Nýja dagblaðið - 02.04.1938, Blaðsíða 1
Fallegustu og beztu
SKÍÐAPEYSURNAR
fyrir alla fjölskylduna.
V E S T A
Laugaveg 40. Sími 4197.
rvrjiA
ID/VSr IB ILf’MÐ II flD
6. ár. Reykjavík, laugardaginn 2. apríl 1938 77. blað
Ógæftir hafa veríð með mesta móti
Ostrurækt við Faxaflóa
Sænskt félag sækír um eínkaleyfí til
slíkrar starfsemí
í vetur
ANNÁLL
92. dagur ársins:
Sólarupprás kl. 5,45. Sólarlag kl.
7,18. — Árdegisháflæður í Reykjavík
6,15.
Veðurútlit í Reykjavík:
Vaxandi austan eða norðaustan átt.
Úrkomulaust. •
Ljósatími bifreiða
er frá kl. 7,30 síðd. til kl. 5,35 árd.
Næturlæknir
er 1 nótt Alfred Gíslason, Brávalla-
götu 22, sími 3894. — Næturvörður er
Ingólfs apóteki og Laugavegsapóteki.
Póstferðir á morgun.
Frá Reykjavík: Þingvallapóstur.
Til Reykjavíkur: Esja að vestan úr
hringferð.
Dagskrá útvarpsins.
Kl. 8,30 Dönskuk. 10,00 Veðurfr. 12,00
Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfr. 18,45
Þýzkuk. 19,10 Veðurfr. 19,20 Þingfr.
19,40 Augl. 19,50 Fréttir. 20,15 Leikrit:
Tveir leikþættir, eftir Noel Coward
(Ragnar E. Kvaran o. fl.). 21,30 Út-
varp frá Árnesingamóti að Hótel Borg.
22,30 Danslög. 2,400 Dagskrárlok.
Skíðaferðir um helgina.
Skíðafélag Reykjavíkur fer skíðaför
á morgun yfir Kjöl, ef veður og færi
leyfir. Lagt á stað snemma um morg-
uninn með e.s. „Laxfoss” frá hafnar-
bakkanum og siglt inn Hvalfjörð að
Fossá og farið þar í land. Farið verður
á skíðum yfir Þrándastaðafjall og
Kjöl og niður að Stíflisdal og þaðan
gengið að Bugðu og ekið heim um
kvöldið. Áskriftarlisti liggur frammi
hjá kaupm. L. H. Mtiller til kl. 12 í
dag. — íþróttafélag Reykjavíkur fer
í skíðaferð að Kolviðarhóli í fyrra-
málið kl. 8(4 og 9. Farið verður frá
Söluturninum. Farseðlar seldir I Stál-
húsgögn, Laugaveg 11 til kl. 6 í kvöld.
fþróttafélag kvenna fer á morgun.
Lagt af stað kl. 9 frá Gamla Bíó. Upp-
lýsingar í síma 3140 kl. 6—7 í kvöld.
— Ármenningar fara í Jósefsdal kl.
4% og kl. 8 í dag og kl. 9 í fyrramálið.
Farmiðar fást í Brynju í dag til kl. 6
og á skrifstofu félagsins kl. 6—9 í
kvöld. — K.R.-ingar fara í þremur
hópum. í dag kl. 1(4 og í kvöld kl. 7(4
frá bifreiðastöð Steindórs og á morg-
ún kl. 9 f. h. frá K.R.-húsinu. Farseðl-
ar verða seldir hjá Haraldi Árnasyni
og hjá innrömmunarstofu Axels Cor-
tes, Laugavegi 10. Skíðafæri á Skála-
felli er nú eins og það getur bezt verið.
Landsbankanefndin
hélt fund í gær. Átti að kjósa tvo
menn í bankaráð. Kosningunni var
frestað samkv. ósk jafnaðarmanna.
Dagskrá Alþingis.
í efri deild eru fjögur mál á dagskrá
í dag, en sjö í neðri deild. í neðri
deild er m. a. frumvarpið um birtingu
efnahagsreikninga til 2. umr. og frv.
frá Finni Jónssyni um breyting á lög-
um um síldarverksmiðjur ríkisins til
1. umr.
Haraldur Guðmundsson
var kosinn forseti sameinaðs Alþingis
í gær. Fékk hann 26 atkv. 17 seðlar
voru auðir.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir á morgun gamanleikinn „Skírn
sem segir sex.
Messa
í Laugarnesskóla kl. 5, séra Garðar
Svavarsson. Barnaguðsþjónusta kl.
10%.
Karlakór Akureyrar
heldur síðasta samsöng sinn hér í
Reykjavík á morgun kl. 3. Aðgöngu-
miðar fást í Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar.
Doktorsvörn.
Rit Helga P. Briems „Byltingin 1809“
hefir af heimspekideild Háskólans ver-
ið dæmt maklegt varnar fyrir doktors-
nafnbót. Vörnin fer fram fimmtudag-
inn 7. apríl kl. 1,30 í lestrarsal Lands-
bókasafnsins.
Fall Lerida
yíirvoíandi
Stjórnarherinn í
Lerida gerir sér
von um hjálp á
seinustu stundu
LONDON:
Yfirforingl stjórnarliðsins í Lerida
sagði við fréttamann frá Reuters
fréttastofunni í gær: „Ef vér getum
haldið uppi vörninni þangað til á
morgun, þá getum vér haldið henni
áfram endalaust, því að oss hefir verið
lofað hjálp, sem á að koma í kvöld”.
En þegar þessi orð voru töluð sást
ekki til neinna hjálparsveita.
Uppreisnarmenn álíta, að borgin
hljóti að falla og hafa þegar gert all-
ar ráðstafanir til þess að taka yfirráð
hennar í sínar hendur. Eru þeir tæpan
km. frá útjöðrum borgarinnar.
Stjórnin telur sér nú sigur á Gua-
dalajaravígstöðvunum, þar sem hún
hóf sókn í fyrradag. Uppreisnarmenn
neita því, að um sigur sé að ræða,
en viðurkenna að sókn sé hafin af
hálfu stjórnarinnar.
Fimm þúsund stjórnarliðar hafa nú
flúið yfir landamærin til Frakklands.
Þeir segjast hafa neyðzt til að flýja
vegna skorts á skotfærum, en þeir
muni hverfa aftur og verða þeir, sem
það vilja, sendir aftur til Barcelona.
— FÚ.
Gerðardómsírum-
varp norsku stjórn-
arínnar samþykkt
EINKASKEYTI FRÁ KHÖFN:
Norska stórþingið' hefir samþykkt
frumvarp stjórnarinnar um gerðardóm
í vinnudeilu milli vegavinnumanna og
ríkisins. Stjórnin hafði gert samþykkt
frumvarpsins að fráfararatriði og þyk-
ir því augljóst, að ekki komi til neinna
stjórnarskipta í Noregi í sambandi við
þetta mál. FÚ.
SKÍÐAVIKAN
á Ísaíirðí
Skíðavikan ísfirzka hefst á skírdag
og stendur í fimm daga, svo sem
venja hefir verið undanfarin ár.
Þátttaka hefir verið mjög mikil,
bæði af ísafirði, úr Hnífsdal, Önundar-
firði og víðar, og Reykjavík. Hafa svo
margir hafzt við í skálunum í Selja-
landsdal og Tungudal, sem þar hafa
rúmast og mun svo verða enn.
í sambandl við skíðavikuna mun
fara fram keppni í sniðbrekkuhlaupi
og flugskriði. í sniðbrekkuhlaupinu
verða þrenn verðlaun veitt, en afreks-
merkjum úthlutað fyrir flugskrið.
Að því er blaðið hefir frétt mun
íþróttafélag Reykjavíkur hafa í hyggju
að fjölmenna vestur að þessu sinni.
ísafjörður hefir líka verið kallaður
paradís skiðamannanna.
Sjávarútvegsnefnd neðri
deildar flytur frv. til laga
um ostrurækt. Frv. er flutt
samkvæmt beiðni atvinnu-
málaráðuneytisins.
Samkvæmt frv. er atvinnu-
málaráðherra heimilt að veita
ákveðnu félagi leyfi til ostru-
ræktar á tilteknu svæði á fjörð-
um inni, og eru þá allar aðrar
veiðar bannaðar á því svæði.
Sérhver, sem á land á friðaða
svæðinu, er skyldur að þola það
óhagræði, sem af ostruræktinni
kanna að leiða, gegn fullum
skaðabótum. Tilraunaostrur
(móðurdýr) skal undanþiggja
innf lutningsgj öldum.
í greinargerð frv. segir:
Ostruveiðar og ostrurækt er
stórkostleg atvinnugrein víða
um heim. Á heimsmarkaðinum
eru ostrur verðmestar af öllum
skelfiski, enda mjög dýrar. Langt
er siðan hinn eðlilegi ostrustofn
hætti að fullnægja eftirspurn-
inni, og hefir því ostrurækt ver-
ið stunduð með góðum árangri
um langt skeið. Ostrur eru ekki
til við strendur íslands, en
nokkrar líkur eru til þess, að
möguleikar séu fyrir því, að
hægt sé að rækta þær hér, en þá
Vantraus! Sjálfstæð-
isflokksins á
ríkisstjórnína
Tillaga Sjálfstæðisflokksins um van-
traust á ríkisstjórnina mun koma til
umræðu í þinginu næstk. mánudags-
kvöld. Verða þá fluttar framsöguræð-
ur flokkanna. Á þriðjudagskvöldið
halda umræðurnar áfram og verða þá
hafðar nokkrar umferðir.
Umræðunum. verður útvarpað bæði
kvöldin.
Vantrauststillagan mun rökstudd
með því að stjórnin sé of veik til að
fara með völd á erfiðum tímum. Mun
umræðurnar því einkum snúast um það
atriði, en deilur um önnur ágreinings-
mál verða frekar látnar bíða til eld-
húsdags.
Sekt í landhelgismáli
Skipstjóri enska togarans Seddon,
sem Ægir tók að landhelgisveiðum í
Miðnessjó i fyrradag, 0,8 mílur innan
landhelgislínunnar, var í gær sektað-
ur í lögreglurétti Reykjavíkur um
20200 krónur og afli og veiðarfæri gert
upptækt.
eingöngu í Faxaflóa, á 'svæðinu
frá Akranesi til Seltjarnarness,
samkvæmt þeim rannsóknum,
sem fram hafa farið á þessu
atriði.
Á árinu 1936 gerði sænskt fyr-
irtæki „Stigfjordens Ostronod-
Iingar“ í Skápesund í Svíþjóð
fyrirspurn um það til atvinnu-
málaráðuneytisins„ hvort það
teldi æskilegt, að fyrirtæki þetta
gerði tilraunir með ostrurækt
hér við land. Síðan hefir fiski-
málanefnd staðið í sambandi við
þetta sænska fyrirtæki, og hefir
hún eindregið mælt með því, að
„Stigfjordens Ostronodlingar"
verði leyft að gera tilraunir með
ostrurækt hér við land, og er
ráðuneytið samdóma fiskimála-
nefndinni í því efni.
Félagið vill fá leyfið til 15 ára.
Fundur
Framsóknariélaganna
Framsóknarfélögin í Reykjavík héldu
vel sóttan fund í Kaupþingssalnum
síðastl. fimmtudagskvöld.
Forsætisráðherra flutti þar snjallt
og ítarlegt erindi um stjórnmála-
ástandið og þá atburði, sem þar hefðu
gerzt seinustu dagana. Var ræðu ráð-
herrans ágætlega tekið og auðfundin
ánægja fundarmanna yfir þeirri lausn,
sem náðst hafði um skipun ríkisstjórn-
arinnar.
Gísli Guðmundsson ritstjóri talaði
þar næst og ræddi um sömu mál og
ráðherrann.
Þar næst hófust umræður um bæjar-
mál. Jónas Jónsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, hóf umræður og
minntist einkum á þrjú mál: Skipulag
bæjarins, fisksölumálið og tjaldbúðir
í Ölfusi til sumardvala fyrir reykvísk-
ar fjölskyldur. Urðu einkum umræður
um seinasta málið og var samþykkt
að kjósa þriggja manna nefnd til að
athuga það nánara. Kosningu hlutu
Jón Eyþórsson veðurfræðingur, Stein-
(Frh. á 4. siðu.)
Kaupdeilan
í gær var útrunnið tímabil það, sem
kjarasamningur milli farmamia ann-
arsvegar og Eimskipafélags íslands
og Skipaútgerðar ríkisins giltu fyrir.
Stóðu lengi dags i gær yfir samnings-
fundir aðila, en án árangurs. Sér-
staklega er slæmt útlit fyrir að samn-
ingar náist við stýrimennina. Virðist
óhjákvæmilegt að komi til kasta sátta-
semjara.
Nú sem stendur eru engin af skip-
um þeim, sem hlut eiga að máli, stödd
hér, og mun því engra stöðvana
koma til fyrst um sinn.
Yíirlit um aíla eín-
stakra verstöðva í
marzlok
Seinasta hálfan mánuð-
inn hefir verið ,tregur afli í
flestum verstöðvunum sunn
anlands og ógæftasamt.
Ógæftir hafa yfirleitt verið
með mesta móti í vetur, en þó
hvergi eins miklar og í verstöðv-
unum austanfjalls. í mánaðar-
lokin höfðu t. d. bátar á Stokks-
eyri ekki farið á sjó, nema í 9
daga á allri vertíðinni, en voru
búnir að fara í 22 róðra á sama
tíma í fyrra. Afli hefir verið þar
sæmilegur, þegar gefið hefir á
sjó.
í flestum verstöðvum hafa
aflabrögð verið mun betri en í
fyrra og myndi víða vera kom-
inn ágætur afli, ef gæftir hefðu
verið sæmilegar.
Samkvæmt heimild Fiskifé-
lagsins var afli í einstökum ver-
stöðvum orðinn sem hér segir í
lok seinasta mánaðar.
(í síðara dálki eru tölur
frá sama tíma á fyrra ári. —
Aflinn er reiknaður í smál.).
Vestmannaeyjar 2013 1778
Stokkseyri 77 173
Eyrarbakki 19 43
Þorlákshöfn 90 118
Grindavík 448 423
Hafnir 200 166
Sandgerði 1116 770
Garður 460 373
Keflavík, Njarðv. ca.1800 1491
Vogar, Vatnsl.str. 98 44
Hafnarf., togarar 315 507
— önnur skip 452 229
Reykjavík, togarar 546 382
— önnur skip 344 491
Akranes 1322 1270
Sandur 163 103
Ólafsvík 98 89
Stykkishólmur 41 17
Vestfirðir 773 739
Austfirðir 24 300
Á Austfjörðum hefir mátt
kalla aflalaust til þessa. Hefir
aldrei aflast eins litið á Horna-
fjarðarbátana á þessum tíma
eins og nú.
Eins og framangreindar tölur
bera með sér er aflinn nokku
meiri nú en í fyrra.