Nýja dagblaðið - 26.04.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 26.04.1938, Blaðsíða 1
Þcp Iicrið af í —P—E—Y—S—U— , frá Y E S T U Laugaveg 40 — Sími 4197 IWJIA ID/^GrlBIL^MÐIHÐ 6. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 26. apríl 1938. 93. blað es ANN ÁLL 116. dagur ársins. Sólarupprás kl. 4,23. Sólarlag kl. 8,31. Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 2,25. Veðurútlit í Reykjavík: Suðvestan átt, stundum allhvasst. Skúrir eða slydduél. Póstferðir á morgun: Frá Rvík: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar- nes. Goðafoss til Akureyrar. Til Rvíkur: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og flóapóstar, Hafnarfjörður Seltjarnar- nes. Ljósatími bifreiða er frá kl. 8.55 að kvöldi, til kl. 4 að morgni. Dagskrá útvarpsins. Kl. 8,30 Dönskukennsla. 10,00 Veður- fregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 18,45 Þýzkukennsla. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. 19,30 Þingfréttir. 19,40 Aug- lýsingar. 19,50 Préttir. 20,15 Útvarps- hljómsveitin leikur. 20,45 Frá útlönd- um. 21,05 Akureyrarkvöld: a) Karla- kórinn „Geysir" syngur (söngstjóri: Ingimundur Árnason). b) Erindi: Um uppeldi og skólamál, I. (Snorri Sigfús- son,. skólastjóri). c) Karlakórinn „Geysir" syngur. 22,15 Dagskrárlok. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránar- götu 12, sími 2234 — Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. Skipafréttir. Gullfoss kom til Leith á miðnætti i fyrrinótt. Goðafoss er í Reykjavík. Brúarfoss er væntanlegur að vestan og norðan á hádegi í dag. Dettifoss er í Hamborg. Lagarfoss var á Siglufirði í gærmorgun. Selfoss er í Vestmanna- eyjum. Súðin var væntanleg til Króks- fjarðarness kl. 9—10 í gærkvöldi. Dagskrá Alþingis. Sjö mál eru á dagskrá í neðri deild í dag. Meðal þeirra eru vinnulöggjöf- in, frv um breytingar á iðnaðarlögun- um og frv. um breytingar á siglinga- lögum. í efri deild eru þrjú mál á dag- skrá, þar á meðal till. Jónasar Jóns- sonar um vélstjóra- og stýrimanna- skólann. Tveir íslenzkir blaðamenn sækja blaðamannamót norræna fé- lagsins í Stokkhólmi dagana 17.—24. maí n.k. Eru það Jón Helgason frá Nýja dagblaðinu og Hersteinn Pálsson frá Vísi Mun Jón fara utan með Brú- arfossi í kvöld. Bræðurnir frá Ormarslóni endurtaka harmoníkuhljómleika sína i Nýja Bíó í kvöld kl 7, vegna mikillar aðsóknar og fjölda áskorana. — Þeir bræður eru á förum úr bænum. F. U. F. hélt fjölmennan fund í gærkvöldi. Var þar rætt um sumarstarfsemi fé- lagsins og stofnun landssambands ungra Framsóknarmanna. — Voru kosnir 11 fulltrúar til að mæta á stofnfundi Landssambandsins. Línuveiðarinn Sæhrímnir kom á laugardag til Reykjavíkur með um 8000 girðingarstaura til mæðiveikis- varnanna norðan af Ströndum. Hér tók skipið girðingarefni og heldur áleiðis til Sauðárkróks í dag. Mun það taka staura í leið sinni á Ströndum. Eru staurar þessir unnir úr rekaviði, en nóg er af honum þar norður frá, og segja Húnvetningar, sem munu hafa 6—8 ára reynslu á slíkum staurum, að þeir endist mun betur, en girðingar- staurar, er fluttir eru inn frá útlönd- um. Er þetta mjög skiljanlegt þvi að yfirleitt er þetta mjög góður viður. Athygli skal vakin á auglýsingu frá Strætis- vögnum Reykjavíkur, sem birtist á öðrum stað í blaðinu í dag. Hungursnevð vflrvofandi i Kina Kreppulöggjöf í Frakklandí I ýmsum íðngrein- um verður veítt undanpága irá 40 klst. vinnuvikunni LONDON: Franska stjórnin hélt ráðherrafund í gær, og varð þar samkomulag um meginatriðin í sérstakri kreppulöggjöf, sem stjórnin hefir í hyggju að koma á, til viðreisnar frjármála- og atvinnu- lífi landsins og til eflingar landvöm- um þess. Verður hin fyrirhugaða lög- gjöf svo rædd og gengiö frá henni til fullnustu nú fram til mánaðamótanna, en búizt er við að fyrsta tilskipunin verði gefin út 3. maí. Ráðstafanir þær, sem hér ræðir um, taka til framleiðslustarfsins, með það fyrir augum að auka framleiðsluna svo sem verða má. í öðru lagi að halda gjaldeyrismálum Frakklands á grund- velli þriggja-velda gjaldeyrissáttmál- ans og varðveita núverandi gengi frankans. í þriðja landi ýmsar breyt- ingar á ákvæðunum um 40-stunda vinnuviku, þannig, að tilslakanir verða veittar frá þeim ákvæðum í vissum iðngreinum. í fjórða lagi, áætlun um opinberar framkvæmdir, sem m. a. miða að útrýmingu heilsuspillandi íbúðarhverfa í borgum. Og í fimmta lagi, miða ráðstafanir stjórnarinnar að því að hagnýta til fullnustu auðæfi nýlendanna og þá tekjulind, sem ferða- mannastraumurinn getur veitt. FÚ. Ferð frönsku ráð- herranna til London LONDON: í gær var opinberlega tilkynnt hvern- ig háttað yrði heimsókn þeirra Dala- dier, forsætisráðherra Frakka og Bonnet, utanríkismálaráðherra, er þeir kæmu til London. Er ákveðið að þeir sitji árdegisveizlu hjá forsætisráðherra fimmtudaginn 28. þ. m. og fari síðan í heimsókn til Windsor Castle og sitji miðdegisveizlu með Bretakonungi og drottningu hans síðdegis sama dag. Þá fara þeir og í heimsókn til Halifax lávarðar. FÚ.. Þrjátíu mílljónir flóttamanna á vonarvöl Mótstaða Kínverja við Such- ow hefir styrkt þær vonir, að Kínverjum muni heppnast að hindra frekari sókn Japana. Striðsfréttaritari Karl von Wiegand, sem dvalið hefir í Kína, telur þó horfurnar fyrir því ekki líklegar. — Yfir Kína, segir hann, vofir nú geigvænlegri hungurs- neyð en dæmi eru til áður i sögu landsins. Um 30 millj. manna hafa flú- ið orustuhéruðin og halda suð- ur og vestur á bóginn. Allt þetta fólk er heimilislaust, hefir ekkert fyrir sig að leggja og ekki að neinu að hverfa. Það er máske stærstu fólksflutning- ar sögunnar, sem styrjöldin í Kína hefir komið af stað. Nákunnugir menn telja að í Sichuanhéraðinu einu hafi 20 millj. manna neyðzt til að yfir- gefa heimili sín. Ástandið í hér- uðunum meðfram Gula fljót- inu, sem stundum er nefnt „kirkjugarður Kina“, er meira en geigvænlegt. Þarna búa um 70 millj. manna. Bæði yfirvöld Kínverja og Japana horfast hér í augu við óviðráðanlega örð- ugleika. Ástandið er enn verra sökum þess, að kínverski herinn hefir, samkvæmt gömlum hernaðar- venjum, lagt landið á bak við sig í einskonar eyði. Hann hefir sprengt stíflugarða og brýr, brennt heilar borgir og flutt allar vistir í burtu. Allir stíflu- garðar meðfram Gula fljótinu hafa verið eyðilagðir og þegar vatnavextirnir koma, leggjast stór landssvæði undir vatn og lífi millj. manna er hætta búin. Skuggar hungurneyðarinnar hvíla yfir þeim héruðum, sem styrjöldin hefir á einn eða annan hátt náð til. Bænd- urnir hafa yfirgefið jarðir sínar, akrarnir leggjast í ó- rækt, enginn sáir og þess vegna verður ekki hægt að reikna með neinni uppskeru, þegar líður á sumarið. Hún stjórnar irels ísbaráttu Kín- verja MAYLING, kona Chiang Kai Shek. Margir blaðamenn, er dvelja í Kína, telja að það sé hún, sem raunveru- lega stjórnar frelsisbaráttu Kínverja. Meðal þeirra, sem halda því fram, er Karl Wiegand. — Mayling var þó ný- lega að láta af yfirstjórn kínverska flughersins, vegna ágreinings við rússnesku flugmennina. Bróðir henn- ar tók við því starfi í hennar stað. Aflabrögðin í verstöðvunum við Faxaflóa hefir aflazt mjög lítið undanfarið. Gæftir hafa verið afar tregar og lítill fiskur þegar á sjó hefir gefið. Afli togaranna er einnig tregur, þó hann sé heldur að glæðast. Til Reykja- víkur komu í gær togararnir Arin- björn hersir með 101 fat lifrar, Karls- efni með 80 föt, Belgaum með 114 föt og Geir með 112 föt. Til Hafnarfjarð- ar komu togararnir Garðar með 161 fat og Haukanes með 71 fat. Bátar, er ganga frá Vestmannaeyj- um, hafa aflað mjög vel undanfarið. Á laugardag tvísóttu til dæmis margir bátar í net sín. í gær var einnig hlað- afli í Eyjum. SkemmiunFramsókn arfélags Keflavíkur Ný málaferH í Moskva 25 prestar ákærðir fyrir samsæri og landráð London: í Sovét-Rússlandi hafa 25 prestar, þar á meðal erkibiskupinn og biskup- inn af Moskva, verið teknir fastir, sakaðir um að hafa tekið þátt í sam- særi til að kollvarpa stjórninni, hafa staðið í sambandi við njósnara er- lendra ríkja, og verið valdir að skemmdarstarfsemi. FÚ. Færeyíngar á N.-York sýníngunni EINKASKEYTI FRÁ KHÖFN: Niclasen landsþingsmaður Færey- inga skýrir svo frá, að Færeyingar muni að öllum líkindum senda fær- eyskt skip á sýninguna í New York, mannað 12 Færeyingum i þjóðbúning- um. Skipinu verður fenginn staður á stöðuvatni einu á sýningarsvæðinu. Tilgangurinn er að útbreiða kynni af Færeyingum, fiskveiðum þeirra og fiskivörum. FÚ. Framsóknarfélag Keflavíkur gekkst fyrir skemmtisamkomu síðastl. laugar- dagskvöld, í verkalýðshúsinu í Kefla- vík. Húsfyllir var, og fór skemmtunin hið bezta fram. Danival Danivalsson setti skemmt- unina fyrir hönd félagsins og bauð menn velkomna. Síðan var sýndur sjónleikurinn „Hjúskaparskrifstofan", sem vakti mikla ánægju meðal áhorf- enda. Ennfremur var til skemmtunar: Ræða, upplestur, kvartett-söngur og dans. Sjónleikurinn og kvartett-söngurinn var hvorttveggja undirbúið og æft að tilhlutun Framsóknarfélagsins og sýn- ir það að í félaginu eru áhugasamir og dugandi menn. Vinnulöggjöfin komin úr nefnd mm Onnur umræða í neðri deild í dag Frv. til laga um stéttarfélög og vinnudeilur verður til 2. umr. í neðri deild í dag. Frv. hefir undarfarið verið til at- hugunar í allsherj'amefnd og hefir nefndin haft um það marga fundi. Leggja þrír nefndarmenn, Bergur Jónsson, Gísli Guðmundsson og Vil- mundur Jónsson, til að frv. verði sam- þykkt. Thor Thors og Garðar Þor- steinsson telja sig einnig samþykka frv. í aðalatriðum og mæla með sam- þykkt þess. Þeir bera þó fram sérstak- lega tillögur, sem mynda stórbreyta frv., ef samþykktar yrðu. í heild ber nefndin fram nokkrar tillögur, sem eru aðallega orðalags- breytingar eða til samræmingar við eldri lög. Héðinn Valdimarsson og þingmenn kommúnista hafa borið fram fjöl- margar breytingartillögur. Þriðju umræðu um frv. í neðri deild verður útvarpað. Stöðvar Stýrimanna íélagíð ílutn íngaskípin? Samningar hafa undan- fariff staffiff yfir milli Eim- skipafélags íslands og Skipaútgerffar ríkisins ann arsvegar og Stýrimanna- félags íslands hinsvegar. Síffastliffinn laugardag var samningstUraunum hætt, þar eff ekki reynd- ist mögulegt aff koma á samkomulagi. Sátta- semjari ríkisins var þátt- ll takandi í fundum samn- ingsaffila, en mun hafa taliff svo mikiff bera á milli, að hann sæi sér ekki fært aff leggja fram miðlunar- tillögu. Samkvæmt vifftali viff Jón Axel Pétursson mun hafa komiff til orffa að stöffva flutningaskip þau, er hér eru stödd í höfn, ef ekki takast samningar áff- ur en þau eiga aff láta úr höfn, sem engar horfur eru fyrir. Skip þau er fara eiga héðan í dag og á morgun eru Brúarfoss í kvöld og Esja og Goffafoss annaff kvöld.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.