Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 15.05.1938, Qupperneq 3

Nýja dagblaðið - 15.05.1938, Qupperneq 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Alit ensks íræðímanns ----------------------------- \ÝJ1 DAGBLAÐI9 Útgefandi: Blaðaútgáfan hJ. Ritstjórl: * ÞÓRARINN ÞÓRARXNSSON. Ritstj ómarskrif stof umar: Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Lindargötu 1D. Sími 2323. Eftir kl. 5: Síml 3948. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintaklð. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar 3948 og 3720. Um íylgí og fylgísleysí Ritstjóri Vísis, Kristján Guð- laugsson, hefir nýlega skrifað grein í Vísi um að ég væri mjög fylgisvana. Myndi líklega hafa einn fylgismann, og væri þess- vegna á hnotskóg eftir fylgi hjá Mbl.mönnum. Það mun frá almennu sjónar- miði vera talið líkt því að ganga í geitahús og biðja um ull, ef ég færi að falast eftir fylgi Mbl.- manna. En þó að þetta sé sagt í Vísi með allmiklum óhyggindum, þá má vel kóma við skynsömum umræðum, þó að heimskulega hafi verið til stofnað. Sumir menn eru þannig gerðir, að þeir fá aldrei neitt fylgi sem um munar, og einn af þeim er hinn ungi aðstoðarmaður við Vísi. Hann getur vafalaust feng- ið sæmilega goldna atvinnu, t. d. við Vísi. Hann getur ef til vill einhverntíma orðið bæjarfulltrúi eða jafnvel uppbótarþingmaður, en heldur ekki meira. Þetta fylgi myndi hann fá fyrir atbeina annara, en ekki fyrir hugkvæmd eða frumkvæði. Kristján Guðlaugsson og ýmsir menn honum líkir, vita ekki, að þeir menn sem raunverulega hafa áhrif í sínu þjóðfélagi, byrja með minna en einn fylgis- mann. Þeir byrja með alls ekki neitt. Þegar Landspítalamálið var strandað á Alþingi, hjá flokksbræðrum Vísisritstjórans 1923, setti ég jarðhitann inn í málið, og það fékk líf og þroska- skilyrði. Eftir 7 ár var spítalinn tilbúinn. Þegar ég byrjaði sókn í hitaveitumálum almennt, var í fyrstu enginn liðstyrkur með. Sá maður, sem varð fyrsti skóla- stjóri við fyrsta skólann á heit- um stað, var algerlega mótfall- inn þessari framkvæmd. Og í Vísi og samflokksblöðum hans þótti það ganga brjálsemi næst að reisa stórhýsi handa æskunni á heitum stöðum. Eitt slíkt blað kallaði þær stofnanir fjalldala- skóla í háði. En fyrir fáum dög- um samþykkti allt Alþingi á- byrgð fyrir Rvík til að nota jarð- hita til að hlýja allan bæinn. Á fáum árum hafði hugmyndin um notkun jarðhitans, frá því að eiga nálega enga forsvarsmenn, fengið alla þjóðina til fylgis og stuðnings. Það má segja að ég hafi, með baráttunni fyrir jarð- hitanotkun, leitað eftir fylgi andstæðinganna. Að minnsta kosti eru þeir nú allir úr öllum flokkum, komnir yfir á „fjall- dalaskoðunina" í þessu efni. Ég vil taka annað dæmi, enn nærtækara, um það, hversu hug- myndir fá fylgi og stuðning. Fyr- ir rúmlega viku byrjaði ég á bæj- arstjórnarfundi í útjaðri á einu stórmáli, fátækraframfærslunni. Ég byrjaði að leiða hugi manna að því, hve fjarstætt væri t. d. fyrir Rvík, að láta fólk streyma inn í bæinn, án vonar um at- vinnu, eða sjálfbjargarskilyrði, og fara síðan brotalaust á fá- tækraframfæri á herðum þeirra manna, sem borga útsvör í bæn- um. Eftir í-eglunni í bæjarstjórn, átti einhver úr meirihluta bæjar- stjórnar að krefja sér hljóðs, leggja til að málinu væri vísað til bæjarráðs og molda það þar. Borgarstjóri gerði þetta líka, og bjóst við að sú saga væri búin, og það því fremur, sem bæði kommúnistar og Alþýðuflokks- menn tóku í sama streng. Nálega engir tilheyrendur voru á fundinum. En hugmyndin um byggðarleyfi fór eins og eldneisti í þurran hálm. Um kvöldið vissi hálfur bærinn, að ný uppástunga var komin fram til að verja gjaldendur í bænum fyrir því að verða algerlega settir á höfuðið á fáum missirum af atvinnu- lausu fjölmenni, sem kastaði sér á bæjarsjóðinn. Og daginn eftir talaði allur bærinn um málið. Eftir eitt ár verður Alþingi búið að-samþykkja löggjöf, sem byggð er á þessum grundvelli. Og eftir fáein ár mun verða jafn erfitt að hitta íslending, sem er á móti byggðarleyfi, eins og það er nú nálega ómögulegt að finna mann sem er svo heimskur að fordæma það að nota hita, sem hið kalda land veitir börnum sínum djúpt úr iðrum jarðar, til framdráttar fólkinu í landinu. Hugmynd eins og byggðarleyfi, byrjar með að hafa engan fylgis- mann. En eftir að rétt hugmynd er komin fram, verður hún ekki stöðvuð. Hún fer eins og logi yfir akur. Herlína Vísismanna í bæjarstjórn er mjög sterk, og liðið í skotgröfunum vel æft. En byggðarleyfið fór eftir ósýnileg- um leiðum — vegi andans — yfir þessa varnarlínu og inn I allar pólitískar herbúðir í bænum, nema til kommúnista. Þeir einir eru fullkomlega lokað- ir fyrir heilbrigðri skynsemi, og þessvegna er vörn þeirra fyrir allri skaðsemi sterkari en ann- arra manna. Og nú er ástandið þannig í bænum, að allir hinir öruggari gjaldendur í bænum heimta að Mbl.flokkurinn hjálpi til að koma frv. um byggðarleyfi gegn um næsta Alþingi. Þeir vita, hvað annars bíður þfeirra með útgjöld- in. Rólegir og skynsamir verka- menn fordæma fulltrúa Alþýðu- flokksins fyrir sína neik'væðu að- stöðu. Alþýðublaðið byrjaði fyrst með fúkyrðum og illindum árás- ir á mig í þessu máli. En eftir fáa daga var móðurinn runninn af því blaði. Verkamennirnir voru búnir að kippa í mittisbelti rit- stjóranna og segja þeim til synd- anna. En úti í dreifbýlinu eru radd- irnar allra háværastar með byggðarleyfin. — Bændum og (Frh. á 4. siðu.) Því er haldiff fram, aff hver þjóff hafi viss skap- gerffareinkenni, sem geri hana frábrugffna öðrum þjóffum. Þannig er t. d. talað um fslenzka skap- gerff, enska skapgerff o. s. frv. f enska tímaritinu Poli- tical Quarterly (London) hefir Mr. Hamilton Fyfe nýlega skrifað grein, þar sem hann tekur það til at- hugunar, hvort slík skoðun hafi viff rök aff styffjast. Fer hér á eftir álit höfund- arins í stuttu máli: Það er hægt að gera hverja þjóð ánægða með því að segja henni að hún sé betri en allar aðrar. Fyrir hundrað árum hefði verið auðvelt fyrir hvaða heimskingja, sem var, að vekja mikil fagnaðarlæti á múgfundi, hvar sem var í Englandi, með því einu, að segja „að einn Eng- lendingur gæti hæglega ráðið niðurlögum þriggja Frakka“. Við sjáum nú svipuð dæmi í Þýzka- landi, þar sem Hitler er hvar- vetna tekið með ótrúlegum fögnuði, þegar hann heldur því fram, að Þjóðverjar hafi eigin- leika til að verða hin ráðandi þjóð heimsins. Þegar Mussolini hvetur ítölsku þjóðina til að sýna, að hún sé „verðugur arf- taki hins gamla Rómaveldis“, er honum tekið með jafnmiklum gleðilátum.---- Hættnlegnr misskilniiigur. Ef við gætum losað okkur við þann misskilning, að þjóðernið væri einhver leyndardómsfull náð, sem hefði gert okkur fremri öffrurn þjóðum, en í þess stað viðurkennt, að þrátt fyrir mis- munandi litarhátt, ytri kyn- flokkaeinkenni og trúarbrögð, er skapgerð hinnar mannlegu veru mjög á sama hátt, hvar sem er á hnettinum, þá væri rutt úr vegi alvarlegustu hindr- uninni fyrir skynsamlegri stjórn í heiminum. Það, sem Rabind- ranath Tagore nefnir „hið mannlega, maður er maður“, þarf að verða okkur öllum skilj- anlegt, því án þess verður eng- inn varanlegur friður grund- vallaður í heiminum. Fyrsta og þýðingarmesta sporið í þá átt, er að kveða nið- ur þá heimskulegu ímyndun, að þjóðirnar hafi sérstaka skap- gerð, vilja og hæfileika. Enn- fremur þurfum við að gera okk- ur ljóst, að það sem við teljum til þessara skapgerðareinkenna og sérskoðana þjóðanna, er ekkert annað en afleiðing af ytri orsökum, t. d. áróðursstarf- semi, blaðalestri, skólanámi o. s. frv., en ef þessar aðstæður breyttust, myndu önnur skap- gerðareinkenni og aðrar skoð- anir koma fram. Áhrif áróðursins. Ég skal nefna dæmi, sem sýnir hversu skoðun heillar þjóðar getur breyzt á örskömm- um tíma, vegna áróðurs blaða og stjórnmálamanna. Allt fram til 1904 tortryggðu Englending- ar Frakka og höfðu jafnvel á þeim vissa fyrirlitningu. Þeir álitu Frakka léttúðuga og sið- spillta. Frakkar höfðu þá oftast verið fjandmenn Englendinga um nokkurra alda skeið og hvað siðferði snerti, létu Englending- ar sér nægja, að dæma þá eftir París. Fram til sama tíma höfðu Englendingar einnig litið á Þjóðverja sem næstum eins heiðarlega og þá sjálfa. Þetta var Englendingum talin trú um 1904. En skyndilega breyttist þetta. Englendingum var sagt, að Frakkar væru göf- ug og sorglega misskilin þjóð, en Þjóðverjar gerðu sér allt far um að skaða verzlun Englend- inga og koma upp öflugri flota. Þjóðverjarnir væru hættulegir og þess vegna urðu menn að vara sig á þeim. Á skammri stundu gerbreytti þetta afstöðu ensku þjóðarinn- ar til Frakka og Þjóðverja. Síðan hófst hinn 10 ára langi stríðs- undirbúningur. Um hann skal ekki nánar rætt hér. En þjóð, sem vegna fyrirmæla leiðtoga sinna, skiptir jafn hastarlega um skoðun, getur ekki talizt hafa neina sameiginlega skap- festu. Þar sem nefna má svipuð dæmi frá öllum þjóðum, ætti það að vera nægilega ljóst, að kenningin um þjóðarskapgerð byggist á fullkomnum misskiln- ingi. Fordæmi Gyðinga Þessi misskilningur á upptök sín hjá Gyðingum. Æðstu- prestar Gyðinga styrktu áhrif sín meðal þjóðarinnar með því að halda því fram, að hún væri „Guðs útvalda þjóð“. Gyðingar geta rakið alla sína óhamingju til þess, að þeir létu glepjast af þessari kenningu. (Hitler hefir þannig tekið sér Gyðinga til fjrrirmyndar, þegar hann talar um Þjóðverja sem hina „útvöldu þjóð“. Vonandi hefir þessi kenn- ing þó ekki sömu hörmungar í för með sér fyrir þá). Bæði rómverska keisaradæm- ið og kirkjan unnu gegn trúnni á sérstök þjóðexni. En hún þekktist samt á tíma Rómaveld- isins, en náði fyrst verulegri fótfestu, þegar vald þessara tveggja stofnana dvínaffi. Ýms- ir einvaldar byrjuðu að rétt- læta styrjaldir sínar með því, að þau væru háð fyrir þjóðathags- munina. Á 17. öld voru fyrstu styrjaldirnar, sem höfðu öll einkenni þjóðernisstyrjaldanna. Á þessum tíma var jafnframt byrjað að sýna fram á sérein- kenni þjóðanna I skapgerð og lífsháttum, stundum með því að skapa ímyndaða persónu, sem átti að samrýma alla hina sér- stöku eiginleika þjóðarinnar. Msbeppnaðar táknvcrur. John Bull varð til á þessum tíma. Margir telja að gerfi hans megi að talsverðu leyti rekja til Georgs III. En flestir, sem sjá hinar venjulegu skopteikningar af John Bull, feitum, stubbara- legum og værugjörnum, munu komast að þeirri niðurstöðu, að hann eigi lítið skylt við hinn venjulega Englending. Enska lárviðarskáldið, John Mase- field, hefir líka komizt að þeirri niðurstöðu, að John Bull væri meira en það, að vera ekki Eng- lendingur, hann væri ekki einu sinni mannleg vera. Eru þá Onkel Sam og Mari- anne sannir fulltrúar Banda- ríkjamanna og Frakka? Nei, vissulega ekki. Þessar táknverur eru áreiðanlega engu minna misheppnaðar en John Bull. Það, hvernig misheppnast hefir með þessar táknverur, gef- ur bezt til kynna, hversu erfitt er að skilgreina skapgerð og eiginleika vissrar þjóðar þann- ig að augljóst verði, að hún sé öðrum þjóðum frábrugðin. Ef við athugum „stórmenni“ og mestu áhrifamenn vissrar þjóðar, kynnumst við hinum ó- líkustu tegundum skapgerðar. Ein þjóðhetja Englendinga er t. d. gerólík annari, en hinsvegar á margan hátt keimlík einhverri þjóðhetju annarar þjóðar. Ger- um við síðan slíka athugun meðal alþýðu þjóðarinnar, koma enn fleiri afbrigði og mót- setningar í ljós. Meðal hverrar þjóðar er svo að segja ótak- mörkuð fjölbreyttni af andlega sérstæðum einstaklingum, al- veg eins og þeir eru ólíkir, hvað líkamlega eiginleika snertir. Stundum hættir okkur til að segja „þesi maður er táknrænn fyrir þjóðina“. En fyr en seinna komumst við að raun um eitt- hvað í fari hans, sem sýnir að skoðun okkar hefir verið röng. Menn segja kannske, að ein- staklingarnir verði ólikari hver öðrum, þegar þeir eru einangr- aðir, en hin sameiginlegu ein- kenni verði meira áberandi, þegar þeir blandast saman í eina heild, eina þjóð. Þetta er vafalaust að einhverju leyti rétt, en með því er ekki sagt, að til sé einhver þjóðleg skapgerð. Þó mætti ef til vill fullyrða það, ef maður gæti sýnt fram á ein- hverja festu og samræmi í vilja og skapgerð múgsins. En ef við athugum söguna, sjáum við í þess stað, að vilji múgsins eða þjóðarinnar hefir aldrei fylgt neinni ákveðinni „línu“ eða mótast af vissum skapgerðareiginleika. í raun og veru hefir alltaf verið hægt, með nægilegri sterkri áróðurs- starfsemi, að teyma múginn í hvaða átt, sem vera skyldi. (Frh. á 4. Mu.)

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.