Nýja dagblaðið - 08.05.1938, Side 2

Nýja dagblaðið - 08.05.1938, Side 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Frá HAPPDRÆTTINUí A morgun er síðasti söludagur í 3. Ilokki. Hafið þér munað eftir að endurnýja ? Sýning á skólavinnu barna í Laugarnesskólanum, verður opin í dag, sunnudaginn 8. maí, frá kl. 1—8 e. h. Börn í öllum efri bekkjum sæki handavinnu og vinnu- bækur sínar mánudaginn 9. maí, kl. 2 e. h. Kennsla hefst. aftur í 6 neðri bekkjum skólans mið- vikudaginn 11. maí. Þann dag mæti til kennslu öll böm í skólahverfinu, fædd 1931, kl. 1 e. hád., og einnig öll önnur börn skóla- skyld, sem nýflutt eru í skólahverfið, og þau börn skólaskyld, sem ekki hafa mætt til prófs í skólanum í vor. SKÓLASTJÓRINN. Austurbæjarskólinn. Sýulng handavlnim barna er opin í dag, sunnudagiim 8. maí, frá kl. 10—22. — Óheypis aðyangur. SKOLASTJÓRim . Ægir, 31. árg., 4. hefti, er nýkominn út. í ritinu eru margar fróðlegar greinar um fiskveiðar og fiskirannsóknir, auk aflaskýrslna. Má m. a. nefna grein um merkingar á þorski og steinbít eftir dr. A. V. Táning, forstöðumann dönsku hafrannsóknanna, Sjávarútveg- ur Þjóðverja, Hvernig verður fiskmarkaðurinn á Spáni í framtíðinni, Nýtt hraðfrysti- tæki o. fl. Einnig er stutt og gott aflayfirlit frá verstöðvunum yfir apríl, tafla yfir fiskafla til 31. marz og önnur til 15. apríl og útflutningsskýrslur í marz. Lífið, 2. árg., 3.—4. hefti, er nýkomið út. Er það allmikið rit, 160 blaðsíður. í ritinu eru margar greinar, bæði um upp- eldismál og annað efni. Má þar nefna grein um hinn víðfræga sálfræðing, Sigmund Freud og kenningar hans, eftir prófessor Theodór Hartvig, Vandræðabörn, eftir Björn H. Jónsson skóla- stjóra, Áfengisneyzla í siðum og venjum samkvæmislífsins, eftir Friðrik Á. Brekkan rithöfund, Hirðuleysi og lögbrot, eftir Björn Blöndal Jónsson löggæzlumann, Bjargið börnunum og Heimssýn- ingin í París, eftir ritstjórann, Klæðið landið, eftir Hákon Bjarnason skógræktarstjóra o. fl. Er ritið fjölbreytt að efni. Landssmíðjan Vegna villandi ummæla um Landssmiðjuna, undanfarið, vil ég gefa eftirfarandi upplýsingar, almenningi til fróðleiks. Ágóði Landssmiðjunnar hefir frá 1930 numið alls kr. 121.256.99. Landssmiðjan hefir greitt rík- issjóði vexti af framlagi, sam- tals kr. 36.021.40 og tekjuskatt síðastliðið ár kr. 5.320.00. Vélar hafa verið keyptar fyrir samtals kr. 113.441.94 og er nú bókfært verð þeirra komið niður í kr. 53.597.98. Verkfæri keypt fyrir samtals kr. 36.999.32 og er bókfært verð þeirra komið niður í kr. 7.081.11. Afskrift véla og verkfæra hefir því verið alls kr. 88.862.17. í Landssmiðjunni vinna um 50 menn að staðaldri og hafa þeir síðastliðið ár greitt útsvar til bæjarins kr. 7.530.00 og tekju- og eignaskatt til ríkisins ca. kr. 2.500.00. Vinnulaun hefir Landssmiðjan greitt alls kr. 1.342.903.71, þar af síðustu 2 ár kr. 404.903.64. Alls hefir Landssmiðjan haft 32 nemendur, þar af hefir 21 nemandi tekið fullnaðarpróf. Ág. Sigurðsson. aðeins Loftur. Reumerth j ónin °S þ)óðleikhúsid (Frh. af 1. síðu.) hrífa eingöngu hinir mestu lista- menn. Flest hið hversdagslega í þeim efnum er gleymt eftir einn dag. Frú Anna Borg mun að vísu vera danskur ríkisborgari með giftingunni. En þó að hún til- heyri öðru ríki að lögum þá hef- ir hún meir en bætt úr því. Sjálf er hún sannur íslendingur, ef til vill meiri en margir þeir, sem ekki fara að heiman. En hún hefir auk þess gert mann sinn að íslending. Hann þekkir ísland vel, og hann ann öllu því, sem er íslenzku þjóðinni til fremdar og sóma. Þessvegna kemur hann hér til að gera sitt til að hrinda leikhússmálinu í framkvæmd. Þau hjón gera tvennt í einu. Þau gefa leikhúsgestunum, og þeir verða margir, kost á leiklist, sem mun verða flestum þeirra ó- gleymanleg. Og með áhuga sín- um fyrir leikhúsbyggingunni munu þau vekja þjóðina af löng- um svefni um þetta þýðingar- mikla mál. Sigurður Jónasson forstjóri hafði tryggt leikhúsinu lán er- endls, ef ráðlegt hefði þótt að ljúka við salinn með lánsfé. Hann vann að þessu máli vegna bæjarins og í samráði við þá menn, sem hafa mikinn áhuga á að fegursta bygging landsins fyllist af lífi og mannamáli. í þinginu er nú orðin almenn velvild á þessu máli í öllum aðalflokkum þingsins. Samt mun ekki að sínni horfið að því að taka lán í þessu skyni. Held- ur mun farin sú leið að leysa leikhússjóðinn á næsta Alþingi úr þeim dróma, sem Ásgeir Ás- geirsson feldi á hann, er hann tók við stjórnarforustu vorið 1932. Sundhöllin stóð líka auð og köld í mörg ár, og margir hugðu hana missmíði eina. En hver vill nú missa Sundhöllina? Hver vanþakkar nú þessa miklu höfuðkirkju iþróttanna? Eng- inn. Svo mun og fara um leik- húsið. í því húsi mun dafna margháttað andlegt líf. Þar munu börn og unglingar höfuð- staðarins læra sögu ættjarðar- innar með leiksýningum, er þau standa að. Þar munu þeir menn sem tala íslenzku eins vel og Jónas Hallgrímsson yrkir, kenna í einu 800 ungum íslend- ingum hvernig móðurmálið er borið fram. Auk þess sjónleikir, kvikmyndir, söngleikir, hátíð- legir fyrirlestrar, viðhafnar samkomur o. s. frv. Þegar Þjóð- leikhúsið tekur til starfa, verð- ur það stallsystir sundhallar- innar, megin undirstaða hinn- ar nýju bæjarmenningar á ís- landi. J. J. VERÐ VIÐTÆKJA ER LÆGRA HER A LANDI, EN I ÖÐRUM LONDUM ALF- UNNAR. Viðtækjaverzlunin veitlr kaupendum viOtækja meirl tryggingu um hagkvæm viðskipti en nokkur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanir koma fram í tækj- unum eða óhöpp bera að höndum. Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar er lögum samkvæmt eingöngu varið til reksturs útvarpsins, almennrar út- breiðslu þess og til hagsbóta útvarpsnotendum. Takmarkið er: Viðtæki inn á hvert heimili. Víðtækjaverzlun ríkísíns Lækjargötu 10 B. Sími 3823. Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. í heildsölu hjá Samband fsl. samvinnuíélaga Sími 1080. T ónlístarskólúm Nemendaliljóinleikar i Gantla Bíó í dag kl. 3 e. li. Aðgöngumiðai* seldir í Gamla Bió frá kl. 1.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.