Nýja dagblaðið - 24.04.1938, Síða 2

Nýja dagblaðið - 24.04.1938, Síða 2
2 DAGBLAÐIÐ N Ý J A Blöð og tímarit Bnfræðingariim V. árgangur. Nemendasamband Hvanneyr- arskóans hefir nú tekið að sér útgáfu Búfræðingsins. Quð- mundur Jónsson frá Torfalæk verður áfram ritstjóri hans, en hann og Þórir Guðmundsson stofnuðu ritið upphaflega og gáfu það út vélritað. Búfræðingur flytur að þessu sinni margar merkilegar grein- ar um búnaðarmál. Guðmund- ur Jónsson skrifar um hreinsun mjólkuríláta, undirburð búfjár- áburðar, heysleða, verð á verk- færum, brýr á skurðum, kar- töfluplóga o. fl. Runólfur Sveinsson skrifar um fóðrun kálfa, fóðrun sauðfjár, fram- tíð Hvanneyrarskólans og vöru- vöndun og vörumat, Kristján Karlsson skrifar um svínarækt, Erlingur Davíðsson skrifar um kornrækt, Ásgeir Ólafsson um mjólk og sjúkdóma, Sigurður Sigurðsson um búnað á Græn- landi og Gunnar Ámason um N. J. F. Auk þess er sérstakur tilraunabálkur, smávegis, frétt- ir af Hvanneyringum o. m. fl. Ritið er alls um 160 bls. Skinfaxl 29. árg., I. heftL Skinfaxi fytur ýmsar merkar greinar nú eins og venjulega. Ritstjórinn skrifar um félags- starfsemi æskunnar, Agnar E. Kofoed-Hansen um hlutverk æskunnar í flugmálum, Halldór Kristjónsson um hlutverk ung- mennafélaganna 1 héraðsskól- unum og Magnús Guðmunds- son um vonir æskunnar. Eru þetta allt greinar, sem verð- skulda að vera lesnar og fjalla um efni, sem þörf er að gefa meiri gaum. Skinfaxi hefir jafnan helgað talsverðu af rúmi sínu til frá- sagna um ýmsa listamenn og verk þeirra. Að þessu sinni skrifar ritstjórinn grein um Ríkarð Jónsson og fylgja henni 14 myndir. Ríkarður skrifar sjálfur grein, þar sem hann segir frá samveru sinni við Benedikt á Auðnum á síðastl. hausti, en Ríkarður gerði þá brjóstlíkneskí af honum fyrir forstjóri S. í. S. Er sú frásögn hin skemmtilegasta. Henni fylg- ir mynd af brjóstlíkneskinu, er Ríkarður gerði, og mynd af rit- hönd Benedikts í haust. Var hann þá nær 92 ára gamall. Auk þessa flytur Skinfaxi tvö kvæði, sögu, frásagnir um starf U. M. F. 1, greinar um skíða- menningu, skógrækt o. fl. Freyr 3. hefti, 33. árg., er nýkomið út. Eru í ritinu ýms- ar merkar greinar um búnaðar- mál. Má þar meðal annars nefna frásögn um árangur af jarð- ræktartilraunum Ræktunarfé- lags Norðurlands, og grein eftir Ásgeir Einarsson dýralækni, um snýkjudýrasjúkdóm, sem ný- fundinn er hér á landi. Auk þess eru greinar um Búnaðar- skóla fyrir unglinga i Dan- mörku,, mæðiveikina, kartöflur, þangmjöl til fóðurs og fleira. Mjólk o Eftirfarandi smágrein er lauslega þýdd úr danska bún- aðarblaðinu „Ugeskrift for Landmænd“ 12. nóv. 1937: „Þegar læknar ráða fólkí, einkum börnum, frá að drekka kaffi, stafar það af því, að kaff- ið inniheldur éiturefni, er nefn- ist Koffein. Það verkar æsandi á taugakerfið, en um leið veikl- andi á það og allan líkamann. Margar rannsóknir hafa sam- hljóða leitt það í ljós, að þegar mjólk er látin út í kaffið, þá minnka og hverfa alveg hinar skaðlegu verkanir kaffisins, því að eggj ahvítuefni mjólkurinnar ganga í efnasamband við Koffe- inið og gera það óskaðlegt. Það er því einkum skaðlegt að drekka svart kaffi, en blanda af jafn stórum skömmtum af heitri mjólk og kaffi, sem t. d. er notað í Frakklandi undir nafninu „Café-au-lait“, er ráðlagt til drykkjar af ýmsum læknum. g kaffi Hið sama gildir um te. Koffein þess og sútunarsýra botnfellur og skaðsemi þeirra sambanda hverfur við blöndun með mjólk. Það er alþekkt, að Englendingar drekka sterkt te, en einmitt í Englandi er það algengt að láta allmikið af mjólk í teið og gera það þannig óskaðlegt. Allmargir reykingamenn þykj - ast hafa reynzlu fyrir því, að gegn mikilli tóbaksnotkun, en í því er eiturefnið nicotin, er gott að drekka 1—2 glös af mjólk daglega." Kaffineyzla mætti minnka mikið hér á landi frá því sem er, en þegar kaffi er drukkið, þá ætti aldrei að hafa það svart, heldur mikið blandað mjólk, ekki rjóma, því að í honum er lítið af eggjahvítuefnum. Ágætt væri að blanda það undanrennu, en sennilega finst sumum sú kenn- ing ekki vera gómsæt. G. J. FORNARDYGGÐIR „Fornar dyggðir" sem bæjarbúar hafa skemmt sér ákaflega mikið að í vetur, verð- ur í dag sýnd bæði kl. 2 (nónsýning) og kl. 8 í kvöld. Einnig verður hún leikin annað kvöld. Ástæðan til þess að sýningar eru hafðar svo þétt, er sú, að flýta verður sýningum eins og hægt er, vegna þess að einn aðalleikarinn er á förum úr bænum. Vegna veikindaforfalla hjá Leikfélaginu, lét það revyunni eftir sunnudagskvöldið, sem venjulega er fastur sýningardagur hjá félaginu, Er því nú að verða hver síðastur, að sjá þessa fyndnu og fjörugu sýningu, sem sagt hefir verið um, „að fólk hafi ekki við að hlæja að“. MiiiiitimiiimiiiiuitiiiimimmimmiiiiiiiiuiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimitiiiiiiiiitmimiiiMiiiiiiiiimmiiiiimiiiiimiiiiimiii ► Borgíð Nýja dagblaðið! MMMiiiiummmiMmimiiummimiiimiimmmMmmMmimmiimmmmmimimiMmimimMMiiiiimmmimiiMiimmmi Otborgun tekjuafgangs hefst n. k. mánudag á eftirfarandi stöðum: f Reykjavík: Skólavörðustíg 12 (skriíst.) f Hafnarfirði: Strandgötu 28. f Keflavík: í sölubúðinni. í Sandgerði: í sölubúðinni. í Reykjavík verðnr borgað út til félags- manna frá kl. 4—5 e. h. alla virka daga nema laugardaga, en utanfélagsmenn, sem eru að vinna sig inn í félagið, eru beðnir að koma til viðtals á skrifstofuna Ul. 10—11 f. h. F erðaskrif stof a rikisins hefir ákveðið að starfrækja á komandi sumri söludeild fyrir íslenzka muni, sem seljanlegir eru erlendum ferðamönnum. Áherzla verður lögð á, að munirnir séu sem fallegastir og að öllu leyti vel til búnir og einnig sem íslenzkastir að gerð. Fólk, sem óskar að koma munum í umboðssölu í deildina, er beðið að tilkynna það í síðasta lagi fyrir 10. maí. Frekari upplýsignar á skrifstofunni frá kl. 10—12 f. h. — Sími 4523. Fer&asUrifstofa ríUisins. Garðaeigendur. Við undirritaðir tökum að okkur alls- konar garðavinnu. Upplýsingar eftir kl. 8 síðdegis. Einar Vernharðsson, sínti 1138. Asyeir Ásyeirsson, stini 4380. G ó ð s t ö r tll sölu. Samband ísl. samvinnuíélaga. Sími 1080. Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. í heildsölu hjá Samband ísi. samvinnufélaga Sími 1080. Kjarnar — (Essensar) Höium bírgðir af ýmiskonar kjörnum til iðnaðar ÁSengisverzlun ríkisins.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.