Nýja dagblaðið - 21.04.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 21.04.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Aimæli Væringja Eftír Aðalsteín Sigmundsson Skátafélagið Væringjar, fjöl- mennasta og elzta skátafélag landsins er 25 ára í dag. Skáta- félag Reykjavíkur var aö vísu stofnað fyrr (2. nóv. 1912). En það starfaði aðeins skamma stund. Hefir því komið í hlut Væringja að vera aðalbrautryðj - endur skátahreyfingarinnar hér á landi og bera hana fram til þess sigurs, sem hún hefir þegar unnið hér. Og af því félagi hafa íbúar höfuðstaðar vors meginið af þekkingu sinni á hinni merku alheimshreyfingu. Og sú þekk- ing og reynslan af starfi Vær- ingja hefir aflað þeim og skáta- hreyfingunni virðingar og vin- sælda. Séra Friðrik Friðriksson, fram- kvæmdastjóri K. F. U. M., stofn- aði Væringjafélagið á sumar- daginn fyrsta 1913, þá bar þann dag upp á 23. apríl. Eigi er mér kunnugt, hvort upphaflega hef- ir vakað fyrir stofnandanum, að Fyrstu Vœringjarnir. — Búningunum hefir verið breytt síðan. það yrði skátafélag, en framan af var það sérdeild úr K. F. U. M. og hafði ekki á sér einkenni skátafélaga fyrstu mánuðina. Höfðu fyrstu Væringjarnir t. d. litklæði að fornum sið að ein- kennisbúningi, en ekki skáta- búninga. En haustið 1913 fór séra Friðrik vestur um haf og var nokkur ár utan. Tók þá Axel V. Tulinius við stjórn Væringja- félagsins og breytti því skömmu síðar í reglulegt skátafélag. Var hann síðan leiðtogi og yfirmað- ur Væringja, allt þar til hann lézt s. 1. haust, fyrst sem félags- foringi þeirra, en síðan sem skátahöfðingi íslands og for- maður Bandalags ísl. skáta, eft- ir að það var stofnað 1925. Hef- ir enginn einn maður unnið Væringjafélaginu né skáta- hreyfingu íslands neitt viðlíka mikið gagn og hann. Var það merkileg og óvenjuleg heppni, að slíkur maður skyldi veljast til að leiða aðalskátafélag höf- uðstaðarins og skátahreyfingu landsins yfir byrjunarörðug- leikana. Gleðilegt sumar! Munlð að sumarið er' sá tími, sem á að uota til þess að vernda hús yðar og aðrar eignir gegn eyðilegg- ingu af völdum veðurs og vinds. Verndið eignir yðar með því að nÖRPlJ-mála þær! Lakk-og Málníngar- verksmíðjan HARPA, Freistandi væri, að nefna hér nöfn allmargra manna, sem staðið hafa framarlega í Vær- ingjafélaginu á undanförnum 25 árum. En rúmið leyfir ekki að geta nema fárra einna. En óhugsandi er, að drepa á sögu Væringjafélagsins, án þess að geta þar Ársæls Gunnarssonar kaupmanns, svo ríkan þátt átti hann í tilveru félagsins fyrri helming æfi þess, eða frá upp- hafi og þar til hann lézt í árs- lok 1926. Allt þetta tímabil var hann lífið og sálin í störfum félagsins og st’óð við hlið A. V. T. sem stjórnandi þess, síðast sem formaður. Af Ársæli tók Davíð Scheving Thorsteinsson læknir (d. 1938) við formennsku i félaginu. Hann var þá mjög við aldur, en þrátt fyrir það vann hann félaginu og skátahreyfing- unni stórmikið gagn, einkum með kennslu sinni í „hjálp í við- lögum“. — Af foringjum Vær- ingja frá fyrri tímum ber eink- um að nefna Axel Gunnarsson (bróður Ársæls), og Guðmund H. Pétursson, en frá seinni árum Vœringjar á Langjökli. Jón Oddgeir Jónsson, Hendrik og Sigurð Ágústssyni og Óskar Pét- ursson. Núverandi stjórnendur félagsins eru Leifur Guðmunds- son (form.), Daníel Gíslason og Björgvin Þorbjarnarson. — Fé- lagsmenn eru nú liðug 4 hundr- uð og fer fjölgandi. Margt hefir drifið á daga Vær- ingjafélagsins í 25 ár, og verður fátt eitt af því talið hér. Aðal- starf þess öll árin hefir að sjálf- sögðu verið æfing, tamning og þroskun þeirra drengja, sem leit- að hafa sér menningar hjá fé- laginu. Tvö ár gaf það út skáta- blað, en Liljan hét (1916 og ’26), en 10 ár hefir það staðið að út- gáfu drengjablaðsins Úti. 1920 fékk félagið landblett til umráða uppi við Lækjabotna, og reisti sér þar skála, er kostaði 7000 kr. Það stóð fyrir fyrsta almennu skáta- móti á íslandi (1925 í Þrasta- skógi) og mörgum mótum síðar, bæði íþróttamótum og útilegu- mótum. Og nú i sumar ætlar það að halda stórt mót, með þátttöku frá ýmsum löndum, á Þingvöll- um. Oft hafa Væringjar farið ut- an á erlend skátamót, og stund- um fjölmennir. Á sumardaginn fyrsta hafa þeir venjulega stað- ið. fyrir skátaguðsþjónustu 1 dómkirkjunni og farið skrúð- göngur um bæinn. Loks verður að geta hinnar margvíslegu og miklu hjálparþjónustu, er Vær- ingjar hafa leyst af hendi. Hafa þeir jafnan verið boðnir og búnir að rétta hjálparhönd, þegar á hefir þurft að halda. Er það al- kunna hér í borg og viðar. Skátafélagið Væringjar vinnur mjög merkilegt og þarft verk í uppeldismálum Reykjavíkur. En það á við örðugleika að búa og þröng kjör, húsnæðisleysi og fá- tækt, eins og títt er um menn- ingarfélög. Er vert að þess sé minnzt, nú á 25 ára afmæli fé- lagsins. A. S. Svefnpokar, Kerrupokar, Allar stærðir fyrirliggjandi. SMIPAUTCEWÐ iniBtíSBMsl GLEÐILEGT SUMAR! Óshum öllum viðshiptavinum ohhar GUEÐILEGS SUMARS. Jón & Steingrímur. GLEÐILEGT SUMAR! Kjötverzlunin Herðubreið, Fríkirkjuveg 7. GLEÐILEGT SUMAR! Bifrei&aeinhasalu ríhisins. Viðtœhfaverzlun ríhisins. GLEÐILEGT SUMAR! Kolaverzlun Sigurðar Ólafssonar. GLEÐILEGT SUMAR! Sláturfélag Suðurlands. GLEÐILEGT SUMAR! Sápuverhsmiðjan Sjöfn. MAGTVT h.f. Sími 2088. Bjargarstíg 2. Gleðilegt sumurl Aðalstöðin. Gleðilegt sumar! Tóbakseínkasala ríkísíns.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.