Nýja dagblaðið - 22.05.1938, Blaðsíða 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Útistandandi skuldír Áíengisverzlunarinnar
Eitir GUÐBRAND MAGNÚSSON
Morgunblaðið hóf í gær að
birta það sem það kallar „þætti
úr ríkisreikningnum 1936“. Við
þessa sagnaritun styðst blaðið
við athugasemdir, sem Magnús
Jónsson prófessor, einn af end-
urskoðendum landsreikning-
anna, hefir talið ástæðu til að
gera.
í einni athugasemdinni eru
tilfærðar útistandandi skuldir
nokkurra ríkisfyrirtækja í árs-
lok 1936. Þar á meðal er rétt til-
færð þessi fjárhæð hjá Áfengis-
verzluninni með kí. 112.476.81.
En blaðið bætir því við, að meir
en helmingurinn — eða 68 þús.
krónur af skuldum Áfengis-
verzlunarinnar sé hjá einum
skuldunaut, en þess er hinsvegar
að engu látið getið, hver þessi
skuldunautur er.
En hér er um skuld að ræða,
sem ekki verður heimfærð und-
ir „óreiðu eða spillingu á hærri
stöðurn".
Þegar Jóhannes Jósefsson
réðst í það að reisa Hótel Borg,
svo landið yrði ekki gistihús-
laust alþingishátiðarárið 1930
og hafði um það samráð við al-
þingishátiðarnefnd og aðra
valdamenn þjóðarinnar., þá
hafði hann til framkvæmdar-
innar eigið framlag, 250 þús., en
fékk síðan ábyrgð rikis og bæjar
fyrir því því, sem áætlað hafði
verið, að hótelið með búnaði
mundi kosta.
Þegar til kom fór þessi stofn-
kostnaður langt fram úr áætl-
un. Jóhannes vantaði því ekki
aðeins rekstursfé, heldur einn-
ig fé fyrir nokkru af stofnkostn-
aðinum.
Fyrir bragðið gat hann ekki
keypt vörur sem hann þurfti til
starfrækslu hótelsins gegn stað-
greiðslu, og eins og á stóð var
örðugt fyrir ríkisstofnun að
verða fyrst til að setja fyrir
hann fætur.
Þetta hafa allar ríkisstjórnir
vitað, sem setið hafa við völd
síðan 1930.
Stórstúka íslands skrifaði
Magnúsi heitnum Guðmunds-
syni eitt sinn bréf meðan hann
var ráðherra, þar sem hún með-
al annars spurðist fyrir um
skuldir hótelsins. Ég fékk þetta
bréf til umsagnar, lýsti öllum
ástæðum og hefi ekkert um það
mál síðan heyrt úr þeirri átt.
Framan af gaf Áfengisverzl-
unin út víxla áður en reikning-
um var lokað, sem seldir voru
í banka og Jóhannes innleysti
síðan á gjalddögum.
En þegar kreppan ágerðist,
minnkuðu tekjur hótelsins og
skuldir þess fóru vaxandi og þá
einnig við Áfengisverzlunina.
Á fyrra ári var síðan með vit-
und og samþykki fjárveitingar-
nefndar ákveðið að semja um
greiðslu á skuld hótelsins við
Áfengisverzlunina, taka fyrir
henni skuldabréf, er síðan
greiddist að fullu á 20 árum. En
að sjálfsögðu fylgdi sú kvöð, að
hótelið þar eftir greiddi allt,
sem það fengi frá Áfengisverzl-
uninni jafnóðum, og það hefir
það gert.
Jóhannes Jósefsson bætti úr
mikilli, aðkallandi þörf þegar
hann reisti Hótel Borg. Hann
var þá einn af þeim fáu mönn-
um hér á landi, sem telja mátti
auðugan af handbæru fé, og svo
var Jóhannes þá fjáður maður,
að honum hefði verið innan
handar að lifa áhyggjulausu lífi
af vöxtunum af fé sínu. En Jó-
hannes vildi verða landi sínu
að liði. Þess vegna réðist hann
í að reisa þetta stóra hús, með
sínum dýra útbúnaði. Sjálfur
hafði hann ekki gjört áætlan-
irnar um stofnkostnaðinn, sem
ekki stóðust. Er bezt að ég segi
það hér, að engin ríkisstjórn
Margir lesendur munu kann-
ast við prófessor August Pic-
card, sem víðfrægur er fyrir há-
loftsrannsóknir sínar. Hann er
nú með nýtt áform á prjónun-
um, sem ekki vekur minni at-
hygli úti í heimi en háflug
hans. Nú „vendir hann sínu
kvæði í kross“, snýr sér að haf-
djúpunum og ætlar að komast
niður á 5—6 milna dýpi.
Tækið, sem Piccard ætlar að
nota til þessarar farar, er lítil
málm-kúla. Aöalköfunin á ekki
að fara fram fyr en sumarið
1939, en áður verða gerðar
minniháttar tilraunir.
Fyrst er áformað að kafa á
300 metra dýpi í Genf-vatninu.
Síðan á að snúa sér að Atlants-
hafinu og senda kúluna mann-
lausa niöur á 3000 metra dýpi.
Heppnist það vel, ætlar Piccard
í kúlunni niður á 2000 metra
dýpi, senda hana síðan mann-
lausa niður á 4000 metra dýpi,
fara næst í henni niður á 3000
metra dýpi og svo framvegis.
Gangi þetta allt að óskum,
ætlar Piccard að hefja aðal-
rannsóknarkafanir sínar. Fyrst
ætlar hann að kafa á 6000
metra dýpi í Atlantshafinu,
vestan við Kanaríeyjarnar, síð-
an 8526 metra dýpi nálægt
Puerto Rico og að lokum á 9656
metra dýpi í Kyrrahafinu.
Amerískur fræðimaður, dr.
William Beebe, fór 1934 niður á
908 metra dýpi í stálkúlu. Þessi
köfun varð til þess að beina
hug Piccards að undirdjúpun-
um í stað háloftanna. Honum
virtist, að það mundi ékki svo
sérlega erfitt að smíða málm-
kúlu, er þyldi þrýstinginn niðri
í djúpinu, enda þótt hann sé
mikill.
Piccard fór nú að gera upp-
drætti að kúlu, er stæðist þrýst-
ing sjávarins á 9000—10000
metra dýpi. Hann vildi enn-
fremur gera kúluna þannig úr
garði, að hún gæti borizt með
botnstraumnum, niðri í kol-
svörtu djúpinu, án þess að
nokkur hætta stafaði. af. Málm-
kúla þessi verður að vera afar-
létt, en óumræðilega sterk. Á
í náinni framtíð að hefja rann-
hefði fengið mig til þess, eins
og á stóð, að búa svo að þessum
manni, að hann flosnaði upp
af eign sinni, enda engin ríkis-
stjórn heldur til þess ætlazt.
Sé Sjálfstæðisflokkurinn í því
ráðinn, að heimfæra t. d. 200
kr. bílreikning fj ármálaráð-
herra á heilu ári og aðra hlið-
stæða hluti „undir spillingu á
hærri stöðum“, þá væri ekki úr
vegi að rifja upp ýmsar gamlar
staöreyndir um stjórn íhaldsins
og sjá hvort þær ættu ekki bet-
ur heima undir þessari fyrirsögn
heldur en það sem nú verður
tiltýnt samkvæmt athugasemd-
um endurskoðanda landsreikn-
inganna:
sóknir á þvi, hvaða málmblöndu
muni bezt að nota í hana.
Þvermál kúlu þeirrar, er Pic-
card notaði við háloftsrann-
sóknir sínar, var 2,10 metrar,
en þvermál kúlu þeirrar, sem
kafa skal í, má ekki vera yfir
tveir metrar. „Veggirnir“ verða
að vera að minnsta kosti 6
þumlunga þykkir, svo „húsrúm-
| ið“ verður ekki mikið fyrir „íbú-
| ana“ tvo, prófessorinn og félaga
hans. Þeir geta ekki einu sinni
staðir uppréttir, heldur verða
þeir að sitja.
Kúlan á að hafa 8 málm-
„ugga“, svo hún snúist ekki,
þótt hún berist með straum.
Einn gluggi á að vera á henni,
og verður hann að vera úr
kvartzi. Kvikasilfurslampi, sem
þolir feikimikinn þrýsting, á að
standa út úr kúlunni fyrir ofan
gluggann. Lampi þessi á að
varpa ljósgeisla niður fyrir sig,
svo að þeir félagar sjái allt það,
er kann að svífa eða synda fyrir
gluggann.
Á rannsóknarstofu Piccards á
að byggja klefa, sem í sé hægt
að framleiða 1500 faldan loft-
þrýsting. í klefa þessum á svo
að reyna kúlur úr ýmsum
málmblöndum. Þar á einnig að
reyna kvartz-gluggann og at-
huga hvernig ganga skuli frá
innganginum í kúluna.
Margur mundi nú spyrja
hvernig blessaður prófessorinn
ætlaði að láta kúluna sökkva
svona djúpt niður, og ennfrem-
ur, þó takast mætti að komast
niður, hvernig ætti þá að kom-
ast upp aftur? En fyrir þessu er
séð á mjög hagfeldan hátt. —
Neðan á kúlunni á að vera
þröngur stútur, og nokkurt hol-
rúm þar innar af. Holrúm þetta
á að fylla með járnsalla. Sterk-
um rafsegli er síðan komið fyrir
yfir holrúminu, og á hann að
halda járnsallanum kyrrum.
Þungi jámsins sér um að kúlan
sökkvi og er hraðinn 1 metri á
sekúndu. Vilji þeir félagar
„hækka sig“, taka þeir straum-
inn af rafseglinum og byrjar þá
járnsallinn að renna út um stút-
inn og kúlan að „stíga“.
Guðbr. Magnússon.
HAFRANNSÓKNIR
á 5—6 mílna dýpi
VERÐ VIÐTÆKJA ER LÆGRA HER Á
LANDI, EN I ÖÐRUM LÖNDUM ALF-
UNNAR.
Vfðtækjaverzlunln veitlr kaupendum viðtækja melri
tryggingu um hagkvæm vlðskipti en nokkur önnur
verzlun mundi gera, þegar bilanir koma fram i tækj-
unum eða óhöpp bera að höndum.
Ágóða Vlðtækjaverzlunarinnar er lögum aamkvæmt
elngðngu varlð til reksturs útvarpsins, almennrar út-
breiðslu þese og tll hagsbóta útvarpsnotendum.
Takmarkið er: Viðtæki inn & hvert helmili.
Víðtækjaverzlun ríkísíns
Lækjargötu 10 B. Sími 3823.
Þingvallaferðír
byrjaðar
Bifreiðastöð Steíndórs
ímmntninttmtmnmttmtnnnnntnttttmnttttmtmtmtmmtmmtttmtmnmmm
Gula bandið
er bezta og ódýrasta smjörlíkið.
í heildsölu hjá
Samband ísl. samvinnufélaga
Sími 1080.
Vegna fyrirspurna skal rafmagnsnotendum bent á,
að yfir sumarmánuðina, maí—ágúst, fæst rafmagn til
heimilisnotkunar, skv. gjaldskránni, þannig:
Kwst., verð: 10 aurar á kwst.
Herbergjagjald 1 kr. á mánuði fyrlr hvert
Ibúðarherbergi.
Ef notandinn, sem fær þennan taxta, er ekki búinn
að semja um heimilistaxta fyrir álestur í september, þá
hækkar verðið á raforkunni um ljósamæla upp í 40 aura
á kwst., og mælaleiga verður reiknuð eins og áður, en
herbergjagjaldið fellur niður.
Allar nánari upplýsingar viðvíkjandi þessu, og gjald-
skránni yfirleitt, fást á skrifstofu Rafmagnsveitunnar.
Rafmagnsstjóriim í Reykjavik.
20%, 30%, 45%
O S T A R
frá MJÓLKURSAMLAGI EYFIRÐIIVGA
jafnan fyrirliggjandi í heildsölu.
Einnig mysuostur.
Samband ísl. samvinnuíélaga.
Sími 1080.