Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 08.05.1938, Qupperneq 3

Nýja dagblaðið - 08.05.1938, Qupperneq 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Sýslumennirnir og þjóðiélagið Eftir JÓNAS JÓNSSON —~---------------------------í \ÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjórl: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritstjórnarskrif stofumar: Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrlfstoía: Llndargötu 1D. Sími 2323. Eftir kl. 5: Síml 3948. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar 3948 og 3720. •I I !■ II ■ I — < II !■ 3 ■■ II — I !!!■ II I ■ II M II M fl ■■ Óttasl íhaldíð lærisveinínn? Hinni vaxandi hagsmuna- streytu stéttanna og tillitsleysi þeirra til þjóðarheildarinnar, hefir réttilega verið líkt við bar- áttu ættanna á Sturlungaöld. Hér, eins og annarstaðar, á stéttabaráttan upptök sín í hugsunarhætti og skipulagi frjálsu samkeppninnar. Það er lögmál hinnar frjálsu samkeppni, að hver einstakling- ur eigi fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig og sá, sem sterk- ari reynist í samkeppninni um fjármagnið og yfirráðin, hafi rétt til að undiroka þann, sem er minnimáttar. Samkvæmt þessum hugsunar- hætti hafa þær stéttir, sem náð hafa tökum á fjármagninu og yfirráðum stóratvinnurekstrar- ins, byggt upp fagleg og pólitísk hagsmunasamtök til að vernda sérréttindi sín og efla þau á kostnað hins vinnandi fólks. Til að hamla á móti yfirtroðsl- um og kúgun þessara stétta, hafa hinar, sm selja þeim vinnu sína, myndað samtök til að berj- ast fyrir rétti sínum og kjörum. Þannig hefir hin frjálsa sam- keppni skapað stéttabaráttuna Hér á landi er Sjálfstæðis- flokkurinn hin pólitísku hags- munasamtök þeirra fámennu stétta, sem betur hafa mátt sín í samkeppninni. Hann er til þess stoínaður að vernda sér- réttindi þeirra og bera kröfur þeirra fram. Sé skyggnzt yfir stéttabarátt- una og stéttakröfurnar á undan- förnum árum, verður fljótlega ljóst, að ósvífnustu og þjóð- hættulegustu kröfurnar hafa komið frá þessum stéttum og verið bornar fram af flokki þeirra, Sjálfstæðisflokknum. Ein stéttin í Sjálfstæðisflokkn- um, heildsalarnir, hefir krafizt ótakmarkaðs innflutnings, til þess að halda svipuðum tekjum og í góðærinu, enda þótt fullnæg- ing slíkra krafna hefði eyðilagt fjárhagslegt sjálfstæði þjóðar- innar. Önnur stéttinn i Sjálfstæðis- flokknum, stórútgerðarmennirn- ir, hefir krafizt svo mikils láns- fjár hjá bönkunum, að laun þeirra þurfi ekki að lækka, þó aflaleysi og markaðsvandræði sverfi að sjávarútveginum. Þriðja stéttin í Sjálfstæðis- flokknum, íhaldslæknarnir í Reykjavík, hefir myndað harð- vítug verkfallssamtök til að knýja fram samninga við Sjúkrasamlagið, er getur tryggt þeim yfir 30 þús. kr. árslaun. Þannig mætti lengi telja. Það verður ekki talið neitt undarlegt, þótt þetta fordæmi stéttanna í Sjálfstæðisflokknum hafi orðið til þess að skapa eins- konar kröfufaraldur í þjóðfélag- inu. Enda hefir það líka farið svo, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir eignazt hættulegan læri- svein í þessum efnum. Þessi lærisveinn er Kommún- istaflokkurinn. Kommúnistafl. er miklu yngri en Sjálfstæðisflokkprinn. Þó að fátt megi gott um hann segja, verður það ekki af honum haft, að hann hefir verið frámunalega næmur á þau vinnubrögð Sjálf- stæðisflokksins að gera kröfur á hendur þjóðfélaginu í nafni hinna og þessara stétta. Kommúnistaflokkurinn hefir einkum snúið máli sínu til verk- lýðsstéttanna. Hann hefir reynt að espa þær til baráttu fyrir kaupkröfum og kjarabótum, sem hann vissi að atvinnuvegirnir gátu ekki fullnægt. Sterkasta stoð hans í þessari baráttu hefir verið sú, að hann hefir venju- lega getað bent á óbilgjarnari kröfur hjá stéttunum í Sjálf- stæðisflokknum og hversu kjör þeirra væru miklu betri en kjör hins vinnandi fólks. Tilgangur kommúnista með þessari kröfubaráttu er sá, að að skapa stöðvun og óáran í at- vinnulífinu, er skapi farveg fyrir uppreist og byltingu, sem er þeirra takmark. Það virðist nú eins og ýmsum Sjálfstæðismönnum standi orðið stuggur af þessari samkeppni lærisveinsins og telji hana hættulega, ekki eingöngu sín vegna, heldur líka vegna fram- tíðar þjóðarinnar. Blöð flokks- ins eru jafnvel farin að tala um hættu stéttabaráttunnar og nauðsyn þess, að stéttirnar taki meira tillit til þjóðarinnar. Þetta virðist nokkuð seint séð hjá Sjálfstæöisflokknum, þar sem hann er frumkvöðull stétta- baráttunnar hér á landi og hefir verið málsvari þeirra stéttar- krafa, sem ósvífnastar hafa verið og hættulegastar þjóðarhags- mununum. En samt væri það lofsvert, ef flokkurinn kæmi auga á þessa staðreynd fyrr en seinna, og gæti líka reynzt þjóð- inni mikilsvert. En fyrsta próf- unin á einlægni flokksins í þess- um efnum, verður sú, hvort hann vill vera með í því að lækka laun og forréttindi þeirra stétta, sem hann er fulltrúi fyrir, því að þau eru frumrætur stéttabaráttunn- ar. Reynist afstaða hans óbreytt í þeim efnum, ætti hann ekki að vera að setja upp neinn lýðs- skrumssvip og skamma læri- svein sinn fyrir það, sem hann er jafnsekur um sjálfur. Þ. Þ. PRENTMYNQASTOFAN LEIFTU R Hainaríirœii 17, (uppí), býr til 1. floUks prentmyndir. Sími 3334 ÚTBREIÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ. Jónas Jónsson flýtur í efri deild þingsályktunartillögTi um byggingu sýslumannabústaða. Hefir hann skrifað með henni ítarlega greinargerð og fer hún hér á eftir: Þýðingarmikil stétt. Sýslumannaembættin eru gömul og virðuleg. Margir af þjóðnýtustu mönnum í sögu landsins hafa gegnt sýslu- mannsstörfum. Og með ári hverju má heita, að bætt sé á þá stétt nýjum og vandasömum störfum og framkvæmdum fyrir þjóðfélagið. Sýslumaðurinn er lögreglu- stjóri og dómari í sínu héraði. Hann innheimtir skatta fyrir ríkið. Hann stýrir fjármálum og framkvæmdum sýslunnar. Hann hefir með höndum hin fjölbreyttustu og vandamestu störf fyrir ríkið og sýsluna. Hann geymir hin dýrmætustu skjöl viðvíkjandi eignum þús- unda af meðborgurum sinum. Glatist slík skjöl við bruna eða af öðrum slysum, er tapið oft óbætanlegt. Léleg kjiir í seinni tíð. En það er síður en svo, að þjóð og þing hafi skilið, hve mikið var hér í húfi. Að sama skapi og hin nýja menning og fjöl- þættu félagsmál leggja meiri og meiri byrðar á herðar sýslu- mönnum, má heita, að kjör þeirra hafi farið versnandi. í vaxandi dýrtíð eiga þeir hvergi höfði sínu að að halla, og þeir verða að hrekjast á milli heim- ila með hin dýrmætu skjöl, eins og væru þeir mannfélaginu ó- viðkomandi. Dæmi eru til, að nýir sýslumenn hafi hvergi fengið inni í sýslu sinni og orð- ið að koma fjölskyldu sinni fyrir í annari sýslu. Hitt er þó enn algengara, að sýslumaður- inn verður að byggja eða kaupa dýr hús, oft með sérstöku neyðarverði, og sitja svo með skuldabaggann alla æfi. Við sýslumannaskipti eru húsamál- in oft erfið og hættuleg fyrir fjárhagslegt sjálfstæði þessara starfsmanna. En ekki þarf miklum getum að því að leiða, hve ógætilegt það er fyrir ríkið, að menn í hinum mestu trún- aðarstöðum um fjármál og rétt- arfar þurfi að vera fjárhagslega háðir mönnum, sem láta í té fjárstuðning eða ábyrgðir til þess að dómari héraðsins og fjárgæzlumaður ríkisins hafi þak yfir höfuðið. Virðing sýslumanna- embœttanna áður. Fyrr á öldum bjuggu sýslu- menn venjulega stórbúum á beztu jörðum í héruðunum. Laun þeirra gerðu þeim kleift að hafa rausn og risnu sem hæfði embættinu að sið þeirrar aldar. Enn eru sýndir á Ökrum í Skagafirði veggir, sem taldir eru verk Skúla fógeta, þegar hann var sýslumaður í Skaga- firði laust fyrir miðja 18. öld. Fram yfir síðustu aldamót gátu sýslumenn landsins með þeirri launaaðstöðu, sem þeir höfðu, notið sín sæmilega í héraði undir hinu aldagamla skipulagi um embætti þeirra. Húsakynni þeirra voru að vísu ekki eld- trygg, en þess var þá heldur enginn kostur með þeirri gerð, sem þá var á híbýlum manna í landinu. En rausn og svipur sýslumannsembættanna var þá með þeim hætti, sem hæfði þeirra virðulega starfi. En þegar kom fram á stríðs- árin 1914—18, breyttist þetta skyndilega. — Verðhækkunin sýndist skapa mikla auðlegð, ekki sízt í Reykjavík. Áhrifa- mestu lögfræðingarnir fengu gífurlegar tekjur, margföld laun við það, sem ríkið galt sýslu- mönnum sínum. Margir af helztu skörungum í lögfræð- ingastétt vildu nú ekki líta við sýslumannsembættum, heldur reka sjálfstæða gróðaatvinnu í kaupstöðum. Fór þá svo undir þessum kringumstæðum, að stundum voru settir í sýslu- mannsembættin menn, sem ekki voru til þess færir, svo sem t. d. Einar Jónasson, svo að ekki séu nefnd fleiri dæmi. Undir þessum kringumstæðum varð mjög erfitt að fá heppilega menn í sýslumannastöður, nema að beita til þess lægni og áróðri, eins og gert hefir vexið af ráðherrum Framsóknar- manna síðan sá flokkur fór að hafa bein áhrif á veitingar sýslumannsembætta. En þó verður að játa það, að síðan á stríðsárunum 1914—18 hefir að- staða íslenzkra sýslumanna verið hin erfiðasta. Var þó hin mesta þörf á að halda þessum gömlu og virðulegu embættum í heiðri, þegar svo mikil nýsköp- un og óró var í hinu íslenzka þjóðlifi í sambandi við ger- breytingu i atvinnulífi og hugs- unarhætti landsmanna. Ekki verður deilt um nauðsyn sýslumannsembættanna fyrir ríkið. Að vísu mætti að skað- lausu leggja nður 2—3 embætti, en slík breyting er svo viðkvæm fyrir héruðin og hefir ekki mikla fjárhagslega þýðingu fyr- ir ríkissjóð, að einsætt má telja, að Alþingi muni í þeim efnum ekki gera neinar verulegar breytingar. Má auk þess líta á það, að auk skyldustarfanna eru góðir sýslumenn, sáttasemj- arar í héraði og lögfræðilegir ráðunautar héraðsbúa í vanda- sömum málum, og má sízt gera of lítið úr þýðingu þeirrar staTfsemi fyrir almenning í landinu. Sýslumannsembœttin þurfa að ná virðingu sinni aftur. Ég álit, að það eigi að hefja sýslumannsembættin aftur til vegs og virðingar, ekki vegna sýslumannanna sjálfra, heldur vegna þjóðfélagsins. í þau em- bætti þurfa að veljast hinir færustu menn, ekki fyrir áróður þeirra manna, sem í hvert sinn eru í ríkisstjórninni, heldur af því, að það þyki eftirsóknarvert að gegna störfum sýslumanns- ins fremur en sinna gróðabralli og fésýslu í höfuðstaðnum. Ég álít, að hér á landi eigi sýslu- menn að vera fyrir ísland það, sem landshöfðingjarnir eru í Svíþjóð, virðulegar og sterkar stoðir mannfélagsins. Að vísu er ólíku saman að jafna um auð og veldi Svíanna, en hliðstæð dæmi má finna, þó að hlutföll séu önnur um auð og mann- fjölda. Landshöfðinginn í Gautaborg hefir hálfa milljón manna í sinni umsjá. Hann býr í höll, sem er tveggja alda göm- ul eða meira. Áður fyrr gegndu ríkir aðalsmenn slíkum embætt- um í Svíþjóð, en nú eru settir í þau fátækir myndarmenn. Þeir hafa að vísu minni rausn en hinir ríku fyrirrennarar þeirra, en ríkið gerir þeim kleift að halda uppi nægilegri rausn til að halda við áliti stöðunnar. Eru slík embætti þýðingarmikil til að viðhalda heilbrigðu öryggi í vaxandi þjóðfélagi. Það er með öllu óhugsandi, að sýslumenn, sem koma í em- bætti, séu húsnæðislausir og fái hin dýrmætu skjöl og em- bættisbækur í kössum og böggl- um, eins og nú tiðkast. Hér er ekkert undanfæri. Héruðin þurfa að eignast fasta embætt- isbústaði handa sýslumönnum. Embættin eru bæði í þágu ríkis og héraða. Þess vegna verða þessir aðiljar að kosta bústað- ina í félagi. Aftur má telja rétt, að sýslumenn annist viðhald húsanna, meðan þeir gegn em- bættinu. Sýslumannssetur. Ég álít, að sýslumannssetrin eigi að vera sett á fallega staði og hafa nokkurt landrými í kring, svo að það megi koma við trjágarði og nauðsynlegum útihúsum, bæði fyrir bifreiðar og hesta. Sýslumannssetur Ár- nesinga færi vel á túninu á Selfossi, utan við hringiðu hins vaxandi kauptúns. í Rangár- vallasýslu verður eðlilegast að reisa það við vegamótin hjá Stórólfshvoli. í kaupstöðum og kauptúnum er eðlilegast að reisa sýslumannshúsin á fallegum stöðum í útjaðri bæjanna. Sýslumannsbústaðir ættu hér á íslandi að vera einlyft hús, en með þeirri tilbreytni, sem má fá með útbyggingum og brotnu þaki. Slík hús eru til- tölulega ódýrust og bezt til i- búðar. Annarsvegar þarf að vera skrifstofan, með sérinn- gangi, biðstofu, ritaraherbergi og eldtryggri skjala og pen- ingageymslu. Hinsvegar Ibúð sýslumannsins með nægilegu húsrúmi fyrir meðalfjölskyldu og gesti, og borðstofu, þar sem (Frh. á 4. sUSu.)

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.