Nýja dagblaðið - 13.07.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 13.07.1938, Blaðsíða 1
| ÍVEFMÖUR ofin saman slysagöt á allskonar fatnað. R.Steindórs Ránargötu 21. ID/^GrBBIL^IÐIHÐ 6. ár Reykjavík, miffvikudaginn 13. júlí 1938. 158. blaff 11100 ÍÉpm I tiiilMg- nui iuin S.I.S. Samþykktum S.LS. breytt á aðal- fundínum Brottflutningur sjálfboðaliðanna hefst í fyrsta lagí eftír 2-3 mánuðí ANN ÁLL 194. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 2.38. Sólarlag kl. 10.43. Árdegisháflæður í Rvík kl. 5.45. Næturlæknir er i nótt Ólafur Þorsteinsson, Mána- götu 4, sími 2255. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni og Reykjavikur Apóteki. Dagskrá útvarpsins: 10.00 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðm-fr. 19.10 Veðurfr. 19.20 Hljómplötur: Lög úr tónfilmum. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Út- varpssagan („Októberdagur", eftir Sig. Hoel). 20.45 Útvarpskórinn syngur. 21.10 Hljómplötur: a) Nýtízku tónlist. b) Lög leikin á strengjahljóðfæri. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssv.-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa- póstar. Hafnarfjörður. Seltjarnarnes. Þrastalundur. Ljósafoss. Laugarvatn. Þingvellir. Þykkvabæjapóstur. Fagra- nes til Akraness. Laxfoss til Akraness og Borgarness. Norðanpóstur. Gullfoss til Vestmannaeyja og útlanda. Lyra til Vestmannaeyja, Thorshavn og útlanda. Til Rvíkur: Mosfellssv.-, Kjalamess-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa- póstar. Hafnarfjörður. Seltjarnarnes. Þrastalundur. Ljósafoss. Laugarvatn. Þingvellir. Laxfoss frá Akranesi og Borgarnesi. Breiðafjarðar-, Dala-, Norðan-, Barðastrandar- og Austan- póstar. Fagranes frá Akranesi. Skipafréttir. Gullfoss er í Reykjavík. Goðafoss fór frá Leith í fyrrinótt áleiðis til Ham- borgar. Brúarfoss fór frá Leith í gær, áleiðis til Vestmannaeyja. Dettifoss fer vestur og norður í kvöld. Lagarfoss var á Vopnafirði , gærmorgun. Selfoss er í Reykjavík. Á bæjarráðsfundi sl. föstudag var samþykkt að mæla með því að bifreiðastæði yrði gert á svonefndu Bernhöftstúni og Gimlitúni við Lækjargötu enda samþykki bæjar- ráð frágang á staðnum, sérstaklega innkeyrslu frá Lækjargötu og girðingu um svæðið. Bæjarráð ákvað þó að leyfa engar byggingar á þessu svæði. Bifreiðin R 620 ók í fyrrinótt út af veginum hjá Hólmsá. Slys varð ekki af, en bifreið- in skemmdist allmikið. Mál þetta er í rannsókn, en margt er talið benda til að þetta hafi stafað af ógætilegum akstri annars bifreiðarstjóra. Mun bif- reið hafa ekið fram fyrir þá, er út af ók, en sú þriðja komið eftir veginum úr gagnstæðri átt. Sveinn Sæmundsson var í gær af dómsmálaráðuneytinu skipaður yfirlögregluþjónn við rann- sóknarlögregluna. Sveinn Sæmundsson hefir unnið við lögregluna síðan árið 1930 og hefir hann tíðast haft rann- sóknir afbrotamála til meðferðar. Hefir hanrf getið sér ágætan orðstír í starfi sínu. Þjóðhátíð Frakka. í tilefni af þjóðhátíð Frakka, tekur franski ræðismaðurinn á móti gestum 14. júlí kl. 4—6 síödegis. Esperantó-félagið í Reykjavík boðar til fundar miðvikudaginn 13. júlí, kl. 9 e. h. á Hótel Skjaldbreið. Búlgarski rithöfundurinn, Ivan Kres- tanoff, flytur þar kveðjuerindi og síðan verður tekin ljósmynd af fundarmönn- um. Ivan Krestanoff fer af landi burt með Selfossi næstu daga, eftir rúmra sjö mánaða dvöl hér á landi, og óskar að geta kvatt sem flesta íslenzka esp- erantista, bæði eldri og yngri á fundin- um. Gerið því svo vel að sækja fund- inn. Glímufélagið Ármann gengst fyrir dansleik í Iðnó í kvöld, fyrir þátttakendur í allsherjarmótinu, starfsmenn við það og aðra íþrótta- menn. Dansleikurinn hefst kl. 10 og verða aðgöngumiðar seldir við inn- ganginn frá kl. 8 í kvöld. Tillögisr hlutleysis- nefudarinnar birtar LONDON: Brezku tillögurnar um brottflutning erlendra sjálfboðaliöa frá Spáni, liafa verið samþykktar af hlutleysisnefnd- inni og birtar. Ef það kemur í ijós við talningu sjálfboðaliða, að þeir séu fleiri í liði annars aðila en hins, á að flytja brott 1000 menn á dag úr liði þess, sem telur færri sjálfboðaliða, en hlutfallslega fleiri úr liöi hins. Ef báðir aðilar reyn- ast hafa jafna tölu sjálfboðaliða frá öðrum löndum í þjónustu sinni, þá á að flytja burtu 1000 menn úr liði hvors um sig á degi hverjum. Herréttindi verða veitt báðum stríðsaðilum, þegar fluttir hafa verið burtu 10.000 sjálf- boðaliðar úr liði þess, er hefir færri erlenda sjálfboðaliða í þjónustu sinni. Þá eru nánari ákvæði um flutning sjálfboöaliðanna heim til hinna ýmsu landa. Gert er ráð fyrir, að gæzlustarfið verði hafið á ný, og að eftirlit við landamæri Spánar annarsvegar, og Frakklands og Portugals hinsvegar, verði stundað með flugvélum. Brottflutningur erlendra sjálfboða- liða á að hefjast ekki síðar en 46 dög- um eftir að þessar tillögur hafa verið endanlega samþykktar, og síðustu sjálfboðaliðarnir eiga að vera komnir á brott ekki síðar en 100 dögum eftir samþykkt tillaganna. Þó er veitt 35 daga undanþága sjúkum og srerðum og stríðsföngum. Vegna þess, hve ráðstafanir þessar eru margbrotnar, er ekki búizt við fullnaöarsvari við tillögunum, frá stjórninni í Barcelona og stjórn Fran- cos fyrr en að mánuði liðnum, í fyrsta lagi, — FÚ. Mussolini á bak við óeirðimar í Paleslínu? Æsingarnar og róst- urnar halda áfram. LONDON: Þess sjást enn engin merki, að á- standið í Palestinu fari batnandi. Margir menn voru drepnir í óeirðum í gær, aðallega í norðurhluta landsins. Þrír Gyðingar voru drepnir í Haifa. Sprengjum var varpað á götum úti í Haifa og eru miklar æsingar í borginni. Sjálfboðaliðar af brezka herskipinu Repulse, hafa verið á götum borgar- innar, lögreglunni til aðstoðar. í Je- rúsalem hafa einnig verið miklar ó- eirðir. Gamall Arabahöfðingi var drep- inn þar í gamla borgarhlutanum. Brezk herdeild frá Egyptalandi kom til Palestínu í gær. Önnur brezk herdeild (Framhald á 4. siðu.) Aðalfundi S. í. S. að Hall- ormsstað lauk sl. miðviku- dag. Á fimmtudag var farið í skemmtiferð að Valþjófs- stað og Eiðum. Á Valþjófs- stað var snæddur miðdegis- verður í boði Kaupfélags Héraðsbúa. Á Eiðum veitti sama fél. kaffi. Undir borð- um voru margar ræður fluttar og tókst skemmti- förin hið bezta. Á aðalfundi S. í. S. mættu alls 59 fulltrúar, auk sambands- stjórnar, framkvæmdastjórnar, endurskoðenda o. fl., og var þetta fjölmennasti' aðalfundur, sem Sambandið hefir háð. Á fundin- um voru 4 ný félög tekin í Sam- bandið. Voru það Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, Kaupfélag Rauðasands á Hval- skeri, Pöntunarfélag verka- manna á Fatreksfirði og Kaup- félagið Fram á Norðfirði. í Sam- bandinu eru nú 46 félög, með samtals um 14000 félagsmenn. Hagur Sambandsfélaganna hefir yfirleitt farið batnandi á árinu. Aðalmál fundarins voru nýjar samþykktir fyrir S. í. S., fyrir- mynd að nýjum samþykktum fyrir Sambandsfélögin og stofn- un lífeyrissjóðs fyrir starfsfólk S. í. S. Samþykktum S. í. S. var breytt samkvæmt nýju samvinnulög- unum. Um kosningu fulltrúa á aðalfund Sambandsins gilda nú þessar reglur: Hvert félag á rétt til að senda einn fulltrúa. Auk þess má félag senda einn full- trúa fyrir hverja 400 félagsmenn. Fyrir hvern fulltrúa, að undan- skildum fyrsta fulltr., verða við- skipti félaga við S.Í.S. að nema meðalviðskiptum Sambandsfél. fyrir hverja 200 félagsmenn. — Þessi takmörkun kemur þó ekki að fullu til framkvæmda fyrr en eftir fjögur ár. Ábyrgð Sambandsfélaganna er nú sem hér segir: Hvert félag ber ábyrgð á skuldbindingum S. í. S. með 200 kr. fyrir hvern félags- mann. Félög, sem hafa takmark- aða fulltrúatölu á aðalfundi, (Framhald á 4. siðu.) Flóabúið kaupír eignír Olíusbúsíns Búnaðarbankinn hefir selt Mjólkurbúi Flóamanna eignir Mjólkurbús Ölvesinga, er bank- anum voru iagðar út á nauðung- aruppboði sl. laugardag. Kaupir Flóabúið eignirnar fyrir 132 þús. kr. Það mun enn ekki fullkomlega ákveðið, hvernig rekstri þeim, sem Ölfusbúið hafði, verður komið fyrir í framtíðinni. I. R. íær stór- frægan skíða- kennara í vetur Í.R.-ingar ákváðu í kærkvöldi að fá hingað í vetur hinn fræga skíðakennara, Toni Seelos frá Tyrol. Er hann talinn meðal allra fremstu skíðakennara, sem nú eru uppi. Mun Toni Seelos dvelja hér í þrjá mánuði og stunda skíðakennslu að Kolviðarhóli. Það er ætlan Í.R.-inga, að sem allra flestir geti notið tilsagnar þessa ágæta kennara, og verður kennsla hans því alls ekki bund- in við félaga í í. R. Flugkennslan á Sandskeíðínu Ráðherrarnir og rektor Mennta- skólans í lieim- sókn þar. í gærdag var ráðherrunum og rektor Menntaskólans boðið upp á Sandskeið til þess að sýna þeim tæki flugkennaranna þýzku, æf- ingar svifflugnemenda, flugskýl- ið og aðra aðstöðu við flug- kennsluna. Jafnframt var þeim gerður kostur á að fljúga. Hermann Jóniasson fór fyrstur með flugkennaranum Ludwig í tveggja manna svifflugu, sem vélflugan dró upp í allmikla hæð, með þeim hætti, að vírstrengur var festur á milli vél- flugunnar og svifflugunnar. Þegar komið var upp í hæfilega hæð, sleppti svifflugan vírnum, en vélflugan flaug síðan með hann í eftirdragi og sleppti þá fyrst, þegar komið var yfir flugvöll- inn. Sveif svifflugan, undir stjóm Lud- wigs, með forsætisráðherra í 24 mínút- ur víðsvegar umhverfis Sandskeiðið, ýmist í beinum línum eða stærri eða minni svigum. Bar talsvert á uppbyr og hækkaði svifið talsvert öðru hvoru, yfir þá hæð, sem verið var í, þegar dráttartauginni var sleppt. Komst svif- flugan hæst í 780 m. hæð. (Framhald á 4. síðu.) ALLSH ERJARMÓT Í.S.Í. Þrjií ný met sett í gœrhvöldi, Úrslit á allsherjarmótinu í gærkvöldi urðu þessi: 200 m. hlaup. 1. Sveinn Ingvarsson, K.R., 22.8 sek., og er það nýtt met. 2. Baldur Möller, Á., 23.4 sek. 3. Haukur Claessen, K.R., 24.3 sek. Gamla metið átti Sveinn Ing- varsson og var það 23.3 sek. Hástökk. 1. Guðjón Sigurjónsson, F.H., 1.60 m. 2. Kristján Vattnes, K.R., 1.55 m. og 3. Sigurður Norðdahl, Á., 1.55 m. ísl. met á Sigurður Sigurðsson, 1.82.5 m., sett á þessu ári. 800 m. hlaup. 1. og 2. Einar S. Guðmundsson, K.R. og Gunnar Sigurðsson, Í.R., á 2.7.5 mín. 3. og 4. Ólafur Símonarson, Á., og Sig- urgeir Ársælsson, Á., á 2.7.6 mín. ísl. met er 2.2.2 mín., sett af Geir Gígja, 1928. Stangarstökk. 1. Karl Vilmundarson, Á., 3.45 m., og er það nýtt met. Gamla metið átti hann sjálfur, en það var 3.40 m. 2. Bruni Slökkviliðið var í gær, laust fyrir há- degið, kvatt að Tjarnargötu 5. Hafði kviknaö þar í kvistherbergi. Slökkvi- liðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins, en kvistherbergið brann þó mjög inn- an og eyðilagðist allt þar inni. Innan- stokksmunir í herberginu voru óvá- tryggðir. Málið er ekki fullrannsakað, en í herberginu munu tveir menn hafa setið að drykkju í fyrrinótt og farið út um kl. 7 í gærmorgun. Mestar líkur eru taldar til að íkviknunin hafi stafað frá ógætilegri meðferð þessarra manna með eld, sakir ölvunar. Hallsteinn Hinriksson, F.H., 3.30 m. 3. Ólafur Erlendsson, K.V., 3.20 m. 10000 m. hlaup. 1. Magnús Guðbjörnsson, K.R., 37.08 mín. 2. Jón H. Jónsson, K.R., 37.53.3 mín. 3. Þorkell Þorkelsson, Á., 38.19.4 m. ísl. met er 34. 6.1 mín., sett af Karli Sigurhanssyni 1932. Kringlukast. 1. Ólafur Guðmundsson, Í.R., 41.34.5

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.