krystals- glösin, mæðrablómin og venushárið?‘“ „Já, það vildi ég líka. En Theo vildi endilega fá að láta hvítt ling og sýrenur". „Já, vegna þess — o, geturðu ekki séð, hvers vegna?“ hvein í þeirri yngstu í fjölskyldunni. Og áður en nokkur gat svarað eða stöðvað hana, fór þetta óttalega barn að gefa nákvæmar skýringar á tiltæki sínu. „Jú, sjáðu til, sýrenur eru svo ákaflega líkar gull- eplablómum, og þá fannst mér, að það ætti svo vel við vegna Billys og Nancy“. Hún þagnaði snöggvast og greip andann á lofti (það gerðum við hin líka) og svo hélt hún áfram: „Já. Svo skreytti ég borðið vegna þess, að ég vildi hafa það reglulega fallegt og í samræmi vjý tilefnið. Þess vegna tók ég þessar venjulgu konfektskálar burtu og lét þessi litlu postulínslíkneski í staðinn. Eru þau ekki gullfalleg?" Enginn svaraði, allir störðu á Theo, sem tók það sem merki þess, að allir væru henni sammála. Hún ljóm- aði af gleði og gaf nú nánari skýringar á, hvernig hún hafði komið þessu fyrir. „Það var líka þess vegna, að ég fékk Nancy til að fara í hvíta silkikjólinn —“ (Einmitt það.) „— með kniplingablómunum um hálsinn, svo hún gæti líkst brúður. (Ég veit ekki hverju ég líktist á þessu augnabliki. En forstjórinn var líkastur böðli í skopkvikmynd). „Og hafið þið séð allar skeifurnar með pappírsögn- unum í og ljósrauðu rósablöðin i kring um — o, Nancy“ sagði hún í ávítunar róm — „sjáðu, hvað hefir þú gert af hjartanu. Og það átti að vera hjá hjarta Billys." Mér varð litið á Albert frænda, sem sat gegnt mér við hægri hönd frú Waters. „Uss“, hélt Theo áfram, „þú skalt ekki vera leið út af því; ég get búið til annað. Ég myndi hafa gert þetta allt, fyrsta kveldið, sem þú varst hérna, en við vorum nú ekki viss um, hvort þér þætti vænt um það —“. (Vænt um það.) „— En ég á hugmyndina að því öllu.“ Nú kom hlátursöskrið frá frænda forstjórans, Al- bert: „Stórkostleg hugmynd, stelpa mín“. „Þetta er reglulega fallegt, Theo.“ „Já, það finnst mér líka. Finnst þér það ekki líka, Billy", spurði barnið og horfði hálf þrjózkulega á hús- bóndann, sem — það þýðir ekki að neita þvi — leit út fyrir að langa helzt til að sparka i einhvern. Hann gerði það líka — því nú kom lágt ýlfur undan borðinu. Hann hafði svalað sér á litla hundinum, sem á nafnið, er þýðir elskhugi — þetta nafn, sem er komið frá ein-

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.