Nýja dagblaðið - 17.04.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 17.04.1938, Blaðsíða 1
Fallegustu og beztu SKÍÐAPEYSURNAR fyrir alla fjölskylduna. V E S T A Laugaveg 40. Sími 4197. rwnA O/^G-IBU/’MÐIHÐ 6. ár. Reykjavík, sunnuðaginn 17. apríl 1938. 88. blað ANN ALL 107. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 4,57. Sólarlag kl. 8,03. Árdegisháflæður i Reykjavík kl. 6.55. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Rán- argötu 12, sími 2334, og aðra nótt Karl S. Jónasson, Sóleyjarg. 13, sími 3925. — Helgidagslæknir í dag er Hall- dór Stefánsson, og á morgun Ólafur Þorsteinsson, Mánagötu 4, sími 2255. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. Ljósatími bifreiða er frá kl. 8 e. h. til kl. 5 að morgni. Dagskrá útvarpsins. (Páskadagur): Kl. 8,00 Messa í Frí- kirkjunni (sr. Á. S.). 10,40 Veðurfr. 11,00 Messa í Dómkirkjunni (sr. B. J.). 15,30 Miðdegistónleikar: Ýms tónverk (plötur). 17,40 Útv t. Útl. (24.52m). 20,00 Tónleikar: a) Karlakórinn „Fóst- bræður' syngur. b) Níunda symfónían, eftir Beethoven (plötur) (til kl. 21,50). (Annan í páskum). Kl. 9,45 Morgun- tónleikar: Kvintett í C-dúr, Op. 163, eítir Schubert (plötur). 10,40 Veðurfr. 11,00 Messa í Dómkirkjunni (sr. Fr. H.). 15,30 Miðdegistónleikar frá Hótel Borg. 18,30 Barnatími (Ungmeyjakór K.F.U.K.) 19,10 Veðurfr. 19,20 Hljóm- pl.: Frægir söngvarar. 19,40 Augl. 19,50 Fréttir. 20,15 Kvöld Barnavinafélags- ins „Sumargjöf': Ávörp og ræður, söng- ur, hljóðfæraleikur. 22,00 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. Páskamessur. í dómkirkjunni: Á páskadag kl. 8 árdegis, sr. Fr. H. Kl. 11, sr B. J. (dönsk messa). — Annan páskadag kl. 11, sr. Fr. H. Kl. 5 sr B. J. (alt- arisganga). í fríkirkjunni á páskadag kl. 8 sr. Á. S., og kl. 2, sr. Á. S. — Á annan dag páska: Kl. 2, barnaguðsþjónusta (Á. S.) og kl. 5, Ragnar Benediktsson, stud. theol. Póstferðir á morgun: (Á annan i páskum). Frá Rvík: Mosfellflsveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar- nes. Dr. Alexandrine til Vestmanna- eyja, Færeyja og Kaupmannahafnar. Nova norður um land til Bergen. Til Rvíkur: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjöröur. Seltjamar- nes. Esja austan um úr hringferð. Lyra frá Bergen, Færeyjum og Vestmanna- c.yjum. Grímsness- og Biskupstunga- póstar. Bítrn, sem ætla að selja Barnadagsblaðið, eru beðin að vitja blaðsins á afgreiðsla Morgunblaðsins og í Grænuborg á þriðjudaginn kemur, frá kl. 9 árdegis. Há sölulaun. Verðlaun veitt þeim dug- legu: :u. — Börn! Verið dugleg að selja. Bæj. búar! Kaupið Barnadagsblaðið! Lúörasveit Reykjavíkur leikur sálmalög kl. 9 árdegis í dag, eðr um það leyti sem morgunmessun- um er lokið í kirkjunum. S’:írn sem segir sex verður sýnd kl. 8 á morgun. Málverkasýning Eyjólfs J. Eyfells verður opin á ann- an páskadag í síðasta sinn. F ærey skar skútur á Hvalfirði Tvær færeyskar skútur voru að veið- um inni á Hvalfirði í gær, önnur mest í Galtavíkurdjúpi, en hin undan Kjal- arnesi. Er það fátítt, að skútur leiti þangað til veiða og var með öllu óþekkt á íslenzka skútu-tímabilinu. Margir opnir bátar notuðu góða veðrið og réru og um hríð í gær voru sjö bátar samtímis með handfæri fram undan Móum á Kjalarnesi. Afmælí Menningarsjóðs Míaja veítt eínræðísvald Uppreisnarmenn hafa tvískipt landi stjórnar- innar og rofið allar landsamgöngur milli Valencia og Barcelona. KALUNDBORG: Hersveitir Francos komust í fyrra- dag alla leið út að Miðjarðarhafi við Vinaros og er það nálega miðja vega MIAJA milli Valencia og Barcelona. Með þessu móti hefir uppreisnarmönnum tekizt að hefta járnbrautarsamgöngur milli Valencia og Barcelona og var járn- brautin sprengd í loft upp á stóru svæði og sterkur her settur þar til varnar. Eftir að þessir atburður urðu kunn- ir var Miaja gerður að einræðisherra yfir þeim hluta Spánar, sem er á valdi stjómarinnar að undantekinni Kata- loníu. Hélt hann útvarpsræðu þegar í fyrrakvöld og skoraði á alla stuðnings- menn lýðveldisins að duga nú sem bezt í þessari úrslitaraun. Hann kvaðst mundi krefjast járnaga af hverjum manni með því að ástandið væri nú svo alvarlegt að hvergi mætti neinu skeika 1 framkvæmdum stjórnarhers- ins. FÚ. Brezk-ítalski sáttmálmn undírritaður Jafnframt undirbúa Eng- lendLngar víðtækara hem aðarbandalag við Frakka. KALUNDBORG: Brezk-ítalski sáttmálinn var undir- ritaður í Róm í gær kl. 16,30 eftir íslenzkum tírna og undirritaði Ciano greifi fyrir hönd Ítalíu, en Perth lá- varður sendiherra Breta 1 Róm fyrir þeirra hönd. Daladier forsætisráðherra Frakka og fleiri ráðherrar úr frönsku stjórninni eu boðnlr til London i lok þessa mán. til viðræðu við brezku stjórnina. Þeir hafa tekið boðinu og er þetta almennt talið vottur þess, að Frakk- Menntamálaiáðíð undirbýr útgáíu á æii- sögum merkra Islendínga eitir 1874 Nú í vor er 10 ára afmæli Menntamálaráðs og Menningar- sjóðs. Hefir þá verið ákveðið að minnast starfsemi þessa fyrir- tækis með nokkru yfirliti. Jón Magnússon málfræðingur frá Sveinsstöðum mun gera þessa yfirlitsskýrslu. Menningarsjóður hefir tiltekin nokkur verkefni. Hann hefir með lögum tryggðar 50 þús. kr. árs- tekjur, sem skiptast í þrjá jafna hluta. Einn þriðjungurinn geng- ur til að kaupa íslenzk listaverk fyrir landið. Annan þriðjunginn skal nota til bókaútgáfu, og ein- um þriðja af tekjunum er varið til rannsókna á náttúru íslands. Menntamálaráði er auk þess af Alþingi falin nokkur önnur störf, svo sem að úthluta nokkrum ó- keypis farmiðum milli íslands og útlanda og skipta tilteknum, litlum fjárhæðum í styrk til námsmanna, listamanna og rit- höfunda. í Menntamálaráði eiga sæti 5 menn, kosnir með hlutfallskosn- ingu í sameinuðu Alþingi að af- stöðnum nýjum kosningum. Eft- ir síðustu kosningar voru kosnir í Menntamálaráð: Árni Fálsson, Barði Guðmundsson, Guðmund- ur Finnbogason, Pálmi rektor og sá sem þetta ritar. Árni Pálsson hefir átt sæti í Menntamálaráði frá því að það var stofnað, en dr. G. F. var kosinn þangað í fyrsta sinn í haust sem leið. Hinir hafa starfað nokkru lengur. Það hefir þótt einkenna Menntamálaráð, að þar hefir jafnan verið hið bezta samkomulag, þó að full- trúarnir hafi verið valdir úr stjórnmálaflokkum, sem annars deila um mörg dægurmál. Menntamálaráð er nú byrjað á nýjum viðfangsefnum. Það vinn- ur að því að koma upp safni af Starfsemi dönsku nazistanna EINKASKEYTI FRÁ KHÖFN: Enn hafa tveir nazistar verið tekn- ir fastir £ sambandi við mál Erik Wes- tergaard, sem skaut á Steincke dóms- málaráðherra. Westergaard hefir áður verið kommúnisti. Social-Demokraten skýrir frá því 1 gær, að fleiri handtökur séu í vændum og ennfremur að margir nazistar hafi gert sig seka um hótanir við einstaka meðlimi ríkisstjórnarinnar, svo að hér sé sennilega um samtök að ræða. FÚ. ar og Bretar séu að undirbúa með sér víðtækari samvinnu um hermál en verið hefir eða jafnvel fullkomið hern- aðarbandalag. FÚ. JÓNAS JÓNSSON myndum merkra samtíðar- manna. Það vill minnast Alþing- is með því að láta gera andlits- myndir af forsetum þess, sem lengi hafa starfað fyrir það. Er nú verið að mála myndir af Benedikt Sveinssyni og Halldóri Steinssyni og munu fleiri eftir fara. Menntamálaráð hefir lagt • nokkra áherzlu á, að sem flestar | menningarstofnanir í landinu j komi upp þvílíku safni af sínum mönnum, og er nokkur byrjun gerð í því efni, án þess að Menn- (Frh. á 3. síðu.) Fjárdráttur í Landsbankanum Brynjólfur Þorsteinsson, fulltrúi í Landsbankanum, var settur í gæzlu- varðhald á miðvikudaginn, grunaður um fjárdrátt. Hefir hann við yfir- heyrslu síðan játað, að þessi grunur væri réttur. Fjárdráttur þessi hefir verið með þeim hætti, að árið 1927 fékk iðnaðarmaður hér í bænum lán í bankanum til hús- byggingar. Var um það samið, að lánið skyldi greiðast smámsaman, og fól bankinn Brynjólfi að sjá um innheimt- una. Maður þessi hefir síðan borgað Brynjólfi reglulega hinar umsömdu af- borganir og fengið kvittanir fyrir. En Brynjólfur hefir ekki fært inn í bækur bankans nema nokkurn hluta greiðsl- anna, en dregið sjálfum sér afganginn. Brynjólfur hefir verið fjarverandi úr bankanum undanfarið og var nýlega búinn að segja upp starfi sínu. Þegar maðurinn kom seinast í bankann, til að greiða hina reglulegu afborgun, grennslaðist hann jafnframt eftir, hvað mikið væri ógreitt af skuldinni. Reynd- ist það þá að vera miklu meira en hon- um taldist til sjálfum og kvittanirnar sýndu. Við yfirheyrslurnar hefir Brynjólfur játað að hafa alls dregið sér um 14 þús. kr. af greiðslum þessa manns. Hann neitar að hafa gert sig sekan um þetta, nema í þessu eina tilfelli. Engar sættír á Sígluíírði Sáttasemjari heSir dvalið par nyrðra og reynt að miðla málum. Tilboði firá stjórn ríkisverksm. hefiir verið hafinað Sáttasemjari ríkisins, dr. Bjöm Þórð- arson lögmaður, hefir dvalið á Siglu- firði undanfarna daga. Hefir erindi hans verið að reyna að miðla málum í kaupdeilu þeirri, sem Verkamannafél. Þróttur hefir hafið gegn síldarverk- smiðjum ríkisins. Hefir sáttasemjari haldið marga fundi með deiluaðilum og kynnt sér rök þeirra. Fundirnir hafa þó engan árangur borið og fór sáttasemjari heimleiðis frá Siglufirði í gær. Til- kynnti hann aðilum áður, að hann væri ekki við því búinn að leggja fram miðlunartillögur nú þegar, en kvaðst ef til vill gera það síðar. Stjórn sildarverksmiðjanna gerði Þrótti það tilboð i fyrradag, að land- verkamenn skyldu fá sérstakan ágóða- hluta, ef útborgað verð til sjómanna yrði hærra en meðaltal þriggja undan- farinna ára, en það mun vera kr. 5.77 pr. mál. Virðist það tilboð byggt á full- kominni sanngirni, því þá er tryggt að kauphækkun landverkafólksins bitni ekki ranglega á sjómönnum og útgerð- armönnum. Þróttur hefir nýlega gert samning við stjóm Vinnuveitendafélagsins á Siglu- firði um nokkra kauphækkun. En at- vinnurekendur á Siglufirði munu vera mjög óánægðir með þennan samning og hafa kvatt saman fund í vinnuveit- endafélaginu, til að ræða um þessa framkomu stjómarinnar. Stjórnin und- irritaði þó samninginn með því skilyrði, að hann gengi ekki í gildi, án samþykk- is Vinnuveitendafélags íslands. Það hefir enn ekki samþykkt samninginn og er því óvíst um afdrif hans. Samningur þessi nær ekki til síldar- verksmiðjanna á Siglufirði, sem eru í einkaeign. Samninganefnd Þróttar hefir lýst því yfir, að hún muni ekki gera frekari kröfur til rikisverksmiðjanna, en hún hefir fengið framgengt í þessum nýja samningi við atvinnurekendur. Skíðavikan á ísafirði Skíðavikan á ísafirði byrjaði í fyrra- dag. Taka þátt í henni um 250 manns. Héðan fóru með Súðinni um 120 manns. Kom skipið til ísafjarðar síðd. á fimmtudaginn. Var þá versta veður fyrir vestan, en í fyrradag var sæmi- legt veður og ágætt veður í gær, og lét skíðafólklð héðan hið bezta af veru sinni fyrir vestan. Togararnír Sjö togarar, Bragi, Tryggvi gamli, Hilmir, Ólafur, Gyfli, Geir og Otur, komu af veiðum í fyrradag og gær. Höfðu þeir haft frá 7—14 daga úti- vist. Lifrarafli var þá 65—102 tn. Hefir yfirleitt verið mjög tregur afli hjá togurunum undanfarið eins og þessar tölur bera með sér.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.