Nýja dagblaðið - 18.05.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
irtin garðræKt i tapstn&umn:
Barnaskólag’ardar
Eitír EDVALD B. MALMQUIST
------------------------------T
VÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandl: Blaðaútgáfan h.f.
Rltstjórl:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
Ritstj ómarskrif stof umar:
Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Lindargötu 1D. Sími 2323.
Eftir kl. 5: Sími 3948.
Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuðl.
í lausasölu 10 aura eintakið.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Símar 3948 og 3720.
Rykíd og
gatnagerðín
Undanfarna daga hefir um
fátt verið meira rætt í bænum, en
rykið á götunum. Þegar þurrk-
dagar eru, komast bæjarbúar
jafnan í sorgleg kynni við ófor-
sjálni bæjarstjórnarinnar í
gatnagerð og hreinlæti.
Hér hefir verið þurrka- og
stormasamt undanfama daga.
Rykið hefir heldur ekki látið á
sér standa. Það hefir þyrlazt eft-
ir götunum í þéttum mekki og
fyllt nef, munn,. augu og eyru
vegfarenda og barnanna, sem
verða að hafa götuna fyrir leik-
völl. Gluggar hafa ekki mátt
standa opnir, a. m. k. ekki á móti
vindátt, því þá hafa herbergin
fyllzt af ryki. Óhollustan og
heilsutjónið, sem af þessu leiðir,
verður ekki í tölum talið, en vax-
andi sjúkrakostnaður og van-
heilsa á ekki hvað sízt rætur sín-
ar að rekja til ryksins.
Höfuðástæðan til þessa óþrifn-
aðar er frágangurinn á götum
bæjarins og efnið, sem í þær er
notað. Flestar hinar nýju götur
eru jafn illa til þess fallnar að
þola rigningar og þurrka. í rign-
ingum myndast í þær stórar hol-
ur, sem valda vegfarendum
margvíslegra óþæginda. í þurrk-
um losnar um yfirborðið og það
verður að hinum hvimleiða og ó-
holla rykmekki. Er enn hryggi-
legra til þessa að vita, þegar
jafnframt er athugað, hversu
marga dýra verkfræðinga bær-
inn hefir í þjónustu sinni og
hversu miklu fé er árlega varið
til gatnagerðar. Sérfróðir menn
hafa sýnt fram á, að velgerðar
malargötur með gangstéttum
væru verulega ódýrari en hinar
„púkkuðu" götur, sem mest
tíðkast hér, og væru líka miklu
ódýrari í viðhaldi. Slíkum götum
væri líka hægt að halda að mestu
ryklausum með því að bera á þær
vegolíu einu sinni á ári.
En hinir vísu verkfræðingar
bæjarins hafa skotið við þessu
skolleyrum, og ekki talið það
vert athugunar. Þeim hefir þótt
mestu skipta að fá sín ríflegu
laun fyrir sem minnsta fyrir-
höfn. Vegfarendurnir, börnin á
götunni og útgjöld bæjarins hafa
verið þeim f jarlægari umhugsun-
arefni.
Þetta sorglega skeytingarleysi
sést t. d. glöggt á því, að ekki
skuli vera til tæki til að bleyta
göturnar í mestu þurrkunum og
rykhríðunum. Slíkt myndi geta
dregið talsvert úr þessum ófögn-
uði. Að vísu mun bærinn eiga til
einn vatnsbíl, en bæjarbúar hafa
yfirleitt orðið hans litið varir og
alls ekki nú undanfarna daga,
fyrr en seinni hluta dags í gær,
að bleyttar voru með honum
nokkrar götur í Austurbænum.
Sagt er að hann hafi undanfar-
ið verið í lamasessi, sakir vönt-
unar á varahlutum.
Bær og ríki verja árlega millj.
kr. í sjúkrakostnað og sjúkra-
varnir. Allt bendir til, að þessi
kostnaður gæti orðið mun lægri
ef meiri þrifnaðar væri gætt á
götunni og í sambandi við gatna-
gerðina. Sparnaður bæjarstjórn-
armeirihlutans í þeim efnum
eins og ýmsum fleirum, krefst
áreiðanlega síðar meiri útgjalda
en hinar nauðsynlegu aðgerðir
myndu kosta.
Hvar enda
árásírnar?
Morgunblaðið birtir í gær skrá
yfir verðlag á pappírspokum,
sem unnt væri að kaupa frá út-
löndum.
Slík tilboð hafa verið hér áður
á ferð, frá erlendum firmum í
ýmsum þeim iðngreinum, sem
hér hafa risið á fót.
Eru þau í mörgum tilfellum
tilraun erlendra iðnfyrirtækja til
þess að freista að halda sér í
söðlinum hér á markaðinum og
jafnvel stundum til þess ætluð,
að sliga hin innlendu iðnfyrir-
tæki áður en þeim vex fiskur um
hrygg. Bendir ýmislegt til þess,
að umboðsmenn og þá stundum
hérlendir umboðsmenn, séu með
í ráðum um það, hvað lág þessi
tilboð þurfi að vera, og hvenær
hentugast sé að þau komi fram.
Annars er það svo, bæði sakir
þess, að margt er hér kostnaðar-
samara en í nágrannalöndunum
sem til iðjureksturs þarf, og enn-
fremur af því, að öll byrjun er
erfiðust, þá hefir það orðið
reyndin, að íslenzkur iðnaður
hefir yfirleitt orðið æði dýr.
Morgunblaðið telur, að mat-
vörukaupmenn myndu geta
fengið pappírspoka frá útlönd-
um fyrir miklu lægra verð en
þeir eigi völ á frá hinu innlenda
iðnfyrirtæki í þessari grein.
En myndi Morgunblaðið vilja
upplýsa hverskonar tilboð væri
hægt að fá frá erlendum firm-
um t. d. í kex, kvenskó, snyrti-
vörur, hurðir, glugga og segjum
t. d. hverskonar húsgögn, og þá
alveg sérstaklega, ef hinum er-
lendu firmum væri talin trú um
að þau gætu, með því að gera
nógu hagstæð verðtilboð, fengið
einskonar frambúðar ábúð á is-
lenzka markaðinum, þótt hann
sé ekki stór.
Annars kemur það dálítið ein-
kennilega fyrir, að matvöru-
kaupmenn bera sig upp við
heildsalana út af verðlagi á
pappírspokum, en aldrei hefir
heyrzt nokkur kvörtun frá þeim,
t. d. undan verðlaginu á kexinu,
sem í pokana er látið.
Getur þetta stafað af því, að
þeir selja ekki pappírspokana,
og telji að verðlag þeirra mæði á
sér en ekki neytendunum?
En hvernig stendur þá á því,
að þeir kveinka sér ekkert undan
varðlaginu á umbúðapappír, sem
dæmi eru til að heildsalar í Rvík
selji allt að 80% dýrari nú, en
árið 1936? x. y.
Það er orðið langt síðan að
byrjað var að ræða og rita um
garðrækt heima, og margt hefir
verið reynt að segja og gera til
þess að fá almenning til að
skilja það, hve holt það er
mönnum og nauðsynlegt að
nota sem mest grænmeti og
aðra jarðarávexti til matar.
Og með sanni má segja, að
garðræktin hefir tekið stór-
kostlegum framförum, einkum
á síðustu árum. Þó er hún enn
þá meira tengd við nokkra ein-
stakinga heldur en allan fjöld-
ann, og eins er um notkun af-
raksturs hennar. Kveður svo
ramt að því, að enn fer mikill
þorri þjóðarinnar á mis við
þessar hollu fæðutegundir, af
því bæði að menn þekkja þær
ekki, að of lítið er til af þeim,
og loks að þær eru of dýrar.
Geta menn því ekki veitt sér
þær nema þá kannske á helgum
eða jafnvel aðeins á stórhátíð-
um. En það er alls ekki nóg.
Grænmeti og aðrir jarðarávext-
ir eiga að vera á borði hvers ein-
asta manns, alla daga samhliða
öðrum mat.
Þá er spurningin: Hvað er
hægt að gera til þess að svo
megi verða? Hvað getur fljót-
ast hrint garðræktinni í það
horf, að verða almennings eign,
og um leið kennt öllum að skilja
og meta hollustu garðávaxt-
anna? Og þá jafnframt stuðlað
að því að jafnt bæjarbúar og
sveitamenn geti verðsins vegna
veitt sér þessar hollu fæðuteg-
undir?
Vildi ég hér með nokkrum orð-
um benda á eina aðferð, sem
mikið er orðið notuð hér úti I
nágrannalöndum okkar, til að
vekja áhuga fólksins fyrir garð-
ræktinni og kenna mönnum að
meta hana og nota sér hana,
þótt þessi fáu orð mín verði
líklega ekki þess megnug að
verka nokkuð verulega í þá átt,
að vekja menn úr þeirri kyrr-
stöðu, sem lengi hefir ríkt í
þessum málum.
Barnaskólagarðar.
Þessi aðferð, sem ég vil hér
benda á, er Barnaskólagarð-
arnir.
Því væri efalaust hægt að
koma við heima, að minnsta
kosti í kaupstöðum og þétt-
byggðum sveitum, að hafa slíka
skólagarða. Og að því er mér
skilst, mun þegar vera eitthvað
lítilsháttar byrjað á því við ein-
stöku skóla, en aðallega sem
trjáplöntun. En hún er til
minna gagns bæði fyrir börnin
sjálf og svo fyrir heimili þeirra,
þótt auðvitað sé skóggræðsla
og sú vinna, sem henni fylgir,
lærdómsrik fyrir börnin. Þau frá
með því áhuga fyrir því að
rækta jurtir og að hafa snyrti-
legt og fallega útlítandi í kring
um sig. Það getur líka vakið
hjá þeim löngun til að planta í
kring um bæinn sinn og húsið,
þegar þau sjá og skilja hve
miklu heilnæmara og fallegra
það er, að hafa þar tré og blóm,
heldur en hið miður þrifalega
svað, sem svo oft og víða hefir
þekkst.
Víða heima mun vera hægt að
fá mjög ódýrt land til afnota
fyrir barnaskólana. Og moldin
bíður eftir samstarfi við menn-
ina, samstarfi, sem meðal ann-
ars fæst með vinnu barna í
skólagörðum.
Þar sem komið er upp skóla-
garði, verður auðvitað að ganga
út frá því sem sjálfsögðu, að
kennari sé alltaf með börnun-
um og leiðbeini þeim og hafi alla
yfirumsjón með garðinum. Sé
garðurinn stór og bömin mörg,
er of mikið verk fyrir einn mann
að kenna þeim og sjá um að allt
verði vel útlítandi í garðinum.
Fyrirkomnlag
garðsins.
Skólagarður þarf að vera
rúmgóður, með breiðum gang-
stígum og skipuega lagaður.
Honum á að skifta i hæfilega
stóra reiti handa 4 til 6 börn-
um að rækta og sjá um eftir
fyrirmælum kennarans. Ef reit-
irnir eru hafðir stærri og fleiri
börn um hvern reit, verða þau
ekki eins áhugasöm við verk sitt
í honum. Þegar aftur reitirnir
eru minni og færri börn um
hvern, myndast meira kapp á
milli barnanna um að vinna sem
bezt að sínum reit og láta hann
vera fallegri og betur útlítandi
heldur en nágrannanna. Einnig
er þægilegra fyrir kennarann að
leiðbeina því barni og dæma um
verk þess, sem vinnur sama
starfið dag eftir dag, heldur en
hinu, sem vinnur sitt verkið
hvern daginn.
Æskilegt er að hafa leikvöll í
garðinum, svo að börnin geti
leikið sér þar í frístundum sín-
um; og í kring um leikv'öllinn
þarf að hafa gras-legubekki og
stalla, þar sem börnunum og
foreldrum þeirra sé frjálst að
vera á sunnudögum, þegar veð-
ur leyfir, svo þau geti notið þar
útivistar og glaðst við náttúr-
una, svo og fylgst með garðin-
um sinum. — Þetta á sérstak-
lega við 1 bæjunum, þar sem
erfitt er að komast út úr bæjar-
rykinu.
Það, sem helzt ætti að rækta
í Barnaskólagörðunum, er fyrst
og fremst ýmsar nytjajurtir
eins og t. d. grænkál, rauðkál,
spínat, salat, hreðkur o. fl.
Síarf kennarans.
Eins og áður er getið verður
kennarinn að hafa alla stjórn á
garðinum og því, sem hann
snertir. Hann þarf að annast
um öll innkaup fyrir garðinn:
viðeigandi áburð, fræ og plönt-
ur, allt eftir því sem hentugast
er og bezt á við jarðlagið í garð-
inum. Hann þarf einnig að gæta
þess að velja öll verkfæri sem
léttust og liðlegust og bezt við
hæfi barnanna. Loks verður
hann að vinna með þeim, svo
þau þreytist síður við vinnuna
og fái meiri áhuga fyrir henni.
Nú munu margir vilja álíta
að þetta sé ekkert nauðsynja-
mál og að börn fái víðast hvar
að njóta náttúrunnar í ríkum
mæli. Og víst má það satt vera,
að í festum sveitum landsins fái
börnin að njóta náttúrunnar.
En hitt er annað, að þau læra
mjög óvíða að vinna sig inn í
samræmi við náttúruna, læra
ekki að meta náttúrugæðin, og
áhugi þeira á að rækta jörðina
er ekki vakin og sízt svo sem
skyldi. Þau læra yfirleitt ekki
að þekkja algengustu blóm og
grös og vita nöfn á þeim, og þvi
sjaldgæfara er að þeim sé kennt
nokkuð það, er verulega getur
vakið hjá þeim löngun eða vilja
til að hjálpa jurtum og blóm-
um til að vaxa. —
Hvað er það þá við Barna-
skólagarðana, sem gerir þá og
starfið í þeim, svo miklu meira
virði heldur en þá þekkingu,
sem börn nú fá yfirleitt á nátt-
úrunni?
Það er eins og orðtækið segir:
„Snemma verður að beygja krók-
inn til þess, sem verða á.“
Vanalegur barnaskólalær-
dómur verður börnunum oftast
nær daufur og þurr, en með
starfinu í skólagarðinum kemst
barnið í beint samband við
jörðina, við jurtirnar, fuglana,
skorkvikindin, í stuttu máli: það
kemst í beint, lifandi samband
við náttúruna sjálfa. Auðvitað
verður barnið samhliða að fá
sína bóklegu kennslu í skólan-
um, einnig í þessum greinum.
Með skólagarðsstarfseminni
verða margföld not að bóklega
náminu, það verður ekki lengur
dauður bókstafur, heldur lif-
andi orð og starf; með hvoru-
tveggju samanlögðu verður það
traustur grundvöllur fyrir barn-
ið til að byggja á síðar meir.
Kostir skóla-
garðanna.
Þetta er ein af grundvallar-
hugsununum fyrir barnaskóla-
garða-starfseminni. En fleira
mælir með henni og mikilsvert.
Eitt höfuðatriðið er að bæta
með því uppeldi barnanna, svo
sem skólanum er unt. Börnum
fellur yfirleitt vel skólagarða-
starfið. Þeim þykir varið í að
vera úti undir beru lofti, að
vinna og að sjá árangur af
vinnu sinni. Þeim • þykir. vænt
um vel hirtan garð, þar sem
blómin vaxa og lífið dafnar í ró
og friði.
En allt þetta þarf góða um-
hugsun, útsjónarsemi og um-
hyggju, ef ná á góðum árangri.
En svo er líka með alla aðra
vinnu. Það þýðir ekkert að
kasta höndum til þeirra verka,
sem vel eiga að standa. Allt
(Framhald á 4. síOu.)