Nýja dagblaðið - 13.07.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
NÝJA DAGBLAÐIÐ
| Útgefandi: Blaðaútgáfan hJÍ.
Rltstjóri:
i ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
I
Ritstj ómarskrifstof umar:
| Lindarg. 1 D. Slmar 4373 og 2353.
Aígr. og auglýsingaskrlístofa:
Llndargötu 1D. Simi 2323.
Eftir kd. 6: Sími 3048.
Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura eintakið.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Simar 3948 og 3720.
Leyndardómur
bæjarsijórnar meírí-
hlutans
Þegar talað er um leyndar-
dóma einhverrar borgar, er oft
átt við staði, þar sem aðeins
viss tegund af fólki venur kom-
ur sínar og miklum hluta al-
mennings er lítið eða ekkert
kunnugt um. Þessir leyndar-
dómar eru þó sjaldnast það vel
faldir, að ekki sé hægt að kom-
ast eftir þeim, ef menn nenna
að eyða til þess tíma og fyrir-
höfn.
Reykjavík á vafalaust ein-
hverja slíka leyndardóma eins
og aðrir bæir. En Reykjavík á
líka aðra leyndardóma, sem er
erfiðara að uppgötva, því for-
ráðamenn bæjarins leggja allt
kapp á að fela þá. Þessir leynd-
ardómar eru úthlutun fátækra-
fjárins í bænum.
í sveitum og smærri kaup-
túnum geta menn fylgst nokk-
uð vel með því, hverjir fá fá-
tækrastyrk og hvort því fé er
vel varið. Þannig fæst nokkuð
örugg trygging fyrir því, að
þessu sameiginlega fé almenn-
ings sé ekki óráðvandlega og
hlutdrægt úthlutað.
En í hinni miklu mannmergð
höfuðstaðarins er engin slík
trygging fyrir hendi. Menn sjá
það að vísu í bæjarreikningun-
um og verða þess varir á sí-
hækkandi útsvörum, að þessi
útgjöld vaxa ár frá ári. — En
þeir vita um fæsta þá, er verða
þessarar hjálpar aðnjótandi, og
geta ekkert yfirlit haft um það,
hvort þessu fé sé vel eða illa út-
hlutað.
Frá sjónarmiði forráðamanna
bæjarins, sem gæta eiga hag-
sýni og sparnaðar, ætti það að
vera mjög æskilegt að skatt-
greiðendurnir gætu veitt svipað
aðhald hér í þessum efhum og
í dreifbýlinu. Af því gæti vafa-
laust hlotizt mikill sparnaður.
Slíks aðhalds ætti heldur ekki
að vera síður þörf hér en ann-
arsstaðar, vegna þess hversu ört
fátækraframfærið hefir aukizt
hér á undanförnum árum. Árið
1936 nam það, að sjúkrastyrkj-
um frátöldum, um 1550 þús. kr.,
en var enn hærra á síðastl. ári.
Sýna þær tölur bezt, að ekki
muni allt vera hér með feldu.
Þegar þetta er athugað, verð-
ur það meira en lítið óskiljan-
legt, að forráðamenn bæjarins
beita öllum ráðum til þess, að
halda úthlutun þessa fjár
leyndri, og hafa hvað eftir ann-
að synjað þeirri sanngjörnu
kröfu, að árlega sé birt opinber
Loftleiðis norður
skýrsla um það, hverjir fái fá-
tækrastyrk.
Sú viðleitni þeirra minnir
helzt á sögurnar um Tammany
Hall, sem um langt skeið hélt
völdum í New York með því að
tryggja sér allskonar sambönd
við kjósendurna í gegnum
stofnanir og styrkveitingar
borgarinnar.
Tammany Hall hélt því vand-
lega leyndu, hvernig styrkveit-
ingum var varið og hagaði
reikningum borgarinnar þann-
ig, að menn voru litlu nær af
þeim um fjármálastjórn henn-
ar.
Það má með sanni segja, að
sú leynd, sem bæj arstj órnar-
meirihlutinn hér reynir að láta
ríkja um úthlutun fátækrafjár-
ins, minni á ýmsan hátt á þessi
vinnubrögð Tammany Hall.
Það er heldur ekkert leynd-
armál, að meirihluti bæjar-
stjórnarinnar hefir langsam-
lega öruggast fylgi meðal þess
fólks, sem verður þessa fjár að-
njótandi.
Menn hljóta því óneitanlega
að fá grun um það, að
leyndardómurinn um úthlutun
fátækrafjárins sé jafnframt
leyndardómurinn um það,
hvernig bæjarstjórnarmeiri-
hlutinn hefir unnið að því að
tryggja yfirráð sín í bænum.
Sá grunur hverfur ekki, með-
an forráðamenn bæjarins halda
jafnmikilli leynd um þessi mál
og verið hefir undanfarið. Það
er heldur ekki víst, hvort sú
leynd heldur alltaf yfir þeim
hlífiskildi. Sá tími ætti að geta
komiö, að skattgreiðendur
þreyttust á því að borga sí-
hækkandi útsvör, en fá þó enga
vitneskju um það, hvernig því
fé er varið.
Mývatnsför
Ferðafélagsins
Ferðin er ákveðin og verður
lagt af stað á laugardagsmorgun
kl. 8, 16. þ. m. og er 8 daga ferð.
Fyrsta daginn verður ekið fyrir
Hvalfjörð, þjóðleiðina norður
Holtavörðuheiði, með viðkomu í
Borgarfirði, Hnúk í Vatnsdal og
gist á Blönduósi. Næsta dag verð
ur farið í Skagafjöröinn og að
Hólum í Hjaltadal og gist á
Sauðárkróki. Þriðja daginn farið
um Öxnadalsheiði til Akureyrar,
norður Vaðlaheiði með viðkomu
í Vaglaskógi og að Goöafossi, að
Laugum og gist þar. Fjórða dag-
inn verður verið um kyrrt við
Mývatn, gengið í Dimmuborgir,
út í Slútnes og Reykjahlíð og
víðar, en um kvöldið farið til
Húsavíkur og gist þar. Fimmta
daginn farið áleiðis til Ásbyrgis
og Dettifoss’, en gist á Húsavík
næstu nótt. Sjötta daginn haldið
til Akureyrar og mestöllum deg-
inum varið til að skoða höfuð-
stað Norðurlands og máske fara
inn að Grund. Sjöunda daginn
farið heim á leið, og gist að
Reykjum í Hrútafirði, á skóla-
setrinu. Áttunda daginn ekið
suður Holtavörðuheiði, með við-
komu í Reykholti, suður Kalda-
dal, um Þingvöll til Reykjavíkur.
Víða eru sundlaugar og er ráð-
legt að hafa með sér sundskýlur.
Aðsókn hefir verið mjög mikil og
hvert sæti fullskipaö. Þátttak-
endur eru beðnir að taka far-
miða á skrifstofu Kr. Ó. Skag-
fjörðs, Túngötu 5, fyrir kl. 5 n.k.
miðvikudag. Sé það ekki gjört,
verða þeir seldir þeim, sem
standa á biðlista.
Á licljarþrcmi við
Örn er kominn niður af
rennibrautinni við Skerjafjörð
og fer á léttu skriði út á spegil-
sléttan sjóinn.
Það er hvítalogn og sólskin.
í dag er ferðinni heitið til
Siglufjarðar og Akureyrar, og
við erum þrír farþegar, auk
flugmannsins.
Vélinni er hleypt á fulla ferð.
Sjórinn freyðir undan flothylkj-
unum, en ég finn það á mér,
að í þessu logni næst vélin ekki
á loft. Svo hægir flugmaðurinn
á og breytir um stefnu til þess
að „leita að golunni“.
í þriðju atrennu tekst það.
Örninn fær byr undir vængi, og
rétt yfir undir Álftanesi vindur
þessi blálitaði „haförn“ sér upp
af öldugárunum og tekur flugið
í mjúkum boga inn yfir Gróttu.
Örskammri stundu síðar er
höfnin niður undan okkur. Þá
er sveigt til norðurs með stefnu
á Akranes.
Strax og komið ér frá jörð,
verður hraðans ekki svo áber-
andi vart sem neðar, þegar
fastir staðir eru nálægir til að
miða við. Hann er nú 180 km.
á klst. og er venjulega auðsén-
astur á því, hve fljótt mann ber
yfir staði, sem langan tíma þarf
til þess að ná í öðrum farar-
tækjum. Þess hafði ég orðið var
fyrr, en nú sézt það og auð-
veldlega með öðrum hætti. Sé
litið niður á smágáróttan,
grænleitan sjóinn, sézt svartur
depill, sem þýtur með flughraða
um vatnsflötinn. Það er skugg-
inn af hinum vængbreiða erni,
sem ber okkur eldhratt um
loftið. Öðru hvoru tekur hann
dálitlar dýfur eða hallar öðr-
um vængnum uggvænlega ská-
halt niður á við. En Agnar flug-
maður réttir hann á fluginu,
rólega og fumlaust.
Að lítilli stundu liðinni erum
við yfir Akranesi með stefnu á
utanverðar Mýrar. Faxaflóa-
undirlendið liggur auganu opið
upp til fjarstu jökulbrúna. Sól-
in vefur það allt glampandi
geislaflóði, svo langt sem augu
sjá. Hjörsey skín í gulbleiku
sóleyj askrúði í ljósgrænni um-
gerð hafsins.
Nokkru vestan við Hítará, er
beygt þvert inn yfir Snæfells-
nes og flugið hækkað nokkuð.
Lág fjöll eru á báðar hendur.
Ásar, vötn og fjallabungur
þjóta aftur fyrir okkur. Léttir
þokuhnoðrár svífa um efstu
brúnir þeirra, undan svölu
norðankuli. Beint niðurundan
rís Eldborg upp úr gráu, mosa-
vöxnu hrauni. Lækir og ár
liggja eins og silfurtaumar um
hálendið og niður til hafs. Svo
sér norður af nesinu og fram á
Hvammsfjörð. Það er auðséð, að
Agnar treystir á vél sína. Hann
flýgur ekki út fyrir Fellsströnd
og inn Gilsfjörð, heldur beint
norðaustur um Hvammsfjörð og
yfir hálendið milli hans og
Húnaflóa.
Heill herskari af gráhvítum
þokuhnyklum siglir hraðbyri á
Hvaimdalabjarg.
móti okkur — aðeins miklu
lægra.
En til austurs er útsýnin ó-
gleymanleg. Endalaus hálendis-
sléttan sunnan við byggðafjöll-
in í Húnavatnssýslu, liggur
böðuð i sól. Fjallaþyrpingin
sunnan frá Botnssúlum og
Skjaldbreið stendur í blikandi
heiði allt norður til Mælifells-
hnjúks og Tindastóls. Við gul-
bleika bungu Hofsjökuls lýkur
útsýninu í austurátt. Það sézt
alla leið inn á Kjalveg, yfir
Lyklafell og Krák á Stórasandi.
Svo ber okkur út yfir Húna-
flóa, milli Hrútafjarðar og
Bitru.
Úrsvöl norðaustanáttin ýfir
hafflötinn upp í hvíta falda.
Einstaka síldveiðiskip sézt á
stangli um flóann, en Stranda-
fjöllin standa kafin i þoku-
bólstrum, sem hranna um efstu
brúnir og byrgja alla sýn í vest-
urátt.
Hér er Örninn orðinn miklu
stöðugri á fluginu en á fyrri
hluta leiðarinnar, enda hafði
Agnar sagt okkur að svo myndi
verða. Stjórn vélarinnar leikur
í höndum hans.
Agnar Kofoed-Hansen er ó-
venjulega aðlaðandi maður. Mér
kæmi það ekki á óvart, þótt
hann væri líka óvenju góður
flugmaður, enda tel ég hiklaust,
að hann hafi sannað, að svo er,
við annað sérstakt tækifæri,
sem ég vík að seinna.
Hann er gæddur óvenju mik-
illi, látlausri, drengilegri prúð-
mennsku og vekur hvers manns
traust þegar við fyrstu kynni.
Og hann hefir unnið merkilegt
brautryðj andastarf í flugmálum
íslendinga.
Hér norður yfir Húnaflóa,
uppi yfir hvítfextum öldum ís-
hafsins, í norðaustan strekk-
ingi, situr hann við hlið mína
og drepur léttilega fingrum
annarar handar á stýrið.
Við fljúgum yfir Skaga utan-
verðan, hátt ofan við gróðurlít-
il mýrlendi með strjálum heiða-
tjörnum og bæjum við sjó
fram.
Suðvestan við Drangey sér á
þyrpingu af dökkum deplum á
sjónum. Við nánari aðgæzlu
kemur í ljós, að þar liggur stór
deild síldarflotans, í vari við
eyjuna. Norðaustangjóstan er
hér orðin að stormi, og dregur
úr ferð vélarinnar frá 50—60
km. á klst.
Yfir Skagafjörð er flogið rétt
ofan við sjávarmál eða i 20 m.
hæð. Það þykir betra í hvössu.
Eftir rúmlega tveggja stunda
ferð, rennir Örninn sér niður á
Siglufjarðarhöfn, þar sem fjöll-
in standa hvít í miðjar hlíðar og
íshafsáttin heldur öllum gróðri
í helgreipum — og það sem sízt
er betra, síldinni, þessum bjarg-
vætti íslendinga, undir yfir-
borði sjávarins, þar sem veiðinet
sjómannanna ná ekki til hennar.
Á heljarliremi.
Ég drap á það fyrr í þessari
grein, að sannfæring mín væri
um land
sú, að flugmaður Arnarins
myndi vera starfi sínu óvenju
vel vaxinn.
Nú ætla ég að víkja að því
nánar. Laust fyrir miðnætti 2.
júlí, var Örninn á leið til Akur-
eyrar. Vélin hafði komið frá
Austfjörðum um kvöldið, og við
vorum 4 farþegar frá Siglufirði,
sem ætluðum inn til Eyjafjarð-
ar.
Úti á höfninni og firðinum
var nokkur alda, logn öðru
hvoru, en kastvindur á milli.
Aðstaðan var örðug til flugs,
enda náði vélin sér ekki á loft
með okkur alla — liklega til
allrar heppni.
Kjölur hennar laskaðist litið
eitt í öldurótinu og mér virtist
sem ferðin legðist dálitið þung-
lega í ílugmanninn. Loks fóru
tveir farþeganna i land, en með
okkur hina tvo var haldið af
stað.
Klukkan rúmlega liy2 fyrir
miðnætti, beygðum við fyrir
Siglunés, með stefnu á Eyja-
fjörð.
Yzt við hafsbrún bar logahvel
sólarinnar, og hin sæbröttu
strandfjöll ljómuðu í ósegjan-
lega fagurri purpura glóð.
Sjór var úfinn og þungur og
nokkuð svipvindasamt innan
úr fjörðunum og fjallaskörðun-
um.
Flogið var í 20—25 m. hæð.
Þá var það fram undan Hvann-
dalabjargi, að við vorum sem
snöggvast minntir á það, að
stundum er skammt milli lífs
og dauða.
Allt í einu stöðvast hreifill-
inn. Skrúfan er í þann veginn
að stansa og við erum komnir
rétt niður undir freyðandi öldu-
faldana. Uppi við standbergið
var vellandi brim.
Með eldsnöggu taki á stýrinu,
tókst Agnari að sveifla vélinni
þannig til, að hún lyftist að
framan, og um leið fór hreif-
illinn af stað aftur. Hann
hækkaði flugið og rendi lengra
fxá bjarginu.
Þetta tók ekki nema örfáar
sekúndur — en mátti heldur
ekki tæpara standa.
Það var vatn í benzíninu, at-
vik, sem aldrei hefir komið fyrir
Agnar Kofoed-Hansen á h. u. b.
200 þúsund km. leið, sem hann
hefir flogið hingað til, eftir
því, sem ég veit bezt.
Innanvert við Ólafsfjarðar-
múla varð vatnsins aftur vart,
en þar var orðið smásævi og
sennilega lítil hætta á ferðum.
Og inn til Akureyrar komum við
rétt á miðnætti, eftir tæprar
hálfrar stundar ferð.
Efalítiö á farþegaflug á ís-
landi fyrir sér mikla framtíð.
í strjálbýlu fjallalandi með
svo gífurlega fjárfreka vegi, í
viðhaldi og byggingu sem hjá
okkur, hlýtur flugið að verða
þýðingarmikill samgönguþátt-
ur í náinni framtíð.
Flugfélag Akureyrar hefir
farið myndarlega af stað. Og
ég hygg að það hafi verið eink-
(Framhald á 4. síöu.)