Nýja dagblaðið - 22.05.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 22.05.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Leiksrning Renmertshjónanna NTÝJA DAGBLAÐED Útgefandl: Blaðaútgáfan hi. Ritstjórl: ÞÓRARINN ÞÓRARJNSSON. IRitstJ ómarskrif stof umar: Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Aígr. og auglýsingaskrifstofa: Lindargötu 1D. Simi 2323. Eftlr kl. 5: Simi 3948. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.í. Símar 3948 og 3720. • itm nTiMiiBiiMnMíiiwii-iiHyyM Bæjarstjórnín verð- ur að læra ai ríkís- stjórnínni Morgunblaðið fær einskonar flog í hvert skipti, sem útsvars- skráin kemur út. Enda er það ekki óeðlilegt, þótt blaðinu finnist hún minna of mikið á hina hörmulegu fjármálastjórn bæjarins og álíti þess vegna nauðsynlegt að koma með ein- hverjar afsakanir. En þessar tilraunir Morgun- blaðsins til að bera í bætiflák- ana fyrir stjórn bæjarins, er jafnan mjög misheppnaðar, eins og málefni standa líka til. Að þessu sinni er það Bjarni Benediktsson, sem hefir fundið upp „afsakanirnar“ fyrir stjórn bæjarins. Þær eru í stuttu máli í því fólgnar, að allir örðugleikarnir séu afleiðing af stjórnarstefnu ríkisstjórnarinnar og engar bætur fáist, nema Alþingi taki upp „nýja stefnu“, sem mönn- um skilst helzt að eigi að vera stefna íhaldsstjórnarinnar á ár- unum 1924—27. Það þarf ekki miklar skýringar eða langt mál til að afhjúpa þessa blekkingu. Stefna ríkisstjórnarinnar i fjármálum og atvinnumálum er einkum að tvennu leyti frá- brugðin stefnu fyrri ríkisstjórna. Hún hefir eftir megni reynt að takmarka innflutning til landsins og varið margfalt meira fé til atvinnuveganna en áður hefir verið gert. Verður vafalaust erfitt fyrir Morgunblaðið að skýra það, hvernig slíkar ráðstafanir hafi aukið erfiðleikana. Sannleik- urinn er einmitt sá, að hefðu þessar ráðstafanir ekki verið gerðar, myndi markaðshrunið, aflabresturinn, óþurkarnir og fjárpestin hafa riðið atvinnu- lifi landsmanna að fullu. Ef ríkið hefði ekki, gegn andstöðu íhaldsins, byggt síldarverk- smiðjur, styrkt karfavinnslu, hlynnt að ufsaveiðum, látið smáútgerðina fá skuldaskil o. s. frv., myndi útgerðin vera full- komlega í kalda koli. Hefði rikið ekki látið landbúnaðinn fá af- urðasölulögin, kartöflustyrkinn, loðdýralánadeildina, nýbýla- hjálpin o. s. frv., myndi af- koman vera ólíkt verri í sveit- unum og fólksflóttinn þaðan meiri. Ef iðnaðurinn hefði ekki eflst í skjóli innflutningshaft- anna, myndi vera mun meira atvinnuleysi í höfuðborginni og stærri bæjunum. Það er fyrst og fremst fyrir þær og aðrar aðgerðir ríkisstj órnarinnar, að tekjur skattgreiðenda hér í bænum ukust það mikið árið 1937, að ekki þurfti að hækka skattstigann að þessu slnni, þrátt fyrir 200 þús. kr. hækkun útsvaranna. En hefði hinni „nýju stefnu“ Morgunblaðsins verið fylgt, stefnu áranna 1924—27, myndi slík þróun ekki hafa átt sér stað, heldur hefðu erfiðleikarn- ir verið auknir með aðgerðum og afskiptaleysi ríkisvaldsins. Þá hefði innflutningurinn verið ótakmarkaður. Allur inn- lendur iðnaður hefði verið „undirboðinn“ og dauðadæmd- ur, meðan fjárhagslegu sjálf- stæði þjóðarinnar var að blæða til ólífis. Þá hefðu atvinnuvegirnir ekki fengið nein framlög frá rík- inu, en útsvör og tollar verið hækkaðir til að standa undir vaxandi sveitarþyngslum og at- vinnubótavinnu. En ótakmarkaður innflutn- ingur og engin framlög til at- vinnuveganna voru aðalein- kennin á stjórnarstefnu íhalds- ins á árunum 1924—27. íhaldið hefir að því leyti, sem það hefir getað, fylgt þessari stefnu í stjórn bæjarins. Þrátt fyrir hin sívaxandi útsvör hefir það ekki varið einum einasta eyri til framleiðslunnar, heldur eytt öllu í fátækraframfærslu og arðlausa atvinnubótavinnu. Þess vegna er líka komið eins og komið er. Ef Reykjavík hefði hinsvegar á síðasta kjörtímabili fylgt þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar, að verja sem mestu fé til fram- leiðslunnar, og varið þó ekki væri nema y4 hluta af framlag- inu til fátækraframfærslunnar og atvinnubótavinnunnar til efl- ingar framleiðslunni, myndi at- vinnulíf bæjarins nú vera í meiri blóma en raun er á. Stefnubreytingin, sem þarf að verða, er því sú, að bæjarstjórn- in taki upp stefnu ríkisstjómar- innar, en ekki að ríkisstjórnin taki upp stefnu bæjarstjórnar- innar. Meðan útsvörin halda áfram að vaxa, en ekki minnsta hluta þeirra er varið til að styrkja og efla framleiðsluna, heldur á- standið áfram að versna hér í bænum. Viðreisn atvinnuveganna verður ekki öðruvísi framkvæmd en með því að fylgja enn fastar fram þeirri stjórnarstefnu, sem fyrst var tekin upp af ríkis- stjórn Hermanns Jónassonar og Eysteins Jónssonar, að hið opin- bera reyni að styrkja og efla framleiðsluna á allan hátt. En eins og kringumstæðunum er nú háttað, væri sú „stefna ár- anna 1924—27“, að veita fram- leiðslunni - engan opinberan stuðning, hreinn dauðadómur fyrir atvinnuvegina. Morgunblaðið getur ekki gert flokki sínum meiri óleik en að bera saman stefnu hans og rík- isstjórnarinnar í þessum málum. Menn höfðu beðið föstudags- ins síðasta með mikilli óþreyju. Þá átti að verða fyrsta leiksýn- ing Reumertshjónanna. Þau höfðu komið hingað til lands, til að vinna í'yrir þjóðleikhús- hugmyndina, bæði með því að gefa þeirra hlut af tekjum þessara sýninga, og þá ekki síð- ur með hinu, að láta bæjarbúa finna til, hve mikils þeir mega vænta af þjóðleikhúsinu. Þá skapast betri vinnuskilyrði fyrir íslenzka leikara og þá munu fleiri góðir leikendur úr næstu löndum fylgja í spor þeirra hjóna og koma hingað við og við til að sýna hátinda leik- menningarinnar, þar sem hún á við góð skilyrði að búa í fjöl- mennum löndum. Leikritið er fullt af speki og sorg. í höndum hversdagslegra leikara myndi dapurleikinn hafa haft yfirhöndina. En eins og hér var farið með hlutverk, lyftist sorgin í hærra veldi. Dýpstu eðlisþættir mannkyns- ins voru sýndir í öllum sínum hátíðleik. Sjónleiknum var ekki lokið fyr en klukkan var að ganga tólf, og það fór venju- fremur illa um leikhúsgestina af því hvað þeir voru margir og heitt í húsinu. En menn gleymdu húsrúminu, hitanum og tímalengdinni. Mönnum fannst ekki að hér væri sjón- leikur heldur lífið sjálft. — Sjúkrahússlæknirinn og kona hans, sem hafa átt eitt barn og misst það á átakanlegan hátt, eiga hvort um sig sinn harm, að nokkru sameiginlegan, en þó að miklu leyti sérskilinn, og mis- munandi eftir eðlislögun móð- ur og föður. Reumert sýnir þeg- ar frá byrjun á aðdáanlegan hátt hina leyndu sorg læknis- ins, sem leynir konu sína því böli, sem lamar alla vitund hans. Fyrst eftir mikil andleg átök sameinast faðir og móðir um fulla og sameiginlega vit- und þess, sem verið hefir lífs- ógæfa þeirra. Og þá leggja þau saman yfir landamærin til hins óþekkta lands frá þeim heimi, sem hafði bú'.ð þeim svo sárar raunir mitt í ytri velgengni. Haraldur Björnsson hafði undirbúið leiksýninguna þar til Reumertshjónin komu, og auk þess þýtt leikritið. Hann virð- ist hafa leyst undirbúnings- starfið mjög vel af hendi. Hann og Indriði Waage höfðu auk þess allmikil hlutverk og fóru mjög vel með. Hlutverk Indriða Waage er í einu vanþákklátt og vandasamt, en hann leysti það svo vel af hendi, að hann hefir sennilega aldrei leikið jafnvel og í þetta sinn. Anna Guð- mundsdóttir, Friðfinnur Guð- jónsson og Þorst. Stephensen höfðu lítil hlutverk. Megin- þungi sýningarinnar hvildi svo sem vita mátti á Reumertshjón- unum. Sigur þeirra var mikill og verðskuldaður, en Leikfélagið í Rvík og leikendur þess gerðu yf- irleitt sitt til, eftir því sem kring- umstæður leyfa, að þessi leik- sýning gæti orðið svo ógleyman- leg sem hún mun verða öllum þeim sem hana sáu. Reumertshjónin eru andstæð- ur á þann hátt sem bezt fer sam- an. Poul Reumert er suðrænn að ætt. Sumir forfeður hans eru frá Spáni, aðrir frá Frakklandi og enn aðrir eru norrænir. En í augum Norðurlandabúa er list hans með suðrænum biæ. Hann er gæddur þvi fjöri og þeirri stælingu, sem bezt þroskast und- ir heiðum himni suður við Mið- jarðarhaf. í augum austrænna og norrænna þjóða er hver hreyfing slíkra manna létt og listræn. Þeir sýnast eiga heima í öðrum heimi heldur en við sem búum við hin yztu höf. En frú Anna er ekki aðeins norræn, íslenzk og Reykjavíkur- barn. Hún er auk þess gædd mörgum af glæsiilegustu ein- kennum norrænna kvenna. í fornsögunum er Helga Þor- steinsdóttir á Borg ein af for- mæðrum hennar. Þar er hið ljósa yfirbragð, hin mikla still- ing, hin milda fegurð, en innst í djúpi slikrar sálar er sá leyndi þróttur og sú yfirlætislausa festa, sem hefir skapað germön- um og anglo-söxum þann sess, sem sá kynþáttur hefir nú. Andstæður af þessu tagi fara vel saman. Og á leiksviðinu í POUL REUMERT í „Það er kominn dagur.“ fyrrakvöld voru þær aðdáanlega sameinaðar. Samspil þeirra hjóna var alveg frábært. Sumir ókunnugir halda, að slikur leikur sé auðveldur fyrir æfða og góða leikara. En svo er ekki. Bak við hverja leiksýningu er þrotlaus æfing, vökur og erfiði kvöld eftir kvöld. Ekkert er látið vera á valdi tilviljunarinnar. Hver setning er æfð, hver hreyfing mótuð með listrænni forsjón. Hinir miklu leikarar þurfa þrennskonar skilyrði. Miklar náttúrugáfur, mikla leikmenn- ingu í átthögunum og þrotlausan vilja og stælingu til að æfa og vinna. Góð leiksýning er eins og sigursæl herferð. Allt er komið undir andlegum yfirburðum og nákvæmu skipulagi. Það hefir vafalaust verið öllum íslendingum, sem horfðu á hina fyrstu leiksýningu Reumerts- hjónanna, og ekki sízt höfuð- staðarbúum, alveg sérstakt á- nægjuefni að frú Anna hélt sínu til fulls í hinum ástúðlega kapp- leik við Poul Reumert. Ég hygg að enginn sanngjarn maður muni gera mun á leiksnilld þeirra hjóna. Hvort um sig túlk- ar á djúpan og ógleymanlegan hátt sitt hlutverk. í einni harm- sögu er á einu kvöldi brugðið skæru ljósi yfir hin eilífu sér- einkenni karls og konu, einmitt þann djúpa sálarlega mismun, sem er grundvöllur í nálega allri sannri list á öllum timum. Það er alveg tilgangslaust að ætla að lýsa þessari leiksýningu. Menn verða að sjá hana eða vera án hennar. Mörgum finnst að þeir þurfi að sjá hverja sýningu oftar en einu sinni, alveg eins og gestir á Þingvöllum vildu helzt geta drukkið til að mæta ókomn- um þorsta, hið tæra, svalandi og ógleymanlega vatn, úr lindunum við rætur Skjaldbreiðar. Reumertshjónin hafa því mið- ur ekki tíma og aðstöðu til að sýna hér nema tvö leikrit. En þessi leikrit eru gagnólík. Hið fyrra er sorgarleikur. Hið síðara er á yfirborðinu gleðileikur. Hvortveggja eru merkileg skáld- rit, ágætlega fallin til að þessir tveir miklu leikendur geti látið áheyrendur og áhorfendur skynja að það er rétt sem Poul Reumert sagði í samtali við þetta blað, daginn sem hann kom (Framhald á 4. siöu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.