Nýja dagblaðið - 10.06.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 10.06.1938, Blaðsíða 1
Hafið þér notaff þvottaduft? Reyniff það 1 næsta þvott, og þér sann- færizt um gæffin. IWJIA ID/^GflBIL^iÐIHÐ 6. ár Reykjavík, föstudaginn 10. júni 1938. 130. blað. Viðskiptin við útlönd Yfirlit um fimm fyrstu mánuðí ársins ANN ÁLL 161. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 2,08. Sólarlag kl. 10,47. Árdegisháflæður í Rvík kl. 3,40. Næturlæknir er I nótt Halldór Stefánsson, Ránar- götu 12, síml 2234. Næturvörður er I Laugavegsapóteki og Ingólfsapóteki. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfr. 12,00 Hádegisútv. 13,05 FJórði dráttur í happdrætti Há- skólans. 15,00 Veðurfr. 19,10 Veðurfr. 19,20 Hljómpl.: Sönglög eftir Schubert. 19,40 Augl. 19,50 Fréttir. 20,15 Útvarps- sagan („Októberdagur", eftir Sigurd Hoel). 20,45 Hljómpl.: Fiðlusónata í D-dúr og sónata pathetique, eftir Beet- hoven. — Tvísöngvar. — Harmoníkulög. 22,00 Dagskrárlok. Jónas Jónson, formaður Framsóknarflokksins fór í gær áleiðis norður í Þingeyjarsýslu til fundahalda. Hvítabandið lætur selja merki á götum bæjarins í dag til ágóða fyrir starfsemi sina. Affgöngumiffar að samsæti því fyrir Reumerts- hjónin, sem Leikfélag Reykjavíkur efnir til kl. 7% á Hótel Borg í kvöld, verða afhentir gestunum við inngang- inn. Húnvetningafélagið. Athygli skal vakin á auglýsingu Húnvetnlngafélagsins um kynnisför um Húnavatnssýslur, á öðrum stað hér í blaðinu. Frá Ferðafélagi fslands. Á Vífilfell og Bláfjöll. Ekið í bílum upp fyrir Sandskeið og gangið þaðan vestan við Vífilfell að Stóra-Kóngsfelli og síðan á Hákoll, sem er hæstur tindur í Bláfjöllum (685 m.). Af Hákolli verður haldið norður eftir Bláfjöllum í Jósepsdal, og síðan gengið á Vífilfell (655 m.). Útsýni er ágætt af báðum tindum, en sitt með hverju móti. Af Vífilfelli verður haldið um Sauðadali út á Suðurlandsbraut og í bílana. Þetta er mjög hæg og skemmti- leg gönguför. SkjaldbreiðarferSir. Ekið austur Mosfellsheiði um Þing- vöU, Hofmannaflöt, Kluftir og inn með Gatfelli og gengið þaðan á Skjald- breið. Útsýni af Skjaldbreið er viður- kennt, því þaðan sést ekki aðeins yfir Suðurland heldur allt austur á Vatna- jökul og yfir hinn fagra Borgarfjörð, Mýrar og Snæfellsnes. í norðri er Ok og Langjökull. Þá sést vel til Haga- vatns. Lagt á stað kl. 8 árdegis. Farmiðat seldir á Steindórsstöð til kl. 7 á laug- ardag. íslandsmótiff Kínverska stjórnin ilytur Írá Hankow Sókn Japana miðar áfram inn í landið London: Skrifstofur kínversku stjómarinnar verða nú fluttar frá Hankow, en starís- menn úr hverju ráðuneyti munu þó verða áfram í borginni. Það er ekki kunnugt hvar Chiang Kai Shek ætlar að taka stjórn sinni aðsetur, en það er haldið að það verði í Honan. Fjár- málaráðuneytið, menntamálaráðuneyt- ið og innanríkismálaráðuneytið munu þó verða flutt til Chung King, 500 enskar mílur upp með Yangtse-fljóti frá Hankow. Þarna hafa nokkrar aðr- ar stjórnarskrifstofur verið settar nið- ur áður. Utanríkismálaráðuneytið verð- ur þó sennilega flutt til Yun-nan í samnefndu héraði. Flugvélar og gufu*- skip, sem fara frá Hankow eru eins yfirfull af fólki eins og verða má með því að almenningur flýr borgina eftir því sem farartæki hrökkva til. Fulltrúi japanska flotamálaráðu- neytisins sagði 1 gær, að flotastjórnln væri mjög ánægð með árangur þann, sem náðst hefði í árásunum á Canton. Hann sagði, að japanskir flugmenn mundu hér eftir eins og hingað til gæta þess stranglega að skjóta aðeins á staði, sem hefðu hernaðarlega þýðingu, en árásunum á Canton yrði haldið áfram. FÚ. SKEMMTUN að Laugarvatni. Á sunnudaginn, kl. 3 e. m. verffur haldin skemmt- un aff Laugarvatni í sam- bandi viff landsmót ungra Framsóknarmanna. Framsóknarfólki úr Rvik sem fara vill austur, verff- ur séff fyrir ódýru fari. Skemmtunin og ferffir austur verða auglýstar hér blaffinu á morgun. Áskriftarlisti fyrir vænt- anlega þátttakendur í austurferff liggur frammi Samkvæmt bráðabirgða- talningu Hagstofunar hefir innflutningurinn í maí sl. numið kr. 7.122.000,00 og útflutningurinn kr. 3.601.000,00. — í sama mán- uði í fyrra nam innflutn- ingurinn kr. 5.715.000,00 og útflutningurinn nam kr. 2.936.000,00. Á síffastliðnu og yfirstandandi ári hafa viðskiptin á 5 fyrstu mánuðunum orðið þessi: INNFLUTNINGUR Janúar Febrúar Marz April Maí 1937 1618 þús. 2551 — 3427 — 4976 — 5715 — 1938 2556 þús. 4178 — 3132 — 4478 — 7122 — Samtals 18287 þús. 21466 þús. ÚTFLUTNINGUR 1937 1938 Janúar 2366 þús. 1419 þús. Febrúar 1926 — 3619 — Marz 2728 — 3677 — Apríl 3935 — 3470 — Maí 2936 — 3601 — Samtals 13891 þús. 15786 þús. Hallinn á viðskiptunum þessa fimm múnuði hefir orðið: Innflutningurinn hefir orðið samtals rúml. 5 millj. hærri nú en á sama tíma sl. úr. Á framangreindu yfirliti sézt að hækkun innflutningsins ú yf- irstandandi ári hefir orðið í Jan- úar, febrúar og svo maí. í marz og april hefir influtningurinn hinsvegar orðið lægri en í fyrra. Sundurliðun innflutningsins eftir vöruflokkum er ekki lokið enn nema til aprílloka. Sézt á henni að hækkunin á þessu tímabili er aðallega i vefn- aðarvöru ca. 450 þús., rafmagns- vöru og simaefni ca. 730 þús., landbúnaðarvöru ca. 100 þús., búsáhöld ca. 250 þús. og nemur mismunurinn á þessum liðum hérumbil heildarmismuninum á þessu tímabili. Blaðið hefir fengið þær upp- lýsingar að mismunurinn í vefn- aðarvöru stafi af því að gefin hafi verið út í ársbyrjun inn- flutningsleyfi á vefnaðarvörum, sem svari til þess innflutnings, sem íeyfður var í maímánuði i fyrra og kemur þessi innflutn- ingur þvi nú á fyrri hluta árs, sem kom á siðari hluta ársins í fyrra. Mismunur á rafmagnsvörum mun hinsvegar vera svo að segja eingöngu innflutningur til stækk unar útvarpsstöðvarinnar. Hækk un landbúnaðarvörunnar mun hinsvegar stafa af innflutningi girðingarefnis vegna mæðiveiki- varnanna. Annars mun vera svo ástatt um mismuninn í bús- (Framhali d 4. tiðu.) 1937: kr. 4.395 þús. 1938: kr. 5.680 þús. Þýzki knattspyrnuflokkurínn heldur áfram 1 kvöld. Képpa þá K. R. og Valur og er þetta þriðji leikur mótsins. Menn eru beðnir að athuga að leikurinn hefst ekki fyr en kl. 9, sökum þess, að verzlanir eru opnar til kl. 8. — Verður þetta efalaust skemmtilegur leikur. Sjómannafélag Reykjavlknr heldur fund 1 kvöld kl 8 í Iðnó. Verð- ur þar rætt um ýms félagsmál og af- stöðuna til síldveiðikjaranna. ELDUR í Gríndavíkur- hrauni Bergur Jónsson sýslumaður GuU- bringu- og Kjósarsýslu fékk í gær þær fregnir sunnan úr Vogum að þaðan værl allmikinn eld að sjá í Grinda- víkurhraimi. Brá sýslumaður þegar við, símaði til hreppstjóra og fól honum að safna mönnum og reyna að hefta út- breiðslu eldsins. Auk þess sendi sýslu- maður fulltrúa sinn á staðinn til rann- sókna og eftirlits. : á afgr. Nýja dagblaffsins :j: y í dag og á morgunn. Nýja dagblaðlð hefði tal af sýslu- mannl í gærkvöldi er fulltrúinn var aftur kominn úr för sinni. Sagði hann svo frá, að eldurinn næði yfir aUt að tveggja hektara svæði. Er þetta austur af Grindavík, suður undir Þorbirni. Er haldið að eldurinn hafi komið upp nálægt sýsluveginum. Eldurinn er ekki magnaðri en það, að ganga má um allt svæðið, enda er gróðurinn mjög lítiU á þessu svæði, mestmegnis mosi. Hafði hreppstjóri á skömmum tíma safnað saman um fjörutíu manns og rifu þeir geilar í mosann umhverfis eldinn, til þess að hefta útbreiðsluna. Þykja líkur benda til að eldurinn hafi byrjað jafnvel á mánudag. Ekki er kunnugt um hvernig eldurlnn hafi kviknað í fyrstunni. Hafa verið miklir þurkar undanfarið og mosinn því afar þurr. Er jafnvel haldið að eldurinn geti hafa kviknað frá eldspýtu eða vind- lings bút, er menn hafi kastað frá sér í gáleysi. Eins og mönnum er kunnugt, kemur hingað flokkur þýzkra knattspyrnumanna í sumar. Koma þeir með Goðafossi 25. júni hingað til Reykjavikur. Mun öllum þeim, er áhuga hafa fyrir knattspyrnu leika hugur ú að fá eitthvað að vita um menn þessa. Nýja dagblaðið sneri sér til nefndar þeirrar, er sér um möttöku knattspyrnumannanna og fékk hjá henni eftirfarandi upplýsingar: Markvörður verður að líkind- um Sonnrein, snjall knatt- spyrnumaður yngri kynslóðar- innar, sem þegar hefir tekið þátt í tveim alþjóðakeppnum, á móti íslandi og Ungverjalandi. Sem bakverðir koma til greina Katzer, Tennis Borussia Berlin, og Bertram, V. f. B. Stuttgart. Katzer er framúrskarandi bak- vörður, sem hefir oftar en einu sinni verið I úrvalsliði þýzkra stúdenta — og sem einnig hefir keppt fyrir Þýzkaland í heims- meistarakeppni. Bertram er mikil stoð félags síns, V. f. B. Stuttgart, sem varð á þessu ári héraðsmeistari. Tennis Borussia er eitt af leiðandi félögum Ber- línar. Úr V. f. B. Stuttgart kemur einnig hægri framvörður Kraft, ungur knattspyrnumaður, og hæfileikar hans gefa góðar vonir um framtiðina. Lindemann, miðvöðrur, er úr S. V. Eintracht Frankfurt, sem einnig varð hér- aðsmeistari á þessu ári. Sem vinstri framvörður keppir Liid- ecke frá Eimsbiittel, sem var þegar með i fyrstu ferð til ís- lands og oft hefir komið fram á leikvelli í nafni ættborgar sinn- ar, Hamborgar, og Norður- Þýzkalands. (Framhald A 4. tiðu.) TiL FKJLLTRJÚA á stofnfund Sam- ::: bauds ungra Framsóknar- manna að Lauf»'arvatiil. Óskaff er eftir aff þeir :j: fulltrúar, sem þegar eru j komnir í bæinn, gefi sig j : sem fyrst fram á skrifstofu : : undirbúningsnefndar á : Lindargötu 1 D, sem er op- : in kl. 9—7. Lagt verffur af staff til ;;; Laugarvatns frá Bifreiffa- stöff íslands kl. 9 i kvöld og kl. 10 í fyrramáliff. Er : j þess fastlega vænzt, aff þeir j : fulltrúar, sem geta, til- : ! kynni skrifstofunni fyrir :i; kl. 5 e. h. í dag meff hverri. j | : ferffinni þeir óska aff fara. Tekiff er á móti slíkum til- :! ; kynningum í síma 2353 og | : svaraff fyrirspurnum varff- : andi ferffir og fyrirgreiðslu ;;; : fulltrúa. Alexandrine drottn- ing verður iyrir slysi EINKASKEYTI FRÁ KHÖFN: Alexandrína drottning hefir orSið aff fresta för sinni til Stockholms í sam- bandi viff 80 ára afmæli Gustafs Svla- konungs vegna þess, aff hún hefir ver- iff bitin aí hundi, þar sem hún dvald- ist á Klitgaarden á Jótlandsskaga, en þaff er sumardvalarstaður konungsfjöl- skyldunnar. Var drottning á gangi meðfram ströndinnl og hafffi meff sér tvo litla hunda. Réffist þá aff henni grænlenzkur hundur og réffist ú hunda drottningar, en beit hana sjálfa, þegar hún kom þelm til affstoffar. Var þegar í staff ekiff meff drottningu á sjúkra- hús og varff þar aff gera á henni skurff tll þess aff hreinsa sáriff, en þvl næst var hún aítur flutt tll Klit- gaarden. Læknar álita aff liíi hennar sé ekki nein hætta búin. FÚ. Vatnsílóð í Noregí og Svíþjóð Stórf elldar skemmdir EINKASKEYTI írá KHÖFN: Stórkostleg vatnsflóff geisa nú 1 Norffur-Svíþjóff og Norður-Noregl og hafa þau valdiff tjóni sem nemur milljónum króna, I Vestarbotten. Fólk- iff hefir orffið aff yfirgefa f jölda bænda- býla. Húsum hefir sópaff um koll, brýr hafa brotnaff, vegir eyffilagzt og akrar allir skemmdir á hundruffum bænda- býla. Eru þess dæmi aff fariff sé á mótorbátum, þar sem vegir liggja. FÚ.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.