Nýja dagblaðið - 15.05.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 15.05.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 15. MAÍ 1938. 6. ÁRGANGUR — 110. BLAÐ NYJA DAGBLAÐIÖ SW.W,r'oml« W.V.V w.v.v wísmla »i«v.w.v í Aumíngja míll- í :: í ■: jónamæríngarnír :j í; Bráðskemmtileg og fyndin > V sænsk gamanmynd,. gerð ■: samkvæmt hinni kunnu v I skemmtisögu ,Tre Mændi Sneen“ eftir Erik Kástners. Aðalhiutverkið leikur ADOLF JAHR. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ;■ Barnasýning kl. 5. ■; Í; Alþýðusýning kl. 7. í v.v.v.w.v.v.v.v.v.w.v.v Hefir hver pjóð sér- staka „skapgerð“ (Frh. af 3. siðu.) Engfmi táknrænn Englendingur. Englendingar hæla sér stund- um af því, að þeir fari betur með yfirunna andstæðinga en aðrir sigurvegarar. Samt hefir England oft vakið réttmæta gremju víðsvegar um heim, sökum harðræðis síns í þessum efnum. Þess ber þó að gæta, að slíkt hefir ekki verið fram- kvæmt eftir fyrirmælum sjálfr- ar þjóðarinnar, heldur eftir ráð- um einstakra stjórnmálamanna, sem á því augnabliki ákváðu málin í umboði hennar. Ég minnist sérstaklega meðferðar- innar á Napoleon á St. Helena, kröfunnar um auðmýkingu Rússa eftir Krímstríðið og und- irokun Þýzkalands eftir heims- styrjöldina. Við önnur svipuð tækifæri hefir England líka sýnt mikil hyggindi og friðarvilja. En það hafa heldur ekki verið verk þjóðarinnar, heldur viturra og góðgjarnra ráðherra. Á svipuð dæmi má benda hjá öðrum þjóðum. Bandaríkja- menn samþykktu með mestu ró, að sjálfstæðishreyfing á Pil- ippieyjum var barin niður með mikilli grimmd, en skömmu síð- ra voru þeir því eindregið fylgj- andi, að veita eyjarskeggjum sjálfsstjórn. Frakkar tóku Napoleon með óumræðilegum fögnuði, þegar hann kom frá Elva í marz 1815, en 100 dögum seinna tóku þeir með svipuðum fögnuði á móti her fjandmann- anna, þegar hann hélt inn- reið sína í París, og töldu að hann hefði frelsað sig undan harðstjórn og kúgun. Hvað sýnir allt þetta? Það sýnir, að einstaka sterkir ein- staklingar geta stundum virzt táknrænir fyrir vilja múgsins eða þjóðarviljans, sem þeir hafa oftastnær sjálfir skapað. En það sýnir líka, að ekki er til neinn táknrænn Englendingur, Frakki, Bandaríkjamaður eða Þjóðverji, því sömu eiginleikar finnast hjá þeim öllum. Hinir sterku einstaklingar, sem stundum leiða þjóðarviljann, eru aðeins fulltrúar vissra dyggða eða lasta. Og þessar dyggðir eða lestir geta ekki talizt séreign neinnar vissrar þjóðar. Framh. Þíngvallaferðír byrjaðar Bifreiðastöd Steindórs *♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦• „SKÍSEV, SEM SEGIR SEX!“ Gamanleikur í 3 þáttum, eftir OSKAR BRAATEN. Gestir: Anna Borg — Poul Reumert Það erkomínn dagur Sýuing í kvöld kl. 8. Lækkað verð. Síðasta sinn. AÐGÖNGUMIÐAR seldir í Iðnó eftir kl. 1. Bálfarafélag tslands. Skrifstofa: Hafnarstrœti 5. Félagsskírteini (æfigjald) kosta 10 kr. Skírteini, sem tryggja bálför, kosta 100 krónur, og má greiða þau í fernu lagi, á einu ári. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Sími 4658. sjónleikur í 3 þáttum eftir Karl Schliiter. Sýningar heljast iöstu- daginn 20. maí kl. 8. 2. sýning verður 22. maí 3. — — 23. — 4. — — 24. — 5. — - 25. — Aðeins leikið 5 kvöld. Aðgöngumiðar með hækkuðu verði — 10 kr. — verða seldir fyrir allar sýningarnar í Iðnó (stóra salnum) þriðjudaginn 17. maí frá kl. 1. Engir aðgöngum. teknir frá. Ekki tekið á móti pöntunum í sfma. Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. í heildsölu hjá Samband ísl. samvinnufélaga Sími 1080. Um fylgi og fylgisleysi (Frh. af 3. síðu.) bændakonum finnst engin á- stæða til að mörg hundruð af hraustu fólki hverfi árlega úr framleiðslunni í dreifbýlinu til að lifa atvinnulaust af atvinnu- bótafé og sveitarframfæri í Rvík. Ég vona, að hinn ungi aðstoð- armaður við Vísi geti dregið gagnlegan lærdóm af þessum orðum mínum. Ég er oft fylgis- minni um mál mín, heldur en hann gerði ráð fyrir. Ég hefi mjög oft alls engan stuðnings- mann við ýmsar þær nýjungar, sem ég mæli með á almennum vettvangi. Stundum líða mörg ár, þangað til nokkur verulegur stuðningur er fenginn. En stund- um kveikir hugmyndin strax líf og Ijós, eins og t. d. með byggðar- leyfi. Fylgi er þessvegna ekki lýsing á föstu hugtaki. Sumir menn hafa aldrei neitt málefna- fylgi. Öðrum vex fylgi með mál- um. En þegar allir eru orðnir með máli eins og t. d. hitaveit- unni, þá er málið búið. Það er líkami án sálar. En þegar eitt mál er komið í höfn, þá byrjum við Framsóknarmenn á nýju máli, nýrri baráttu, nýju starfi til að bæta og fegra lífið í land- SvSv Nýja Bló ,’v.viv Cafe„Metropole“ jj bráðfyndin og skemmti- í; leg amerísk kvikmynd frá •; FOX-félaginu. ■: Aðalhlutverkin leika: í Lorette Young, :■ Tryone Power og :■ Adolphe Menjou. ;■ Leikurínn fer fram á ný- ■!! tízku veitingahúsi í París :í Sýnd kl. 7 og 9. ;■ ÉG ÁKÆRI . . \ Þessi stórfenglega mynd í verður sýnd kl. 5. ■! (Lækkað verð). ■! SÍÐASTA SINN. í Árás heildsala (Frh. af 1. síðu.) sízt hér í bænum, til þess að bæta upp atvinnutapið, sem orð- ið hefir við hnignun þorskveið- anna, hefir verið það, að auka iðnaðinn í landinu. Aðeins ein tegund manna er óánægð með þessar framfarir, þennan flutning á vinnu inn í landið .Það eru heildsalarnir. Enda bendir allt til að einhver heildsalinn hafi komið því til vegar við matvörukaupmenn, að þeir færu slíkt frumhlaup og hér virðist hafa verið farið. Um vörugæðin verður Mbl. og stjórn matvörukaupmanna svar- að síðar. inu. Þetta er skýring á því, hvers vegna blöð Framsóknarmanna hafa svo mikil áhrif. Þau eru allt af að skapa fylgi með lífrænum og drengilegum málum. Og ef Vísir á nokkurntíma að fá nokkra jákvæða þýðingu í þjóð- lífinu, þá verða forráðamenn hans að læra vinnuaðferðir Framsóknarmanna — í þeirri vandasömu leit að safna fylgi. J. J. FESTARMEY FORSTJÓRANS 79 verið í vegi fyrir opinberri trúlofun þeirra ungfrú Charrier væri nú úr vegi og ekki þyrfti neina ungfrú Trant — eða Nancy — til að vera varaskeifa. En ég þaut upp úr stólnum, er ég heyrði hvað hann sagði næst. „Þér skiljið þá, að með uppsögn samningsins tek ég eingöngu tillit til tilfinninga yðar. Það er yðar vegna“ „Mín?“ „Já, vitanlega", mælti hann hvasst. „Þegar ég sá, hversu óþolandi þetta var fyrir yður — og þegar ég sá hvers vegna —“ Ég vatt mér við og horfði á reiðilegt andlit hans. „Hvenær?“ „Þurfið þér að spyrja? f gærkveldi“, sagði hann enn hranalegri, „á stöðinni í Holyhead". Oh. Svo hann hafði þá haldið — já, þetta datt mér í hug. Nú var það ég, sem reiddist. Ég veit, að ég blóð- roðnaði. — Látum hann bara halda áfram. „í gærmorgun fenguð þér símskeyti, sem var sent frá Euston, skilaboð, sem auðsjáanlega — já, í stuttu máli — var lygi. Höfðuð þér ekki sjálf komið því svo fyrir, að þetta yrði sent?“ „Jú“, viðurkenndi ég. „Það gerði ég“. „Já, ég vissi það, ungfrú Trant. Jæja, stuttu síðar farið þér aftur til London með vini yðar — þessum Vandeleur. Merkileg tilviljun, finnst yður ekki?“ „Þér haldið“, sagði ég og var bálreið, sumpart við elskhuga Cicelys, sem átti sök á þessu öllu, og sum- part við þennan mann, sem talaði með skipunarrödd og horfði á mig tortryggnum augum, „að ég hafi beðið hann að senda þetta skeyti?“ „Fyrst skeytið og svo hann þarna“. „Já, og þótt það væri; hvað gerir það til?“ „Þegar þér eruð trúlofuð mér?“ „Aðeins að nafninu“. „Gerir engan mismun undir þeim kringumstæðum", þrumaði hann. „Hver veit það, nema þér og ég? í aug- um allra myndi það líta óvenju------“ „Ekki get ég séð það“, mælti ég. Nú sá ég ástæðuna fyrir reiði hans og það espaði mig enn meir. Virðingu hans misboðið. Virðingu hans sem unnusta mlns.- Slíkt hefi ég líka heyrt um gifta menn, sem ekki hirtu hið minnsta um konur sínar, en æddu um af afbrýði við aðra karlmenn. „Ég hefi ekki brotið samning okkar“. „Ekki í bókstaflegum skilningi. En þegar ég stakk upp á honum, þá munið þér kannske, að ein fyrsta spurningin, sem ég spurði yður var, hvort þér væruð trúlofuð?" „Og svo?“ „Og svo! Já, ég hefði náttúrlega aldrei lagt þetta á yður, ef ég hefði vitað allt þetta. Mér þykir leitt-“ „Vitað hvað?“ „Þér munið ef til vill, að það er ekki í fyrsta sinn, er ég sé ykkur saman. Fyrst var það í Carlton. Mér fannst málrómur hans undarlegur, þegar hann ósk- aði mér til hamingju. Og svo í annað sinn heima í íbúð yðar. Þá horfði hann ekki á annað en yður". „Jæja, gerði hann það ekki“, skaut ég inn í, en forstjórinn hélt áfram röksemdaleiðslu sinni. „Þá virtist Montresor majór vita eitthvað um það. Og loks mót ykkar í Wales. — Þér ætlið þó ekki að hada því fram, að það hafi ekki verið fyrirfram á- kveðið?" „Jú, það geri ég“, mælti ég og leit upp. „Ég segi yð- ur, herra Waters, að það var ekki þannig". Hann þagði um stund. „Þér megið ekki efast um orð mín“. „Nei, vitanlega ekki, fyrst þér segið það —“, sagði hann fljótt. Og svo mælti hann, enn hraðmæltari: „En hver sendi skeytið, þar sem það var ekki hann?“ „Þér sáuð það. Það var undirritað". „Já, af vinstúlku yðar, ungfrú Harradine. Það segir ekki neitt. Þér hafið beðið hann um að senda það .... ef til vill símað til hennar kveldið áður .... Gerðuð þér það ekki?“ Hann yfirheyrði míg beinlínis. „Gerð- uð þér það ekki?“ „Jú“. „Hvers vegna gerðuð þér það, ungfrú Trant?" Ég leit undan. Ég starði hjálparvana á blómbeðið

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.