Nýja dagblaðið - 03.04.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 03.04.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 3. APRÍL 1938. NYJA DAGBLAÐIÐ 6. ÁRGANGUR — 78. BLAÐ Xív:íí'Camla BÍÓÍSíSÍ jj Við kynntumst í í París í Afar fjörug og skemmti- íj leg amerísk gamanmynd. í Aðalhlutverkin leika •; Claudette Colbert ;■ ;! Robert Young og "" ;> Melvyn Douglas. ;• Sýnd í kvöld kl. 9 !; ■; f ;• og á alpýdusýníngu ■; 5 kl. 7. í í Barnasýning kl. 5: Nýtt smámyndasafn í í SKIPPER SKRÆK o. fl. £ V.V.V.V.VAVAW.V/.V.V.V LEULNEIIK UTUITÚUK „SKfRlV, SEM SEGIR SEX!“ Gamanleikur í 3 þáttum, eftir OSKAR BRAATEN. Sýning I kvöld kl. 8. AÐGÖNGUMIÐAR seldir í Iðnó eftir kl. 1. - Kaup og sala - MJÖG hæg, góð bújörð til sölu og ábúðar í vor í Árnessýslu. Áveituengjar að mestu véltæk- ar. Gras bregst ekki. Verð örlítið yfir fasteignamat. Hugsanleg skipti á húseign í Reykjavík. Nákvæínar upplýsingar gefur Jón Magnússon, Njálsgötu 13 B. Heima eftir kl. 6 síðdegis. Sími 2252. Dregíð fyrir glugga (Frh. af 3. síðti.) en þar sem engin list var til á þeim tíma. Hann verður skjótt föður- og móðurlaus. Hann lærir sjómennsku og fær í sig hörku- þrótt á grýttri lífsbraut æsku- áranna. Hann fer rúmlega fermdur í fjarlægt land með sjó- mannskunnáttu sína og dreym- andi listhneigð. Og í brennandi hita sumarsins í Vesturheimi bjargar sjómaðurinn ísfirzki listamannsefninu inn i lista- skóla heimsborgarinnar. En mál- arinn gleymir ekki landinu né litum þess. Víkingaferð hans vestur um haf er öll til þess gerð, að fá þar þá kunnáttu, sem ekki varð fengin heima til að geta túlkað I glæsilegum litum fegurð þessa kalda lands, sem hann gleymdi ekki hvorki í vöku eða svefni. Heima byrjar baráttan, kuldi frá mönnunum meira en í sjálf- um vetrarsnjónum. En frá suðri blása hlýir vindar yfir íslenzka listamanninn eins og yfir land- ið hans sjálft. En nú er þessari baráttu lokið. Ung kona hefir staðið við hlið hans í þessari baráttu. Hún og nokkrir vinir geyma minninguna um listamanninn, sem hinir hlýju, suðlægu vindar höfðu ekki brotið af klakaböndin heima fyrir. En málverk hans munu lifa lengi, bæði á fslandi og í fjarlægum löndum. í heimí ís- lenzkrar listar er Kristján Magnússon ungur víkingur, sem féll eftir hina fyrstu sigra. J. J. Stuðningur (Frh. af 3. síOu.) þar sem er fjölþætt samvinna, og þar sem mjög mikið af fram- kvæmdastjórn landsins gerist, á þann hátt sem samvinnu- menn telja bezt henta landi og þjóð. J. J. Frú Ásthíldur Thorsteinsson andaðist á Landsspítalanum 1. p. m. Aðstandendur. Karlakórinn Fóstbræður Söngsijóri: Jón Halldórsson. balda samsöngva í Gamla Bíó þriðju- daginn 5. apríl og fimmtudaginn 7. apríl kl. 7,15 e. h. Einsöngvarar: Arnór Halldórsson og Einar B. Sigurðss. Aðgöngumiðar seldir hjá Bókaverzl. Sigiúsar Eymundssonar og Katrínu Viðar. Aðgöngumiðar að priðjudagssöngnum uppseldir Grænmetisverzlunin (Frh. af 1. síðu.) langtum minna en verðlag á öðrum matvælum. Að meðal- verð ársins 1936 er ofurlítið hærra en 1937, stafar eingöngu af því, hve kartöflur voru dýr- ar 3 fyrstu mánuði ársins 1936, áður en Grænmetisverzlun rík- isins tók til starfa. Þá bið ég menn að bera sam- an verðlagið 4 fyrstu mán. árs- ins 1936, þegar verzlunin var „frjáls“, og verðlagið 4 fyrstu mánuði ársins 1937, eftir að Grænmetlsverzlun ríkisins var tekin til starfa. Gefur ekki sá mikli verðmunur, sem þar kem- ur fram, nokkurn grun, og hann allsterkan, um það, að verðlag á kartöflum hefði hækkað ríflega 1936 og 1937, eins og allt annað vöruverð, ef Grænmetisverzlun rikisins hefði ekki starfað og hindrað hækkunina. Tölurnar sanna blátt áfram, að það er svo fjarri því að rekstur Grænmet- isverzlunar ríkisins hafi verið neytendum í Reykjavík til ó- þægðar og skaða, að hann hefir þvert á móti spar- að þeim mikla peninga. Sézt það bezt ef þess er gætt, að í ársbyrjun 1936 hækkaði tollur af kartöflum til mikilla muna. Af þeirri ástæðu einni hefði mátt búast við að verðið til neytenda hefði verið mikið hærra 1937 en það var 1935. Grænmetisverzlunin hefir spar- að neytendum útgjöld, sem nema tollhækkuninni og meira en það. Þetta hefir tekizt án þess að þrengja hag framleið- enda, því verð það sem þeir hafa fengið fyrir kartöflufram- leiðslu sína 1936 og 1937 hefir verið jafnara, öruggara og hærra en áður var. Fleiri fróðlegar ályktanir mætti draga af töflunni, en ég læt þetta nægja. Reykjavík, 27. marz 1938. Árni G. Eylands. SSSSSÍ Nýja Bíó :■ Hin ákærða í % Spennandi og áhrifamikil ;! amerísk kvikmynd frá ;• Uneted Artists félaginu. V — Aðalhlutverkin leika af ;! mikilli snilld hinir fögru ;■ og vinsælu leikarar: Dolored del Rio og Douglas Fairbanks, yngri ;■ AUKAMYND: S !; MICKEY DREYMIR ILLA í ;! Mickey Mouse teiknimynd. í / Sýnd kl. 7 (lækkað verð) ■; og kl. 9. !; Leynifarpcgínn ;■ leikin af undrabarninu í SHIRLEY TEMPLE vcröur sýnd á barnasýningu kl. 5. SÍÐASTA SINN. í V.V.V.W.V.V.V.V/.V/.V.'.V í Húseígnir tíl sölu. HEFI margar húseignir til sölu í bænum og utan við bæinn. Væntanlegir kaupendur geri svo vel að tala við mig. Jón Magn- ússon, Njálsgötu 13 B. Lerida á valdi stjórnarinnar (Frh. af 1. siðu.) aðalaðstoðarmaður Miaja við Madrid, látinn taka við af Posa. Stjórnin segir, að hin stórfelda sókn, sem hersveitir hennar hófu i grennd við Guadalajara á fimmtudaginn hafi tekizt mjög vel, en tilgangurinn með henni var að neyða uppreisnarmenn til þess að flytja þangað lið frá austur- vigstöðvunum. Franska ráðuneytið kom saman á fund síðdegis i fyrradag til þess að ræða um það, hvernig sjá skuli fyrir þeim mikla fjölda flóttamanna frá nörðausturhéruðum Spánar, sem nú leita inn yfir frönsku landamærin. FÚ. FESTARMEY FORSTJÓRANS 54 — þá valt hann af stað ánægður á milli okkar og tal- aði óaflátanlega alla leiðina. „Ekki er neitt, sem jafnast á við ilm og kaffi og rifjasteik að morgni dags, ha? „Lyktin er meira að segja betri en bragðið, eða svo er sagt. Það minnir mig á unga stúlku eins og yður, Nancy — sá var bara munurinn, að hún var grófgerð og ekki nærri eins falleg og þér —“. „Þér eruð stúlka, sem segir sex. Ég get ekki lýst því, hve ég er glaður. Það er líka þess vegna, að ég ætla að taka yður með á morgun — já, þig líka, dreng- ur minn. Maður skyldi aldrei aðskilja tvær turtildúf- ur. — Ég ætla að taka ykkur bæði með út, ef mamma leyfir, að þið slleppið við kirkjuna. Ég ætla að aka ykkur í bílnum — ekki langt og sýna ykkur nokkuð — a — ha, nokkuð, sem ég hugsa að ykkur lítist vel á eins og mér.“ „Drottinn minn dýri, hvaða ógnir bíða okkar nú,“ hugsaði ég, og ég las sömu spurningu í augum for- stjórans. Við gengum inn í borðstofuna, þar sem fjöl- skyldan, að Cariad meðtöldum, sat þegar að morgun- verði. r— Við vorum varla sezt, að steikinni og kaffinu, þegar Albert frændi byrjaði: „Heyrðu, Mary. Ég var einmitt að nefna það við unga fólkið, að þau komi út með mér á morgun í góða veðrið og líta á nokkuð, sem ég vildi sýna þeim. Þið megið geta þrisvar sinnum, hvað það er. — Nei, ég ætla annars----“ (Hér greip Theo fram í. Hún þaut upp af stólnum og æpti: „Brúðargjafir. Málverkið") heldur að segja ykkur það sjálfur. Málverkið? Nei, barnið gott. Eitthvað til að hengja málverkið í — eitthvað, þar sem maður getur sjálfur gert eins og á málverkinu. Hó, hó. Með öðrum orðum, hús, sem er til lleigu.“ „Hús“, muldraði Blanche og skellti saman lófunum. Hún sá víst sjálfa sig í anda vera að koma fyrir blóm- um þar inni. „Skínandi fallegt hús, aðeins fimmtán mílur 1 burtu. Elnmitt staður til að reisa bú fyrir Nancy og Billy“, hélt karlskriflið áfram. „Ég er viss um, að strax og þau sjá það, þá aka þau af stað til þess að fá leyfisbréfið.“ Nei, þetta dugði ekki. Ég leit til frú Waters, eins og til að biðja hana um að breyta umræðuefninu. Hún kinkaði kolli, brosandi, og sagði lágt: „En hve þessi blússa er falleg, sem þú ert í, Nancy — hvítuT klæðn- aður og kniplingar klæða þig svo vel.“ En það þýddi ekkert að reyna að stöðva Albert- frænda; hann hélt áfram: „í vikunni, sem leið fór ég til að skoða staðinn. Þar er rósagarður, vina iþín, hérumbil eins fallegur og þessi hérna, þar sem þið genguð áðan í ástarhugleið- ingum. Og prýðilegur matjurtagarður til að fullnægja þörfum munns og maga. Beint á móti suðri. — Þetta er ágætt karrý hjá þér, Mary. — Yndisleg og rúmgóð svefnherbergi. Og „— hann varð mjög íbygginn, er hann sagði þessi orð — „nú, hvað haldið þið? Lítill, hvítur grindahleri fyrri endanum á stiganum upp á þakið. Hvernig líst ykkur á? Hámarkinu náð, ha?“ Já — sannarlega. „Ég varð mest hrifinn af því. Ég sagði strax við sjálfan mig-----“ Nú fann ég að fyrir hvern mun varð að hindra Al- bert frænda í að endurtaka það, sem hann hafði sagt við.sjálfan sig. „á — en Waters“, greip ég fram í í örvæntingu minni, „en ég er hrædd um, að okkur falli ekki þetta hús i geð.“ „Hvað er að heyra. Hvers vegna ekki? Þegar þið sjáið það, þá segið þið alveg eins og ég--“ „Já, það er afar indælt, það efa ég ekki“, tók ég fram í, „en því er nefnilega þannig varið, að við höf- um orðið ásátt um að búa í London — „og alltaf sitt í hvoru húsinu“, hefði ég getað bætt við. Ég flýtti mér að halda áfram og skáldaði: „Sjáið til, við ætlum að hafa heimili í borginni mestan hluta ársins, og á sumrin höfum við hugsað okkur að búa á nokkurs- konar hjáleigu niður við sjó — suður í Anglesey, held ég. Mér fellur svo vel við það hérað, svo — já, svona höfum við hugsað okkur það, er það ekki?“ Ég lauk máli mínu og leit örvæntingaraugnaráði á forstjór- ann: Segið eitthvað, maður. „Já, þannig höfum við hugsað okkur það“, svaraði hann, og leit á mig þakklátum augum. Og hann hafði sannarlega ástæðu til að vera þakk-

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.