Nýja dagblaðið - 26.05.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 26.05.1938, Blaðsíða 1
RYKFRAKKAR góðir og ódýrir. VERÐ FRÁ K R. 44,00. V E S T A Sími 4197. — Laugaveg 40. 6. ár Reykjavík, fimmtudaginn 26. maí 1938. 119. blað ANNÁLL Hvar erum við staddir Nazistar reíðír ensku stjórninni Sudettar halda áfiram samning- um við t é k k- Skuldaaukníng og eigna- aukning þjóðarinnar síðan 1922 Eítir Eystein Jónsson fjármálaráðherra S k eiðará heldur áSram að vaxa Leiðangrar athuga eldsumbrot 146. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 2,45. Sólarlag kl. 10,06. Árdegisháflæður i Reykjavík kl. 2,35. Næturlæknir er í nótt Alfred Gíslason, Brávalla- götu 22, sími 3894 og aðra nótt Berg- sveinn Ólafsson, Hávallagötu 47, sími 4985. Helgidagalæknir í dag er Alfred Gislason, Brávallagötu 22, sími 3894. Næturvörður er í Laugavegsapóteki og og í Ingólfsapóteki. Veðurútlit í Reykjavík: Norðaustan eða norðan kaldi, Bjart- viðri. Dagskrá útvarpsins: Kl. 9,45 Morguntónleikar: Trió nr. 5, í G-dúr, og Divertimento í Es-dúr, eft- ir Mozart. 10,40 Veðurfr. 12,00 Hádegis- útvarp. 19,10. Veðurfr. 19,20 Lesin dag- skrá næstu viku. 19,30 Hljómplötur: Norðurlandalög. 19,40 Augl. 19,50 Prétt- ir. 20,15 Frá Ferðafél. íslands. 20,20 Frá útlöndum. 20,35 Hljómplötur: Létt lög. 20,40 Erindi: Barnateikningar (Ás- geir Ásgeirsson fræðslumálastj.). 21,05 Útv.hljómsveitin leikur. 21,30 Hljóm- plötur: Andleg tónlist. 22,00 Dagskrár- lok. Póstferðir á morgun: Frá Rvik: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjamar- nes. Þingvellir. Austan póstur til Vík- ur. Bílpóstur til Akureyrar, Húsavíkur, Stykkishólms. Laxfoss til Akraness og Borgarness. Fagraness til Akraness. Bilpóstur í Fljótshlíðina. Til Rvíkur: Mosfellssveitar-, KJalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og flóapóstar, Hafnarfjörður Seltjamar- nes. Þingvellir. Bílpóstur úr Húna- vatnssýslu. Laxfoss frá Borgarnesi og Akranesi. Bærinn að Svínaskógi á Fellsströnd brann til kaldra kola þann 23. þ. m. — Eldur kviknaði úr frá olíuvél. Bóndinn, Sigurjens Halldórs- son, sem býr þar aleinn gekk eitthvað frá með gesti, sem kominn var, en nokkru síðar sáu þeir rjúka úr bænum. Var eldurinn þá orðinn svo magnaður að við ekkert varð ráðið. — Símatæki og einhverju af rúmfötum varð þó bjargað, en öðru ekki. — Bærinn var vátryggður en innanstokksmimir ekki. Sýning á teikningum barna frá öllum Norðurlöndum verð- ur opnuð í dag kl. 10 f. h. í Kennara- skólanum. Eru teikningarnar eftir börn á aldrinum um 6—14 ára, og hafa verið valdar af færustu mönnum. Má óefað fullyrða að þessi sýning sé mjög at- hyglisverð. íþróttamótin í sumar hér í Reykjavlk verða sem hér segir: íþróttamót 17. júní. Alls- herjarmót í. S. í. verður háð dagana 10., 11. og 12. júlí, Álafosshlaupið 31. júlí, Drengjamót Ármanns 3.—5. ágúst, Meistaramót í. S. í. 27. og 28. ágúst, Hafnarfjarðarhlaupið verður háð 31. ágúst. Glímufélagið Ármann sér um öll íþróttamótin í sumar. Umferðavikan hefir þegar kostað umferðaráð all- mikið, og ætlar ráðið að efna til merkjasölu til að standast þann kostn- að. Dagskrá umferðavikunnar í dag er sem hér segir: Myndir og skilti til sýnis í miðbænum. Skrúðganga barna í tilefni af Umferðavikunni hefst kl. 2% frá Miðbæjarbarnaskólanum. XJm- ferðakennsla á götum úti hefst kl. 2 og stjórna henni bæði skátar og lög- regluþjónar. Nokkrir hjólreiðamenn sýna fyrirmyndarakstur Skipafréttir, Gullfoss fór frá Leith 1 fyrrakvöld áleiðis til Vestmannaeyja. Goðafoss kom frá útlöndum í gærmorgun. Brúar- foss kom til Akureyrar i gærkvöldi. Dettifoss var i gær á leið til Hamborg- ar frá Grimsby. Lagasfoss kom til Leith í gær. Selfoss er í Vestmanna- eyjum. Ljósatími bifreiða er frá kl. 10.25 að kvöldi, tll kl. 2.55 að morgni. nesku stfórnina LONDON: Þýzk blöð halda áfram að láta reiði sína bitna á ensku stjórninni fyrir af- skiptii hennar af málum Tékkósló- vakíu. Halda þau fram annað veifið, að engri stríðshættu af hálfu Þjóð- verja hafi verið bægt á bug, þar sem aldrei hafi verið um slíka stríðshættu að ræða, en hitt veifið telja þau rangt að stríðshættan fari mlnnkandi, sök- um aðgerða Breta, þar sem Tékkar geri allt til að reyna á þolrif Þjóðverja. Þýzku blöðin halda því fram, að tékkneskar hersveitir séu enn við landamærin, en því er mótmælt í Prag. Þýzki sendiherrann í Prag hefir verið látinn mótmæla því að fjórar tékk- neskar flugvélar hafi flogið yfir þýzkt land, en stjórnin þar telur sér ókunn- ugt um það. Sudettarnir tveir, sem landamæra- vörðurinn skaut á dögunum, voru jarð- aðir 1 gær. Fór jarðarförin friðsam- lega fram. Engin tékknesk lögregla var viðstödd, en reglu var haldið uppi af einkennisklæddum Þjóðverjum. Henlein hélt líkræðuna. Hitler og Göring höfðu sent blómsveiga. Þingmenn Sudetta hafa lýst því yfir, að þeir muni framvegis hafa samband við Hodza og ræddu nokkrir þeirra við hann í gær. FÚ. ENSKU SKIPI SÖKKT LONDON: Brezku flutningaskipi, Thrope Hall, var sökkt i gær við mynni Valencia- hafnar. Skipið lá þar við akkeri, er flugvélar bar að, úr áttinni frá Mal- lorca ,og gerðu þær árásir á skipið, og sökktu því á skammri stundu. Öll- um skipverjum var bjargað, en tveir þeirra særðust. FÚ. Sftramboli gýs LONDON: Eldgos er uppi í gígnum Stormboli suður á Ítalíu. Öskufall er mikið og mikið hraunflóð. Ekki hefir frétzt um neitt tjón af völdum eldgossins. FÚ. LUNGHAI LONDON: Japanir halda áfram að telja sér sigra á Lunghai vígstöðvunum vestan við Suchow. Kínverjar- segja frá því, að þeim hafi tekizt að umkringja heila herfylkingju Japana á þessum slóðum. — FÚ. Um þessar mundir er mikið skrifað og talað um skuldamál þjóðarinnar í sambandi við gjaldeyrisvandræðin og fyrir- hugaða lántöku. Flestir virðást viðurkenna, að í raun og veru sé eðlilegt, að ekki sé hægt að lækka skuldir við útlönd eins og sakir standa, en misjafnt er til málanna lagt að öðru leyti. Sumir herða sig upp, loka aug- unum fyrir öllum erfiðleikum — markaðslokun, undirboðum Norðmanna á saltfiskmörkuð- um, aflaleysi, fjárpest og kenna stjórninni um gjaldeyriserfið- leikana. Aðrir, og i þeirra hópi eru vafalaust menn úr öllum stjórnmálaflokkum, líta með meiri skynsemi á málið — við- urkenna það, sem unnizt hefir, en hafa þó fyllilega opin aug- un fyrir þvi að ástandið er erf- ltt. í sambandi við þessar umræð- ur er fróðlegt að athuga lítið eitt hvernig skuldamálum okk- ar hefir verið varið undanfarin 10—20 ár annarsvegar, og hins- vegar hvað gert hefir verið til framfara í landinu á sama tíma. Kemur þá greinilegast í ljós, að hve miklu uppbygging sú og umsköpun, sem orðið hef- ir undanfarið, er byggð á eigin fé landsmanna sjálfra, því fé, sem framleiðslan hefir gefið af sér, og að hve miklu leyti notað hefir verið erlent fjármagn. Slíkur samanburður ætti einnig að geta gefið bendingar um það, hversu þjóðinni muni takast að standa á eigin fótum fjárhagslega framvegis. Ég mun ekki miða saman- burð um þetta að neinu leyti eftir „pólitígkum tímabilum", heldur við möguleikana til. þess að afla heimilda. Elztu heimildir um allar skuldir þjóðarinnar við útlönd, sem fyllilega eru sambærilegar nýjum skýrslum Hagstofunnar, eru frá árinu 1922. Skuldaaukntng síðan 1922. í ársok 1922 námu skuldirnar samkv. skýrslum Hagstofunnar ísl. kr. 59.485 þús. í árslok 1936 námu skuldirnar samkv. sömu heimildum ísl. kr. 90.373 þús. Á síðastliðnum 14 árum hafa skuldirnar vaxið um 31 milljón króna. Á sama tíma hafa orðið meiri framfarir í samgöngu- málum, atvinnumálum og menningarmálum en nokkru sinni áður í sögu þjóðarinnar. Eignaauknmg síðau 1922. Því miður eru ekki fullkomn- ar skýrslur, sem sýna hve mikið fé heffr verið lagt í nýjar fram- kvæmdir á þessum tíma, en ýmsar upplýsingar er hægt að fá, sem gefa töluvert góða hug- mynd um þá umsköpun sem orðið hefir. Ný iðnaðarfyrirtæki og afl- stöðvar (rafmagnsstöðvar) hafa verið reistar 1922—’37 fyrir um 42.7 milljónir. Til vega, brúa, símakerfa, út- varps og bygginga hefir verið varið úr ríkissjóði á árunum 1922—’37 um 30 milljónum. Til jarðræktarframkvæmda hefir verið varið á árunum 1924 (Frh. á 3. síðu.) Ásmundur P. Jóhannsson fasteignasali í Winnipeg og kona hans komu hingað til bæjarins á mánudagskvöld með Brúarfossi frá Kaup mannahöfn. Þau hjón munu dvelja hér í bænum fram í júlíbyrjun, en fara þá norður um land, um Húnavatnssýslur, Skaga- fjörð, Eyjafjörð og e. t. v. víðar. Af landi brott hverfa þau aftur í síðasta lagi 12. sept. n. k. — Meðan Ás- mundur dvelur hér í bæn- um situr hann aðalfund Eimskipafélags íslands. Ég kom að máli við Ásmund í íbúð hans á Hótel Skjaldbreið. Samband íslendinga vestan hafsins og austan barst auðvit- að strax í tal. — Ég hefi áður skýrt Nýja Skeiðará er enn í örum vexti og í gærkvöldi bárust fregnir um að Núps- vötn væru og tekin að vaxa. Skeiðará flæðir nú yfir þriggja kílómetra breitt svæði og hefir sópað burt mörgum símastaurum af Sandinum. Leggur af ánni megna jökulfýlu og einnig ber mikiö á jökulleir. Þetta, ásamt fleiru, þykir benda til þess að um eldsum- brot sé að ræða, hvort sem þeirra gæti á yfirborðinu eða ekki. Skyggni var í gær mjög slæmt þarna austur frá vegna þoku. Jóhannes Áskelsson náttúrufræðing- ur mun í dag leggja af stað austur að Kálfafelli í Fljótshverfi. Verður Tryggvi Magnússon í för með honum og hyggjast þeir að ganga á eldstöðv- arnar frá 1934. Mun flugvélin síðar fljúga austur með nokkuð af farangri þeirra og varpa honum niður á jök- ulinn. Einnig hefir komið til orða að flug- vélin verði send austur til athugana, en slíkt mundi ekki fært nema í góðu skyggni. Verði af því, þá munu þeir fara með henni Pálmi Hannesson rektor, Steinþór Sigurðsson magister og Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari. Yrði þá flogið yfir umhverfi Skeiðarár og til Hornafjarðar. Ekki var ákveðið í gærkvöldi hvort eða hvenær yrði af för þessari. í gærkvöldi barst útvarpinu svo- hljóðandi skeyti frá Fagurhólsmýri: (Framhald á 4. síðu.) dagblaðinu frá skoðunum mín- um í því efni, segir Ásmundur, og þær exu hinar sömu enn. Samheldni og samvinna þess- ara tveggja aðila er ekki ein- asta æskileg, heldur einnig til (Framhald á 4. siðu.) Þjóðerniskennd ungra Islendingfa vestanhafs fer vaxandi segir Ásimmclnr P. Jóhaimsson

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.