Nýja dagblaðið - 21.06.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A
DAGB LAÐIÐ
3
„Að leita sannleikans“
þegar hann seint í ræðu sinni
bætir við eftirfarandi orðum um
mistök þau, sem stundum hafa
orðið á vali prófessora að há-
skólanum, því prófossor Alex-
„ander segir þar svo:
„Þegar háskólinn var stofnað-
ur, voru valdir til hans kennar-
ar þeir menn, er beztir voru
taldir í sinni fræðigrein hér á
landi. Þótt meðal þeirra hafi
verið margir ágætir menn, hygg
ég þó, að fullyrða megi, að til
háskólans hafi fyr og síðar val-
ist menn, sem ekki hafa full-
nœgt þeim kröfum, er gera verð-
ur til háskólakennara um vís-
indalega menntun oa kennara-
næfileika“.
Af framansögðu hlýtur al-
menningi að vera Ijós aðstaða
prófessorsins. Ég ætla því ekki
að fara fleiri orðum um hana.
n.
Á sama bæjarstjórnarfundi
taldi Bjarni Benediktsson mér
það mjög til lasts, og þannig
segir einnig Mbl. frá ræðu hans,
— með orðum, sem ekki verða
nema á einn veg skilin —• að
ég væri „rikur fjárplógsmaður"
og að „gyðíngsháttur okrar-
anna“ væri mér „hugleikinn“.
Nú vil ég spyrja lagaprófess-
orinn: Hefir ekki undir núver-
andi þjóðskipulagi verið hægt að
eignast neitt fé nema með því að
vera „gyðinglegur okrari“ eða
„f j árplógsmaður“ ?
Til þess að létta prófessornum
svarið við þessari spurningu,
hefi ég tekið til athugunar eign-
ir 5 manna, og borið þá saman
við mig. Samkvæmt síðustu
skattskrá hefi ég tekið eigna-
skatt þessara manna og reiknað
út eftir henni eignir þeirra, svo
að ekki skakkar á einu þúsundi
króna hjá hverjum. Tveir þess-
ara manna eru bæjarfulltrúar
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einn
þeirra er þekktur útgerðarmað-
ur, einn iðnaðarfrömuður og
einn stórkaupmaður, sem mun
vera talinn ein af fjárhagslegum
höfuðstoðum Sjálfstæðisflokks-
ins. Til samanburðar tek ég svo
sjálfan mig og tilfæri hjá hverj-
um einum upphæð eignaskatts
og upphæð nettóeignar eins og
hún sýnir sig að vera samkvæmt
upphæð eignaskattsins.
Eignaskattur Nettóeign
Jón Björnsson, stórkaupmaður ........ ki. 3.356,00 kr. 490.000,00
Ólafur Johnson, konsúll ............. — 2.949,60 — 439.000,00
Tómas Tómasson, framkvæmdastjóri . — 2.648,80 — 401.000,00
Halldór Þorsteinsson, skipstjóri .... — 2.422,40 — 373.000,00
Guðmundur Ásbjömsson, kaupmaður . — 1.232,80 — 220.000,00
Sigurður Jónasson ................... — 357,60 — 94.600,00
arflokksins fyrst og fremst.
Fyrír utan 2 síðustu bæjar-
stjórnarfundi, hefi ég setið á
bæjarstjórnarfundum, er haldn-
ir voru 17. febrúar og 3. marz
s. 1. í bæði skiptin samkvæmt
tilmælum aðalfulltrúa Fram-
sóknarflokksins. Öðrum fundum
bæjarstjórnar, nema þeim 2
síðustu, sem ég einnig hefi setið
eftir tilmælum Framsóknar-
flokksins, vegna fjarveru aðal-
fulltrúans, hefi ég enga tilraun
gert tii aö taka sæti á. Ég mun
að visu einu sinni eða tvisvar
hafa setið stundarkorn sem
áheyrandi á fundum bæjar-
stjórnar og mun 1 bæði skíptin
hafa átt tal við Jónas Jónsson,
ýmist áður en fundir hófust,
eða hann gengið til mín út á
áheyrendabekkina meðan fund-
ur stóð yfir. Það gerðu líka aðr-
ir bæjarfulltrúar, eins og t. d.
Valtýr Stefánsson ritstjóri. Man
ég að Valtýr átti a. m. k. í annað
skiptið samtal við mig um hags-
munamál blaðanna, sem þá lá
fyrir Alþingi, og sem honum var
mikið í mun að ég ynni að með
honum að greiða úr. Gæti V. St.
þvl borið vitni um „fundar-
hæfni“ mína þá.
Hvort þessar 2 stuttu komur
mínar á áheyrendabekki bæjar-
stjórnar hafa haft þær skringi-
legu verkanir á ímyndunarafl
lagaprófessorsins að þær hafi
eftir á skapað I huga hans fram-
angreinda sögu, sem enga stoð
hefir í veruleikanum, eða hvort
að hann hefir beinlínis logið
sögunni upp vísvitandi, veit ég
eigi. Hafi ímyndunaraflið leikið
svo ferlega á lagaprófessorinn,
að þessi fullkomlega ósanna
saga hafi orðið til í huga hans,
og hann trúað að hún væri
sönn, hygg ég að það geti varla
orðið tvennar meiningar um
það, að maðurinn sé ekki fylli-
lega „normal". Sé hér hinsvegar
um visvitandi lygasögu að ræða,
virðist prófessorinn heldur al-
varlega hafa vikið af götu sann-
leikans, sem er þó, samkvæmt
þvi sem að ofan er tílvitnað í
ræðu próf. Alexanders, æðsta
markmið háskólaprófessora að
fylgja, og væntanlega þá einnig,
er þeir láta ljós sitt skina utan
við sjálfan háskólann.
Ef til vill hefir próf. Alexander
þó haft próf. Bjarna í huga,
IÝJA MGBLAÐIB
Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f.
Ritstjórl:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
RitstJ órnarskrlístof umar:
Llndarg. 1 D. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýslngaskxiístofa:
Lindargötu 1D. Sími 2323.
E3tir kl. 5: Síml 3948.
Askrlítarverð kr. 2,00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura elntaldð.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Símar 3948 og 3720.
Mínníhlutinn
í hæjarstjórninni
Á seinasta bæjarstjómar-
fundi urðu talsverðar deilur
milli fulltrúa Framsóknar-
flokksins og íhaldsmeirihlutans
út af reglugerðum Rafmagns-
veitunnar og Sogsvirkjunar.
Fulltrúi Framsóknarflokksins
sýndi fram á með ljósum rök-
um, hversu hættulegt og órétt-
mætt það væri að gera Raf-
magnsveitu Rvíkur að eins-
konar innheimtustofmm fyr-
ir bæjargjöldin og ætla bænum
að nota tekjuafgang Sogsvirkj-
unarinnar sem eyðslueyri í stað
þess að verja honum til nýrra,
nauðsynlegra framkvæmda í
sambandi við stöðina. í áfram-
haldi af þessari gagnrýni sinni
bar fulltrúi Framsóknarflokks-
ins fram breytingartillögur,
sem bættu úr þessum hættulegu
ágöllum.
Þótt hér sé um sjálfsagðar og
gagnlegar breytingar að ræða,
vekur það enga sérstaka furðu,
þó íhaldið snúist gegn þeim,
vegna þess að það var áður búið
að taka aðra afstöðu í málinu.
Það er afstaða hinna minni-
hlutaflokkanna í bæjarstjórn-
inni, sem vekur miklu meiri at-
hygll. Það er full ástæða fyrir
bæjarmenn að gefa henni næg-
an gaum, vegna þess að hún er
lika táknræn fyrir öll þeirra
vinnubrögð í bæjarstjórninni.
Tillögur Sigurðar Jónasson-
ar eru þannlg vaxnar, að það
er bein flokksskylda minni-
hlutafulltrúanna 1 bæjarstjórn-
inni, að styðja þær eftir megni,
ef þeir ætla að standa við gefin
kosningaloforð. Þess vegna
mátti vænta fulls stuðnings
þeirra og að þeir beittu áhrifum
sinum bæði í bæjarstjórninni og
flokksblöðunum til að afla þeim
fylgis, sem yrði það sterkt að
íhaldið sæi sitt óvænna og
neyddlst til að láta undan.
En í stað þess að fara þannig
að, hafa fulltrúar hinna mlnni-
hlutaflokkanna ekkert gert til
að vinna að framgangi þessara
tillagna. Þeir hafa að vlsu látið
falla lausleg ummæli um það,
að þeir væri þeim samþykkir.
En að öðru leyti hafa þeir bein-
linis reynt að styrkja aðstöðu i-
haldslns. Á bæjarstjómarfund-
inum reis Björn Bjarnason t. d.
á fætur til þess eins að reyna að
hjálpa Bjarna Benediktssyni tll
að svívirða Sigurð Jónasson. Og
I Alþýðublaðinu er leltazt við
eftir megni að kasta hnútum
að Sigurði Jónassyni fyrir ó-
sæmilegt orðbragð um ihaldið í
umræðum um þetta mál! Það
er allt, sem Alþýðublaðið virð-
ist hafa um það að segja.
Skýring á þessari framkomu
fulltrúa sósíalista og kommún-
ista, er ákaflega einföld. Hún er
sprottín af einfeldnislegum ótta
við það, að Framsóknarflokkn-
um verði þakkaður sigurinn í
málinu, ef hann ynnist. Þennan
sama ótta hefir tramkoma
þeirra sýnt 1 fjölmörgum öðr-
um málum, sem Framsóknar-
flokkurinn hefir borið fram, t.
d. fátækramálunum, fiskhöll-
inni, ísverðinu, sundkimnáttu
sjómanna o. s. frv. Þeir hafa
hjálpað íhaldinu til að svæfa
þessi mál með allskonar vífi-
lengjum og útúrsnúningum.
Hefðu þeir í þess stað veitt að-
stoð sina til þess að afla mál-
unum fylgis, myndi ihaldinu
hafa veitzt ókleyft að leggja
þau á hylluna og almennings-
álitið knúð það fyr tll að láta
imdan.
Þegar athuguð eru þessi
vinnubrögð umræddra flokka
og málefnaleysi þeirra í bæjar-
stjórninni kemur ósigur „sam-
fylkingarinnar“ í vetur ekki
kynlega fyrir sjónir. Andstaða
socialista gegn íhaldinu á sein-
asta kjörtimabill var mjög veik
1 bæjarstjórninni, Alþýðublaðið
skrifaði sáralítið um þessi mál,
en kommúnistar eyddu öllum
sinum starfskröftum til að svl-
virða Framsóknarflokkinn og
Alþýðuflokkinn og virtust naum-
ast muna eftir því að íhalds-
flokkurinn væri tll. Hjá komm-
únistum virðist nú sækja í sama
horfið og fyr. Aðalsprauta
þelrra, Björn Bjamason, talar
sjaldan til annars en að svívirða
fulltrúa Framsóknarflokksins,
enda er Morgunblaðið farið að
skjalla hann fyrir kurteisi! Al-
þýðuflokkurinn er nú fállðaðri
en áður. Stefán Jóhann er
mörgum störfum hlaðinn, svo
hæfileikar virðast ekki fá notið
sin, hvorki í bæjarráði eða bæj-
arstjórn. Frú Soffía er greind
kona og hefir lagt margt gott
til málanna, en er ennþá lltt
kunnug bæjarmálum. Jón Axel
virðist ekkert hafa lært, en hins
vegar gleyma þvi, að hann hafi
verið kosinn til þess að vera á
móti íhaldinu, því hann tekur
yfirleitt ekki til máls, nema
tll þess að láta einhver öfundar-
orð falla í garð Framsóknar-
flokksins og veitir ihaldinu
þannig óbeinan styrk gegn um-
bótatillögum flokksins. Ritstjóm
Alþýðublaðsins vlrðist einnig
vera enn á svipaðrl „línu“.
Meirlhlutavaldi íhaldsins verð-
ur ekki hrimdið, nema með
djarfri og fjölþættri umbóta-
baráttu andstæðinga þess. Al-
mennlngur verður að sjá þess
glögg merki að það sé til bóta
að skipta um stjóm á bænum.
Þessvegna hefir Framsóknar-
flokkurinn valið tll forystu af
sinni hálfu þann mann, sem
hafið hefir baráttu fyrlr fleir-
um og margvislegri umbótamál-
um en nokkur annar íslending-
ur, og þann mann, sem verið
hefir áhrifamesti og hug-
kvæmdarikasti andstæðingur
Ihaldsins í bæjarstjóminni. Af
hálfu þessara manna mun ekki
skorta að lögð verðl fram ný og
mlkilsverð mál, sem bæjarbúum
I.
Próf. Alexander Jóhannesson
segir frá því í ræðu, er hann hélt
um Háskóla íslands og framtíð
hans á nýafstöðnu stúdenta-
möti á Þingvöllum, að fyrsti
rektor háskólans hafi þannig
markað stefnu háskólans, er
hann var settur í fyrsta sinn:
„Markmið háskóla er fyrst og
fremst þetta tvennt:
1) að leita sannleikans í
hverri frœðigrein fyrir sig — og
2) að leiðbeina þeim, sem
eru 1 sannleiksleit, hvernig þeir
eigi að leita sannleikans i hverri
fræðigrein fyrir sig.“
Síðar í ræðunni segir prófess-
orinn:
„Það er eðlilegt, að margur
muni spyrja hvort háskóli vor
hafi innt þetta hlutverk af
hendi hin fyrstu 27 árin, sem
hann hefir starfað”...........“
Við lestur ræðu prófessorsins
varð mér hugsað til atviks. sem
gerðist á síðasta fundi bæjar-
stjórnar Reykjavíkur. Þar ris
upp lagaprófessor Bjarni Bene-
diktsson og ber fram eftirfar-
andi sögu um mig og formann
Framsóknarflokksins. Sam-
kvæmt frásögn Morgunblaðsins
af fundinum, hljóðar sagan
þannig:
„Minnti Bjarni Benediktsson
Sigurð á þann atburð, er hann
nokkru eftir síðustu bæjar-
stjórnarkosnhigar ætlaði að
vaða inn á bæjarstjórnarfund,
en aðalfulltrúi Framsóknar-
flokksins Jónas Jónsson var þar
fyrir. Jónas sá þegar, að Sigurð-
ur var ekki „fundarhæfur“ og
stöðvaði hann í fordyrinu. Varð
nokkurt stímabrak milli þeirra.
Vildi Sigurður ólmur inn á fund-
inn. En Jónasi tókst að hafa vit
fyrir honum og hvarf Sigurður
á brott. En svo slysalega vildi
til fjrrir þeim flokksbræðrum, að
Sigurður var með tillögur þær I
vasanum, er Framsóknarflokk-
urinn ætlaðl að koma á fram-
færi á fundinum, og gat aðal-
fulltrúinn ekki náð þeim. Varð
frammistaða hans því hin
spaugilegasta. En hann tók þvi
með þolinmæði, því hann þótt-
ist hafa komið í veg fyrir það,
sem verra var.“
Samkvæmt meginreglum há-
skólans, skyldl maður ætla, að
prófessor í lögum við háskól-
ann, sem þar að auki er vara-
dómari i hæstarétti, hafi hér
sagt í öllum atriðum rétt frá,
en þótt undarlegt megi virðast
er það ekki svo. Hvert einasta
atriði í þessari sögu Bjarna
lagaprófessors um mig eru hel-
ber ósannindi, og visa ég um það
atriði til formanns Framsókn-
yrðu til margvislegs hagræðis, ef
samþykkt yrðu. Með þvi að
fylkja llði íhaldsandstæðinga til
sóknar um slík mál, I stað þess
að láta öfund og afbrýðissemi
hjálpa íhaldinu til að tefja
framkvæmd þeirra, verður að-
eins hægt að knýja fram stefnu-
breytingu i bæjarmálunum og
hnekkja yflrráðum ihaldsins.
Hafa nú þessir 5 menn eignast
fé sitt með gyðinglegu okri eða
fjárplógsmennsku? Tveir þess-
ara manna eru stórkaupmenn,
einn þeirra er kaupmaður. Fé
mitt hefi ég fyrst og fremst
eignast í sambandi við helld-
söluverzlun, er ég rak i félagi
með öðrum á árunum 1925—31.
Á þeim tíma hygg ég að hinir
tveir ofangreindu stórkaupmenn
hafi slzt grætt minna fé en ég.
Annar þeirra verzlaði að hluta
með nákvæmlega sömu vöru og
félag mitt. Eða ber sérstaklega
að ásaka mig fyrir það, að ég
gekk í ríkisins þjónustu fyrir 6
árum og hefi starfað hjá því
fyrir helmingi lægra kaup en
ég hafði hjá einkafyrirtækinu?
Síðan ég hættl að starfa fyrir
einka.fyrirtæki, sem rak heild-
verzlun, hefi ég hagnast nokk-
uð á húseign, sem ég lét byggja
á ódýrasta tima, árið 1932. Er
(Framhald á 4. siSu.J