Nýja dagblaðið - 08.06.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 08.06.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan hi. Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritstj órnarskrlf stof umar: Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstoía: Lindargötu 1D. Simi 2323. Eftir kl. 5: Simi 3948. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.í. Símar 3948 og 3720. «❖ Kynlegar undírtektír Fyrir nokkrum dögum ritaði forsætisráðh. öllum blöðum og tímaritum bréf, og sendi útvarp- inu og afrit af þvi bréfi, þar sem hann óskar þess, að horfið sé frá hinum ruddalega rithætti, er ríkt hefir um erlendar þjóðir og forvígismenn þeirra. Færir ráðherra rök að því að dónalegt orðbragð um erlendar þjóðir og forvígismenn sé engum góðum málstað til framdráttar, en til þess fallið að skaða okkur sjálfa. Morgunblaðið og Alþýðublaðið brugðust næsta barnalega við þessu bréfi — og bera greinar þessara blaða um málið vott um næsta lítinn pólitískan þroska. — Mbl. hafði ritað um þeta mál fyrir rúmri viku síðan, eða rétt áður en ráðherrann sendi blöð- unum bréfið. Og þegar blaðinu berst bréfið setjast ritstjórnir niður og skrifa þakkargrein til ráðherrans fyrir það, að hann hafi orðið við og tekið upp til- lögu blaðsins. Hér var fram- kvæmt mál, sagði Mbl., sem það átti fyrstu tillöguna að! — Alþ.- blaðið hafði hingað til ekki sagt neitt um bréf forsætisráðherra — en ritstjórnarnir virðast hafa lesið Mbl.-greinina, sem hafði ekki verið leiðrétt eða svarað hér í blaðinu. Og í gær er Alþýðu- blaðið orðið fokvont yfir áminn- ingarbréfi ráðherra, segir að refsingar muni lítið leiðrétta, ráðherrann hafi hér gerzt vika- piltur fyrir Mbl. — m. ö. o. til- lögurnar séu frá Mbl., þessvegna séu þær óalandi. — £etta atferli blaðanna tveggja er næsta kátbroslegt — og skulu her gefnar nokkrar upplýsingar um tildrög þessa bréfs forsætis- ráðherra ef það mætti í senn minnka lítilsháttar gleiðgosa- hátt Mbl. og geðstirfni Alþbl. — Fyrir um mánuði síðan hreyfði forsætisráðherra því í nefnd, þar sem fulltrúar frá Al- þýðufl. og Sjálfstæðisfl. eiga sæti og voru báðir viðstaddir — að hann teldi að orðbragð blað- anna um erlendar þjóðir og for- vígismenn væri okkur til minnk- unar og líklegt til að valdi okk- ur skaða. — Þessvegna væri æskilegt, að slíkur ruddaskapur væri lagður niður. — Allir nefndarmenn voru sammála um, að svo væri — og allir virtust sammála um, að ráðherra ritaði hið margumtalaða bréf og bæri fram þessa ósk og um leið að- vörun til blaðanna. — Þetta er sennilega ástæðan til þess, að Mbl. rúmum hálfum mánuði síð- ar ritar um þetta mál, er ráð- herra ber fram á fyrnefndum nefndarfundi, þar sem tveir Sjálfstæðismenn og einn Alþýðu flokksmaður voru meðal annara mættir. — Nýja dagblaðinu þykir mjög leitt að þurfa þannig að taka þessa æru af Mbl.-ritstjórunum, sem þeir virðast hafa glaðzt svo barnslega yfir að eiga. — En væntanlega læknar það þá um leið taugakerfi Alþbl., þegar upplýst er að tillagan um að rita þetta áminningar- og aðvörunar bréf til blaðanna er ekki til orð- ið í höfði Mbl.ritstj óranna, held- ur borið fram á fundi löngu áður og að því er virðist með góðu samþykki þess Alþýðufl.manns, er þar var mættur. Enda verður því ekki neitað, að þessi áminning til blaðanna er sannarlega orð í tíma talað — sem Nýja dagbl. hefir og oftar en einu sinni nú upp á síðkastið bent á og leitt rök að. „Skortur á hreinlæti í okkar ágætu höíuðborg“ Vaxandi flokkur Hálfum mánuði fyrir hvita- sunnu ætlaði Gunnar Thor- oddsen að halda fund að Sauð- húsvelli undir Eyjafjöllum. Fundinn ætlaði hann fyrir unga fylgismenn Sj álfstæðisflokksins þar í grennd. Þessi fundur fórst fyrir, því að ungir Eyfellingar fylgja yfirleitt ekki Sjálfstæð- isflokknum að málum og ósk- uðu ekki eftir að hlýða á frétta- burð Gunnars um stjórnmála- viðhorfið í landinu. Er það skemmst af að segja, að á „fundi“ Gunnars mættu þrír menn, og mun hann ekki hafa talið fundarfært með svo fá' um áheyrendum. Á laugardaginn fyrir hvita- sunnu komu austur að Selja- landi þrír ungir Framsóknar- menn úr Rvík. Dvöldu þeir aust ur þar yfir hátíðina, gengu á Eyjafjallajökul ásamt flokks- bræðrum sínum þar úr sveitinni, og nutu þess heilnæmis, sem útivist undir beru lofti hefir í för með sér. En auk þessa héldu Framsóknarmennirnir úr Rvík fund að Sauðhúsvelli og stofn- uðu þar félag ungra Framsókn armanna í Vestur-Eyjafjalla- hreppi. Á þennan fund komu nál. tiu sinnum fleiri menn, karlar og konur, en á „fund“ Gunnars hálfum mánuði áður. Þetta atvik, sem í fljótu bragði virðist ekki hafa stór- vægilega þýðingu, er mjög tal andi tákn um stjórnmálavið horfið í landinu eins og nú horfir við. Framsóknarflokkur- inn fer einn með völdin, svo sem kunnugt er, en nýtur hluf- leysis Alþýðuflokksins. Fram- sóknarflokkurinn ber ábyrgð- ina gagnvart þjóðinni. Ýmsir stjórnmálamenn, sem standa utan Framsóknarflokksins, halda að þetta sé tilvalið tækf færi til þess að grafa undan trausti flokksins meðal almenn ings, fólkið muni ósjálfrátt kenna flokknum um marghátt- aða erfiðleika, sem steðja að í augnablikinu, og sé haldið uppi nógu harðvítugum og illkvitnis- legum ádeilum á flokkinn, muni dagar hans senn taldir. Þeir menn, sem þannig hugsa, hall ast með öðrum að þeirri stjórn- málalist, að hægra sé að vinna fylgi flokki, sem sé 1 andstöðu, Það er venjuiega hægra að standa hjá og rífa kj... um það, sem aflaga fer og ábótavant er, bæði hjá einstaklingum og stofnunum, en að koma með hagkvæm úrræði til að bæta úr meinsemdunum svo að fullu haldi komi. Eftir að Hitler tók 1 vetur yf- irráðin yfir Austurríki, kom hingað heim landi okkar, Grím- ur Magnússon læknir, sem dval- ið hefir 10 síðustu árin í Vínar- borg. Grímur hafði haft orð á þvi, er hann gekk um götur Reykjavikur, að skortur væri á hreinlæti í okkar ágætu höfuð- borg. í hans augum hafa göturn- ar í Reykjavík ekki verið eins þrifalegar og í Vín. Ójá. Senni- lega fást ýmsir til að trúa þess- um góðlátlegu orðum Gríms. Við þessa frétt roðnaði einstaka maður, svona í bili, og aðrir drógu andann aðeins dýpra. Þessi ummæli læknisins breyttu samt engu. Hreinlætið og óþrif- in eru vist nákvæmlega þau sömu, sem verið hafa á götum bæjarins. Maðurinn er ekkert annað en vani, og þegar til lengdar lætur, verður maður sorpinu samgróinn, ef svo mætti orða það. Ég meina, að maður veitir því enga eftirtekt, þegar maður gengur daglega á þvi og hefir það i kringum sig. í sam- bandi við þetta má benda á gluggaskansana, sem margir eru meðfram gangstéttunum. Þeir eru sífellt meir og minna fullir af allskonar samansöfn- uðu drasli, sem þangað hefir fokið, en kemst ekki hjálpar- laust þaðan burt. Þar á ruslið griðastað. Þar virðist það fá að hvíla sig árið út og árið inn. Með því að ganga daglega hjá þessum ófögnuði, maður getur sagt í i/2 eða heilt ár, þá fer maður ekkert að veita þessu eft- irtekt, en fyrstu dagana finnst manni þetta alveg ólíðandi, ekki sizt í höfuðborg landsins. Hús- ráðendur geta liðið þetta rusl flokki, sem enga ábyrgð berl, flokki, er geti notað óviðráðan- lega örðugleika fyrlr ádeiluefni á flokkinn, sem fer með völdin. Þetta litur ekki ósennilega út í augnablikinu, og myndi mjög vænlegt, ef um óþroskaða kjós- endur væri að ræða. En hér á landi gef$t þessi aðferð alls ekki vel. Fólkið veit vel, að þeir örð- ugleikar, sem við eigum nú við að striða, eru óviðráðanlegir, að þeir eru utanaðkomandi, en ekki verk rikisstjórnarinnar eins og andstæðingarnir vilja margoft vera láta. Fólkið í landinu veit líka vel, að ekki er öðrum flokkum betur treyst- andi til þess að ráða fram úr erfiðleikunum. Þær ályktanir á það auðvelt með að draga af tuttugu ára starfssögu flokks ins, og ekki síður af fram komu flokksins á yfirstandandi (FramhaXi á 4. síOu.) ótrúlega vel; þó hafði ég hugs- að, að margur vildi gera hreint fyrir sinum dyrum, en hér fær aað ekki að rætast. Með allri sanngirni getur húsráðendum verið þetta að nokkru leyti vork- unnarmál, og vildi ég koma inn á það siðar í þessari grein.. Sennilega hefir heilbrigðis- nefnd yfirumsjón á þvi, að oessar ruslakistur séu þrifaðar, og verður ekki annað séð en hér sé á ferðinni fullmikið eftirlits- leysi og vanræksla á því starfi, sem sumum öðrum hreinlætis- málum bæjarins. Enda spyr margur, hvort hér sé til nokkur starfandi heilbrigðisnefnd. — Þrifnaður og hreinlæti streymir yfir bæinn með heita vatninu. Askan og sótið hverfur að húsa- baki og sorptunnur sjást þar engar. Bréfaruslið, sem nú er argasta plága á götunum og í húsaskjóli í sumum hverfum bæjarins, verður þá tekið fastari tökum en nú er. Eftir heimkomu Gríms Magnússonar í vetur, bregður einn „Bæjarbúi“ sér fram á ritvöllinn og skrifar kærkomna grein í eitt dagblaðið um „Bréfarusl í bænum“. Með- al annars segir hann þar: „Það þykir ósvinna nú orðið, er ferða- fólk skilur eftir bréfarusl, tóm- ar dósir og flöskur o. fl. í fögr- um brekkum eða lautum, þegar það ferðast á sumrin, en ekki er hitt betra, að fleygja þessu rusli á göturnar eða í kringum hús- In — í kringum heimili sín og nágranna sinna“. Ég er alveg samþykkur „siðasta ræðumanni" Bæjarbúanum, og það ættu fleiri að taka til máls i þessu vanþrifamáli bæjarins. Fólk þarf að skilja þá hirðu- semi, sem því er samfara, að fleygja ekki umbúðapappír og ýmsu öðru rusli hvar sem það er statt. Þetta gera samt margir í gáleysi. Gera sér ekki grein fyrir þeim sóðaskap, sem oft getur af því hlotizt. Sérstaklega ættu þeir eldri að vekja eftir- tekt þeirra yngri á hirðusem inni. — Skólabörnin kasta t. d. aldrei bréfarusli á gólfið i kennslustofunni. Af hverju gera þau það ekki? En þegar þau koma út á leikvöllinn, þá er hreinlætið og snyrtimennskan gleymd. Börnin koma oft þang- að með bréfarusl i vösum sínum eða húfunum og fleygja því bara á leikvöllinn, þar sem þau ætla að skemmta sér í frímín- útunum. Þó er börnunum vel kunnugt um, að ruslageymslur eru í hverju horni. Því sýna þau þennan sóðaskap? Af þeirri einföldu ástæðu, að þeirra hug- kvæmni yfir hreinlætið, nær ekkert út yfir skólastofuna. Vaninn er svo ríkur, að fleygja öllu rusli frá sér, hvar sem statt er, en halda ekki sælgætis- umbúðum og öðru blaðadóti saman og koma því í sinn rétta stað. Vitanlega opinbera þau börnin það, sem þetta gera, að þau eru þessu vön frá heimil- um sínum. Þau hafa ekki drukk- ið í sig hreinlætistilfinninguna með móðurmjólkinni. Þau hin sömu hafa enga sómatilfinn- ingu fyrir því hvert leiksviðið er hreint eftir föngum eða sorpugt. Þetta er eitt með mörgu öðru, sem skortir á hreinlæti okkar ágætu höfuð- borgar. Ég veit, að það er hægra að standa hjá og tala um þessi mál við kennara og aðstandend- ur barnanna, en að koma þeirri tilfinningu raunverulega inn í meðvitund barnanna, að þau sýni þrifnað og prúða umgengni í hvívetna. Vinnist ungdómur- inn hxeinlætinu til fylgis, þá erum við á framtíðarvegi með þrifnað í okkar ágætu höfuð- borg. í október og nóvember s. 1. skrifaði ég grein í tvö af dag- blöðum bæjarins um óviðunandi sorpgeymslur og óþrifnað að húsabaki o. fl. Breyting hefir engin komið enn þá á það ó- þrifámál, þó kominn sé 18. maí, enda gerði ég mér aldrei háar vonir um það beinlínis. En um það hafði ég von, að e. t. v. tækju einhverjir í sama streng og hreinlætismálinu þokaði smát og smátt í rétta átt. — Að húsabaki standa sorptunn- urnar, oft með stórum kúf upp af börmunum, með ösku, sóti, bréfarusli og allsk. úrgangi frá húsunum, eins og allir þekkja til. Suma tíma verður að safna í hauga, þegar tununrúmið þrýtur. Sorphreinsararnir purfa víða við að koma og hafa ekki undan að losa úr tunnunum. Húsmæðurnar, sem hafa á- hyggjur af hreinlætinu kring- um heimili sín, eru sárleiðar í skapi yfir þessu sleifarlagi, en geta ekki við neitt ráðið, því breyting til bóta verður að koma frá æðri stöðum. Svo kemur vindurinn óboðinn allt í einu, þá bregður þessi ófögn- uður sér í ferðalag með honum. Fer fyrst fram á milli húsanna., út á götur og gangstéttir, þvæl- ist þar fram og aftur, þar til hann finnur sér eitthvert skjól. Á þessu ferðalagi hefir það út- svínað hreinlæti húsmæðranna og þeirra, sem vilja hafa þrifa- legt I kringum sig. Verk götu- hreinsaranna er alveg eyðilagt. Það lítur svo út, sem þeir hafi ekki þrifað til í lengri tíð, þó þeir séu stundum nýbúnir að því, og að jafnaði er það verk mjög vel af hendi leyst. Þessi hringrás á ruslinu, öllum bæj- arbúum til særingar og skamm- ar, endurtekur sig allan ársins hring á meðan ekki kemur ann- að betra fyrrikomulag á sorp- geymsluna og hxeinlætismálin yfir höfuð. Húsmæðurnar þurfa að fá það inn í sig, að láta brenna öllu mögulegu rusli, sem tilfellst á heimilunum. Þessar sorptunnur, sem almennt eru notaðar, eru ónógar og vand- ræðageymslur, þegar þangað er borið hvert „pút og plagg“ frá heimilunum, meira að segja dýnur, poka- og bréfarusl, all- (Framhald á 4. síöu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.