Nýja dagblaðið - 02.04.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
\ÝJA DAGBLAÐED
Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f.
Ritstjóri:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
Ritst j órnarskrif stof umar:
Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Lindargötu 1D. Síml 2323.
Eftir kl. 5: Síml 3948.
Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura eintakið.
Prentsmiðjan Edda h.í.
Simar 3948 og 3720.
I — i> — f .«■■■ —■,»■,—■■».. ,
Heiptarorð
Það er talið að við íslending-
ar deilum innbyrðis með mik-
illi hörku og mun það hafa við
mikil rök að styðjast. En út frá
hinum innlendu aðferðum
hefir blaðamönnum landsins
hætt til að nota sömu hörkuna
og jafnvel enn meiri, gagnvart
útlendingum. Er þess skemmst
að minnast, að tvö af stærstu
blöðum landsins réðust með
mikilli ókurteisi að dönskum
stjórnmálamanni og norskum
guðfræðingi, sem kom hingað
í vinsamlega heimsókn. í bæði
skiptin leiddi ég athygli að því,
að slíkar árásir á erlenda gesti
væri aðeins til minnkunar fyr-
ir ísland og íslendinga. Var, að
ég held, almennt játað, að
bending mín hefði verið orð í
tíma talað, og síðan þá veit ég
ekki til að tekið hafi verið móti
útlendum gestum með grjót-
kasti í fjöruborðinu.
En þá kemur hættan úr ann-
arri átt. Þrásinnis falla í ís-
lenzkum blöðum hin litsterk-
ustu gífuryrði um erlenda þjóð-
höfðingja. í þessum blaðaárás-
um eru þeim valin hin hæðileg-
ustu orð, og þau sem bezt eru
fallin til að móðga mennina
sjálfa, ef þeir vissu um þessar
árásir.
Nú er það að vísu vafasamt
hvort Hitler og Stalin hafa
tíma og tækifæri til að kynnast
þeim málblómum úr íslenzku
blöðunum, þar sem þeir eru
nefndir með hinum gífurleg-
ustu hrakyrðum, sem til eru í
málinu. En hitt er víst, að um-
boðsmenn erlendra þjóða þýða
hvert slíkt orð og senda það á
stjórnarskrifstofur í átthögum
sínum. Þetta er skylda þessara
manna og enginn getur áfellzt
þá fyrir það. Auk þess berst al-
menn vitneskja um þetta orð-
bragð til erlendra manna, sem
bera skyn á íslenzkt mál og ís-
lenzka menningu.
Hrakyrðin um erlendu þjóð-
höfðingjana skaða þá ekki hið
minnsta. En þau skaða ísland
stórkostlega. Þau þykja vottur
um dæmafáa vöntun á manna-
siðum og almennri menningu.
Þau valda því, að embættis-
menn þessara þjóða geta ef til
vill ekki að öllu leyti sýnt sömu
greiðvikni við íslenzka borgara
í venjulegum milliþjóðaskipt-
um, er þeir vita um þessa stór-
felldu vöntun á kurteisi í fari
íslendinga.
Það skiptir engu máli í þessu
efni, þó að meginhluti íslend-
inga sé algerlega mótfallinn
að fá hér á landi einræðis-
stjórnarform eins og Rússar og
Þjóðverjar eiga við að búa.
Þeim kemur sjálfum við hversu
þeir haga sínum félagsmálum.
Við eigum að ráða okkar stjórn-
málum, og ekki að þola öðrum
þjóðum neinn undirróður um.
íslenzk mál.
Hver frjáls og menntuð þjóð
gætir hinnar mestu varúðar um
framkomu sína gagnvart öðr-
um þjóðum. Ekkert er hættu-
legra í þessum efnum heldur en
að óvirða þjóðir með því að
ráðast á fána þjóðanna eða
opinbera trúnaðarmenn þeirra,
því að það meta þjóðirnar sem
almenna mótgerð og móðgun
við sig.
Erlendis eru sérstakir blaða-
menn, sem starfa í skrifstofum
utanríkisráðuneytanna. Þegar
þeir sjá í einhvexjum af blöð-
um landsins ógætileg orð um
trúnaðarmenn erlendra ríkja,
þá vanda þeir um það einslega
við blaðamenn þá, sem hlut
eiga að máli, benda þeim á, að
árásir og ókurteisi sú skaði
eingöngu þeirra eigin þjóð, og
fá þá til að gæta sín betur
framvegis.
Utanrikismálaskrifstofan ís-
lenzka fær nú um þessar mund-
ir betri aðstöðu á margan hátt.
Ég mun í utanríkisnefnd leggja
til að henni verði falið að hafa
í þessu efni bætandi og leið-
beinandi áhrif. Takist ekki að
fá blöðin til að gæta fullrar
kurteisi og mannasiða í þess-
um efnum, verður löggjöfin og
framkvæmdarvaldið að taka í
taumana. En ég vænti, að ekki
þurfi til þess að taka. Langoft-
ast munu hin ógætilegu orð í
blöðunum um erlenda þjóð-
höfðingja, falla af ógætni, en
ekki af því að blaðamennirnir
ætluðu að setja blett á þjóð
sína eða gera henni skaða.
Það þarf ekki að taka það
fram, að þessar athugasemdir
snerta alls ekki hið almenna
ritfrelsi. Það er hægt að rita
með rökum og fullri gagnrýni
um erlenda viðburði, svo að ís-
lendingar fái full skil á því
sem við ber í öðrum löndum, án
þess að grípa til gífuryrða og
staðlausra illyrða um menn, sem
hafa forustu um mál margra
af merkilegustu þjóðum heims-
ins. J, J,
Lærdómsríkt fyrír
Alþýðuflokkínn
í Noregi stendur nú yfir deila,
sem getur valdið stjórnarskipt-
um. Vegavinnumenn heimta
kauphækkun. Stjórnin hefir það
á sínu valdi að ákveða kaupið.
En hún vill ekki nota þetta vald.
Þessvegna leggur hún til að
gerðardómur ákveði kaupið, og
hótar fráför, ef þeirri ósk henn-
ar verður ekki fullnægt af þing-
inu.
Andstöðuflokkarnir hafa neit-
að að fallast á gerðardóminn,
þar sem stjórnin geti sjálf á-
kveðið kaupið.
Stjórnin virðist byggja kröfu
sína á því, að hún geti ekki talizt
hlutlaus aðili í deilunni. And-
stæðingar hennar telji hana full-
trúa verkamanna og hún muni
því láta stjórnast af hagsmun-
um þeirra. Hinsvegar telur
Þjóðstjórn í Frakklandi
Góð vinnulöggjöf myndi h j álpa
til að efla samheldnína
Sameínað Frakkland myndi drag-a
úr yfírgangi fasistaríkjanna
Það sem nú einkennir stjórnr
málaástandið í Frakklandi eru
tilraunir ýmsra stjórnmála-
manna, hvar í flokki sem eru,
til að koma í veg fyrir að þjóð-
in klofni að lokum í tvær ósam-
einanlegar andstæður.
Árum saman virðast frönsk
stjórnmál hafa snúizt um tvær
andstæður, hægri og vinstri
stefnur. Þar í landi hafa verið
hægri stjórnir, sem undir for-
ustu ýmsra hafa barizt grimmi-
lega á móti vinstri flokkunum,
og svo vinstri stjórnir, sem
aldrei hafa setið á sárshöfði
gagnvart hægri flokkunum.
Nokkrum sinnum hefir mönn-
um dottið í hug að þessu tvi-
skipting frönsku þjóðarinnar
myndi leiða til borgarastyrjald-
ar. Þó voru líf og eignir borg-
aranna látin óáreitt, á jafnvel
alvarlegustu tímum eins og i
byrjun febrúar 1934 og í verk-
föllunum 1936. Frakkar hafa
sýnt, að þeir berjast ógjarnan
Innbyrðis.
Vinstri flokkarnir sigruðu í
kosningunum 1936. Alþýðufylk-
ingin tók við völdum og kom-
múnistar urðu stjórnarflokkur.
íhaldsflokkarnir hægri og mið-
flokkarnir reyndu að sigrast á
stjórnin, að verkamenn muni líta
á hana sem atvinnuveitanda í
þessu máli og því vantreysta úr-
skurði hennar.
Af þessum ástæðum mun
stjórnin telja bezt, að hlutlaus
aðili fjalli um deiluna og þvi ber
hún fram frv. um gerðardóm.
Þessi afstaða norsku stjórnar-
innar er athyglisverð fyrir jafn-
aðarmenn hér. Ríkisstjórn, sem
skipuð er flokksmönnum þeirra,
gerir kröfu um gerðardóm að
fráfararatriði. Vegavinnudeilan
norska er þó sannarlega ekki
eins alvarleg fyrir atvinnulíf
Noregs og togaradeilan hér var
fyrir atvinnulíf okkar. Og það,
að stjórnin afsalar sér ákvörð-
unarvaldinu í hendur hlutlauss
dóms gefur vel til kynna, hvern-
ig hún myndi hafa litið á þá að-
ferð Alþýðuflokksins, að láta
ríkisstjórnina, ásamt helmingi
þingmanna, ákveða kaupið á
togurunum í stað hlutlauss gerð-
ardóms.
Þetta mál í Noregi sýnir vel
að Alþýðuflokkarnir eru al-
mennt farnir að viðurkenna rétt
þjóðfélagsins til að afskipta af
slíkum deilum, þegar þær valda
óeðlilegri röskun í þjóðfélaginu.
Ef slíkar deilur væru löghelgað-
ar undir öllum kringumstæðum
myndi líka fljótlega skapazt full
komin óstjórn og upplausn. Þess
vegna verður réttur þjóðfélags-
ins til að lifa að skipa æðri sess.
Höfundur þessarar greinar
er þekktur franskur
stjórnmálamaður, Jacques
Kayser, varaforseti radi-
kala flokksins franska. —
Greinin er dálítið stytt í
þýðingunni.
stjórn alþýðufylkingarinnar,
hægri miðflokkarnir, á löglegan
hátt, en sumir íhaldsflokkar
með glæpsamlegum undirróðri,
(sbr. munkahetturnar).
En nú er komið í ljós nýtt
fyrirbrigði i frönskum stjórn-
málum — menn af báðum hlið-
um hafa séð, að nauðsynlegt
væri að jafna ágreininginn og
ef það væri satt, að Frakkar
vildu ekki borgarastyrjöld, þá
hlyti að vera hægt að fá þá til
að vera samhenta.
Fyrsta tllraun
Blums.
Þetta er skýringin á því, að
Leon Blum vildi bjóða Thorez,
leiðtoga kommúnista, og Paul
Reynaud, gáfaðasta og dugleg-
asta manni stjórnarandstæð-
inga, sæti í stjórninni, og gat
tekið sér í munn I öngþveitinu í
janúar, þessi orð: „Þjóðfylking
er betri en alþýðufylking".
Orsökin til að tilraun Blums
brást, var fyrst og fremst sú, að
hún mætti lítilli samúð hjá
ýmsum áhrifamiklum stjórn-
málamönnum, einkum i hans
eigin flokki, sem þó játuðu að
hún gæti borið árangur, en væri
ekki timabær enn sem komið
væri. í öðru lagi lagði Paul
Reynaud áherzlu á, að boð um
þátttöku í stjórninni væri látið
ganga lengra til hægri, þ. e. að
foringi socialista skyldi taka
inn I stjórn sína enn ákveðn-
ari hægri mann en hann.
Nauðsynlegt er að geta þess,
að gagnstætt því, sem átti sér
stað 1926 og 1934, þegar þjóð-
stjórninni var beint gegn rót-
tækari vinstri flokknum, þá
óskar enginn slíks nú. Allir vita,
að ekki er gott að stjórna á
móti hinum vinnandi lýð, á
móti þriðja hluta þjóðarinnar.
Og Paul - Reynaud, sá maður,
sem mests trausts nýtur hjá
anti-marxistum, hinum frjáls-
lyndu borgaralegu flokkum,
hefir margoft sagt, og talað af
reynslu, að það varði hag
Frakklands að flokkar alþýð-
unnar hafi áhrif á stjórn lands-
ins.
Er þjóðstórn
möguleg?
En þótt þetta geti gengið frá
þingræðislegu sjónarmiði, er þá
hægt að samræma þessi sund-
urleitu sjónarmið á sviðum
fjármála og þjóðfélagsmála?
Hér kemur ásteytingarsteinn-
inn.
Frakkar hugsa flestir eins
og stjórnmálamenn. Fyrir þá
eru þjóðmálin barátta á milli
persóna, engu síður en á milli
hugsjóna. Þeir áttuðu sig ekki
á því, þegar socialistinn Leon
Blum, sá ósviknasti af þeim öll-
um, biður um hjálp frá yfir-
lýstum mótstöðumanni. Þannig
er það með verkamanninn;
hann spyr sjálfan sig, hvort
samvinna við flokka, sem ávalt
hafa komið fram með sjónar-
mið atvinnuveitenda, muni ekki
verða honum til tjóns. Og satt
er, að samvinna milli flokks
verkamannsins og flokks at-
vinnuveitandans er alltaf
nokkrum erfiðleikum bundin.
Byltingarsinnar vinna náttúr-
lega á móti samvinnu verka-
mannaflokka og hægri mið-
flokka. En, þá kemur spurning-
in: Eru verkamannaflokkar
Frakklands byltingasinnaðir?
Vissulega er hluti socialista,
undir stjórn Marcau Pivert,
sem hefir tekið upp baráttuna
á móti Leon Blum, byltinga-
sinnaður bæði í orði og á borði.
Hinn hlutinn er eingöngu um-
bótaflokkur.
Kommúnistar hafa, þrátt fyr-
ir byltingakenningar sínar,
haldið sér í skefjum síðan í
kosningum 1936. Einn foringi
þeirra sagði: „Ekki er allt
mögulegt" og annar „Við verð-
um að vita, hvernig binda skal
enaa á verkföllin“. En vitanlegt
er, að þessari línu halda þeir
aðeins á meðan þeir telja sér
og verkalýðnum hag í. Til mik-
illa erfiðleika er dýrtíðin, sem
stöðugt er að aukast og hinar
beinu og óbeinu tilraunir
margra atvinnurekenda, að
hliðra sér hjá ýmsum kvöðum
til verkamanna, sem ákveðin
voru með löggjöf 1936.
Á þessu sézt bezt hin mikla
■þýðing nýrrar vinnulöggjafar.
Ef hægt er að skorða samband-
ið á milli atvinnurekenda og
verkamanna, ef verkamenn fá
tryggingu fyrir ráðningu og
vernd gegn atvinnusviftingu,
þeir fá tryggð réttindi sín gegn
einhverri takmörkun á verk-
fallsréttinum, er líklegt, að
umbótaöflin verði ofan á.
Utaiiríkismálin.
En hversvegna er barizt svo
mjög fyrir sameiningu um
stjórn Frakklands, þótt það
þverbrjóti allar stjórnmála-
venjur þar í landi?
Vegna þess að þjóðin trúir á
frelsi og finnur hina sivaxandi
hættu fascismans. Vegna þess
að hún vill gera sitt ítrasta til
að tryggja frið. — „Komi
stríð“, segja Frakkar, „þá
myndum við samstundis tengj-
ast í „heilaga heild“. Ef Frakk-
land þarf á sonum sínum að
halda til varna, eins og í ágúst
1914, hvers vegna þá að draga
sameininguna, unz ófriður er
(Frh. á 4. siSu.)