Nýja dagblaðið - 23.03.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 23.03.1938, Blaðsíða 1
BtÐEV ER LOKlö nokkra daga, vegna viðgerða, en vörur frá okkur fást í ----Delfi---- Austurstræti 5. V-E-S-T-A Sími 4197. Laugaveg 40. IDIBIIAJÐII \Ð 6. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 23. marz 1938. 68. blað ANNÁLL AistaðantilríkisstjórnarinnaráAlþingi Nýtt fasteignamat for' Fjármálaráðherra heíir skípað yíírmats- SætlSraöheiTa menn og iormenn íasteignanefnda 1 IieOn QeiiQ I 82. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 6.23. Sólarlag kl. 6.48. Árdegisháflæður í Rvík kl. 10.05. Ljósatími bifreiða er frá kl. 7.10 síðdegis til kl. 6.00 árd. Næturlæknir er í nótt Kristín Ólafsdóttir, Ingólfs- stræti 14, sími 2161. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn og Reykjavíkur Apóteki. Veðurútlit í Reykjavík: Norðan kaldi og snjóél. Dagskrá útvarpsins. 8.30 Enskukennsla. 10.00 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp. 18.45 ísl.kennsla. 19.10 Veðurfr. 19.20 Þingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.15 Bækur og menn. 20.30 Kvöldvaka: a) Hallgr. Jónasson kennari: Vatnaleiðin gegnum Svíþjóð. b) V. Þ. G.: Úr Vatnsdælu, VII. c) Jónas Þorbergsson útvarpsstj.: Ljóð og línur. Ennfremur söng- og harmonikulög. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar- nes. Fagranes til Akraness. Lyra til Vestmannaeyja, Færeyja og Bergen. Lagarfoss til Austfjarða og IChafnar. Til Rvíkur: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar- nes. Fagranes frá Akranesi. Leikfélag Reykjavíkur hefir á morgun frumsýningu á gam- anleiknum „Skírn, sem segir sex“, eftir norska skáldið Oskar Braaten. Sænski sendikennarinn Sven Jansson, heldur næsta fyrir- lestur sinn í háskólanum miðvikudag 23. marz kl. 8.05. Efni: Nýir sænskir rithöfundar (Sven Lidman, Harry Mar- tinsson). Föstuguðsþjónusta verður I fríkirkjunni í kvöld kl. 8.15. Séra Árni Sigurðsson prédikar. Strandamenn efna til móts næstk. föstudagskvöld í Alþýðuhúsinu. Til skemmtunar verða ræður, söngur og dans. Aðgöngumiðar kosta kr. 3.00 og verða seldir í verzlun Þorkels Sigurðssonar, Laugaveg 18. — Kaffiveitingar eru innifólgnar. Menn mega taka með sér gesti. Er þetta í fyrsta sinn, sem Strandamenn efna til slíks móts hér í Reykjavík, og má vænta að það verði sótt svo sem húsrúm frek- ast leyfir. Hvað er í pokunum? heitir bæklingur, sem Áburðarsala ríkisins hefir gefið út eftir Áma G. Eylands. Er þetta tíunda smáritið, sem Áburðarsalan gefur út og miðar það, sem hin fyrri, að því að upplýsa menn um næringarþörf jurta og gildi áburð- arins og rétta notkun. M. a. er gerð grein fyrir mismunandi áburðarþörf helztu nytjajurtanna islenzku. Skipafréttir. Gullfoss kom til Khafnar í nótt. Goðafoss er á leið til Vestmannaeyja frá Khöfn. Brúarfoss er í Khöfn. Detti- foss er á leið til Vestmannaeyja frá Hull. Lagarfoss er í Rvík. Selfoss er á leið til útlanda. Esja fer héðan í hring- ferð annað kvöld. Lyra er væntanleg hingað í nótt. Gunnlaugrur Blöndal listmálari og frú eru nýlega farin til Parísar og munu dvelja þar um hríð. Mun Gunnlaugur mála þar nokkrar myndir og hefir þegar verið ákveðið að hann haldi stóra sýningu í París, þegar kem- ur fram á sumarið. — FÚ. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband af sr. Árna Sigurðssyni ungfrá Ingi- björg Ásgeirsdóttir, Sigurðssonar skip- stjóra og Vilhjálmur Vilhjálmsson verzlunarmaður. Heimili þerria er á Laugaveg 82. Bregðasf Bretar Tékkoslovakiu? Bollalegglngar inu yfirlýsingu, sem Clianihcrlain mun gefa á morgun. L.R.P.: Chamberlain forsætisráðherra Breta mun gefa yfirlýsingu í neðri málstofu brezka þingsins á morgun, um stefnu stjórnarinnar. Er búizt við, að yfirlýs- ingin verði m. a. á þá leið, að engar sérstakar tryggingar sé auðið að gefa fyrir því að Bretland veiti Tékko-Slo- vakíu vopnaða aðstoð, þó á hana yrði ráðist af Þýzkalandi. Þá er búizt við, að hann lýsi yfir því, að hlutleysisstefnunni gagnvart Spán- arstyrjöldinni verði haldið áfram, en engar líkur þykja til þess að hlutleys- isnefndin verði kölluð saman. Loks er búizt við, að hann lýsi yfir því, að brezka stjórnin líti á atburðina í Aust- urríki og innlimun þess í Þýzkaland eins og gerðan hlut, sem ekkert sé við að gera. Því var lýst yfir í enska þineinu í gær, að samningum Breta og ítala miðaði vel áfram. — FÚ. Sókn Francos stöðvuð í Aragoniu KALUNDBORG: í Barcelona er haldiö áfram að grafa upp úr rústunum lík þeirra manna, er farizt hafa í loftárásum undanfarið. Er þetta mjög erfitt verk og stórhættu- legt. Um þúsund lík eru þegar fundin og taliö sennilegt, að miklu fleiri muni hafa farizt. Landvarnarráðherrann í Barcelona gaf út opinbera tilkynningu um það í gær, að þrátt fyrir hamröm áhlaup sem her Francos hafi gert á Aragoniu- vígstöðvunum, með öllum helztu hern- aðartækjum nútímans, hefði honum ekki tekizt að vinna neitt á nú upp á síðkastið. — FÚ. Japanír halda því, sem þeir haia unníð Yfirlýsiiig Iierinála- ráðherrans. KALUNDBORG: Japanski hermálaráðherrann lét svo um mælt á þingi Japana í gær, að enn- þá væri of snemmt að gefa neinar yfir- lýsingar um það, hve langt Japanir myndu fara með her sinn inn í Kína, eða hve mikið af landi Kínaveldis hann teldi óhjákvæmilegt að leggja undir sig, en hitt sagði hann, að óhætt væri að lýsa yfir nú þegar, að Japanir myndu aldrei gefa eftir einn þumlung af því landi sem þeir þegar hefðu unn- ið í Kína og ekki heldur neitt af þeim réttindum, sem þeir hefðu þannig á- unnið sér. — FÚ. Samkvæmt lögum frá haustþinginu, hefir fjármálaráðherra fyrir nokkru síðan skipað í yfirmatsnefnd fasteigna í landinu, þá Bjarna Ásgeirsson, Pál Zophoniasson og Hannes Pálsson bónda í Undirfelli. Hefir nefndin þeg- ar byrjað starf sitt til undirbúnings matinu, en því á að vera lokið og fast- eignamatsbók komin út árið 1942. Núgildandi fasteignamatsbók er frá 1932. Sýslunefndir og bæjarstjórnir kjósa tvo menn í undirbúningsnefndir, en fjármálaráðherra skipar formenn þeirra. Þessir menn hafa verið skipaðir formenn: Gullbringusýsla: Klemenz Jónsson, kennari, Árnakoti. Kjósarsýsla: Björn Bjarnarson, Grafarholti. Borgarfjarðarsýsla: Jón Hannesson, bóndi, Deildartungu. Mýrasýsla: Sverrir Gíslason, bóndi, Hvammi. Snæfells- og Hnappadalssýsla: Hall- ur Kristjánsson, bóndi, Gríshóli. Dalasýsla: Bjarni Jensson, Ásgarði. A.-Barðastrandarsýsla: Ingimundúr Magnússon, bóndi, Bæ. V.-Barðastrandarsýsla: Guðmundúr S. Jónsson, bóndi, Sveinseyri. V.-ísafjarðarsýsla: Jóhannes Dav- íðsson, bóndi Nyrðri Hjarðardal. N.-ísafjarðarsýsla: Bergmundur Sigurðsson, bóndi, Látrum. Strandasýsla: Gunnar Þórðarson, bóndi, Grænumýrartungu. V.-Húnavatnssýsla: Ólafur Björns- son, bóndi, Núpdálstungu. A.-Húnavatnssýsla: Bjarni Frí- mannsson, bóndi, Efri Mýrum. IVerkfall móti 1 | sjómömium | ; Verkamenn við ríkis- lí > verksmiðjurnar á Siglu- « firði heimta kauphækkun. « ; Takist þeim að knýja hana « fram, lækkar útborgunar- 8 | verð verksmiðjanna og þar s > með kaup sjómannanna. JZ ( Sl. sumar fengu 165 starfs- » í menn verksmiðjanna 444 « \ þús. kr. kaup samanlagt í « ; 71 dag, eða til jafnaðar um \ 2700 kr. á mann. Þegar það | | er athugað, að síldarverðið ?> | er fallið um helming, geta | > allir séð hversu sanngjam- > ar þessar kaupkröfur eru á « > hendur sjómönnum, þar 8 >? sem verðlækkunin bitnar n | einnig á þeim, en hefir >z 8 engin áhrif á launakjör » verksmiðjufólks. » 8 Alþbl. ætti ekki að þykj- ?> 8 ast vera málgagn sjó- 8 manna, á meðan það styð- >> \\ ur slíkar kaupkröfur. \\ Skagafjarðarsýsla: Jón Jónsson, bóndi, Hofi. Eyjafjarðarsýsla: Davíð Jónsson, bóndi, Kroppi. N.-Þingeyjarsýsla: Sigurður Björns- son, bóndi, Grjótnesi. N.-Múlasýsla: Björn Hallsson, bóndi, Rangá. S.-Múlasýsla: Benedikt G. Blöndal, kennari, Hallormsstað. A.-Skaftafellssýsla: Þorleifur Jóns- son, bóndi, Hólum. V.-Skaftafellssýsla: Helgi Jónsson, bóndi, Seglbúðum. Rangárvallasýsla: Sigurþór Ólafsson, bóndi, Kollabæ. Árnessýsla: Sigurgrímur Jónsson, bóndi, Holti. Vestmannaeyjakaupstaður: Páll Þor- bjarnarson, kaupfélagsstjóri. ísafjarðarkaupstaður: Jón H. Sig- mundsson, trésmíðameistari. Siglufjarðarkaupst.: Hannes Jónas- son, bóksali. Akureyrarkaupstaður: Böðvar Bjark- an, lögfræðingur. Seyðisfjarðarkaupstaður: Sigfús Pét- ursson, trésmíðameistari. Neskaupstaður: Ingvar Pálmason, alþingismaður. Hafnarfjarðarkaupstaður: Björn Jó- hannesson, hafnargjaldkeri. Reykjavíkurkaupstaður: Magnús Stefánsson, bóndi. Togararnir fara a veiðar Gengið frá saiiin- ingum við vél- stjóra í gær. Þrír togarar eru þegar farnir á salt- fiskveiðar. Eru það Patreksfjarðar- togararnir iOg Hávarður ísfirðingur. Aðrir eru byrjaðir að búast á veiðar og má gera ráð fyrir að flestir fari af stað í þessari viku. Útgerðarmenn héldu fundi í gær, til þess að ræða um álýktun sjómannafé- laganna út af gerðardómnum og á- kváðu að fylgja þeirri fyrri ákvörðun sinni, að hlýönast dómsúrskurðinum. Vélstjórar sömdu í gær við útgerðar- menn um framlengingu á sama kaup- taxta og gilti á sl. ári. Anna og Poul Reumert koma hingað í maí Anna Borg og Poul Reumert fara frá Kaupmannahöfn 7. maí á leið til íslands og ætla að sýna hér með Leik- félaginu tvö leikrit, sennilega níu sýn- ingar alls. Leiksýningar þessar byrja um 20. maí. Haraldur Björnsson og Ragnar Kvaran undirbúa sitt leikritið hvor. Búast má við feiknamikilli aðsókn að sýningunum, bæði úr Reykjavík og jafnvel nálægum héruðum. Þau hjónin gefa ágóðann af allri sinni vinnu til Þjóðleikhússjóðsins og það má telja víst, að allir íslenzkir leikarar geri slíkt hið sama. gær Áður en gengið var til dagskrár í neðri deild í gær, kvaddi forsætisráðherra sér hljóðs og gaf eftirfarandi yfirlýsingu: „Það hafa komið fram raddir um það opinberlega, að vísu ut- an þingsins, að það væri rangt, að núverandi stjórn hefir farið með völd þessa daga síðan Har- aldur Guðmundsson, fyrrver- andi atvinnumálaráðherra, sagði af sér. Segja má, að það sé ekki allskostar óeðlilegt þótt þessar raddir hafi komið fram. En þær byggjast þó á nokkrum misskilningi, sem ég vil leið- rétta. Þau rök, sem hafa legið til þess, að ríkisstjórnin hefir ekki sagt af sér, eru þau, að talið var líklegt af sumum, að gerðar- dómslögin, sem ég fékk sam- þykkt hér á Alþingi nú nýlega, mundu ef til vill verða erfið í framkvæmd, og þess vegna hefi ég talið það eðlilegt, að ég segði ekki af mér né grennslaðist eftir möguleikum til stjómarmynd- unar áður en endi yrði bundinn á það mál, þar sem um svo stuttan tíma er að ræða. Mér virðist líka þingmenn úr öllum flokkum, og fyrir það er ég þeim þakklátur, hafa sýnt sams- konar skilning á alvöru timanna og þessvegna hefir enginn þeirra kosið að gera fyrirspurnir hér á Alþingi um þetta atriði, og hafa þar með komið í veg fyrir að þrasi um setu stjórnarinnar yrði blandað inn í lausn þessa máls. En rökin til þess, að hér hefir ekki verið rangt að farið, liggja einmitt í því, að hér á Alþingi hafa verið haldnir fundir dag- lega undanfarið og sérhver háttvirtra alþingismanna því á þingræðislegan hátt haft tæki- færi til þess að gera athuga- semdir við setu stjórnarinnar, ef þeir töldu hana óeðlilega. En með því að nú virðist lausn vinnudeilunnar nálgast, eru þessar ástæður ekki lengur fyrir hendi, og þess vegna tilkynni ég hinni háttvirtu þingdeild það hér með, að ég mun nú byrja eftirgrennslanir mínar á hinu pólitíska ástandi hér á Alþingi (Frh. á 4. síðu.) Þúsund lík grafin úr rústum í Barcelona.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.