Nýja dagblaðið - 30.06.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 30.06.1938, Blaðsíða 1
SÓLSKINIÐ ER KOMIÐ. Nita crem og Nita olíur veita sólarljósinu inn í húSina og hjálpar því til þess að gera húð yðar hrausta, brúna og fagra. ID/^GrlBIL^OIHÐ 6. ár Reykjavík, fimmtudaginn 30. júní 1938. 147. biab ANN ÁLL 181. dagur ársins. Sólarupprás kl. 2.08. Sólarlag kl. 10.51. Árdegisháflæður í Rvík kl. 7.10. Næturlæknir er í nótt Björgvin Finnsson, Vesturg. 41, síml 3940. Næturvörður er í Lyfja- búðinni Iðunni og Rvíkur Apóteki. Stoðvar Franco loft- árásír á ensk skíp? ítalir hafa lofað aðstoð sinni til þess að binda enda á slíkar á- Stefna Chamberlains og gagnrýni andstæðinga hans Geta Þjóðverjar híndrað alfar siglingar um Gibraltarsund? Dagskrá útvarpsins: 10.00 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfr. 19.10 Veðurfr. 19.20 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Hljómplötur: Sungin danslög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Frá Ferðafélagi íslands. 20.25 Frá utlöndum. 20.40 Einleikur á píanó (E. Th.). 21.00 Garöyrkjutírni (Stefán Þorsteinsson ráðun.). 21.15 Út- varpshljómsveitin leikur. 21.40 Hljóm- plötur: Andleg tónlist. Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur hingað í sumar, er vænt- anlegt á mánudaginn. Er það Milwau- kee. Alls munu 17 skemmtiferðaskip koma hingað í sumar. Jónas Jónsson alþm. kom heim í fyrrakvöld, eftir þriggja vikna ferðalag um kjördæmi sitt. Hefir hann haldið fundi i öllum hreppum kjördæmisins. Ráðherrarnir, Eysteinn Jónsson og Skúli Guð- mundsson fara í dag úr bænum og er ferð þeirra heitið austur að Hallorms- stað. Mæta þeir sem fulltrúar á aðal- fundi S.Í.S., sem verður haldinn þar. Aðalfundur S.Í.S. verður að þessu sinni haldinn að Hallormsstað og hefst hann á sunnu- daginn. Stjórn S.Í.S. og forstjórar koma þar sama á fund áður en aðal- fundurinn hefst og eru þeir komnir austur. Hreppsnefndarkosningarnar. í Vík í Mýrdal fóru hreppsnefndar- kosningarnar þannig, að Framsóknar- menn fengu þrjá menn kosna, þá Ein- ar Erlendsson verzlunarmann, Magn- ús Finnbogason, Reynisdal og Jónas Jóhannesson, starfsmann hjá Kaupfé- laginu. Sj álfstæöismenn fengu tvo menn kjörna, þá Jón Halldórsson kaupmann og Jón Þorsteinsson sýslu- skrifara. ÁðUr átti Framsóknarflokk- urinn einn fulltrúa í hreppsnefndinni, Bændaflokkurinn einn og Sjálfstæðis- flokkurinn þrjá. — í Dyrhólahreppi í Vestur-Skaptafellssýslu fóru hrepps- nefndarkosningarnar þannig, að Fram- sóknarflokkurinn fékk fjóra menn kosna og Sjálfstæðisflokkurinn einn. Áður áttu Framsóknarmenn þrjá menn í nefndinni og Sjálfstæðismenn tvo. Grassprettan. Maður, sem kom úr ferðalagi um Suðurlandsundirlendi í gær, segir sprettu þar orðna góða og útlit fyrir að sláttur muni fara aö byrja. Á einum stað í Árnessýslu, á Skeggjastöðum, var byrjað að slá tún og var ábreiðslu- gras. Einnig lítur vel út með sprettu í matjurtagörðum. Bændur þar eystra eru yfirleitt mjög vongóðir með sumar- afraksturinn. ísfiskssala. Jupiter seidi í Grimsby í gær 2300 vættir fyrir 1476 sterlingspund. Kennaraþingiff stendur nú yfir og er gert ráð fyrir að því verði lokið á morgun. Meðal þeirra mála, sem þar hafa komið fram, eru menntun kennara, laun kennara og imdirbúningur 50 ára afmælis kennara- samtakanna, en það er næsta vetur. Öllum þessum málum hefir verið vísað til nefnda og verða álit þeirra rædd í dag. Síldveiffarnar. í Siglufirði var veður heldur batn- andi í gær, en þó ekki gott veiðiveður — stinningskaldi austan og talsverður sjór. — Flest skip, sem legið hafa við land, fóru í gær út til veiða. Síld sást í fyrradag við Rauðunúpa. Eitt skip kastaði, en stórsjór reif nótina. Knattspyrna í Vestmannaeyjum. Knattspyrnufélagið Þór frá Akur- rásir LONDON: Frá því var skýrt í brezka þinginu í gær, að Perth lávarður, sendiherra Breta í Róm, hafi 1 fyrrakvöld farið á fund Ciano greifa, og rætt við hann um loftárásir á brezk skip við Spánar- strendur. Það var sagt, að utanríkis- málaráðherrann hefði tekiö honum mjög vingjarnlega og fullvissað hann um að ítalska stjórnin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að fá bundinn enda á þessar árásir. Signor Gayda ritaði í blað sitt i gær um þessi mál og segir þar, að Franco hafi gefið fyrirskipanir um, að ekki skyldi verða ráðizt á brezk skip á siglingu, og ennfremur, að þegar gerð- ar væru loftárásir á hafnarborgir lýð- veldisstjórnarinnar, þá skyldu flugvél- ar gæta þess, að hlífa skipum, sem hafa uppi brezka fánann. Ennfremur hefði Franco boðið Bretum að hann skyldi lýsa því yfir, að einhver ákveð- in höfn í þeim hluta Spánar, sem er á valdi stjórnarinnar, skyldi vera frið- helg fyrir loftárásum, og þangað mættu brezk og annarra þjóða skip flytja leyfilegan varning til stjórnarinnar. — FÚ. J af ntef li millí Vals og Þjóðverja Þjóðverjar sýndu yfirburði Valur keppti í gærkvöldi við Þjóð- verjana og varð jafntefli, 1 : 1. Það sást fljótt, er út á völlinn kom, að menn bjuggust almennt við góðum leik. Þrátt fyrir kalt og leiðinlegt leik- veður, var þar samankominn mesti fjöldi áhorfenda, um 4000 manns. Vindur var allmikill og höfðu Vals- menn undan vindi að sækja í fyrri hálfleik, enda höfðu þeir sókn mestan hluta þess hálfleiks. Gerðu þeir mörg hættuleg upphlaup og í einu þeirra tókst Helga Schiöth að skora mark með mjög laglegu skoti. Valsmenn áttu mörg tækifæri í hálfleiknum og voru þeir oftar fyrir opnu marki en heildar- svipur leiksins gaf til kynna. Þjóðverjar gerður einnig nokkur góð upphlaup í hálfleiknum en ekki tókst þeim að skora mark. Er það hvoru- tveggja, að Hermann er mjög góður markvörður og að þeir eru engar á- berandi skyttur. Fyrri hálfleikur var í heild fjörugur og skemmtilegur. Má kannske segja, að hann hafi verið nokkuð harður, en ekki var það til neinna lýta. Það var í alla staði sanngjarnt að Valsmenn hefðu yfirhönd eftir fyrri hálfleik, og hefðu þeir jafnvel átt að setja fleiri mörk en eitt. í síðari hálfleik áttu Þjóðverjar undan vindi að sækja og sóttu fast. Valsmenn hugsuðu nú mjög um vörn- ina, enda ekki fyrir gíg. Létu þeir mann gæta manns og varð því minna úr sókn Þjóðverjanna en maður bjóst eyri keppti i fyrradag við Knattspyrnu- félagið Þór í Vestmannaeyjum. Þór í Vestmannaeyjum vann með tveimur mörkum gegn einu. í gær bauð bæjar- stjórn Vestmannaeyja Akureyringum í skemmtiför 1 Úteyjar. Veður var hið ákjósanlegasta og skemmtu allir sér hið bezta. Bæjarstjóri Hinrik Jónsson og nokkrir fulltrúar úr bæjarstjórn Vestmannaeyja voru með í förinni. í gærkvöldi fór fram sundkeppni milli Akureyringa og Vestmannaeyinga í sundlaug Vestmannaeyja. _«111 iii m iii iiiiiii in 111111111111 iiiiiiiimtumi iiiiiiiiiiiiiiiiiiuiii) Þjóðverjar við Gibraltarsund Sérfrœðingar, sem bezt hafa fylgzt með viðleitni Þjóðverja til að tryggja sér hernaðarlegar bækistöðvar við Gi- braltarsund, telja að þeir hafi fengið leyfi Francos til að koma sér upp vígj- um á þeim stöðum, sem merktir eru með svörtum depli á kortinu. Þeir telja einnig að Þjóðverjar hafi komið sér upp svo öflúgum herbúnaði á þessum stöðvum, að þeim sé auðvelt að hindra allar siglingar um Gibraltarsund, hve- nær sem þeim bíður svo við að horfa. Kírkjufundurínn hófst í gær Klukkan 11 f. h. í gærmorgun hófst kirkjufundurinn almenni með guðs- þjónustu í dómkirkjunni. Klukkan 2 e. h. var fundurinn settur í húsi K. F. U. M., af Gísla Sveinssyni sýslumanni. Síðan hófust umræður um aðalmál fundarins: Kristindóminn og æskuna. Frummælendur voru sr. Þorsteinn Briem og Ingimar Jóhannesson kenn- ari. Að ræðum þeirra loknum urðu fjörugar umræður um málið, er stóðu til kl. 7 s. d. Að því búnu var skipuð nefnd í málið. Skilar hún áliti á morg- un, og afgreiðir fundurinn þá væntan- lega ályktun í málinu. Á dagskrá fundarins á morgun er auk þess mál, sem nefnist kirkjan og docentsmálið. Er einnig væntanleg á- lyktun frá fundinum í því máli. Kirkjufundinum verður lokið um hádegi á föstudag. við í hvert sinn er þeir nálguðust markið. Hermann varði afburða vel og vörnin var öll góð. Þegar tók að líka á leikinn, gerðist hann nokkuð harður og áttu Þjóðverjar á því aðalsök. Virtust þeir jafnvel leika fastar en þeir höfðu hag af á stundum. Á síðustu sekúndum leiksins tókst Þjóðverjunum að skora úr þvögu, og varð því jafntefli, eitt og eitt. Þessi úrslit gefa ekki fyllilega rétta hugmynd um gang leiksins. Síðari hálfleikinn lá látlaust á Vals- mönnum og þótt vörn þeirra væri góð, þá höfðu Þjóðverjar sýnilega yfirburði í sókn. Það er þó langt frá að þeir séu svo sterkir, sem maður væntir af „úrvalsliði" meðal þjóðar, sem stendur jafn framarlega 1 knattspyrnu og þýzka þjóðin. Enda dylst manni ekki, að þetta lið er ekki eins sterkt eins og liðið sem hingað kom sumarið 1935. Afstaða Chamberlains í enska þinginu verður stöð- ugt örðugri með degi hverj- um. Jafnvel úr hans eigin flokki koma þungar ádeilur á stjórnina fyrir afskipta- leysi hennar af loftárásum, sem gerðar eru á brezk skip við Spán. í áhrifamestu stuðningsblöðum íhalds- flokksins, eins og Daily Te- legraph og Times hafa birzt ritstjórnargreinar, er gagn- rýna þessa stefnu stjórnar- innar. Fyrst eftir að kunnugt varð um samkomulag brezku og it- ölsku stjórnarinnar, styrktist aðstaða Chamberlains nokkuð, en hún hafði veikzt við burtför Edens. Samkomulag þetta var bundið því skilyrði, að Ítalía flytti sjálfboðaliða sína heim frá Spáni og aflýstu öllu tilkalli til yfirráða á Spáni. Þetta þótti bera þess merki, að Chamberlain væri ákveðinn i því að hindra ofmikla íhlutun ítala á Spáni. En vitað var að ítalir vildu mikið til þess vinna, að fá viðurkenn- ingu á yfirráðum sínum í Abessi- níu og enskt lánsfé til fram- kvæmda þar. Von, sem brást En síðan hefir viðhorfið breytzt. Það þykir nú sýnt, að þetta samkomulag Chamber- lains og Mussolinis hafi verið byggt á þeirri von, að Franco myndi vinna skjótan sigur. — Þetta gerðist í byrjun apríl, þegar uppreistarmönnum veitt- ist sem bezt sóknin i Kataloniu og jafnvel var útlit fyrir að framsókn þeirra til Barcelona yrði ekki stöðvuð. En Mussolini og Chamberlain höfðu ekki tekið allt með í reikn inginn. ítalir og Þjóðverjar höfðu sagt sig úr hlutleysisgæzl- unni og landamærin milli Spán- ar og Frakklands voru opnuð aftur. Yfir þau fékk spanska stjórnin nú hverja vopnasend- inguna á fætur annari, einkum frá Rússlandi. Með hinum nýju og fullkomnu hernaðartækjum, heppnaðist henni að hefta sókn - uppreistarmanna í Katalóníu. j Örjirifaráð Itala, er veikir aðstöðu Chamberlains. Það drógst því lengur og leng- ur, að Mussolini sæi sér fært að draga heim liðssveitir sínar frá Spáni. Framkvæmd brezk- it- alska sáttmálans var því frest- að. í þess stað var gripið til þeirra örþrifaráða, að reyna að hraða úrslitum styrjaldarinnar með loftárásum á varnarlausar borgir og skip, sem sigldu til hafna stjórnarinnar. Það er talið víst, að Mussolini hafi átt upptök þessara aðgerða, því þeir vilja hraða styrjöldinni sem mest, því sjálfboðaliðarnir kosta þá mikið fé og þeir þarfn- ast viðurkenningar Breta á yfir- ráðum sínum í Abessiníu. Hins gættu þeir ekki, að með þessu sköpuðu þeir Chamberlain mikið óþægilegri aðstöðu. — Ekkert gat vakið meiri andúð gegn þeim í Englandi, því Englend- ingum er fátt meira metnaðar- mál en að vernda siglingar sín- ar. Þessvegna m. a. hafa þeir komið sér upp öflugri herflota en nokkur önnur þjóð. Aðrir telja að Þjóðverjar standi á bak við loftárásirnar á brezku skipin og vilji þeir með því hindra framkvæmd brezk- ítalska sáttmálans, sem þeir ótt- ast að skapi aukna vináttu milli Breta og ítala og veiki þannig Berlín-Róm-öxulinn. Stefna Chamberlains Það, sem Chamberlain reynir nú, er að fá hlutleysisgæzluna tekna upp að nýju og brottflutn- ingur sjálfboðaliðanna hafinn. Spánska stjörnin fær þá ekki lengur vopn yfir Frakkland og það vegur upp á móti liðsmissi Francos. Það er því vafasamt, hvort brottflutningur sjálfboða- liðanna drengur nokkuð úr sig- urvonum Francos, þar sem hann fengi líka eftir það hernaðar- réttindi og gæti því lagt sigl- ingabann á allar hafnir stjórn- arinnar. Stefna Chamberlains virðist því sú, að æskilegast sé að Fran- co vinni, enn hann verði jafn- framt gerður óháður ítölum. (Framhald á 4. síðu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.