Nýja dagblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1938næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Nýja dagblaðið - 13.07.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 13.07.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 13. JÚLÍ 1938. DAGBLAÐHI 6. ÁRGANGUB — 158. BLAÐ GAMliA BÍÓ Bardagínn í gullnámunni Afar spennandi mynd, eftir Zane Grey. Affalhlutverk leika: Buster Crabbe, Monte Blue, ; Baymond Hatton. Aukamynd: Sklpper Skræk slegiim út! Til leigu 1. október, 4—5 her- bergi á Laugaveg 40. Upplýsingar í Lyfjabúðinni Iðunn. 14000 Sélagsmemi (Framhald af 1. síðu.) bera ábyrgð með 40 þús. kr. fyrir fyrsta fulltrúa og 80 þús. kr. fyr- ir hvern fulltrúa, sem þar er fram yfir. Ábyrgð lækkar ekki, þó að félaga- eða fulltrúatala einstakra félaga lækki. Af öðrum breytingum á sam- þykktunum má nefna það, að árið 1939 verður fjölgað í Sam- bandsstjórn úr fimm mönnum upp í sjö. Þá var á fundinum stofnaður lífeyrissjóður fyrir starfsmenn S. í. S., eins og áður greinir. Nær lífeyrissjóður þessi yfir elli- og örorkutryggingar. Auk þess var samþykkt að láta fara fram rannsókn á því, hvernig bezt yrði komið fyrir tryggingum fyr- ir alla starfsmenn Sambandsfé- laganna. Úr stjórn S. í. S. gengu Björn Kristjánsson á Kópaskeri og Jón ívarsson í Hornafirði. Voru þeir báðir endurkosnir. Varaformað- ur Sambandsins var kosinn Vil- hjálmur Þór á Akureyri. Vara- meðstjórnendur voru endurkosn ir þeir Skúli Guðmundsson at- vinnumálaráðherra og Jón Þor- leifsson í Búðardal. Endurskoð- andi var endurkosinn Tryggvi Ólafsson. Varaendurskoðendur: Guðbrandur Magnússon og Jón Hannesson. í lok fundarins afhenti for- maður Sambandsins, Einar Árnason, Hallormsstaðaskóla 3000 króna gjöf frá Samband- inu, sem forráðamenn skól- ans skyldu hafa frjálsan um- ráðarétt yfir. Loifleiðis norður (Framhald af 3. síðu.) ar heppið með val síns fyrsta flugmanns. Inni í flugskýli Akureyrar stíg ég niður af væng Arnarins og kveð Agnar K.-Hansen. Fyrir snarræði hans og ör- ugga ró á dálítið hæpnum augnablikum, erum við hér heilir á húfi. Hin bjarta, norræna sumar- nótt hvelfist í djúpri kyrrð yf- ir höfuðstað Norðurlands. Hallgr. Jónasson. Es. Lyra fer héffan fimmtudaginn 14. þ.m. kl. 7 síffd. til Bergen um Vest- mannaeyjar og Thorshavn. Flutningi veitt móttaka til há- degis á fimmtudag. Pantaffir farsefflar sækist fyrir kl. 6 í dag (miffvikudag), annars seldir öðrum. Es. Nova fer héðan í kvöld (mffivkiudag- inn 13. þ. m.) kl. 10 síðd. Auka- hafnir: Tálknafjörffur, Þingeyri og Djúpavík. P. Smith & Co. Mussoliní (Framhald af 1. síðu.) er vœntanleg þangað í dag. Ennfremur er verið að auka flugherinn. Einn af þingmönnum verkalýðs- flokksins spurði nýlendumálaráðherr- ann, Malcolm McDonald, að því undir umræðum í neðri málstofu brezka þingsins í gær, hvort kenna mætti ó- eirðirnar í Palestínu undirróðri, sem rekja mætti til Mussolini, og ennfrem- ur hvort nokkuð væri hæft í því, að fundizt hefðu vopnabirgðir af þýzkum uppruna í Palestinu. Malcolm McDon- ald kvaðst enga vitneskju hafa fengið um að svo væri. — FÚ. Flugkennslan á Sandskeiðinu (Framhald af 1. síðu.) Meðan svifflugan var enn á lofti, flaug hr. Baumann, foringi leiðangurs- ins með fjármálaráðherra í vélflug- unni, en auðheyrt var, að ráðh. hefði fremur kosið að „ríða priki" um loftið, eins og hann svo hnyttilega hefir kom- izt að orði um svifflugið. Eftir góðlátlegan meting milli at- vinnumálaráðherra og rektors, fór hinn síðarnefndi í sæti Hermanns Jónasson- ar í svifflugunni, en Skúli Guðmunds- son átti þá ekki annars kost, en að gera sér að góðu vélfluguna. En sá bú- mannsbragur mun, sakir sameiginlegs tímaskorts, hafa ráðið því, að Pálmi hlaut sviffluguna, og því trúað, að hún myndi leita fyrr til jarðar með hann en aðra, sakir likamsþyngdar. En svo fór, að hún skilaði honum ekki fyrr en liðnar voru 41 mínúta frá því er hún tók að líða frjáls um geiminn. Og fór hún þó í þetta sinn aldrei meir en í 750 metra hæð. Meðan á þessu stóð, voru ungu mennirnir við svifflugæfingar í tveim hópum. í öðrum hópnum voru piltar frá Ak- ureyri, með samskonar vél og þá, sem hér hefir verið notuð undanfarið. En í hinum þeir Reykvíkingar, er lengst eru komnir við svifflugnám. Notuðu þeir nú þýzka vél, sem nefnist Zögling. Var hún dregin upp í löngum virstreng, af þar til gerðum vinduvagni, í rúmlega 100 m. hæð. Meðan gestirnir stóðu við, sveif einn nemendanna, Kjartan Guðbrandsson, 5 mín. 56 sek. í þessari vél. Var það lengsta svifflug hérlent, og vakti fögn- uð viðstaddra. En þetta met átti sér ekki langan aldur. Annar nemandi, Leifur Grímsson, fór upp i þessari sömu svifflugu eftir að gestirnir voru farnir heim. Sveif hann 14 mín. 26 sek. Töldu flugkennaramir þetta alveg sér- stakt í svona þungri flugu. Varð mikill fögnuður meðal nemendanna yfir þessu afreki Leifs. Hlutu þeir C próf, Leifur og Kjartan, fyrir þessi afrek sín. Loks er að geta um „Vífilsstaðaflug- vélina“, sem Albert stýrði, með Björn Síldveiðín í fyrrakvöld komu ellefu skip til Ríkisverksmiðjanna í Siglufirði með samtals 2300 mál síldar af Skaga- grunni. í gær var óhagstætt veiðiveður, stinnings norðaustan kaldi, þokusúld og kvika. Örlítið varð síldarvart í gær- morgun út af Kálfshamarsvik, en veiði varð þó sama og engin. Annars hefir ekki frétzt til síldar, hvorki á austur- né vesturmiðunum. Síðari hluta dags í gær leit þó út fyrir, að veður myndi fara batnandi. Til Djúpuvíkur komu í fyrradag 10 skip, með samtals 3317 mál síldar. Hæstan afla hafði Garðar, 708 mál. Síldin veiddist út af Horni. Veður var kalt, norðankaldi. — FÚ. Dýr veðhlaupahestur (Framhald af 2. síðil.) Þýzkalandi, Englandi, Frakk- landi og Ungverjalandi. Aðrir hestar, sem hafa hætt ósigraðir, eru (hér er vitanlega sleppt þeim sem ekki hafa hlaup íð nema örfá skipti): Barcaldino 1881, Clairvaux 1883, St. Simon 1884, Ormonde 1886 og Meddler 1883. Meðal annarra hesta má nefna Man o’War, sem var keypt ur fyrir 5 þús. dollara, en hækk- aði síðan í verði fimmtugfalt. 5 þúsund dollarar hafa verið greiddir fyrir að halda undir hann hryssum. Einnig má nefna ástralska hestinn Phar Lap, sem var seld- ur ársgamall fyrir 3000 kr., en síðan vann hann nokkuð á aðra milljón króna. Hann var á há- tindi frægðar sinnar er hann dó 1932. Allsher j armótið (Framhald af 1. síðu.) m. og er það nýtt met. Eldra metið, 41.09 m., átti Kristján Vattnes. 2. og 3. urðu Jens Magnússon, Á., og Karl Vil- mundarson, Á., með 32.49. m. 1000 m. boðhlaup. 1. K.R., A-sveit á 2.7.6 mín. 2. Fim- leikafélag Hafnarfjarðar á 2.12.8 min. 3. Glímufél. Ármann, á 2.14.7 mín. Annað kvöld verður keppt í sleggju- kasti, kappgöngu og fimmtarþraut. Eiríksson sem kennara við hlið sér; hún var fjórða flugtækið í loftinu samtímis. En Björn hefir nú endumýj- að flugskírteini sitt með aðstoð hr. Agnars Kofoed-Hansen. Ludwig flugkennari fór, eftir að gest- irnir voru farnir heim, upp í tveggja manna svifflugunni og var hún dregin upp í 400 metra hæð. Uppbyr var ó- venjulega mikill og barst svifflugan upp í 1500 metra hæð. Varð þá að halda aftur af svifflugunni, sökum þess, að lágskýjað var. Var nú ákveðið að svífa til Reykjavíkur og var svifið yfir bæinn og siðan lent í Vatnsmýr- inni, Þessi för stóð yfir i 1 klst. og 10 mínútur. ÚRVAL af þýzkum sumar- kjólaefnum nýkomið. Saumiff sumarkjólinn sjálfar. Kaupið i kjólinn hjá okkur og þér fáið hann sniðinn og mátaðann eða saumaðan alveg með stuttum fyrirvara. Alltaf fyrirliggjandi tilbúnir kjólar og blússur. Saumastofan Uppsölum, Aðalstræti 18. Vaxandí á hugí fyrir Islandi í Sví- þjóð íslenzka keirnd við há- skólaim í Helsingfors. Ágúst Sigurðsson magister kom heim frá útlöndum með Lyru á mánudaginn. Fór hann að heiman um miðjan desember síðastl., til að flytja fyrirlestra um ísland í Svíþjóð, á vegum „Folkbildnings Förbundet“ og Norræna félagsins. Nýja dagblaðið hefir náð tali af Ágúst og spurt hann tiðinda úr ferða- laginu. — Ég byrjaði fyrirlestrana um miðj- an janúar og var síðan á ferðalaginu um Mið- og Norður-Svíþjóð, þangað til fram í miðjan apríl. Alls fltitti ég um Ágúst Sigurðsson 80 fyrirlestra í þessu ferðalagi. Var ná- lega helmingur þeirra haldinn í skólum en hinir opinberir. Efni fyrirlestranna fjallaði einkum um islenzkt þjóðlíf, at- vinnuhætti, bókmenntir o. s. frv. Til skýringar hafði ég meðferðis tvær ís- lenzkar kvikmyndir eftir dr. Niels Niel- sen og Guðmund Kamban og allgott skuggamyndasafn. Aðsóknin að fyrir- lestrunum var yfirleitt mjög góð, og er auðfundið, að áhugi Svía fyrir því að fræðast um okkur, fer stöðugt vaxandi. Ég hefi áður flutt fyrirlestra víða í Sví- þjóð og hefi því getað fylgzt vel með þessu. Alls mun ég nú vera búinn að flytja þar 200 fyrirlestra. í Stokkhólmi flutti ég þrjú útvarps- erindl. Eftir að ég hafði flutt þau, bár- ust mér margar fyrirspurnir um ís- land, hvernig væri bezt að komast þangað, hvað það kostaði mikið að dvelja hér o. s. frv. Mátti á því sjá, að talsverður áhugi er hjá Svíum fyrir því að ferðast hingað. í Finnlandi dvaldi ég í vikutíma og flutti þar m. a. þrjú útvarpserindi. í N Ý J A B 1 6 Á vængjum söngsíns Unaffsleg söngvakvikmynd amerisk, frá Columbia Film Affalhlutverkiff leikur og syngur hin heimsfræga söngkona Grace Moore Affrir leikarar eru: MELWYN DOUGLAS, HELEN WESTLEY og fieiri. Helsingfors kynntist ég miklum ís- landsvin, dr. Nordling. Hann hefir ver- ið hér heima og talar íslenzku. Hann kennir íslenzku (nútímamál) þar við háskólann, einn tíma á viku, og sóttu um 20 stúdentar þá kennslu í vetur. Nokkrir þeirra eru Finnar. Maður verður þess fljótt var, að Finnar vinna mjög markvíst að útrým- ingu sænskunnar þar í landi. Má það teljast þeim mun undarlegra, þar sem þeir viðurkenna, að það er fyrst og fremst Svíum og sænskunni að þakka, að þeir eru vestur-evrópisk menning- arþjóð og að Svíar hafa unnið ómetan- legt menningarstarf í Finnlandi. Á heimleiðinni flutti ég tvo fyrir- lestra í útvarpið í Oslo. Seinustu vikurnar dvaldi ég i Kaup- mannahöfn og vann þar að danskri lestrarbók fyrir íslenzka skóla, sem koma mun út í haust. Ég vil að endingu leggja áherzlu á það, að við höldum okkur í sem nán- ustu sambandi við hin Norðurlöndin og ég veit að það er einlæg ósk hinna Norðurlandaþjóðanna að við gerum það, sérstaklega hefi ég orðið þess á- skynja í Svíþjóð. Ég varð þess alls- staðar var í þessu ferðalagi, að þegar menn vissu að ég var íslendingur, tóku þeir mér ekki lengur sem útlendingi, heldur sem frænda. Oa+i hnMah THE WORLD'S GOOD NEWS will come to your home every day through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An International Daily Netvspaper It records for you the world’s clean, constructive dolngs. The Monitor does not exploit crime or sensation; neither does it ignore them, but deals correctively with them Features for busy men and ali the íamily, including the Weekly Magazine Section. The Christian Science Publlshing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Please enter my subscription to The Christian Science Monitor for a period of 1 year $12.00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00 Wednesday issue, including Magazine Section: 1 year $2.00. 6 issues 25o Name . Address. Sampíe Copy on Request ÚTBREIÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað: 158. tölublað (13.07.1938)
https://timarit.is/issue/255503

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

158. tölublað (13.07.1938)

Aðgerðir: