Nýja dagblaðið - 22.06.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 22.06.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ ÚTLÖWD: KONRAD HENLEIN Stórslúkan meira fylgjandi banni Undanfarna mánuði hafa fáir stjórnmálamenn verið oftar nefndir í fréttaskeytum stór- blaðanna, en Konrad Henlein, foringi Sudetta í Tékkóslóvakíu. Konrad Henlein er nú fertug- ur að aldri. Hann er austurrísk- ur að uppruna. Kornungur gekk hann í austurríska herinn og barðist á ítölsku vígstöðvunum. Hann sýndi þar mikinn rösk- leika og hafði hlotið nokkrar viðurkenningar, þegar ítalir tóku hann til fanga og héldu honum í fangabúðum á Sardiniu þangað til heimsstyrjöldinni lauk. Eftir heimkomuna fékkst hann fyrst við verzlunarstörf, en leiddist þau, og tók þá að stunda íþróttir. Varð hann skjótt þekkt- ur íþróttakennari og eftir nokk- urra ára starf var hann gerður að yfirmanni íþróttakennslunn- ar meðal Þjóðverja i Tékkosló- vakíu. Það var í sambandi við stórt íþróttamót, er haldið var haustið 1933, sem Henlein til- kynnti stofnun flokks síns. — Menn bjuggust ekki við miklu af honum. fyrst í stað, en úrslit þingkosninganna, sem fóru fram tveim árum seinna, sýndu ljóslega að Henlein hafði fengið góðan byr í seglin. Flokkur hans fékk þá 1.300.000 atkvæði og 44 þingmenn kosna. Siðan hefir fylgi hans aukizt mikið og nú hafa allir þýzku flokkarnir, sem áður störfuðu í Sudetta- héruðunum, sameinast flokki hans, nema jafnaðarmanna- flokkurinn. Það, sem Henlein krefst fyrst og fremst er einskonar sjálf- stjórn fyrir Þjóðverja í Tékkó- slóvakíu, en hann segist ekki vilja aðskilnað við Tékkósló- vakíu, nema Þjóðverjum verði neitað um sjálfstjórnina. Verði tékkneska stjói’nin, ekki við þeirri kröfu segist Henlein muni óska eftir atkvæðagreiðslu í Sudettahéruðunum um það, hvort þeim beri heldur að fylgja Þýzkalandi eða Tékkóslóvakíu, og hann segist ekki vera í nein- um vafa um, hver endalok þeirra atkvæðagreiðslu muni verða. Andstæðingar Henleins telja, að hann sé ekkert annað en erindreki Hitlers og þó kröfum hans að þessu sinni yrði full- nægt rhyndi ekki nást neinn varanlegur friður milli tékk- nesku stjórnarinnar og Sudetta, heldur myndu þeir síðarnefndu byrja með róttækari kröfur á ný, því takmark þeirra sé að sameinast Þýzkalandi. Hinsveg- ar virðast ýmsir áhrifamiklir er- lendir stjórnmálamenn trúa á einlægni Henleins og að ekki vaki fyrir honum að rjúfa satti- bandfð við Tékka. Meðal þeirra virðast m. a. ýmsir af frjáls- lyndari stjómmálamönnum Englendinga, en Henlein hefir nokkuru sinhum ferðast til London og þá rætt við ýmsa áhrifamestu andstæðinga brezku stj órnarinnar um þessi mál, en aldrei við fulltrúa stjórnarinnar sjálfrar. Henlein er enginn áróðurs- maður á borð við Hitler eða HENLEIN Goebbels, hvorki í ræðu eða riti. Hann er þó sagður sérstaklega sannfærandi ræðumaður og framkoman karlmannleg og hiklaus, og því vel til þess fallin að afla honum trausts. Hversu slyngur stjórnmálamaður hann er virðist þó enn óreynt, því fylgi hans ber frekar að þakka heppilegum skilyrðum, sem myndast hafa fyrir slíka hreyf- ingu, bæði af ytri og innri ástæðum, en honum sjálfum. Símar 1964 og 4017. en nokkuru sínni fyr Stórstúkuþinginu lýkur í dag. í gærkveldi var fulltrúum hald- ið samsæti á Hótel ísland. Á þinginu voru ýms mál tekin til meðferðar. Einkum var mik- ið rætt um lögbók templara og gerðar á henni ýmsar breyting- ar, m; a. vegna þess, að hún er nú uppseld og þarf því að gefa hana út í nýju upplagi. Þingið samþykkti að „lýsa því yfir, að stefna Reglunnar er ein- dregnari en nokkru sinni fyr: Algjör útrýming áfengis úr landinu, með fullkomnu banni, svo fljótt sem verða má“. Þá samþykkti þingið að mæla með frv. því um héraðabönnin, sem borið var fram á síðasta Al- þingi. í framkvæmdanefnd Stór- stúku íslands voru kjörnir: Stór-templari: Friðrik Á. Brekkan, Rvík.. Stór-kanslari: Jóh E. Berg- sveinsson, Rvik. Stór-varatemplari: Jensína Egilsdóttir, Hafnarfirði. Fyrverandi stórtemplari: Sig- fús Sigurhjartarson, Rvlk. Stór-ritari: Jóhann Ögm. Oddsson, Rvik. Stór-gjaldkeri: Guðgeir Jóns- son, Rvík. Stór-kapilán: Gísli Sigur- geirsson, Háfnarfirði. Stór-gæslumaður unglingast.: Steindór Björnsson, Rvik. Stór-fregnritari: Björn Magn- ússon, Rvík. Stór-gæzlumaður löggjafarst.: Felix Guðmundsson, Rvík. Stór-fræðslumálastjóri: Einar Björnsson, Rvík. Alls voru 77 fulltrúar msettir á þinginu. aðeins Loftur. Er mjúk sem rjómi og hefir yndislegan rósailm. Fæst í öllum verslunmm, sem leggja áherslu á vöru- gæSi. Arður til hluthafa Á aðalfundi félagsíns t>. 18. ti. m>, var sampykkf að greiða 4°|0 — fjóra af hundraði — í arð til hlut- hafa fyrír árir 1937. Arðmiðar verða innleystir á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík og á afg^reíðslum félagsins át um land. H.f. Eímskípafélag Islands Reykjavik - Akureyri Næsta hraðferð til Akureyrar um Borg- arnes er á flmmtudag. Bifreiðastöð Steindórs. Sími 1580. Garnir Kaupum saltaðar, vel verkaðar gamir og ianga úr kindum, kálfum, nautum og svínum. Garnastöðin, Reykjavík, Sínú 4241. Tíl brúðargfjafa t Handskorinn krisfall í miklu úrvali. Schramberg- er heimsfræga kunst Keramik í afar miklu úrvali. Schramberger Keramik ber af öðru Keramik, sem gull af eir. K EINARSSON & BJÖRNSSON. skal vakin á því, að Landsbanki íslands og Útvegfsbanki tslands h.f. og löggiltar gjaldeyrisskipfistöðvar peirra hafa eínkarétt til að kaupa og selja erlendan gjaldeyri. Er pví öllum öðrum óheimilt að skipta erlendum gjaldeyrí fyrir ís- lenzkan og liggja við sektir, allt að kr. 50000,- Ðankarnir geta fialié ákveönum stofnunum eða einstaklingum að annast skipti á erlendum gjaldeyri ferðamanna, og veita peir pá sérstakt umboð í pessu skyni. Fjármálaráðuneytið.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.