Nýja dagblaðið - 17.04.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 17.04.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 17. APRÍL 1938. NYJA DAGBLAÐIÖ 6. ÁRGANGUR — 88. BLAÐ XCOvCvGainla Bí«.w™ > V.V.V.* VORDRAUMUR „MAYTIME“. Heimfræg og gullfalleg Metro—Godwyn—Mayer söngmynd. Aðalhlutverkin í þessari miklu mynd leika og syngja uppáhaldsleikarar allra, þau Jeanette Mac Donald og Nelson Eddy. I í í Sýnd á annan páskadag ^ kl. 4, 6 yz og 9. v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v: _____§ UIINEUI UTUIlfUI „SKÍRIV, SEM SEGIR SEX!“ Gamanleikur i 3 þáttum, eftir OSKAR BRAATEN. Sýning á annan í páskum kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eitir kl. 1 á annan í páskum. nðeins Loftur. Örugg atvínna nú þegar. fyrir þann, er getur lánað 6 þúsund krónur í 3 mán- uði. Með fullri tryggingu og föstum mánaðarlaun- um 500 kr. Tilboð, sem verður út- gert um þriðja eða fjórða í páskum, sendist afgreiðslu blaðsins nú þegar. Þag- mælsku heitið. Tilboðin merkjast „Þag- mælska“. Húsameistarar Samkvæmt lögum frá Alþingi í fyrra hafa þeir menn einir rétt til að kalla sig húsameistara hér á landi, sem lokið hafa prófi við listaháskóla eða tekniska há- skóla erlendis. Samkvæmt þess- um lögum hafa nú 7 menn verið viðurkenndir sem húsameistar- ar, og eru þeir þessir: Ágúst Pálsson, Bárður ísleifs- son, Einar Sveinsson, Eiríkur Einarsson, Guðjón Samúelsson og Gunnlaugur Halldórsson, og Hörður Bjarnason. Ef félag hinna viðurkenndu húsameistara, sem fullnægja skilyrðum laganna, mæla með, er hægt að veita öðrum mönn- um, sem fengizt hafa við húsa- teikningar, rétt til að kalla sig sama nefni. B a n n Öllum bændum og landnotendum í Kjalar- neshreppi er bannað að taka utansveitarfé í lönd sín í vor og sumar. Samkvæmt sampykkt er gerð var á iundi í hreppnum pann 14. pessa mánaðar vegna mæðiveikinnar. Oddvití Kjalarnesshrepps. Málverkasýning Eyjólfs J. Eyfells í Goodtemplarahdsinu Opin dagl. 10-10, á annan páskad. í síðasta sinn VERÐ VIÐTÆKJA ER LÆGRA HÉR A LANDI, EN I ÖÐRUM LONDUM ALF- UNNAR. Viðtækjaverzlunln veitlr kaupendum viOtækja melrl tryggingu um hagkvæm viöskipti en nokkur önnur verzlun mundl gera, þegar bilanir koma fram f tækj- unum eOa óhöpp bera aO höndum. Ágóða VlOtækjaverzlunarinnar er lögum samkvæmt elngöngu varlð til reksturs útvarpsins, almennrar út- breiOslu þess og tll hagsbóta útvarpsnotendum. Takmarkið er: Viðtæki inn á hvert helmili. Víðtækjaverzlun ríkísíns Lækjargötu 10 B. Sími 3823. T|r'» H«/a «VrtV»« ■vww-yv dwwvw íFanáinn á Zenda I Tilkomumikil og stórglæsi- leg amerísk kbikmynd frá United Artists. Samkvæmt hinni heimsfrægu skáld- sögu með sama nafni eftir Anthony Hope (sem komið hefir út í íslenzkri þýð- í ingu). Aðalhlutverkin leika: Ronald Colman, C. Aubrey Smith, Mary Astor og Douglas Fairbanks (yngri) Sýnd annan páskadag kl. 5, 7 og 9. '.V.V.V.W.’.V.V.V.V.W.V.V Leikskólasýning. Áfkonan í Selhamri eftir Sig. Björgúlfsson verður leikin í Iðnó þriðjud. 19. þ. m. kl. 5 e. h. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó á morgun frá kl. 1 — 4 og á þriðju- daginn eftir kl. 1. Verð: Fyrir börn kr. 1,00 og fyrir fullorðna kr. 2,00. RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON Prentsmiðjan Edda. FESTARMEY FORSTJÓRANS 61 eru nær allar þannig — þér getið spurt þær — spyrjið einhverja af vélritunarstúlkunum yðar“. „Já, ég hefi aldrei skoðað þær sem „ungar stúlkur“, sagði hann. „Þær eru — vélar. Vélar, sem eru allan daginn að éta kirsuber og spýta steinunum út um gólf. Það er ekki hægt að miða við þær. Þær — að hverju eruð þér að hlæja, Nancy? Þér vitið vel, að ég á ekki við----“ „Uss-sh“ heyrðist í vandlætingartón undan hattin- um við hlið hans. — Um leið hófst þáttur tuttugustu aldarinnar, með því að hljómsveitin lék skemmtileg- an ,twostep.“ Nú var ég hætt að gráta. Ég tók minna eftir, hvað fram fór á leiksviðinu, en ég hugsaði meira um að ég skyldi vera gerkunnug bæði lagsstúlkum mínum, fyrverandi, sem ekki gátu litið á steingerfinginn, sem almennan mann og nú þessum manni, sem aldrei hafði litið á vélritunarstúlkur sem ungar stúlkur. Hvenær skyldi hann hafa hætt að skoða mig sem vél? „Jæja, hvað nú, Nancy? Rumpelmayers eða Picca- dilly? Eða hvert eigum við að fara til að fá okkur te, áður en ég ek með yður til vinstúlku yðar?“ „Ég hafði gert ráð fyrir að drekka te hjá henni“, útskýrði ég. „Ég hafði ætlað að kveðja yður hér, fara þangað með strætisvagni og koma aftur til Sevenoaks með kveldlestinni." „Já, einmitt. En má ég ekki koma með yður,“ mælti hann og leit á mig. Jú, hvers vegna ekki? Hann hefði gott af að sjá, hvernig þessar vélar, öðru nafni skrifstofustúlkan, lifðu. Hann hafði heyrt um skemmti- og aldingarð- ana og fleira á hinu gamla heimili mínu. Látum hann bara sjá þau breyttu kjör, sem ég lifði við, áð- ur — já, áður en ég talaði fyrst við hann á skrifstofu hans. Og svo var líka Cicely. Þegar ég sá hana síð- ast, var hún ekki sem ánægðust með trúlofun mína — það mátti ekki miklu muna til að hún segði blátt áfram, að hún vonaði, að ég gerði það ekki vegna peninganna. Nú ætla ég að láta hana sjá, að unnusti minn er myndarlegur maður — maður, sem stúlkur gætu vel trúlofazt, án þess að hugsa um tekjur hans. „Unga stúlkan, sem ég bý með, er mjög falleg“, sagði ég, „hún er þess verð, að litið sé á hana.-“ „Ljóshærð?“ „Nei, hún hefir ljómandi fallegt rautt hár.“ „Nú, já. Þá skulum við reyna að komast af stað og líta á þetta hár“, sagði hann barnslega kátur. Og svo þutum við af stað til Marconi Manisons. Ég hafði útidyralykilinn í tösku minni, opnaði dyrnar og gekk á undan inn í ganginn, sem mér fannst vera álíka breiður og bjartur og stór skolp- pípa, í samanburði við rúmgóða, flíslagða fordyrið heima hjá forstjóranum. Ég ætlaði að gera Cicely hissa og gekk því hægt inn í dagstofuna. En það var ég, sem varð hissa. Hjá Cicely var gestur fyrir. Yfir teborðinu með rauða persneska dúknum, postulínsdiskunum frá Chelsea og grænu kirsuberja- skálinni — vonandi er ekki mikið af steinum á gólf- inu — lá reykjarmóða, sem hálffaldi höfuð Cicelys og mannsins, sem sat makindalega í bezta körfustólnum okkar beint á móti henni. Ég gat strax séð á hinum ó- venjulega klæðnaði, að það hlaut að vera — já, alveg rétt, Sidney Vandeleur. Ég veit ekki hvert okkar fjögra gladdist minnst yf- ir samfundunum, þegar ég kynnti Waters fyrir Cicely og sagði glaðlega við karlmennina: „Mig minnir, að þið hafið sézt áður“ .... Ég sá mig nauðbeygða til að rjúfa hina djúpu þögn, sem kom á eftri hinum form- legu, kurteislegu kveðjum, með því að hefja sam- ræður. Ég hélt, að það mundi verða verst fyrir mig. Ég var svo skelkuð yfir — í fyrsta lagi að rekast á Sidney þarna og svo yfir því, hvað forstjórinn myndi halda um það, og loks vegna þess, hvernig hann var klædd- ur. Síðasta viðleitni Sidneys að þrælbinda sig ekki kröfum tízkunnar, hafði orðið til þess, að föt hans voru sönn en dýr eftirmynd af blúsu og pils-buxum franskra fiskidrengja. Þessar brúnu buxur voru nátt- úrlega úr Kordu-roy-flaueli, guð veit hvað meterinn kostar, og saumaðar af einhverjum snilling í Savile Row. ÞæT pokuðu á öklunum, yfir havanabrúnum silkisokkum. Forstjórinn hafði einu sinni sagt: Það, sem eftirtektast er í klæðnaði fólks, er, að I níu tilfellum ag tíu er hann ósmekklegur og í átta til- fellum beinlínis Ijótur. Sá hlýtur að hafa orðið steini lostinn yfir þessari sjón. Að vísu er ég vön slíkum uppátækjum, en þó fannst mér ólíkt að horfa á snyrtilegu gráu fötin for- stjórans eða hinn væmna spjátrungsklæðnað Sid- neys .... Að geta verið í þessu. Að geta hegðað sér svo blygð- unarlaust eins og hann gerði. Maður skyldi halda, að þótt maður hafi orðið fyr- ir vonbrigðum hjá stúlku, og hann hitti hana skyndi- lega aftur og manninn, sem vonbrigðin voru að kenna, — þá myndi hann þó koma fram eins og manni sómdi. Taka því með ró, hversu óþægilegt, sem það virtist, og láta sem ekkert óvenjulegt væri skeð. Ég mun meta Sidney minna en áður, fyrst hann gerði það ekki. Það var kannske ekki meira en ég átti skilið fyrir hina meinlegu orðsendingu til hans, áður en ég fór af stað til Watersfjölskyldunnar — en hann þurfti ekki að vera svo stærilátur að kalla mig ungfrú Trant, þar eð hann hafði ávalt áður kallað mig Monicu. Það var kveljandi. Sama máli gegndi með hið hátíðlega tillit, sem honum þóknaðist að senda Waters, með brúnum hundsaugum sínum, er hann leit af mér—(Andlit for- stjóran var eins og gríma, svo ég gat ekki séð, hvernig honum féll Vandeleur, með Vandyke-skeggið og í flauels-buxunum, í geð). Og sársaukasvipurinn, sem Sidney setti á dreymandi andlitið, er hann snéri sér að Cicely, eins og hann vildi segja: „Ó, þér skiljið hvaö ég þjáist!“ Og svo var það Cicely. Cicely, sem hafði orðið að þola súrt og sætt með mér síðastliðin tvö ár. Jafnvel hún brást mér og gerði allt verra en það var, með því að umvefja sig angurblíðu. Hún kom inn með marga bolla og diska, og fór að búa til meira te. „Ja-há. Ég er sem áhorfandi. Ég sé sjónleikinn leikinn á enda. Hin tilfinningaríka sál listamanns- ins-----“ (Það var víst Sidney)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.