Nýja dagblaðið - 02.07.1938, Page 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
í blaðinu í gœr var sagt nokk-
uð frá rökum þeirra, sem telja
œskílegra að fullnœgja dauða-
dómum með gasi en rafmagni.
Hér skulu nokkuð rakin and-
mælin, sem komið hafa fram
gegn gasinu:
Hinn dauðadœmdi er fœrður
inn í gasklefann og reyrður nið-
ur á stól. Andlit hans afmyndast
af eftirvœntingu og kvölum. Nú
byrjar það!
Sá dauðadæmdi sér ekki gas-
geyminn, en hann heyrir lágan
þyt, sem segir honum, að nú
streymi gasið inn í klefann.
Nœsti andardráttur fullvissar
hann um þetta. Beisksœt lykt
fyllir vit hans og ertir slímhúð
skynfœranna. Ef um sterk
byggðan mann er að rœða, má
gera ráð fyrir, að hann missi
ekki meðvítund fyrr enn eftír y2
mínútu. Þá fara krampateygjur
um likama hans og hjartslátt-
urinn hœttir ekki fyrr en eftir
margar mínútur.
Það er ómannúðlegt að taka
menn af lífi með gasi. Það tekur
fljótara af að hengja menn,
skjóta eða aflífa með ráfmagni.
— Auk þess hefir komið fyrir,
að menn, sem taldir voru dauðir,
hafi raknað við aftur.
*
Þingmannasefni norðanlands
kom að máli við orðhvassan
bónda og bað hann að gefa sér
atkvœði sitt í kosningnum.
„Neí,“ svaraði bóndinn, „held-
ur kysi ég djöfulinn.‘“
„Það skil ég vel,“ sagði þing-
mannsefnið prúðmannlega. „En
fari nú svo, að vinur yðar verðl
ekki í kjöri, þá vœnti ég þess að
mega njóta stuðnings yðar.“
*
Það er mœlt, að Svertingja-
prédíkarar vitni stundum eín-
kennilega l biblíuna. — Ein til-
vitnun þeirra er fullyrt að sé
á þessa leið: „Svo sagði Salomon
við Móse, þegar þeir voru í
hvalfiskjarins kviði. „Lltið vant-
ar á, að þú teljir mig á að vera
kristinn“.
*
— Hversvegna tók hún ékki
séra Jóni, þegar hann bað henn-
ar?
— Hún heyrir illa, og hélt að
hann vœri að biðja hana um
samskot til nýja kirkjuorgelsins.
Hún svaraði þvi, að hún hefði
annað með penlngana sína að
gera.
*
Háskólahverfið i Uppsölum
stœkkar að líkindum verulega
innan skamms. í ráði er að reisa
þar sex nýjar byggingar fyrir
samtals 6 millj. kr. Þessar nýju
byggingar verða m. a. fyrir rann-
sóknarstofnun í sálfrœðivísind-
um og efnafrœðideild. Samhliða
þessum nýbyggingum fara fram
ýmsar breytingar á eldri húsa-
kynnum háskólans.
*
TIL ATHUGUNAR:
Eiginmaður, sem er konu sinni
ósammála, verður. fyrir reiði
hennar. Sé hann henni sammála,
hefir hann konuríki. E.
A tt r æður
í dag verður áttræður Ketill
Gíslason, fyrrum bóndi í Unn-
arholtskoti í Hrunamanna-
hreppi, nú til heimilis á Lauga-
Ketill Glslason
veg 130 hér í bænum. Ketill hef-
ir verið starfsmaður hjá Áfeng-
isverzlun Ríkisins um margra
ára skeið og nú síðustu ár heíir
hann séð um kyndingu mið-
stöðvar í vörubirgðahúsi og
vinnustöð verzlunarinnar 1 Ný-
borg. Hann er hress i lund og
kvikur á fæti, gamli maðurinn,
þrátt fyrir hinn háa aldur; og
enn fer hann eldsnemma á fæt-
ur morgun hvern til vinnu sinn-
ar, og það jafnt hvernig sem
viðrar.
Vinir hans og kunningar nær
og fjær, senda honum hugheilar
árnaðaróskir á þessum merkis-
degi, sem svo fáum okkar tekst
að ná, og við væntum þess öll að
æfikvöldið verði honum talítt og
áhyggjulaust. Kunningi.
Borgið
Nýja dagblaðið!
Tilkjmiing frá SjAkrasamlagi Reykjaviknr
Samkvæmt lögum um br. á lögum um alþýðutryggingar frá 31. des. 1937, og samn-
ingum við Læknafélag Reykjavíkur, dags. í dag, fellur niður frá 1. júlí n.k. fjórðungs-
gjald það, er meðlimum Sjúkrasamlags Reykjavíkur var skylt að greiða læknum fyrir
læknishjálp. Undanskilið þessu er þó gjald fyrir nætur- og helgidagavitjanir og læknis-
hjálp sérfræðinga (eyrna-, nef- og háls- og augnlækna).
Reykjavík, 1. júlí 1938.
STJÓRNIN.
Tilkynning (rá Sjákrasamlagi Reykjavíknr
Frá 1. júlí n.k. geta þeir meðlimir Sjúkrasamlags Reykjavíkur, sem ekki hafa notið
hlunninda í samlaginu, sökum of hárra tekna, trygt sér þau hlunnindi, sem samlagið
veitir, gegn því að greiða helmingi hærra iðgjald en aðrir samlagsmeðlimir og öðrum
nánari skilyrðum skv. 24. gr. 1. um alþýðutryggingar og samþykt stjórnar sjúkrasam-
lagsins.
Þeir, sem ætla að nota sér þessi hlunnindi og hafa trygt sig í samlaginu samkvæmt
ofangreindum skilyrðum fyrir 1. sept. n.k., verða undanþegnir hiðtíma, þ. e. geta öðlast
full réttindi í samlaginu þegar í stað.
Reykjavík, 30. júní 1938.
STJÓRNIN.
Símar 1964 og 4017.
Hvar sem I. R. bíllinn
ekur eftír gotum borgarínn-
ar vekur bann undrun og
aðdáun
20. júlí verður dregid.
Hverníg verður maðurinn eítír 3000 ár?
Ýmsir mikilsmetnir vísindameim hafa reynt að svara
þeirri spurningn, hvemig maðurinn muni líta út að 3000
árum liðnum. Ýmsir telja að líkamsbygging hans verði þá
fegurri og traustari en nú, sökum aukinna íþrótta og heilsu-
verndar. Aðrir telja að hann verði orðinn miklu óásjálegri
og veikbyggðari, vegna þess að lífsbaráttan verði þá orðin
miklu fyrirhafnarminni. Einn af þeim, sem þessu heldur
fram, er enski eðlisfræðingurinn próf. Barker, og er sagt
frá áliti hans í eftirfarandi grein.
Heimurinn getur tekið miklum
breytingum á 3000 árum. Árið
4938 verða lífsþægindin vafa-
laust orðin miklu meiri og mað-
ur þarf orðið minna fyrir lífinu
að hafa. Einna vandráðnust er
sú gáta, hvernig maðurinn muni
líta út eftir 3000 ár. Nær mað-
urinn aukinni líkamsfegurð og
styrkleika með vaxandi íþrótta-
iðkunum eða verður hann orð-
inn veikbyggðari og óásjálegri,
vegna þess að hann þarf orðið
að hafa minna fyrir lífinu og
lífsbaráttan herðir ekki eins
mikið þrótt hans og likams-
getu? Fjölmargir mikilsmetnir
vísindamenn hafa reynt að
svara þessu og svörin orðið á
ýmsa vegu. Þar hafa skipzt á
svartsýni og bjartsýni. Eínn af
þeim, sem tilheyrir fyrri flokkn-
um, er hinn víðkunni enski eðl-
isfræðingur, Barker.
Árið 4938, segir Barker, verður
maðurinn orðinn tannlaus. Til
hvers ætti hann líka að þurfa
tennur? Fæðan verður eingöngu
samsett i uppleysanlegum efn-
um, sem bráðna í munninum, án
minnstu fyrirhafnar. Það er
náttúrulögmál að menn og
skepnur missa þau hjálpartæki,
sem eru orðin óþörf vegna
breyttra aðstæðna. Þessvegna
þarf heldur engan að undra það,
þó menn verði orðnir hárlausir
eftir 3000 ár, því þeir hafa þá
ekki þarfnast þess um langan
aldur.
Fæturnir verða þó orðnir enn
sérkennilegri að 3000 árum liðn-
um. Þá verður ekki nema ein tá
eftir, stóratáin. Próf. Barker
leiðir að því sterk rök, að tízku-
skórnir séu þannig gerðir, að sú
áreynsla, sem áður kom á allar
tærnar, leggist nú nær eingöngu
á stórutána og þessvegna verði
hinar óþarfar.
Öll líkamsbygging mannsins
að 3000 árum liðnum verður
miklu einfaldari en nú. M. a.
heldur Barkers því fram, að rif-
beinin verði færri og leiðir að
því ýtarleg rök. Handavinna
þekkist þá ekki lengur og af
þeirri ástæðu og ýmsum fleir-
um, er ekki þörf fyrir neinar
neglur, enda verða þær engar til
á þessum framtíðarmanni próf.
Barkers. Menn verða líka orðnir
miklu nærsýnni þá en nú, enda
þurfa þeir þá ekki skarprar
sjónar með.
Þannig hugsar próf. Barker
sér manninn að 3000 árum liðn-
um. Flestum mun finnast lýs-
ingin nokkuð ótrúleg. Vera má
að Barker sjálfur dragi hana
líka í efa, og henni sé ætlað að
vera einskonar viðvörun til
manna um það, að láta ekki
hin auknu líkamsþægindi verða
til þess að draga úr andlegu
þreki þeirra og líkamshreysti.
En sú hætta fylgir sannarlega
hinum auknu þægindum.
Ms. Dronning
Alexandríne
fer mánudaginn 4. þ. m. kl. 6
síðd. Farþegar sæki farseðla fyr-
ir hádegi á laugardag. Fylgibréf
yfir vörur komi fyrir hádegi á
laugardag.
Skípaafgfreíðsla
Jes Zímsen
Tryggvagötu. Sími 3025.
KAUPENDUH
]\ÝJA DAGBLAÐSKYS
eru vinsamlega beðnir að
tilkynna afgr. tafarlaust
öll vanskil af hálfu blaðs-
ins. —
aðeins Loftur.