Nýja dagblaðið - 02.07.1938, Qupperneq 4
REYKJAVÍK, 2. JÚLÍ 1938
NYfA DAGBLAÐIB 6 argangdr -149 biað
C A M L A BIÓ
IRöskur strákur j
Gullfalleff og hrífandi am- j
erísk mynd. |
Aðalhlutverkin leika: |
Jachie Cooper
Joseph Calleia
og undrahundurinn j
Rin-Tin-Tin
Aukamynd:
Liitkvikmynd af j
fjöllum Kanada. j
Síðan er fögur sveit.
Fastar áætlunarferðir frá Rvík
að Kirkjubæjarklaustri alla
þriðjudaga. Frá Kirkjubæjar-
klaustri til Reykjavíkur alla
föstudaga. Vandaðar bifreiðar.
Þaulæfðir bílstjórar. Afgr. Bif-
reiðastöð íslands. Sími 1540.
- Kaup og sala -
Sportblússur og Georgette-
hálsklútar. Hattastofa Svönu og
Lárettu Hagan.
Heggur sá,
er hlífa skyldi
(Framhald af 3. síðu.J
baki í tón-bókmenntum. En
verði hinsvegar beitt upptekn-
um hætti tómlætis, og jafnvel
andúðar gegn íslenzkum tón-
verkum, verður engu tónskáldi
vært í landinu, og þá hlýtur
allur tónlistar-metnaður þjóð-
arinnar að veslast upp og deyja
og við verðum þá, í þeirri grein,
ekki annað en sálarlaust, dans-
andi skrípi útlendrar tuttugustu
aldar ómenningar, sem við
gleyptum, með úlfsgræðgi,
hraðar en við gátum kyngt,
hvað þá melt
Ég vil svo enda þessar línur
með þeirri ósk, að Emil Thor-
oddsen, og aðrir mætir drengir,
sem hér er óhjákvæmilega deilt
á, láti sér skiljast að mér geng-
ur ekki óvild til, heldur kannske
miklu fremyr hið gagnstæða.
Því ég þykist enganvegin sízt
flytja þetta mál þeim í vil sem
ég álít að gerst hafi brotlegir
við þjóðernislega háttvísi, en
þó vitanlega fyrst og fremst af
því að sannfæring mín og þjóð-
erniskennd knúðu mig til þess.
Og einmitt þess vegna þykir
mér sennilegt að þeir hinir
sömu geti undirstrikað flest eða
allt sem hér er sagt, eftir að
þeir hafa virkilega lagt málið
niður fyrir sér, og hefir þá skrif
þetta náð þeim æskilegasta á-
rangri, sem ég get kosið, sem
sagt, að hafa betrandi áhrif á
músikalskt og menningarlegt
áhrifavald þjóðarinnar.
Akureyri 26. júní 1938.
Björgvin Guðmundsson.
Þakkaravarp
Alviðra, 23. júní 1938.
Öllum hinum mörgu vinum
okkar frændfólki og mágfólki,
bæði hér i Dýrafirði og Reykja-
vík, vottum við okkar innileg-
asta hjartans þakklæti, fyrir þá
miklu hjálp, samúð og hluttekn-
ingu, er okkur hefir verið auð-
sýnd í veikindum og fráfalli
okkar elskuðu sona og bræðra,
er önduðust á Vífilstaðahæli.
Guðm. sál. Haukdal 12. apríl og
Sigurbjörn sl. Haukdal 2. júní
síðastl. Sérstaklega ber okkur að
þakka U. M. F. Mýrahrepps og
kvenfélaginu Hugrún í Hauka-
dal ,er sendi þeim á síðastliðnu
hausti myndarlegar peninga-
gjafir, og ennfremur U. M. F.
Mýrahrepps fyrir sína mikil-
vægu aðstoð við jarðarför þeirra
beggja. Og ekki hvað sízt ber
okkur að þakka frú Guðnýju
Gilsdóttur og manni hennar
Guðjóni Sigurðssyni vélstjóra
frú Björgu Guðmundsdóttur, frú
Þorbjörgu Guðmundsdóttur og
Kristjáni Ásgeirssyni, og öllu
þeirra skylduliði svo og fleirum
vinum okkar í Reykjavík, sem
útveguðu umbúðir um þeirra
jarðnesku leifar og komu þeim
okkur að kosnaðarlausu á skips-
fjöl, ásamt margháttuðum glaðn
ing, sem allt þetta fólk auðsýndi
þeim með heimsóknum í veik-
indum þeirra og á annan hátt.
Að síðustu þökkum við Eim-
skipafélagi íslands fyrir flutn-
ing á jarðneskum leifum okkar
elskuðu sona og bræðra til Dýra-
fjarðar. Öllu þessu fólki biðjum
við drottinn að launa af nægtum
náðar sinnar, eftir þvi, sem
hann sér bezt henta.
Guðrún Guðmundsdóttir.
Ágúst Guðmundsson.
Garðar Haukdal Ágústsson.
Marvin Haukdal Ágústsson.
Aldur heimsmeist
aranna í knatt-
spyrnu
Til fróðleiks fyrir íslenzka
knattspyrnumenn skal hér skýrt
frá aldri þeirra manna, sem tóku
þátt í lokakeppninni um heims-
meistaratitilinn í knattspyrnu.
í liði ítalanna voru:
Olivieri 27 ára, Foni 26, Rava
22, Serantoni 31, Andreolo 26,
Locatelli 22, Biavati 22, Meazza
28, Piola 25, Ferrari 31, Colaussi
24.
í liði Ungverjanna voru:
Szabo 28 ára, Koranyi 31, Biro
27, Szalai 26, Turai 33, Lazar 27,
Sas 23, Szengller 23, Sarosi 26,
Vince 29, Kohut 32.
Allir Ungverjarnir voru frá
Budapest, en þrir ítalarnir voru
frá Milano, þrír frá Róm, tveir
frá Turin, tveir frá Bologna og
tveir frá Triest.
iam>miii«m:«ii»niiiim»8tmm8::iiinii»«itiiiiiit:nni:«mæ«8mm«>«ntm
Reykjavík - Akureyri j
IVæsta hraðferð um Akranes til Akur- |
eyrar er á mánudag |
frá Bifreiðastöð Steindórs. |
Sími 1580. |
amimmiitiitiitiiiiiiiitittiiiiiiiiiiiiitititiiitiiitiiiiimiiiiiiiiitiiiiinmmnnnmninnr
Tólg
í tunnum og skjöldum
alltaf fyrirliggjandi.
Samband ísl. samvínnuíélaga.
Sími 1080.
Kjarnar — (Essensar)
Höfum birgðtr af ýmiskon-
ar kjörnum til iðnaðar. —
ÁFENGISVERZLUN
RÍKISINS
GAGNRÝNl
Leon Blum
LONDON:
Leon Blum gagnrýnir stefnu brezku
stjómarinnar í Spánarmálunum, í
grein, sem hann ritar í gær í franska
blaðið Populaire. Hann segir, að brezka
stjómin hafi ekki gert sér grein fyrir
því, að Pranco muni ekki geta losað
sig undan áhrifum Þjóðverja og ítala,
eftir að styrjöldinni sé lokið, ef upp-
reistarmenn sigri. Brezku stjórninni
skjátlist, ef hún álíti að hún geti dreg-
ið úr áhrifum Berlin-Róm-möndulsins
með vináttu sinni við Mussolini. Það
sé skortur á skilningi að álíta, að unnt
sé að flýta fyrir almennu samkomulagi
við Mussollni með undanslætti. — FÚ.
Svíar auka
flugherínn
Sænska stjómin hefir ákveðið, að af
aukafjárveitingu þeirri, er þingið veitti
nýlega til landvarna, skuli 12.8 millj.
króna varið til kaupa á hernaðarflug-
vélum og til þess að koma upp flug-
höfnum. — FÚ.
Þjóðver jar unnu Víking
(Framhald af 1. siðu.)
marki. Þegar eftir var mjög skammt
af leik, tókst þeim þó að gera mark.
Víkingar gerðu nú tilraun til að hefja
gagnsókn, en tókst ekki. Endaði því
lelkurinn með sigri Þjóðverja, 4 : 1.
N V J A B I Ú
Á hálum ísll
tt
«
Ljómandi fallegr og «
skemmtileg' kvikmynd, er :i
gerist á vetrarhóteli í Sviss. p
Aðalhlutverkin leika: H
Tyrone Potver
og skautadrottningin
Sonja Henie
Hin hrífandi og æfintýra-
ríka ástarsaga, er myndin
sýnir, og afburða-leikni
Sonju Henie á skautum,
mun veita áhorfendum
mikla ánægjustund.
Aukamynd:
Talmyndafréttir
frá Fox.
P1 ö ntus júkdómar
og varnir gegn þeim,
eftir INGÓLF DAVÍÐSSON,
er bók handa garðeigendum.
60 myndir til skýringar. Fæst
hjá bóksölum. Verð aðeins 2 kr.
Landsmót skáta
(Framhald af 3. slðu.)
notuð til varðeldasýninga, þar
skemmta skátar frá hinum ýmsu
þjóðum og landshlutum með
söng og hljóðfæraslætti og ýms-
um sýningum. Einn daginn nota
skátarnir til þess að kynnast
sögu Þingvalla og sögustöðum.
Á morgnana fara skátarnir á
fætur kl. 7.30.
FERÐALÖG.
Farið verður í ferðalög til
staða nálægt Þingvöllum, svo
sem í Hvalfjörð, að Glym, gengið
á Súlur, hellar skoðaðir o. fl.
Þann 11. júlí taka allir skátarnir
sig upp og ferðast í bifreiðum
yfir Lyngdalsheiði að Geysi og
Gullfossi og að Hvítárvatni. Þar
uppi í óbyggðum verður svo
tjaldborgin reist á ný og dvalið
þar daglangt til þess að skátarn-
ir eigi þess kost að kynnast ó-
byggðum landsins. Ef hægt verð-
ur, verður farið til Kerlingar-
fjalla. Síðan verður haldið til
Reykjavíkur með viðkomu að
Ljósafossi. Einn dagur verður
síðan notaður til þess að skoða
höfuðstað landsins.
ALMENNIN GSDAGUR.
Laugardaginn 9. júlí og sunnu-
daginn 10. júlí er almenningi
heimilt að heimsækja skátamót-
ið, gegn því að kaupa merki
mótsins, sem seld verða á mót-
staðnum. Varðeldar, sem mjög
verður vandað til, verða bæði
kvöldin og hefir almenningur
aðgang að þeim, ef þeir áður
hafa keypt merki mótsins.
Þjóðverjar báru mjög af allan leik-
inn, bæði í staðsetningu og allri leikni
í meðferð knattarins.
Sterkustu mennirnir í liði Víkings
voru án efa þeir Brandur Brynjólfsson
og Þorsteinn Ólafsson. Þeir voru báðir
mjög duglegir. Markmaðurinn hjá Vík-
ing var og góður og bjargaði hann
mörgum hættulegum skotum.