Nýja dagblaðið - 02.07.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 02.07.1938, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ 3 N Ý J A Heggur sá, er hlífa skyldí Efitír Björgvín Gudmundsson tónskáld IIVÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandl: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjórl: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritstj ómarskrif stof umar: Llndarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Aígr. og auglýstngaskriístofa: Lindargötu 1D. ' Síml 2323. Eftir kl. 5: Sími 3948. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar 3948 og 3720. Ný heíldsalaárás á kjördæmaskípunína Meðal heildsalavaldsins í Reykjavík er enginn ósk inni- legri og heitari en sú, að brjóta niður hin hollu áhrif sveitanna á skipun Alþingis. Með hinum margvíslegustu tegundum kosn- ingameðala hefir heildsölunum og flokki þeirra tekizt að afla sér ótrúlega sterks fylgis í Reykjavík og hinum stærri kaupstöðum. En þrátt fyrir hina ítrustu notkun slíkra meðala í sveitunum hefir fylgi þeirra stöðugt farið minnkandi þar. Hið hugsandi fólk sveitanna hefir séð við tálsnörum fjár- aflamannanna og ekki látið pyngjur þeirra og hræsni villa sér sýn. í blöðum heildsalanna brýzt gremjan út af þessu iðulega fram í kröfum um breytta kjör- dæmaskipun og nýtt kosninga- fyrirkomulag. Stundum eru þær kröfur byggðar á þeirri rök- semd, að „mennirnir með mos- ann í skegginu" séu svo illa gefnir og þekkingarlausir að ekki megi láta þá ráða miklu um þjóðmálin. Þessu er að vísu ekki hreyft, nema þar sem sveitafólkið er nægilega fjar- lægt! Þá er sagt að rétt sé að láta Reykjavík og kaupstaðina ráða meiru, því að þar séu há- skólinn, allir helztu skólarnir og söfnin og fólkið þar sé því miklu betur menntað! Annars eru þessháttar rök heildsalanna svo mörg, að ekki er rúm til að telja þau upp. Seinasta röksemd heildsal- anna er sú, að lýðræðið sé í hættu, ef kosningafyrirkomu- laginu sé ekki breytt. Hafa þeir látið Mbl. ríða á vaðið með þessa röksemdafærslu í gær og segir í þeim skrifum m. a.: „Lýðræðiff hjá okkur er ekki nema nafniff tómt, sem stafar af því, aff okkar kosningafyrir- komulag er svo afkáralegt, aff útkoman verður hrein skrípa- mynd lýðræffis. Dæmin frá síff- ustu tveim alþingiskosningum sanna þetta svo greinilega, að ekki er þörf að orfflengja þaff frekar. En þeir, sem á annaff borff unna lýffræffinu verffa vel aff gæta þess, aff því stafar af engu meiri hætta en ef fólkiff finnur þaff, aff helgasti réttur þess er fyrir borff borinn“. í framhaldi greinarinnar er síðan talað mikið um hreppa- pólitíkina á þinginu og að þing- menn eigi að vera þjófffulltrúar. Verða þær hugleiðingar ekki skildar á aðra leið en þá, að fyrir Morgunbl. vaki að gera landið allt að einu kjördæmi eða skipta því niður í stór kjördæmi og hafa hlutfallskosningar. Þó menn viti, að bak við þessa kröfu heildsalanna vakir annað en umhyggja fyrir lýðræðinu, er rétt að nota tækifærið til að ræða málið á þeim grundvelli. Það verður bezt gert með því að athuga þá erlendu reynslu, sem til er um það, hvort heillavæn- legra sé fyrir lýðræðið að kjósa þingmenn í einstökum kjördæm- um eða kjósa þá hlutfallskosn- ingu fyrir landið allt, eða í stór- um kjördæmum. Sú reynsla segir hiklaust, að lýðræðið hafi hvergi gefizt vel, nema þar sem kosningafyrir- komulag hefir verið svipað oghjá okkur. Bezt sézt þetta á reynslu Englendinga. Þar hefir þessu fyrirkomulagi verið fylgt frá upphafi. Hvergi í heiminum stendur lýðræðið nú eins traust- um fótum og þar. Þó er munur á fólksfjölda í einstökum kjör- dæmum sízt minni þar en hér. Norðurlandaþjóðirnar hafa tek- ið upp fyrirkomulag Englend- inga að mestu leyti og reynsla þeirra hefir orðið á svipaða leið. Hinsvegar hefir reynslan af hlutfallskosningum fyrir allt landið eða stór kjördæmi orð- ið mjög á annan veg. Þar sem mest hefir reynt á þetta fyrirkomulag, í Þýzkalandi, varð það ein meginorsökin í falli lýð- ræðisins og sigri fasismans. Völd einstakra flokksstjórna urðu of- mikil, flokkaskiptingin sundur- leit og óheppileg og þingmenn meira valdir eftir trúmennsku við flokkinn en hæfileikum. Af öllu þessu leiddi slíkt los og ring- ulreið á störfum þingsins, að það gat ekki tekið viðfangsefnin eins föstum tökum og skyldi og einræðisflokkunum veittist því tiltölulega auðvelt að eyðileggja virðingu þess og trú manna á lýðræðið. Heildsölunum og Morgun- blaðinu gagnar því ekki sú rök- semd, að hlutfallskosningar séu heppilegri fyrir lýðræðið, en núverandi kosningafyrirkomu- lag. Öll reynsla mælir á móti því að svo sé, en sýnir hinsvegar, að lýðræðið stendur öruggust- um fótum í þeim löndum, sem hafa svipað kosningafyrirkomu- lag og við. Það er heldur ekki verndun lýðræðisins, sem vakir fyrir heildsölunum, þegar þeir heimta nýja kjördæmaskipun. Þá hefðu þeir ekki leynt og ljóst stutt allar tilraunir nazista til flokksmyndunar hér á landi og gengist fyrir hinni alræmdu „breiðfylkingu“ í seinustu kosn- ingum. Almenningur veit, að það sem fyrir þeim vakir er að brjóta niður áhrif sveitanna á landsmálin og láta lýðræðið með óheppilegu kosningafyrir- komulagi grafa sér samskonar gröf hér og í Þýzkalandi. Þeim verður því áróðurinn fyrir þess- um kröfum sínum sízt áhrifa- meiri, þó þeir reki hann í nafni þess skipulags, sem þeir ætla sér að eyðiieggja. Ctbreiðið Nýja dagblaðið! Niðurlag. Margt bendir til að íslenzka þjóðin sé tiltölulega vel búin að tónlistargáfum. En ef svo skal horfa framvegis, sem gert hefir það sem af er þessum áratug, efast ég mjög um, að þeir hæfi- leikar sem fram kunna að koma verði að hálfum — hvað þá fullum notum. Því ástandi hefi ég áður lýst, en svo lítur út að sú vísa þoli að vera oftar kveðin, og er það í stuttu máli svona. Algert markaðsleysi á ís- lenzkum tónvefkum, prentuð- um og enda hljóðrituðum. Full- komið tómlæti blaða og tíma- rita um hljómræn efni, nema þá helzt til bölvunar, því að það lítið skriffinnskan lætur þau mál til sín taka, er það helzt skætingur og sleggjudómar um tónskáldin fyrir verk sem liggja 1 handritum heima hjá þeim sjálfum, og öllum öðrum eru ó- kunn, og sannast þar, sem oft- ar, að sá segir mest af Ólafi konungi sem hvorki hefir heyrt hann eða séð. Fullkomin lítils- virðing túlkandi stéttarinnar í landinu fyrir íslenzkri tón- smíða-viðleitni. Óþjóðrækin út- varps-starfsemi, þó hún, að ýmsu öðru leyti, hafi talsvert breyzt til batnaðar í seinni tíð, og loks: Allt of mikið virðingar- og skilningsleysi tónlistamann- anna sjálfra á skyldum sínum, og því, hvað þeim og þjóðinni er íyrir beztu. Og hvernig eiga svo tónskáld að vaxa upp, og þrífast í slíkum jarðvegi? Ég segi það í fullri alvöru og einlægni, að á meðan núverandi ástand ríkir, get ég ekki, sam- vizku minnar vegna, annað en hikað við að eggja unga menn Næstkomandi þriðjudag verð- ur landsmót skáta sett að Þing- völlum. Er það haldið til minn- ingar um 25 ára starfsemi Vær- ingja, og sjá þeir um mótið. Mót- ið verður lang fjölsóttasta og veglegasta skátamótið, sem hér hefir verið haldið. TJALDBÚÐIRNAR. Skátarnir hafa nú undanfarið unnið að undirbúningi tjaldbúð- arinnar. Er hún hin veglegasta. Skátarnir hafa orðið að leggja 380 m. vatnsleiðslu til tjaldanna. Auk útilegustarfa, munu skát- arnir stunda leiki og íþróttir og hefir verið gerður nýr íþrótta- og knattspyrnuvöllur nálægt tjaldborginni. Hver þjóð og hvert félag fær afmarkað sitt svæði og verða þau á ýmsan hátt skreytt að skátasið. ÞÁTTTAKA. Átta erlendar þjóðir senda skáta til þátttöku i mótinu. Það eru Englendingar, Frakkar, Dan- á að leggja á sig þá æfiraun, að gerast tónskáld á íslandi, og ég held nærri því varlegar, sem um meiri hæfileika væri að ræða. Enda væri það þýðingarlaust, því enginn, hvað mikinn eld sem hann hefir af guðs náð, endist til að leggja sig í bleyti æfina út, við að semja verk, sem hann veit nokkurnveginn fyrirfram að aldrei eiga að prentast eða heyrast, og sæta svo þar að auk ofsóknum fyrir. Nei. því miður mun haga svo til á öllum sviðum þjóðlífsins nú, á þessari uppgangs-öld afvega- leiddrar mannúðar, sem reynd- ar er að snúast upp í fullkomna ræfla-dýrkun, að þeir, sem hafa eldinn og atorkuna til að lyfta því (þjóðlífinu) áleiðis og upp á við, eiga í vök að verjast. En slíkt ástand er óþolandi, og verður að breytast til bóta. Þetta „æðra veldi“, með horn og klaufir í öllu og öllum, sem að þess dómi álpast ekki nógu kálfslega og skilningslaust á eftir þeim, sem hampa slordalli nýjasta „ismans“ framan í þá, má ekki, og á ekki að þolast lengur með þögn og umburðar- lyndi. Það er ekki nóg að menn geri sér grein fyrir hættunni, sem af því stafar, að niðurrifs- öfl þjóðfélagsins megi sín til jafns, eða rúmlega það, við frjómögn þess, og framsóknar- viðleitni. Heldur verða allir athafna- og áhugamenn hver á sínu sviði, að búast til varnar fyrst og síðast með því, að sann- færa sjálfa sig og aðra um, að ir, Svíar, Finnar, Færeyingar, Hollendingar og Norðmenn. ís- lenzku skátarnir koma frá eftir- töldum stöðum: Borgarnesi, Akranesi, Stykkishólmi, Flateyri, ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Vestmannaeyjum, Vík, Stokks- eyri, Keflavík, Hafnarfirði og Reykjavík. íslenzku skátarnir koma flestir til bæjarins nú um helgina. Norsku skátarnir eru þegar komnir, ásamt einum Svia, en aðalhópurinn erlendi kemur með Gullf. nú um helg- ina, aðrir koma með „Esju“ og „Dronning Alexandrine“. DAGSKRÁ. Skátarnir leggja af stað austur n.k. mánudag kl. 4 e. h. Farið verður af stað frá Miðbæjarskól- anum. Mótið verður siðan sett næsta dag og stendur yfir til 11. júlí. Skátarnir munu daglega æfa sig í ýmsum útilegustörfum og skátaíþróttum, auk leikja og almennra íþrótta. Kvöldin verða (Framhald á 4. síðu.) það er aldarandinn, blindur og skilningslaus, eins og hann á- valt er, með kjaftinn einan „í lagi“, fullan af slagorðum öfga og ósanninda, sem hér er að verki, og hefir flækt margan góðan dreng í neti sínu, og berj- ast gegn honum, í stað þess, annaðhvort að f j andskapast, eða hugga sig þegjandi við þá fjarstæðu, að allur ósómi þurfi endilega „að hafa sinn gang“. Hvað tónlistar-starf útvarps- ins snertir, og raunar allt mú- sikalskt athafnalíf í landinu, þá verður það að sjálfsögðu að stjórnast af skilningi á um- hverfinu, og viðhorfi þjóðar- innar gagnvart því. Af skilningi. á þjóðinni og takmörkum henn- ar, því það á að vera skóli henn- ar og kennari, en ekki afvega- leiðari, og af skilningi og mannrænu á því, hvernig hægt sé á sem farsælastan hátt að efla og þroska tónmenninguna í landinu. Þar getur margt komið til greina, og þarf ekki allt að vera stórvægilegt, svo að haldi geti komið, t. d. væri mjög útlátalítið fyrir útvarpið, að hafa standandi auglýsingu, sem lesin væri að minnsta kosti þrisvar í viku, svo hljóðandi: „Kaupið íslenzk tónverk. Styðj- ið íslenzk tónskáld“. Með tím- anum gæti þetta, og hliðstæð smá-atriði, vakið ýmsa til um- hugsunar um þessi mál, og m. a. komið því til leiðar, að bóka- búðirnar hættu að fela svo rækilega það lítið þær hafa á boðstólum af islenzkum nótna- bókum, að þær fyrirfinnast ekki, þá sjaldan að einhverjir fala þá vöru til kaups, en það hefi ég til sanns spurt, að komið hefir þrásinnis fyrir, og sýnir það m. a. í hverja fyrirlitningu íslenzk tónverk eru komin hjá þeim, sem helzt skyldu halda þeim á lofti. Sem sagt: Flestallar at- hafnir og athafnaleysi þeirra afla, sem að öllu eðlilegu ættu, og er skylt, að láta sér umhug- að um þessi mál, miða eindregið að gjör-eyðingu íslenzkrar tón- smíða-viðleitni. Það virðist því eðlilegra, að Emil Thoroddsen, og aðrir for- ingjar íslenzkrar tónmenning- ar, tækju í sama ytreng og ég geri hér, í stað þess að beina eiturskeytum andúðar og fyrir- litningar gegn þeim lítilmagna, sem í allri einlægni vill vekja sjálfsvitund þjóðarinnar á þess- um vettvangi, og hefja hana hærra eftir eðlilegum þroska- lögmálum hennar sjálfrar, en ekki í krafti útlends nýtízku- gjálfurs, og það er beinlínis heilög skylda þeirra að gera það. Ef þeir gera það, og sýna auk þess trú sína í verkinu með því að túlka gegnum útvarpið og hagnýta á annan hátt það bezta, sem framleitt er með þjóðinni, enda þótt af vanefn- um sé, gæti svo farið innan skamms, að við stæðum frænd- þjóðum okkar ekki langt að (Framhald á 4. síðu.) Landsmót skáta hefst á þríðjudaginn Þátttakendur frá 8 löndum, auk meiri þátttöku ísl. skáta en áður eru dæmi til.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.