Nýja dagblaðið - 26.04.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 26.04.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Viðbúnadur enskn stjórnarinnar NÝJA DAGBLAÐIÐ Ötgefandi: Blaðaútgáfan h.f Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritstjórnarskrifstofurnar: Lindarg. 1 D. Simar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Lindargötu iD. Simi 2323. Eftir kl. 5: Síml 3948. Askriftarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Simar 3948 og 3720. - .-O———>—o—o— -------------- »Með leíðslu- tðfrasöngw FramsóknarflokkuTinn situr í miðju Alþingi og miðju þjóðlifi líkt og formaður sá, sem Heine kveður um á Rínarfljótinu. Leið skipsins var eftir miðju fljótinu. En Lorelei-hamarinn var öðrum megin við ána. Þaðan kom ljúf- ur söngur, leiðslu og töfrum blandinn, og formaðurinn gáði ekki að því að fylgja dýpinu á miðri ánni. Og svo braut hann skip sitt á hinni óbilgjömu Lorelei-klöpp. Framsóknarflokkurinn fer eftir ennþá hættulegri siglinga- leið heldur en Rínarfljótinu. Frá mismunandi og mjög „óbil- gjörnum“ skerjum hljóma og hafa hljómað til hans undur- blíðir söngvar. Jón Þorláksson sló hörpuna og sagðist vilja fá „betri hluta“ Framsóknar- flokksins sem varalið; þegar Mbl.-menn hefðu ekki nægan liðskost. Ásgeir, Jón í Stóradal og Þorsteinn Briem heyrðu kallið, gleymdu að stýra, bar upp að hamrinum og sigldu í kaf. Þar endaði þeirra saga. Alþýðuflokkurinn tók hörp- una úr höndum Jóns Þorláks- sonar og bauð Framsóknar- mönnum góðra kosta völ við hina ströndina. Þeir sögðu að sumir Framsóknarmenn væru „ágætir“. Þeir gætu verið „vara- lið“, þar sem Alþýðuflokkurinn væri ekki nógu öflugur. Þeir sögðu hinsvegar að aðrir Fram- sóknarmenn væru með öllu ó- hæfir til að vera með í bátnum þegar hann lægi vinstra megin við Rínarbakka. En nú var Ás- geir farinn sína leið, og enginn á Framsóknarskútunni vildi sofna við stýrið. Skútan leið niður ána, oft nærri vinstri bakkanum, en kenndi aldrei grunns. En meðan á þessu ferðalagi stóð, náðu kommún- istar hinni gömlu hörpu Jóns Þorlákssonar og lokkuðu ein- hvern helzta sjómanninn af Al- þýðubátnum í strand í rúss- nesku sandbleytuleðjunni. Það fer að vonum, að Mbl.- mönnum þætti hóf á að kuggur Framsóknarmanna leitaði aft- ur nær hægri bakkanum. Hafa nú með vorvindunum borizt nokkrir veikir tónar út úr gluggum MoTgunblaðsins, sem skilja má á þá leið, að mikill hluti FramsóknaTflokksins á þingi sé að vísu sleginn roða, en þó séu þar alltaf nokkrir menn, sem rétt væri að bjarga úr eyðileggingunni, áður en skipið strandar á rauðu klett- unum. En skipshöfn Framsóknar er nægilega listelsk til að kunna að meta ljúfa tóna frá báðum bökkum hinnar djúpu pólitísku elfu. Þeir þakka fyrir samsöng- inn, hafa auga á þar sem hálf- sokkin siglutré Briems, Ásgeirs og Héðins bera við loft, fylgja meginálnum, þar sem dýpt er, en leita viðskipta til beggja hliða, þar sem ekki er hætt við að straumsveiparnir kasti fleyinu að óbilgjarni Lorelei klöpp. J. J. Þmghaldið lyr og nú Morgunblaðið hefir gumað mikið af því að flokkur þess væri fylgjandi lýðræði og þingræði. Samt líður nú varla sá dagur að blaðið reyni ekki að rýra og veikja álit þingræðisins. Daglega flytur það orðið greinar um „starfsleysi“ og hin „fáheyrðu vinnubrögð þingsins". Hámarki sínu ná þessi skrif Mbl. síðastl. laugardag. Þar er vinnubrögð þingsins kölluð „hel- stefna“ og sagt að það sé engu líkara en að „þingið sé orðið einskonar atvinnubótastofnun fyrir þingmennina". Þessi orð virðast merkja það, að blaðið telji „helstefnu“ þings- ins í því fólgna, að vinnubrögð þess gangi hægt og það sé of lengi að störfum. Er þó vitan- legt, að þingið fæst nú við ó- venjulega vandasöm mál eins og vinnulöggjöfina, fjárpestina, gj aldeyrismálin o. s. frv. Fróðlegt er að athuga þinghaldið þau árin, sem íhaldið hafði hreinan meirihluta á Al- þingi og réði mestu um störf þingsins. Þau árin var þingtíminn þessi: 1924 frá 15. febr. — 7. mai. 1925 frá 7. febr. — 16. maí. 1926 frá 6. febr. — 14. maí. 1927 frá 9. febr. — 19. maí. Þessi ár tók þingið þó engin stór mál til afgreiðslu heldur voru aðalstörf þess í því fólgin að fella eða svæfa umbótamál Framsóknarflokksins. Athugun á þessum vinnu- brögðum íhaldsins sjálfs sýnir bezt, hversu lítil alvara býr á bak við kröfur Morgunblaðsins um „stutt þinghald". Hinsvegar getur slíkt tal verið líklegt til lýöhylli á erfiðum tímum og veikt trúna á lýðræðinu, sem heildsalarnir og fleiri gróða- menn íhaldsins vilja feigt. Þeim tilgangi mun þessum skrifum íhaldsins líka ætlað að ná. P R entmynd ást ofan LEIFTUR HBÍnaritræii 17, (uppi), býr lil 1. ílokks prentmyndir. Sími 3334 LÉREFTSTUSKIJR hreinar og heillegar, (mega vera mislltar), kaupir Frentsmiðjan EDDA h.f„ Lindar- götu 1 D. Enski verzlunarflotinn hefir minnkað síðan 1914, landbún- aðurinn hefir litlum framförum tekið síðan fyrir stríðið, en þó hefir fólkinu, sem England þarf að fæða, fjölgað um fjóTar milljónir manna síðustu 24 árin. Til viðbótar þeirri hættu, sem Englandi stafar af kafbátum á ófriðartímum, hafa flugvélar bætzt við. Þetta er í stuttu máli orsök hins vaxandi ótta meðal þingmannanna og fleiri, sem leiddi til þess, að undir árslok 1936 var sett á laggirnar sér- stök deild innan verzlunar- málaráðuneytisins, sem fjallaði um öll þau mái, er snertu mat- væli og matvörubirgðir. Eftir eins árs starf hefir sú stefna verið mörkuð, sem farin skal. Landinu hefir verið skipt niður í fimtán svæði og þar tilnefndir menn hafa hafið samstarf við þá, er hafa mesta matvæla- framleiðslu með höndum. Beri stríð að höndum, á að skipa sérstakan ráðherra (food- controlleT) yfir hina nýju deild. Hann á að hafa yfirstjórn þess ara mála allra, fá umráð yfir vörubirgðunum, útflutningnum og dreifingunni og ákveða verð- lag og verzlunarhagnað. Mark- aðsstöðum og sölubúðunum í London og öðrum stórborgum verði dreift sem víðast, sökum ótta við loftárásir. Allar grein- ar matvöruverzlana skulu starfa 1 samráði við rlkisstjórn- ina. Hinsvegar er ekki gert ráð fyrir skjótri breytingu á bún- aðarháttum, vegna stríðshættu og ekki heldur gripið til þess úrræðis að hlaða upp miklum vörubirgðum, svo sem kornvör- um og feitmeti. Seinustu vikurnaT hafa ýms meiriháttar blöð ensk rætt um þessar ráðagerðir. Til að mynda hafa birzt í Times greinaflokk- ar, þar sem alþýðu manna eru í té látnar upplýsingar um und- irbúning málsins. England hef- ir mikla reynslu frá stríðsárun- um 1914—1918 og margt þess fólks, sem þá vann að þessum sömu málum, hefir nú á ný tek- izt á hendur svipuð viðfangs- efni. Það veit hvaða ráðum hagfelldast muni að beita, hvað beri að ferðast og því er að fullu kunnugt um þann flýti, sem verkefnin heimta af þeim, sem við þau fást. í heimsstríðinu var fyrst skip- aður sérstakur ráðherra yfir þessi mál í Englandi 1916. Þá hafði vöruverð hækkað um 78%. Enn leið heilt ár áður en tókst að ná föstum tökum á málun- um. Englendingar vilja ekki gera sig á ný seka um slika yf- irsjón. Dragi til stríðs, verður hinn nýi ráðherra á svipstundu skipaður. Honum verða fengin í hendur yfirráð allra matvöru- birgða í landinu og fullur íhlut- unarréttur um útflutning mat- væla. Það er einkennandi fyrir enska skapgerð, að allir sem hér eiga hagsmuna að gæta, hafa hiklaust gefið samþykki sitt til þessa, líkt og öll þjóðin hefir viðurkennt og undirgengizt þörfina á tryggari landvörnum og meiri herbúnaði. Ef til kem- ur verða enskir verzlunarmenn að skipta um hlutverk. í stað þess að vera frjálsir útflytjend- ur og kaupmenn, munu þeir gerast umboðsmenn og þjónar hins nýja ráðuneytis, er sjá skal gervallri þjóðinni fyrir matvæl- um. Þeir fá að sönnu að skipta við sína innlendu viðskiptavini, en verðlag allt verður ákveðið af stjórnarvöldunum. Neytendur verða að fullu verndaðir gegn hverskonar ranglæti og féflett- ingu í viðskiptum og komi ein- hverntíma til þess, að fólk þurfi að spenna sultarólina að maga sér, mun það ganga jafnt yfir alla ríkisþegnana. Allur innflutningur mun fara fram á vegum ríkisvaldsins og verður að svo miklu leyti, sem unnt reynist, bundinn langvar- andi samni'ngum, og þar eð Eng- lendingar flytja mest inn allra þjóða, ættu þeir að ná hinum beztu kjörum. Ef ógerlegt verð- ur að láta millilandaviðskiptin fara fram eftir föstum samn- ingum, verður innflutningur- inn fenginn í hendur einstakl- ingum, er annast hann á veg- um stjórnarinnar. Það er ekkert smáræði, sem iðnaðarþjóð, er telur 47 millj- ónir manna, þarf fyrir sig að leggja. — í Times hefir verið reiknað út, að um 50% af því kjöti, sem neytt er, sé innflutt, 70% af osti og sykri, 80% af ávöxtum og 90% af feiti og korni. Sé reiknað í hitaeining- um, framleiða Englendingar sjálfir 40% af þeim matvælum, er þeir neyta. En um 25% af þessari ensku framleiðslu, eink- um kjöt, egg og mjólkurvörur, byggist á innfluttum fóður- vörum. Brjótist stríð út, verður það höf uðviðf angsef ni hins nýj a ráðherra að viðhalda innflutn- ingnum og vaka yfir dreifingu matvaranna. Útsöluverðinu verður haldið í horfinu af ríkis- valdinu. Skömmtun á kjöti og mörgum öðrum matvælateg- undum verður tafarlaust tekin upp til þess að engin óþörf só- un eigi sér stað. Brauð verður því aðeins skammtað, að ítr- asta nauðsyn krefji, en ef til vill verður það fljótlega óum- í apríl 1916, þegar kaf- bátarnir ógnuðu mest sigl- ingum til Englands, var talið að landið hefði ekki matvæli, nema til sex vikna. Þessi endurminning frá heimsstyrjöldinni hefir orðið til þess að Englend- ingar leggja nú kapp á, að vera í þessum efnum betur undir ófrið búnir en nokkurri sinni fyr. Höfundur meðfylgjandi greinar er Torkel Torkel- sen, fréttaritari Berlingske Tidende i London. flýjanlegt að blanda hveiti með öðrum korntegundum. Á heims- styr j aldarárunum átti engin skömmtun á brautmat sér stað. Um fram allt verður keppt að því, að gera hið nýja skipulag sem léttast í vöfunum. Eyðilegging á skipakvíum Lundúnaborgar myndi valda stórvægilegri truflun á verzlun og viðskiptum, ef enginn við- búnaður væri hafður. Ef til slíks kemur, á að vera hægt í skyndi að breyta til um flutningaleið- ig og skipa vörum á land í höfnunum á vesturströndinni. Á þessu er að nokkru leyti þegar byrjað. Menn vita glögglega hvað hægt er að anna uppskip- un mikilla vörubirgða í þessum 'hafnarbæjum. Samhliða sterkri stjórn á öll- um innflutningi, á einnig að hafa hönd í bagga um fram- leiðsluna heima fyrir. Markaðs- staðir, sem komið hefir verið upp til hjálpar bændafólkinu, hafa ekki allsstaðar verið til mikils hagræðis á friðartímum, en ef ófrið ber að höndum, verður þeim með valdboði gefið nýtt gildi í samræmi við kring- umstæðurnar. Þeir munu létta undir um að nýta afurðir enska landbúnaðarins, svo sem fram- ast er unnt. Dreifing fóðurvara til bænd- anna olli miklum vandræðum á stríðsárunum og manni finnst þaö hálf broslegt, að skömmt- un á fóðurvörum var fyrst tek- in upp 11. nóvember 1918, vopnahlésdaginn. Eigi ný styrj- öld eftir að ganga yfir England, verður þeim j'nálum þá á ann- an veg skipað. Fregnirnar um þennan um- svifamikla og viðtæka undir- búning hafa dregið úr þeirri gagnrýni, sem enska ríkis- stjórnin á annars að sæta fyrir aðgerðaleysi og andvaraleysi. Sú gagnrýni hefir hvað mest átt upptök sín meðal frjáls- lyndra hagfræðinga. Sir Art- hur Salter hefir verið þar fremstur i flokki. Hann hafði á hendi yfirstjórn verzlunaTskip- anna á heimsstyrjaldarárunum og veit því hvað hér er um að ræða. Hann og skoðanabræður hans krefjast þess, að England viði að sér sem nemur eins árs forða af hveiti, meðan tlmi er til. Sir Arthur ráðleggur að keypt (Frh. á 4. síöu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.