Nýja dagblaðið - 24.04.1938, Side 3

Nýja dagblaðið - 24.04.1938, Side 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 VTJA DAGBLAÐD9 Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri: ÞÓRARXNN ÞÓRARINSSON. Rltstjórnarskrifstof umar: Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Lindargötu jD. Simi 2323. Eftir kl. 5: Simi 3948. Áskriítarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar 3948 og 3720. Verkefní ungra Framsóknarmanna Dagana 11.—14. júní næstk. verður landssamband ungra Pramsóknarmanna stofnað að Laugarvatni. Undanfarin ár hafa félög ungra Framsóknar- manna verið stofnuð víða um land. Félag ungra Framsóknar- manna í Reykjavík hefir und- irbúið stofnun landssambands- ins og var þeim undirbúningi það langt komið í fyrra, að á- kveðið hafði verið að halda stofnfundinn í júnímánuði. En þá kom þingrofið og kosning- arnar, svo fresta varð fundin- um til næsta árs. Stofnfundur landssambands- ins í vor hefir öll skilyrði til þess að verða fjölsóttur. Dvalið verður á einu vinsælasta skóla- setri landsins. Ýmsir helztu forvígismenn flokksins munu flytja yfirlitserindi um helztu dagskrármálin og á þeim verða síðan byggðar umræður um af- stöðu ungra Framsóknarmanna. Á fundinum verður hægt að kynnast ungum samherjum úr öllum héruðum landsins, við- horfi þeirra og hugðarefnum. Af slíkum fundi hljóta menn að fara ríkari af fróðleik, á- nægju og áhuga. Sennilega hefir aldrei síðan 1918 verið meiri þörf fyrir þjóðholl pólitísk æskulýðssam- tök og nú. Það er staðreynd, að þjóðrækninni hefir hrakað á undanförnum árum, en eigin- girni og sérhagsmunastreita eflzt að sama skapi. Eftiröpun erlendra siða hefir útrýmt holl- um og þjóðlegum lifnaðarhátt- um. Einstakar stéttir neita að taka hið minnsta tillit til þjóð- arinnar og hóta eyðileggingu þýðingarmikilla atvinnugreina, ef óbilgjörnum kröfum þeirra verði ekki fullnægt. Vissir stjórnmálaflokkar byggja til- veru sína á því að magna hjá einstaklingunum kröfur til hins opinbera í stað þess að gera nokkrar kröfur til sjálfs sín. Ofbeldisflokkar, studdir af erlendu fjármagni, grafa und- an rótum lýðræðisins og vilja hefta alþýðuna i fjötra eftir rússneskri eða þýzkri fyrir- mynd. Við þetta bætast svo tals- verðir fjárhagslegir örðugleikar, sökum aflaleysis og versnandi markaða. Því má ekki gleyma, að fram- farir seinustu ára hafa gert þjóðina færari um að bjóða miklum ytri örðugleikum byrg- inn. Ræktaða landið, skipa- stóllinn, iðjuverin, samgöng- urnar og margar aðrar fram- kvæmdir hafa stórum bætt að- stöðu þjóðarinnar frá því sem var fyrir nokkrum áratugum. En það þarf heldur ekki að ótt- ast, að hin ytri skilyrði brjóti sjálfstæði þjóðarinnar niður. Það voru ekki hin ytri skilyrði, hafís, harðindi, eldgos eða drepsóttir, sem eyðilögðu sjálf- stæði þjóðarinnar á 13. öld. Það voru hin innri skilyrði, ósam- heldni, ættarígur og valdabar- átta, sem þá varð sjálfstæðinu að falli. Það voru líka hin innri skilyrði, vaxandi þjóðernistil- finning og sjálfsfórnarhugur, sem endurheimtu sjálfstæðið. Nú eins og fyr, verður það fyrst og fremst undir þessum innri skilyrðum komið, hvort þjóðin heldur sjálfstæði sínu eða glatar því. Hún getur alveg eins glatað þvi í góðu árferði og slæmu. Strax og einstakling- arnir hætta að meta gildi þess, hætta að vilja fórna einhverju fyrir það, er það glötuninni of- urselt. Það verður höfuðverk ungra Framsóknarmanna að sigrast á þessum innri meinsemdum. Þeir vilja halda áfram verki fyrir- rennaranna, að gera landið frjórra og byggilegra, stækka skipastólinn, auka hagnýtingu fossanna, bæta samgöngurnar o. s. frv. En þeir álíta þetta ekki einhlýtt. Þeir telja það megin- skilyrði þessara framfara, að æskan læri að meta sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar og hver undirstaða það er fyrir allar umbætur. Þeir vilja láta hana vera reiðubúna til að minnka kröfurnar fyrir sjálfa sig, þeg- ar heill og sjálfstæði þjóðarinn- ar krefst þess. Þeir vilja að 1 stað togstreitunnar milli stétt- anna komi samvinna, sem tryggir mönnum réttlátan arð vinnu sinnar, en ekki meira. Með aukinni þjóðrækni og sam- vinnu vilja þeir koma í veg fyr- ir, að valdabarátta og sjálfs- elska stéttanna steypi þjóðinni í sömu glötunina og barátta og eigingirni ættanna á Sturlunga- öldinni. Skarpari stéttabarátta, sem er boðskapur marxismans, er sizt af öllu ráðið við þeim innri meinsemdum, sem vaxið hafa hjá þjóðinni á undanförnum árum. Hömluminni barátta einkaframtaksins, sem er boð- skapur Sjálfstæðisflokksins, getur heldur ekki ráðið bót á þeim, heldur þvert á móti eyk- ur þær. Aðeins samvinna og aukin viðurkenning á því, að hagsmunir fjárbraskarans og óbilgjarnar kröfur stéttanna verði að þoka fyrir sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar, getur unnið bug á þessum meinsemd- um og annað ekki. Þess vegna hefir þörfin fyrir aukin ítök Framsóknarstefnunnar meðal æskumanna landsins aldrei verið brýnni en nú. Þ. Þ. YSIr landamærín Blað kommúnista kallar enska forsætisráðherrann í gær „nið- ing frelsisins", „fulltrúa allrar smánar og kúgunar" og fleiri slíkum skammarheitum. Láta hefði mátt fula gagnrýni í ljósi, þótt önnur orð hefðu verið not- Sigurður í Ferjnkoti Eftir Jónas Jónsson Bogabrúin yfir Hvitá er feg- urst brú á íslandi. Við brúar- sporðinn að norðan, er lítil en ánægjulega góð jörð, með yfir- lætislausu nafni. Það er Ferju- kot, hinn aldagamli ferjustað- ur yfir þetta stórvatn. Síðast- liðinn vetrardag var bóndinn í Ferjukoti, Sigurður Fjeldsteð, borinn til grafar í Borgar- kirkjugarði, að viðstöddu miklu fjölmenni bæði úr héraðinu og lengra að. Sigurður heitinn var orðinn gamall maður, hafði lengst af verið heilsuhraustur, þar til síðustu missirin, að hann kenndi banameins síns. Lá hann þá veikur við miklar þjáningar, en lét sér hvergi bregða við sárar þrautir eða mannraunir. Honum fór líkt og herforingja þeim, sem heimtaði að deyja standandi og í fullum herklæðum. Sigurður var sonur Andrésar bónda Fjeldsteð, hins gervileg- asta bónda. Hann var fæddur og uppalinn á bökkum Hvítár. Hann tók við óðalinu eftir föður sinn og unni því mikið, enda sást það í verki. Hann húsaði jörðina svo sem bezt mátti vera. Fallegur trjágarður var í hallanum frá bænum niður að Hvítá. Öll hús fyrir bústofninn voru nokkuð frá bænum. Veður- áttan í Borgarfirði er svo mild, að vel má hafa það skipulag. Fágaður smekkur Sigurðar Fjeldsteð kom fram í allri um- gengni úti og inni. Þannig þyrftu útlit og yfirbragð allra heimila á íslandi að vera. Ferjukot er mikil laxveiði- jörð. Þau hlunnindi höfðu tvennskonar þýðingu fyrir Sig- urð Fjeldsteð. Laxinn gefur góðar tekjur, svo að bóndinn í Ferjukoti hlýtur að verða efna- maður, ef hann stundar vel bú sitt, en ástundun og búmennsku hafði Sigurður í bezta lagi. Auk þess leiddi laxveiðin þýðingar- mikla gesti til Sigurðar, en það voru hinir ensku laxveiðamenn. Sigurður kynntist ungur Eng- lendingum og hinum stór- menntaða en ógæfusama uð. En tilgangurinn er vitanlega sá, að reyna að spilla sambúð okkar við Breta og auka þannig hina ytri örðugleika. Kommún- istar vinna þannig á öllum svið- um að hruni þjóðfélagsins, því að það telja þeir undirstöðu byltingarinnar. * Kommúnistablaðið segir í gær að Bretar veiti smáþjóðunum litla vernd gegn fasistaríkjun- um. En hvernig er það með hús- bónda baðsins, Stalin? Hvaða vernd veitti hann Lithauen, þeg- ar Pólverjar beittu þá yfirgangi á dögunum? Og dró hann ekki að endurnýja loforð um stuðn- ing Rússa við Tékkoslovakiu, ef á hana væri ráðist, þangað til Blum hafði gefið slíka yfirlýs- ingu fyrir hönd frönsku stjórn- arinnar? franska aðalsmanni á Hvítár- völlum. Hann nam vel tungu Englendinga, og samdi sig að siðum þeirra, enda var upplag hans og uppeldi eins og ís- lenzkra sveitamanna yfirleitt, að hann kunni vel að taka á móti beztu einkennum enskrar menningar. í Siguxði Fjeldsteð var runnin saman í einn far- veg hin forna íslenzka byggða- menning við þá rólegu, djúpu og yfirætislausu fágun, sem ein- kennir þá Englendinga, sem móta menningu þjóðar sinnar. Það var ánægjulegt að koma til hans að Ferjukoti. Útsýni er þar hin fegursta um allan Borg- arfjörð. Áin líður straumlygn fram hjá bænum. Heimilið var hið prýðilegasta og vel búið á allan hátt, en hjónin samvalin um gestrisni, sem ekki líður fljótt úr huga vegfarandans. Sigurður var ánægður í sínu ríki, með jörð sína, byggðina, landið og alla sína aðstöðu. Hann hugði lítt á stórbreyt- ingu og átti ekki ætíð samleið með stéttarbræðrum sínum, sem ekki höfðu enn eignazt nema konungsrikið hálft eða varla það. Sigurður var íhalds- samur að enskum sið. Hann hafði erft og ávaxtað þau verð- mæti, sem mikils voru verð, og honum þótti einsýnt að ekki skyldi afhenda eða glata, til að fulnægja augnabliks kröfum tízkunnar. Oft fer svo um slíka menn, að þeir una svo vel störfum sínum og heimili, að ekki ber á kröftum þeirra í félagslífinu. Þar fá þeir ekki verkefni sem hæfa orku þeirra. Sigurður Fjeldsteð varð fyrir þvi happi seint á æfinni, að fá tækifæri til að velta miklu bjargi úr leið héraðsbúa sinna. Lengi hafði verið starfræktur í Borgarfirði að Hvítárbakka unglingaskóli við lítinn húsakost og erfiða að- stöðu. Laust fyrir 1930 gekk al- menn vakningaralda um Borg- arfjörð að endurreisa þennan skóla 1 Reykholti. Var fjársöfn- un víða um héraðið, einkum hjá æskumönnum. Vorið 1929 sat Sigurður sem fulltrúi byggð- ar sinnar á sýslufundi Mýra- manna. Alþingi var þá að ganga frá lögunum um héraðsskóla. Ríkið lagði helming til skóla- húsanna móti framagi hérað- anna. Um leið og Sigurður sá, að þetta ákvæði myndi verða að lögum, bar hann fram þá djarf- mannlegu tillögu í sýslunefnd- inni, að Mýrarsýsla skyldi leggja fram 30 þús. kr. til hér- aðsskóla í Reykholti, ef Borg- arfjarðarsýsla greiddi jafnmik- ið af hendi. Sýslunefndin sam- þykkti tiilögu Sigurðar. Hann kom sjaldan með eyðslutillögur, en þegar hann beitti sér fyrir máli, var fylgt eftir með mik- illi orku. Borgfirðingar tóku vel kalli hans. Sextíu þúsund krónur komu í skóla æskunnar að Reykholti úr héraðinu og seiddu til sín jafn háa fjárhæð úr ríkissjóði. Mun lengi sjást í svip Reykholtsskóla stórhugur þess bónda, sem sameinaði æsku héraðs síns með svo mikilli orku, að til slíks eru fá dæmi í sögu íslenzkra byggða. Nú liðu nokkur ár. Reykholts- skóli reis á höfuðbóli Snorra Sturlusonar og þótti svo vegleg bygging, að hún hæfði staðnum og héraðinu. Æskumenn víða af landi streymdu að hinni nýju Snorralaug. Sigurður Fjeldsteð lifði að sjá ávöxt dirfsku sinn- ar. Hundrað ungir menn og kon- ur búa nú hvern vetur i Reyk- holti við nám við þvílík skilyrði til lærdóms og íþrótta, sem sjaldséð eru nema fyrir auð- mannabörn, þó að leitað sé víða um lönd. En fyrir rúmlega ári síðan barst sú fregn um héraðið að Sigurður Fjeldsteð myndi hafa tekið banasjúkdóm sinn. Var þá brugðið við og mynd- höggvari fenginn til að koma að hvílu hans og móta á varan- legan hátt svipmót þessa merkilega Borgfirðings. Sú mynd er nú i Reykhilti og mun væntanlega jafnlengi og bygg- ingin sjálf, minna æsku héraðs- ins á þann stórmannlega hér- aðshöfðingja sem lét sér nægja hversdagslega að prýða og fegra jörð sína og heimili, en bjó þó yfir þeirri orku, sem með þurfti til að eiga höfuð- þátt í að Snorra Sturlusonar er nú minnst í Reykholti svo veg- lega sem raun ber vitni um. J. J. VERÐ VIÐTÆKJA ER LÆGRA HÉR A LANDI, EN I ÖÐRUM LONDUM ALF- UNNAR. Viðtækjaverzlunln veitir kaupendum viðtækja melrl tryggingu um hagkvæm vlðskipti en nokkur önnur verzlun mundl gera, þegar bilanlr koma fram i tækj- unum efla óhöpp bera aO höndum. Ágóða VlOtækjaverzlunarinnar er lögum samkvæmt eingOngu varlO til reksturs útvarpsins, almennrar út- breiöslu þess og tll hagsbóta útvarpsnotendum. Takmarklð er: VlOtækl inn á hvert belmili. Víðtækjaverzlun ríkísíns Lœkjargötu 10 B. Sími 3823.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.