Nýja dagblaðið - 22.05.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 22.05.1938, Blaðsíða 4
6. ÁRGANGUR — 116. BLAÐ NYJA DAGBLAÐIÐ REYKJAVÍK, 22. MAÍ 1938. ViVV.V 0 U'' V.V.".V aw.v. uamia isio waw í .. 5 FOLSUÐU :í FÓTSPORIN Framúrskarandi spennandi amerísk leynilögreglumynd gerð eftir hinni dularfullu skáldsögu snillingsins S. S. van Dine: „The Greene Murder Case“ Aðalhlutverkin leika: ROSCOE KARNS, GKANT RICHARDS og HELEN BURGESS. Bönnuð l.örnum yngri en 16 ára, í Sýnd kl. 7 og 9. ;■ Barnasýning kl. 5. 5j "C P Anmingja mllljóna ■; I; mæringurimi v v.vv.vv.v.v.v.v.v.v.v.v.v ! ! UINURF Art ArAif\r\ KaMvj^ui* „ JÁ, Áq r\Ar\iM £ íjaruja .sí&m án kyrvrvhsh Kílurwj'rrv frJ . flÐflCT0Ð!NNIr ATVINNA 16 ára drengur óskar eftir að komast að við einhverja iðn- grein. Tilboð merkt Iffn, sendist afgreiðslunni. Nlðnrtðfnunar- skrá Skrá yfir aðalniðurjöfnun útsvara í Reykjavík fyrir árið 1938 liggur frammi almenningi til sýn- is í skrifstofu borgarstjóra, Austurstræti 16, frá 21. maí til 3. júní næstkomandi, að báðum dögum meðtöldum, kl. 10—12 og 13—17 (á laugardögum aðeins kl. 10—12). Kærur yfir útsvörunum skulu komnar til nið- urjöfnunarnefndar, þ. e. í bréfakassa Skattstof- unnar í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, áður en liðinn er sá frestur, er niðurjöfnunarskráin liggur frammi, eða fyrir kl. 24 þann 3. júní. Reykjavík, 21. maí 1938. Borgarstjórinn. Kj arnar — (Essensar) Höfum birgðir a! ýmískonar kjörnum tiliðnaðar ÁSengísverzlun ríkisins. Alvarlegar viðsjár milli Þjóðv. og Tékka (Framhald af 1. síöu.) Hámarki náðu þessar ádeilur í gær út af atburði, sem gerðist við landa mærin i fyrrinótt. Samkvæmt seinustu fréttum af honum, voru tveir Sudetar á ferð á mótorhjóli á bönnuðum vegi, og neituðu að nema staðar, þegar þeir voru aðvaraðir. Landamæravörðurinn neyddist því til að skjóta á þá og hlutu þeir báðir bana. Sveitar- og bæjarstjórnarkosningar fara fram í Tékkoslóvakíu í þessari viku, og má búast við miklum tíðind- um. — FÚ. ftr t * „Brúaríoss“ fer nk. þriðju- effa miffvikudag beint til Akureyrar og hingaff aftur. CEIERIEIICIETKJ1TÍHI Gestir: AIVIVA BORG — PAUL REUMERT »Það er kominn dagur« Sjónleikur í 3 þáttnm, eftir Karl Schluter. 2. sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiffar seldir i dag eftir kl. 1 (á 6 kr.). 3. sýning á þessum leik mánudag 23. maí kl. 8. Forsala aff þeirri sýningu í dag. Ekki tekið á móti pöntunum í síma. Undirbúningur undir starfsemi dagsins er hafinn. Þeir, sem nú þegar hafa gefið sig fram til þátttöku í knattspyrnunni, og aðrir, sem enn hafa eigi gefið sig fram, en hafa hug á að taka þátt í henni, mæti á knattspyrnu- vellinum í dag, sunnudag, kl. 2. Þeir, sem hafa gefið sig fram til þátttöku í söng, mæti á sama tíma í K.R.húsinu. Keppendur í kappróðri og stakkasundi mæti í Stýri- mannaskólanum sama dag, kl. 4. Svo og aðrir þeir, sem styðja vilja að góðum árangri af deginum. Undirbúningsnefndin. TIL LEIGU Vatnsmýrarblettir V. og VIII. (svonefnd Briemstún), fást leigffir til slægna í sumar. Tiiboff sendist bæjarverkfr æffingi fyrir hádegi föstudag- inn 27. þessa mánaðar. Reykjavík, 21. maí 1938. Borgarstjórinn. Skemtanir mæðradagsins sunnudaginn 22. mai 1938. Klukkan 3 eftir hádegi. GAMLA BfÓ: NÝJA BÍÓ: KuBBurinn minn Á 11. stnndu Aðgöngnmiðar seldir í Gamla Bíó frá kl. 1 e. h. og í IVýja Bíó frá kl. 10 f. h. 1 kr. Klukkan 3,30 eftir hádegi: Hornablástur við Austurvoll. Klukkan 10 eftir hádegi: Kvöldsbemtun með dansi í OddfellowMsmu ÁGÆTIR SKEMMTIKRAFTAR. 2 krónur. Húsið opnað kl. 8,30 fyrir þá, sem hlusta vilja á út- varpskvöld mæðradagsins. Aðgongnmiðar seldir i Oddfellowhúsinu frá kl. 5 eftir hádegi og við innganginn. — Kaupið mæðrablómið! SSSSw Áýja Bíó í'.w.v Tunglskíns- :■ sónatan Unaðsleg ensk tónlistar- kvikmynd, þar sem fólki gefst kostur á að sjá og ■; heyra frægasta píanósnill- 5 ing veraldarinnar, IGNAZ PADEREWSKI, spila Tunglskinssónötuna eftir Beethoven, As-dur- Polonaise .. eftir .. Chopin, Ungverska Rhapsodi eftir Liszt og Menuet eftir Pa- derewski. Sýnd kl. 7 og 9. Ellefta stundiu Þessi gullfallega ameríska kvikmynd verður sýnd kl. 5. Lækkað verð. í Síðasta sinn. >| Fyrir Mæðrastyrksnefnd- / ina verffur ■: ELLEFTA STUNDIN \ sýnd kl. 3. £ W.V.V.V.“.V.V.W.,.V.V.,.SV Leiksýning Reumertshjónanna (Framliald af 3. síðu.) hingað, um menningarþýðingu góðra leikhúsa. Reykjavík sýndi í fyrrakvöld að bæjarbúar kunnu vel að meta komu og verk hinna góðu gesta. í hið þrönga leikhús komu menn á öllum aldri, úr öllum stéttum og sumir langt að. Frá Akureyri kom í flugvélinni einn af beztu leikurum landsins, Ágúst Kvar- an. Skammt frá honum sat sá maður, sem að réttu lagi hefði átt fyrstur af íslendingum að stýra þeirra Þjóðleikhúsi, en það var Jens Waage, tvímælalaust glæsilegasti íslenzkur karlmaður, sem lagt hefir stund á leik- mennt. Nú kom hann úr langri hvíld, eftir þrálátt heilsuleysi, til að heiðra þá list, sem honum var kærust. Þar kom Indriði Einars- son, tengdafaðir Jens Waage, kominn hátt á níræðisaldur, en fullur af trú á það að hann eigi enn eftir að vera við hina fyrstu leiksýningu í Þjóðleikhúsinu. Við hin hörðu landnemakjör í íslenzkri leiklist, hafa svo sem að sjálfsögðu oft verið hvassir byljir og vindsveipir milli ætta, flokka og keppinauta. Auk þess hefir hér um mörg ár verið um það deilt, hvort nokkurt vit væri að reisa myndarlegt leikhús á íslandi. Koma Reumertshjón- anna hefir haft hin ánægjuleg- ustu áhrif, líka að þessu leyti. Menn finna að þau koma eins og skáldið góða segir, með andblæ úr suðrinu heita. Þau koma til að fórna af gáfu sinni á altari íslenzkrar leiklistar. Um þau standa engar deilur. Um þau næða engir kaldir vindar. ís- lenzka þjóðin fagnar þessum gestum, þakkar komu þeirra, dá- ist að list þeirra og mun láta framtak þeirra verða til þess að fullgera á næstu missirum vegna leiklistarinnar, fegursta húsið, sem enn hefir verið reist á ís- landi J. J. ÚTBREIÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ!

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.