Nýja dagblaðið - 21.04.1938, Blaðsíða 1
Þér berið af
i
—P—E—S-U—
frá
Y E S T U
Laugaveg 40 — Sími 4197
f
o
o
o
(i
(i
(»
(»
(»
(»
<»
(»
ID/^GrlBll/^ÐIHÐ
6. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 21. apríl 1938. 90. blað
ANNÁLL
StvrjöMin nm Lnnghaijárnbrautina
Sókn Japana
Þýzkír herforingjar stjórna vörn
Kínverja víd Suchow
Hátíð
barnanna
í dag
Styðjið gott
111. dagur ársins.
Sólaruppkoma kl. 4.40 Sólarlag kl.
8.15. Árdegisháflæður í Reykjavík kl.
9.30.
Veðurútlit í Reykjavík:
Suðvestan gola og dálítil rigning.
Ljósatími bifreiða
er frá kl. 8.40 síðdegis til kl. 4.20 að
morgni.
Næturlæknir
er í nótt Bergsveinn Ólafsson, Há-
vallagötu 47, sími 4985. Næturvörður er
í lyfjabúðinni Iðunn og Reykjavíkur
Apóteki.
Dagskrá útvarpsins.
9.45 Morguntónl.: Pastorale-symfóní-
an, eftir Beethoven (plötur). 10.40 Veð-
urfr. 10.50 Skátamessa í Dómkirkjunni
(sr. Bj. J.). 12.00 Hádegisútvarp. 13.50
Útvarp frá barnadeginum í Rvík: a)
Lúðrasveit leikur á Austurvelli. b) Ásm.
Guðmundsson próf. talar af svölum Al-
þingishússins. c) Lúðrasveit leikur.
14.00 Víðavangshlaup í. R. (lýsing).
19.10 Veðurfr. 19.20 Vor- og sumarlög.
19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15
Sumri fagnað. Upplestur, söngvar og
hljóðfæraleikur: a) Vorlög (plötur).b)
Kvæði (mag. Sig. Skúlason). c) „Gleði-
legt sumar", ljóðleikur eftir Guðmund
Guðmundsson. d) Kvæði (mag. Sig.
Skúlason). e) Útvarpshljómsveitin
leikur vor- og sumarlög. 22.00 Danslög.
Póstferðir á morgun:
Frá Rvlk: Mosfellssveitar-, Kjalar-
ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og
Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar-
nes. Austanpóstur. Laxfoss til Akraness
og Borgarness. Vestanpóstur.
Til Rvíkur: Mosfellssveitar-, Kjalar-
ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og
flóapóstar, Hafnarfjörður Seltjarnar-
nes. Laxfoss frá Borgarnesi og Akra-
nesi. Húnavatnssýslupóstur.
Leiðrétting.
Við rannsókn á Rannsóknarstofu
Háskólans hefir það upplýzt, að refir
þeir, er drápust á refabúinu í Hafnar-
firði, hafa ekki drepizt af kjöteitrun,
heldur af einhverjum öðrum enn ó-
fundnum orsökum.
Nýja dagblaðið
kemur ekki út á morgun, sökum þess,
að sumardagurinn fyrsti er almennur
frídagur prentara.
Akureyrar-flugvélin
kom hingað með Selfossi nú í vik-
unni. Kom hún í tveimur afar miklum
kössum, og er nú unnið að því undir
stjórn Agnars Kofoed-Hansens, að
setja flugvélina saman.
Niðurlag
á grein Hallgríms Jónassonar um
víðavangsskóla í Danmörku kemur í
næsta blaði.
Frá Happdrætti
Styrktarsjóðs sjúklinga á Reykja-
hæli: Enn er óvitjað eftirtalinna vinn-
inga: Nr. 3901 Ljósmyndavél. 3701 Pen-
ingar kr. 50.00. 2070 Peningar kr. 25.00.
Verði vinninganna eigi vitjað fyrir 31.
maí 1938, verða þeir eigi afgreiddir.
Mótorbát,
óvenju hraðskreiðan, hafa tveir
bræður, Árni og Sigurður, synir Ólafs
Einarssonar, smíðað. í dag mun mönn-
um gefast kostur á að fara smáferðir
um höfnina á bátnum fyrir litla borg-
un. Hafa þeir bræður lofað, að allt,
sem inn kemur í dag skuli renna til
Svifflugfélags íslands. Er þarna gott
tækifæri fyrir menn, til að veita sjálf-
um sér góða skemmtun og efla um
leið viðgang nýrrar íþróttar.
Æfingabekkur
Kennaraskólans hefir gefið út fjöl-
ritað kver, sem heitir Svanur. í því eru
stuttar greinar, sem allmörg börn á
aldrinum 10—13 ára hafa skrifað.
Trúlofun.
sína opinberuðu á páskadag ungfrú
Helga Gunnarsdóttir, Hverfisgötu 55
og Kristinn Árnason, Hafnarfirði.
fil Suchow
Kinverjar og Jap-
anir berjast á 40
vígstöðvum
LONDON:
Japanir halda áfram sókn sinni í átt-
ina til Suchow, og í gær stóðu stórkost-
legar orustur um Lingyi. Japanir voru
áður búnir að tilkynna að þeir væru
komnir inn í þá borg, en Kínverjar
verjast þar af miklu harðfylgi, og gera
tilraun til þess að hrekja Japani á
brott. Hafa þeir gert ráðstafanir til
þess að færa þangað mikið varalið.
Japanir hafa í hyggju, að koma með
her að norðan, og gera tvær árásir
samtímis, aðra að sunnan og hina að
norðan, á Suchow, sem talin er hafa
mikla hernaðarlega þýðingu.
Annars er nú talið, að Kínverjar og
Japanir berjist orðið á 40 vígstöðvum,
og er þetta hernaður allt frá smáskæru-
hernaði og upp í skotgrafa- og setu-
hernað, þar sem fleiri hundruð þúsund
manns taka þátt í bardögum á hvora
hlið. — FÚ.
Flugvélakaup
Breta
Brezka stjórnin lætur
einskís ófreistað til að
hraða vígbúnaðinum
LONDON:
Flugmálaráðherra Bretlands skýrði
frá því í opinberri tilkynningu í gær,
að nefnd sérfræðinga yrði send véstur
um haf, til þess að rannsaka möguleika
á því að brezka flugmálaráöuneytið
gæti fengið flugvélar í Bandarikjum og
Canada, og myndi nefndin semja um
þessi mál fyrir hönd brezku stjórnar-
innar.
í tilkynningunni segir, að þrátt fyrir
það kapp, sem lagt er á það heima-
fyrir, að hraða flugvélasmíði sem allra
mest, sé brezka stjómin ákveðin í því,
að kaupa utanlands það sem auðið sé
að fá til þess að framkvæma vígbúnað-
aráætlunina á sem allra skemmstum
tíma. — FÚ.
TORTOSA
London:
Uppreistarmenn á Spáni hafa enn
ekki náð Tortosa. í allan gærdag voru
stöðugir bardagar í nánd við borgina.
— FÚ.
Guðmundur Kamban
EINKASKEYTI FRÁ KHÖFN:
Bók Guðmundar Kambans, „Jeg ser
et stort skönt Land“, er fyrir nokkru
komin út í New York, og hefir fengið
góða dóma. New York Times segir m. a.
um bókina, að hún sé ein af hinum
stórfenglegustu skáldsögum, þó að
miðað sé við alla tíma. Önnur blöð hafa
farið mjög lofsamlegum orðum um
bókina og flutt greinar og myndir um
ísland í sambandi við ritdómana. FÚ.
Undanfama mánuði hefir
styrjöldin í Kína einkum
snúizt um yfirráð Lunghai-
járnbrautarinnar, sem ligg-
ur frá hafnarbænum Hai-
chow inn í landið og stund-
um er nefnd „lífæð Kína“.
Japanir hafa sett sér það
mark að ná Suchow á vald
sitt, en um þá borg liggur
bæði Lunghaijárnbrautin
og járnbrautin Nanking—
Tientsin.
Japanir byrjuðu sóknina til
Suchow strax eftir fall Nanking.
Þeir gerðu sér vonir um að Su-
chow yrði þeim auðunnin. En
þeim hefir lítið orðið ágengt enn
og hafa þeir víða verið hraktir
til baka. Á nokkrum stöðum hef-
ir Kínverjum heppnazt að ná
aftur á vald sitt þorpum og smá-
borgum sem Japanir höfðu tekið.
Hinn þekkti stríðsfréttaritari,
Karl von Wiegand, dvelur nú í
Kína. Fer hér á eftir kafli úr
einni grein hans:
Hitler og Mussolini láta stöð-
ugt í ljósi vináttu sína við Jap-
ani. Þýzk og ítölsk hergögn eru
þó send til Kína yfir Hongkong
í stórum stíí. Þýzku loftvarnar-
byssurnar hafa reynzt japönsku
árásarflugvélunum hættulegast-
ar. Hinar þýzku varnarfallbyssur
gegn bryndrekum, er reynzt hafa
mjög vel hjá uppreistarhernum
á Spáni, hafa einnig valdið stór-
felldu tjóni á bryndrekum Jap-
ana.
Síðan í lok ágústmánaðar í
fyrra, hafa Þjóðverjar selt meira
af vopnum og skotfærum til Kína
en á 8 árum áður. í sömu vik-
unni og Mussolini gerðist þátt-
takandi í bandalagi Japana og
Þjóðverja gegn kommúnisman-
um, var sent mikið af flugvélum,
fallbyssum og skotfærum frá ít-
alíu til Kína. Að vísu var þá látið
svo heita, að Mussolini kallaði
heim Scaroni hershöfðingja og
nokkra ítalska liðsforingja, sem
verið höfðu flugher Kínverja til
aðstoðar. Öllu réttara mun það
vera að Chiang Kai Shek hafi
óskað eftir burtför þeirra, enda
hefir hann fengið það tap marg-
falt borgað með hinum mörgu
velæfðu flugmönnum, er rúss-
neska stjórnin hefir sent til Kína
undanfarna mánuði.
Ef sókn Japana til Suchow
misheppnast, verður þaö þó fyrst
og fremst að þakka þýzka hers-
(Frh. á 4. siðu.)
Fískileít Þórs
Hrygnandi karfi fundinn
Þegar aflatregðan á venjulegum ver-
tíðarfiskislóðum togaranna varð kunn,
ákvað ríkisstjórnin að senda varðskip-
ið Þór í fiskileit, undir stjórn Árna
Friðrikssonar fiskifræðings.
í samráði við togaraskistjóra, sem
til náðist, afréð fararstjórinn að hefja
leitina djúpt vestur af Reykjanesi og
fylgja einkum útjöðrum landgrunnsins
norður og vestur með landi. Sakir haf-
íss varð ekki komizt á líklegustu veiði-
staðina, Halann og landgrynnisbrún-
ina norður með Vestfjörðum.
Á 12 stöðum voru gerðar allvíðtækar
rannsóknir, togað, sjávarhiti mældur
við botn, yfirborð og á mismunandi
dýpi, auk þess, sem yfirborðshiti var
mældur á klukkustundarfresti á meðan
skipið var á ferð, en svifrannsóknir á
tveggja stunda fresti. Niðurstaða eldri
rannsókna bendir .til þess að kjörhiti
þorsks til hrygningar sé vart minni en
6.5 stig á Celcius, þurfi helzt að
vera 7 stig og megi í mesta lagi vera
7.5 stig. Aö vísu eru tiltölulega fáar at-
huganir á sjávarhitanum í þessu sam-
bandi fyrir hendi, en mættu verða mik-
ilsverð leiðbeining fyrir veiðiskip, þeg-
ar full vissa væri fyrir hver þessi kjör-
hiti er.
Hvergi rakst Þór á svo mikið afla-
magn, að tiltækilegt væri að leiðbeina
veiðiskipum á þær stöðvar, þar sem
rannsóknir fóru fram.
En árangurslaus varð förin ekki.
í djúphöllunum útaf suðvesturlandi
var víða allmikið um karfa, ein smál.
og þar yfir á togtíma og á tveim stöð-
um fengust sem svaraði 4 smál. á tog-
tíma. Er það talinn mikill afli, einkum
þar sem botnvörpungar með venjuleg-
um veiðiútbúnaði myndu hafa aflað
tvöfalt á við þetta.
Annar árangur af förinni varð sá,
að nú hefir í fyrsta sinn fundizt
hrygnandi stórkarfi, en Árni Friðriks-
son hefir haldið því fram að mikils-
vert atriði fyrir karfaveiðar væri að
finna hrygningarstöðvar karfans. Utan
hrygningartíma hefir karfinn reynzt
að halda sig í hlýja sjónum á strauma-
mótum, þar sem hlýr og kaldur sjór
mætist. Með þessum fundi ætti að hafa
skapazt möguleikar til þess að haft
yrði upp á hrygningarstöðvum þessa
yngsta íslenzka nytjafisks.
Fundarstaðir hins hrygnandi karfa
munu vera 14 klst. siglingu frá Akra-
nesi t, d.
Árni Friðriksson sagði í viðtali við
tíðindamann Nýja dagblaðsins, að
hann teldi ráðlegt að fiskleit yrði hald-
ið áfram í þágu togaranna. Hefðu allir
togaraeigendur Sámtök um að senda
einn togara í rannsóknarför umhverfis
land, myndi kostnaðurinn ekki verða
meiri en sem svaraði 40 krónum á
hvern togara á dag.
Að lokum lét fiskifræðingurinn þess
getið, að allt benti til að fiskigöngurnar
væru að þessu sinni óvenjulegar, til
þess benti m. a. að fiskivart hefði á
þessu ári oröið til dæmis innan Gísla-
skers innst í Arnarfirði, i Hvalfirði og
í Hesteyrarfirði innan skipalagiá.
máleini!
Dagurinn í dag, sumardagurinn
fyrsti, verður að venju helgaður börn-
unum. Barnavinafélagið Sumargjöf
gengst fyrir hátíðahöldum úti við og
margbreyttum skemmtunum í flestum
samkomuhúsum bæjarins til ágóða
fyrir hina umfangsmiklu starfsemi
sína.
Hátíðahöldum þessum verður hagað
mjög svipaðan hátt og verið hefir síð-
ustu árin. Kl. 1 leggja börn af stað í
skrúðgöngu frá barnaskólunum að
Austurvelli, en þar leikur Lúðrasveitin
og Ásmundur Guðmundsson prófessor
flytur ræðu af svölum þinghússins.
Um sama leyti fer fram víðavangs-
hlaup íþróttafélags Reykjavíkur og
koma hlaupararnir að marki litlu síðar.
Inniskemmtanir verða í Nýja Bíó og
Gamla Bíó kl. 3 og kl. 5, K.R.-húsinu
kl. 5 og kl. 10, í Iðnó kl. 4% og kl. 8 og
í Alþýðuhúsinu kl. 10.
Eins og áður hefir verið tekið fram,
verður ágóðanum af þessum skemmt-
unum varið til starfsemi Sumargjafar.
Félagið hefir að undanförnu verið að
færa mjög út kvíarnar. í sumar sem
leið kom það á stofn nýju dagheimili,
Vesturborg, en þrátt fyrir það var ekki
unnt að veita öllum þeim börnum vist,
sem þess þurftu. Á þessum tveimur
dagheimilum voru alls 247 börn og
dvalardagar þeirra voru samtals um
12000.
Á komandi sumri munu á þriðja
hundrað barna verða á vegum Sumar-
gjafar. líkt og í fyrra.. Vöxtur bæjar-
ins krefst þó hins, að bömum þeim
fári fjölgandi, er dagheimilin geta
tekið á móti.
Barnavinafélagið Sumargjöf hefir
hingað til lítils fjárstyrks notið, annars
en þess, sem einstaklingar hafa lagt
fram af sjálfs dáðum og komið hefir
inn fyrir merki, Barnadagsblaðið,
barnabókina Sólskin og á skemmtunum
á sumardaginn fyrsta. Barnavinafélag-
ið leitar enn með sama hætti tii al-
mennings í bænum í von, og reyndar
fullri vissu, um góðar undirtektir, sem
æ áður. Fólkið hefir gerla skilið og
kunnað að meta það þarfa starf, er
félagið hefir með höndum.
S ó 1 s k í n
Barnabókin Sólskin, sem Barnavina-
félagið Sumargjöf gefur árlega út,
verður seld á götunum í dag.
í bókinni eru að þessu sinni 68 smá-
sögur, sem Steingrímur Arason hefir
valið og endursagt. Eins og gefur að
skilja, eru allar sögurnar stuttar, því að
bókin er aðeins 64 blaðsíður að stærð.
En þær eru allar vel valdar og við ung-
lingahæfi í bezta lagi. Og þær eru
skemmtilegar og fjörlega sagðar og á-
reiðanlega hollur lestur hinum ungu
lesendum, sem þær eru ætlaðar.
Foreldrar ættu að kaupa Sólskin
handa börnum sínum til lesturs fremur
öðru.