Nýja dagblaðið - 30.06.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 30.06.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Dœturnar feta ekki síður l fót- spor feðranna en synirnir. Sonja, dóttir sœnska socialist- ans Hjalmar Branting, flutti rœðu á 1. maí hátíðahöldunum l Stokkhólmi í vor. Maeg, dóttir Lloyd George, hefir tekið virk- an þátt í stjórnmálum um lengri tíma. Dóttír Mac Donald á sœti á þíngi. Dóttir Mussolini lœtur sig stjórnmál miklu skípta, enda er hún gíft utanrikisráðherra föður síns, Ciano. Koo Chu Chen, tuttugu og eins árs gömul dóttir hins þekkta kínverska stjórnmálamanns Wellington Koo, sem nú er kínverskur sendiherra í Paris, er einnig farin að taka þátt í opínöerum málum. Fyrir skömmu síðan hélt hún rœðu á fundi i London til þess að tala máli þjóðar sinnar. Hvatti hún Englendinga til að kaupa ekki japanskar vörur. * Þegar skáldsaga Björnson, „Á guðsvegum", í íslenzkri þýðingu, var uppseld i Reykjavík, fékk einn bóksalinn þar símskeyti frá umboðsmanni sínum á Vest- fjörðum, um að senda tafar- laust nokkur eintök bókarinnar. Bóksalinn sendi svohlj. sím- skeyti aftur um hœl: „Enginn á guðsvegum eftir í Reykjavlk. Reynið Akureyri“. * Ameríkumenn vilja ávallt hafa metið. Nú halda þeir því fram, að 23 ára gamall amerísk- ur köttur, sem Tommy heitir, sé elzti köttur í heimi. Danir telja hinsvegar, að hér sé ekki um met að rœða, þvl dönsk lœða, sem var lógað fyrir elli sakir árið 1930, hafi verið 35 ára, þeg- ar hún kvaddi heiminn. Þess er einníg getið, að danska lœðan hafi eígnazt kettlinga þremur árum áður en henni var lógað. — Tommy verður því að teljast barn að aldri ennþá, með allri virðingu fyrir hans 23 árum, segir danskt blað nýlega. * Einu slnni sem oftar voru þeir Kristján Danakonungur og Gústaf Svíakonungur samtímis staddir suður við Miðjarðarhaf. Amerískur blaðaljósmyndari óskaði eftir að Ijósmynda Krist- ján og fékk samþykki hans til þess. Þegar myndatakan skyldi fara fram, bað Ijósmyndarinn mann einn, er þar var í grennd- inni, að aðstoða sig ofurlítið við myndatökuna. Maðurinn gerði það fúslega. Þegar búið var að mynda Kristján konung, sagði „aðstoðarmaðurinn": — Þér hefðuð nú gjarna getað myndað míg, þvi að ég er líka konungur. Síðan var það gert og aðstoð- aði Kristján við þá myndatöku. * TIL ATHUGUNAR: Kona óskar ekki fyrst og fremst eftir að vera kysst vegna kossins sjálfs, heldur miklu fremur vegna vitundarinnar um það, að karlmenn gírnist að kyssa hana. Elizabeth Hyatt-Woolf. Kjötyerzlanir Seljum hreinsaðar kiudagarmr. GARNASTÖÐIN, Reykjavík. Sími 4241. Reykjavík - Akureyri ; IVaesta hraðferð um Akranes til Akur- eyrar er á mánudag. Bifreiðastöð Steindórs. Sími 1580. blautsápa LÆKKAÐ VERÐ Samband ísl. samvinnuf élaga Sími 1080. Sandkorxiin báru vitni Fyrir þrem árum var ráðizt á járnbrautarlest í Kaliforn- íu. Árásarmennirnir skutu nokkra menn, en urðu frá að hverfa án þess að ná ránsfeng. Nú fyrir skömmu voru árásarmennimir teknir höndum. Handtakan byggist á mannshári, nokrum sandkornum og yfirfrakka. Við lesum það í lögreglusög- um, að leynilögreglumenn kom- ast oft að mikilsverðustu upp- lýsingum við að athuga þaö sem í fyrstu virðast aukaatriði. — Stundum nægir hálfreyktur vindlingur, eitt hár eða nokkur sandkorn til þess að benda honum á slóðina. En hversu oft segir maður ekki, að þetta hendi aðeins í skáldsögum? Fyrir skömmu síðan voru þrír glæpamenn teknir fyrir atbeina slíkra smáatvika og það þykir ennþá eftirtektarverðara, að leynilögreglumaðurinn var í þessu tilfelli prófessor í efna- fræði. Glæpurinn var framinn fyrir þrem árum síðan í Kaliforníu, í nánd við Siskiyou. Hraðlestin, sem gengur meðfram Kyrra- hafinu, var að koma út úr jarð- göngum. Kyndarinn kom þá auga á tvö stór rauð Ijósker, sem var sveiflað fram og aftur yfir teinunum í nokkurri fjar- lægð. Vegna myrkurs gat hann ekki séð hverjir það voru, sem héldu á ljóskerunum, en þar sem hann taldi víst, að slys hefði viljað til, stöðvaði hann lestina. Lestin var ekki fyr stönzuð en að þrír grímuklæddir náungar komu í ljós og miðuðu skamm- byssum á kyndarann og lestar- stjórann og skipuðu þeim að stíga niður úr lestinni. Kyndarinn og lestarstjórinn voru báðir óvopnaðir og það var því ekki annað að gera fyrir þá en hlýða. Brautarvörðurinn í Siskiyou kom hlaupandi að í sömu mund, þar sem hann var - undrandi yfir því að lestinni seinkaði. En hann var skotinn niður áður en hann komst í kall- færi. Póstþjónninn í lestinni heyrði skotið, og opnaði því dyrnar á póstvagninum til þess að sjá hvað um væri að vera. En er hann kom auga á grímumenn- ina og heyrði kallið „upp með hendurnar“, lokaði hann dyrun- um í skyndi og náði í skamm- byssuna sína. Árásarmennirnir voru einnig snarir í snúningum, því að 30 sek. síðar höfðu þeir sprengt póstvagninn í loft upp. Póstþjónninn var mjög sár, er hann skreið út úr flaki vagns- ins, en eigi að síður fékk hann kúlu í sig þegar hann kom í ljós. Kyndarinn og lestarstjór- inn voru skotnir strax á eftir. Ránið var samt hindrað, því farþegarnir höfðu vaknað og voru komnir út úr klefunum. Þegar þeir komu fram til eim- reiðarinnar voru ræningjarnir horfnir. Leynilögregluþjónn, er var farþegi með lestinni, byrj- aði þegar rannsókn, en einn far- þeganna þaut til brautarvarðar- hússins og símaði þaðan á næstu lögreglustöð. Klukkustundu síðar kom hjálparlest á vettvang með lögreglu, lækna og starfsmenn á lestina. Leynilögregluþjónninn hafði á meðan athugað umhverfið, en ekki fundið nein spor, aðeins gamlan yfirfrakka og litla tösku, sem lágu við járnbrautartein- ana. Lögreglumennirnir, sem með hjálparlestinni komu, urðu einskis vísir umfram þetta. Farið var með yfirfrakkann og töskuna til Edward Oscar Heinrich prófessors í efnafræði við Kaliforníu-háskólann og honum faliö það til nákvæmari rannsókna. Nokkrum dögum síðar fékk lögreglan eftirfarandi skýrslu: „Einn þessara þriggja manna er hér um bil 1,70 m. á hæð og sterkbyggður. Hann hefir brúnt hár og er örfhentur. í seinni tíð hefir hann unnið við skógar- vinnu í nánd við Vestur-Was- hington eða Norðvestur-Oregon. Hann er vart eldri en 25 ára.“ Aldurinn og háralitinn hafði prófessorinn dæmt eftir einu brúnu hári, sem var á frakka- kraganum, líkamsvöxtinn dæmdi hann eftir frakkanum, lét hann mann, sem hann taldi hafa sama líkamsvöxt, máta frakk- (Framhald á 4. síðu.J

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.