Nýja dagblaðið - 18.05.1938, Blaðsíða 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Silfarrefarættin
Skínnairamleídslan hefir þrefaldast
á fimm árum. — Byrjad er ad efftir
líkja skinnin
Silfurrefaskinn eru mjög fall-
eg og hafa því jafnan verið
eftirsótt, einkum meðan þau
vóru fágæt. Fyrir 30 árum kost-
uðu falleg silfurrefaskinn marg-
falt það verð, sem nú fæst fyr-
ir þau. Hefir verðið verið sífall-
andi, eftir því sem framleiðslan
hefir aukizt, eins og skiljanlegt
er. Framleiðsla skinna, sem
seld eru á heimsmarkaðinum.
hefir þrefaldazt 5 síðustu árin.
Árið 1937 voru seld alls 900.000
silfurrefaskinn á heimsmark-
aðnum og áttu Norðmenn þriðj-
unginn.
Meðalverð á skinnum Norð-
manna, sem seld vóru síðastlið-
inn vetur, var rúmar 100 kr.
Fengu bændur að meðaltali
milli 80 og 90 kr. fyrir skinnin
að frádregnum sölukostnaði og
eru úrkastsskinn þá ekki með-
talin. Blað norska bændaflokks-
ins, „Nationen", flytur mjög
ítarlegar skýrslur um allt sem
viðkemur refarækt og skinna-
sölu Norðmanna, eins og yfir-
leitt um allt sem lýtur að land-
búnaði og verzlun með landbún-
aðarvörur. í vetur birtist í blað-
inu skýrsla um fóðrun refa frá
búnaðarskóla einum í Noregi.
Kostaði ársfóðrið handa ref
tæpar 35 kr. Telja Norðmenn að
xefarækt borgi sig ekki með nú-
verandi verðlagi, ef ársfóðrið fer
nokkuð að ráði fram úr þessu.
Eiga Norðmenn í mestu erfið-
leikum með að afla refafóðurs.
Refaeign þeirra er um 400.000,
og þar sem hverjum ref eru ætl-
uð um 300 gr. af kjöti á dag,
Grenlægjur
Ég sá merkilegt málblóm í
Morgunblaðinu í dag. Einhver
hugvitssamur orðasmiður sýnir
þar frumsmíði eina, sem hann
nefnir reftík og er svo hreykinn
yfir, að hann bendir alþjóð á
hana til afnota. Ég vil senda ref-
tíkina til föðurhúsanna. Mér
virðist það ljótur skapnaður.
Þessi reftíkarpabbi hirðir von-
andi afkvæmið sitt og kemur því
fyrir, við refaeigendur og móður-
málið okkar höfum engin not
fyrir það.
Refir hafa mörg nöfn í forn-
máli voru. Það er æfagömul mál-
venja að kalla bústað þeirra
greni og kvendýrið, sem liggur á
yrðlingunum, grenlœgju. Er það
algengasta kyngreiningarorðið
yfir kvendýrið og venjulega not-
að í daglegu tali, þegar við erum
að spjalla um refina okkar. Við
nefnum kassana, sem þær leggja
í, greni, en hvolpana sjaldnar en
skyldi yrðlinga, sem mun mjög
fornt refahvolpa-heiti.
Mál okkar á góð og gömul
orð yfir flest hugtök viðvíkjandi
refunum, svo því er engin þörf á
slíku skoffíni, sem reftíkinni.
17. maí 1938.
S.
þarf um 1200 tonn af kjöti á dag
til að fóðra alla refi Norðmanna.
Siðan silfurrefaskinn urðu
svona ódýr, geta allir veitt sér
þau. Það er þess vegna ekki orð-
ið svona sprengfínt að ganga
með silfurref um hálsinn, eins
og það var fyrir nokkrum árum.
Þar að auki er byrjað að eftir-
líkja silfurrefi. Reyndar eru
eftirlíktu skinnin auðþekkjan-
leg, en þó aðeins ef maður sér
þau nálægt sér. Er mikið af
þessum eftirlíktu skinnum til
sýnis í gluggum loðskinnaverzl-
ana, einkum í Englandi, og
kosta i/2—y3 minna en venjuleg
silfurrefaskinn.
Af því, sem að framan greinir
er það augjóst mál, að bændur
hér á landi verða að gæta allr-
ar varúðar í refaeldismálunum.
Fyrst og fremst verða þeir að
vera samkeppnisfærir við Norð-
menn og aðra um gæði skinn-
anna, og í öðru lagi verða þeir
að vera fyllilega samkeppnis-
færir um framleiðslukostnað.
Takist þetta, getur skinnafram-
leiðsan orðið bændum að gagni,
en annars ekki.
Á meðan því nær allir yrðl-
ingar, sem fæðast hér á landi,
eru seldir til lífs, er mjög áríð-
andi að þeir, sem leiðbeina
bændum um refaeldi, séu ekki
sjálfir eigendur refabúa, því þá
er hætt við, að þeir verði grun-
aðir um hlutdrægni í starfi
sínu, enda freysting fyrir þá,
sem refaeldi stunda, að hvetja
til útbreiðslu, á meðan lífdýrin
eru seld fyrir sjöfalt eða áttfalt
það verð, sem fást mundi fyrir
skinnin ef dýrunum væri lógað.
J. Á.
Söngskemmtun
Nötmu Egílson
Frú Nanna Egilson söngkona
mun halda söngskemmtun í
Gamla Bíó næstk. þriðjudag.
Mun hún aðallega syngja íslenzk
og þýzk lög.
Frú Nanna hefir dvalið við
söngnám í Hamborg tvö undan-
farin ár og notið tilsagnar þekkts
söngkennara. Hefir hún sungið
nokkrum sinnum opinberlega og
hlotið hina ákjósanlegustu
blaðadóma.
Til fróðleiks má geta þess, að
kennarinn, sem frú Nanna hefir
aðallega numið hjá, stundaði á
unga aldri söngnám hjá íslend-
ingi, sem gat sér mikið orð fyrir
söngkennslu í Hamborg. Hét
hann Ari Jónsson. Mun hann
síðar hafa dvalið í Kaupmanna-
höfn og látizt þar.
Þau hjónin, Nanna og Þór-
hallur Árnason hafa verið ráðin
til þess af Hamborgarútvarpinu,
að annast sérstakt kynningar-
kvöld á íslenzkum lögum og
verður það í ágústmánuði næstk.
Hefir Þórhallur einnig dvalið
ytra við nám síðastl. ár.
Bifreiðasftöð
íslands
Sfmi 1540, þrjár linur.
Bezt þehkta
bifriðastöð
landsins.
E.s. Lyra
fer héðan fimmtudaginn 19. þ.
m. kl. 7 síðdegis til Bergen, um
Vestmannaeyjar og Thorshavn.
Farseðlar sækist fyrir kl. 6 á
miðvikudagskvöld.
Flutningi veitt móttaka til
hádegis á fimmtudag.
E.s. Nova
fer héðan á hádegi á fimmtudag.
P. SMITII & CO.
RAFTÆKJA
VIÐGERÐIR
VANDAÐAR-ÓDÝRAR
SÆKJUM & SENDUM
1 A
RAPTAKMVEHiLUN RACVIRKJUN - VRlCERCAlTOCA
Þurrkar valda
uppskerubrestí
í Evrópu hefir verið mjög
þurrkasamt undanfarnar vikur,
og verður því víða mikill upp-
skerubrestur.
í Englandi er talið fullvíst, að
sökum þurrkanna verði uppsker-
an af hveiti, byggi, höfrum og
kartöflum langt fyrir neðan
meðallag. í stórum landshlutum
hefir varia komið dropi úr lofti
undanfarna þrjá mánuði og í
ýmsum borgum, t. d. Manches-
ter, eru menn farnir að óttast
vatnsskort.
í Ítalíu er talið að hveitiupp-
skeran verði 2 millj. smál. minni
en venjulega og verða ítalir að
flytja inn jafnmikið magn af
hveiti.
í Frakklandi er talið að heild-
aruppskeran verði einni millj.
smál. fyrir neðan meðallag.
í Rússlandi er álitið að upp-
skeran verði þriðjungi minni en
venjulega.
Svipaðar tölur liggja fyrir frá
flestur löndum Mið-Evrópu.
í Ameríku er hinsvegar talið
að hveitiuppskeran verði með
mesta móti og verði því öll
hveitiframleiðslan í heiminum
sízt minni en undanfarin ár.
Ráðníngarslofa
Reykjavíkurbæjar
e r 11 u 11
í Bankastr. 7,1. loit, símí4966
muiiiiiiiinnnmntmmammwmama
Þíngvallaferðír
byrjaðar
Bifrelðasftöd Sfteindórs
iSnttnmnnnnnntnnntnnnnnnnunnntnnnnumnnnnnnKnntuntnunumnn
í fjarveru mínni
í ca. hálfan mánuð, gegnir hr. læknir Ólafur Helgason, læknis-
störfum fyrir mig. Viðtalstími hans er frá kl. 3—4 e. h.
Ófeigur J. Ófeigsson,
læknir.
Tilkynning um
bústaðaskipti
Þeir, sem hafa flutt búferlum og hafa innanstokks-
muni sína brunatryggða, eða eru líftryggðir hjá oss,
eru hér með áminntir um að tilkynna oss bústaða-
skipti nú þegar.
Eimskip, 2. hæð, sími 1700.
^ Borgíð Nýja dagblaðíð!
■nunnimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiimiiimiHiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiuimiiiiiimimiiiiiiimiiiiimtiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiimiiimiiii