Nýja dagblaðið - 19.07.1938, Page 1

Nýja dagblaðið - 19.07.1938, Page 1
ÍWJIA ID/^GflBIL^IÐIHÐ 6. ár Reykjavík, þriðjudaginn 19. júli 1938. 163. blað Frá flugsýningunni í fyrradag. — Til hœgri á myndinni sjást tveir áhugasamir áhorf- endur, Guðbrandur Magnússon forstjóri og Agnar Kofoed-Hansen flugmaður, þar sem þeir standa fyrir framan hVjóðnemann. Flugsýníngin var glæsileg Áhorfendur skiptu fiúsuudum. V eðurskilyrði ágæt þótt (»oka byrgði allt umhverfi. ANN ÁLL 199. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 2,55. Sólarlag kl. 10,04. Árdegisháflœður í Reykjavík kl. 9,20. Naeturlæknir er í nótt Björgvin Finnsson, Vestur- götu 41, simi 3940. — Næturvörður er í Ingólfsapóteki og Laugavegsapóteki. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfr. 12,00 Hádegisútv. 15,00 Veðurfr. 19,10 Veðurfr. 19,20 Hljómpl.: Ensk lög. 19,40 Augl. 19,50 Fréttir. 20,15 Upplestur: Sögur eftir Mark Twain (Guðbrandur Jónsson prófessor). 20,40 Haraldur Sigurðsson leikur á píanó. 21,10 Hljómpl.: a) Sym- fónía í D-dúr, eftir Mozart. b) Lög úr óperum. 22,00 Dagskrárlok. Póstferðir á morgun: Frá Rvik: Mosfellssv.-, Kjalamess-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnarnes. Þrasta- lundur. Þingvellir. Laugarvatn. Álfta- nesspóstur. Bílpóstur til Akureyrar, og Stykkishólms, Strandas.póstur. Fagra- nes til Akraness, Laxfoss til Borgar- ness, Brúarfoss til Akureyrar. Til Rvíkur: Mosfellssv.-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnarnes. Þrasta- lundur. Þingvellir. Laugarvatn. Álfta- nesspóstur. Breiðafjarðarpóstur. Fagra nes til Akraness, Laxfoss frá Borgar- nesi. Skipafréttir. Súðin kom til Reykjavíkur kl. 10% í gærmorgun. Esja kom til Reykjavíkur kl. 7 í morgun. B-liðsmótið hófst síðastliðinn fimmtudag. Þá vann Valur Víking með 3:2 og K.R. Fram með 5:3. — Á laugardaginn vann K.R. Víking með 2:0 og Valur Fram með 3:1. — í gærkvöldi vann Fram Víking með 10:0. — Síðasti kappleikur mótsins fer fram í kvöld og hefst kl. 8. Keppa þá K.R. og Valur, en þau standa nú jöfn með 4 stig hvort. Glímufélagið Ármann hélt innan félagsmót fyrir drengi 12—14 ára á sunnudaginn uppi í Jós- epsdal. Tíu drengir tóku þátt í mót- inu. Úrslit urðu sem hér segir: 60 metra hlaup: Ólafur Ólafssoní 9 sek., 1350 metra hlaup: Gunnar Gíslason, 5 mín. 32% sek. Langstökk: Þorsteinn V. Bjarnar, 4,20 m. Þrístökk: Þorsteinn V. Bjarnar, 9,36 sek. Há- stökk: Guðm. Þórarinsson, 1,25 m. Kringlukast: Guðmundur Þórarinsson 27,71 m. Ferðafélag íslands ráðgerir að fara ýmsar skemmti- ferðir á næstunni. Hekluför. Lagt á stað næstkomandi laugardag kl. 4 síðdegis og ekið austur að Galtalæk og gist þar. Snemma á sunnudagsmorgun farið ríðandi upp í rétt og gengið þaðan á Heklu-tinda. Listi liggur frammi og séu farmiðar teknir fyrir föstudagskvöld. Gönguför á Eyjafjallajökul. Á laug- ardags-eftirmiðdag ekið austur undir Eyjafjöll ,gist þar á bæjum eða í tjöldum, en á sunnudagsmorgun geng- ið á jökulinn. Farmiðar teknir fyrir föstudagskvöld. Gönguför á Tröllakirkju. Farið með e.s. Laxfoss til Borgarness kl. 2 á laug- ardag og ekið upp Borgarfjörð, gist á bæjum eða í tjöldum. Á sunnudags- morgun ekið upp á Holtavörðuheiði og gengið á Tröllakirkju, en til baka í Norðurárdalinn og dvalið þar um stund, síðan farið í Borgarnes og með „Laxfoss“ heim á sunnudagskvöldið. Farmiðar séu teknir fyrir föstudags- kvöld. Mývatnsför 2. ferð. 8 daga ferð norður að Mývatni. Dettifoss og Ás- byrgi og aðrir viðkomustaðir eins og í fyrri ferðinni. Lagt á stað á föstu- dagsmorgun 22. júlí (ekki laugardags- morgun). Áskriftarlisti liggur frammi til miðvikudagskvölds kl. 6, en farmið- ar séu teknir fyrir kl. 12 á hádegi á fimmtudag á skrifstofu K. Ó. Skag- fjörðs, Túngötu 5, Reykjavík. Það, sem fyrst og fremst fangaöi huga Reykvíkinga síðastl. sunnudag, var flug- sýningin á Sandskeiðinu, fyrsta flugmótið, er haldið var á íslandi. Það er talið, að á fimmta þúsund manna hafi verið saman komnir þar efra á meðan sýningin fór fram, en á öðrum sam- komustöðum í grennd við bæinn var nær mannlaust. Lögreglan hefir skýrt svo frá, að lögreglubifreið, er ók til bæjarins, í þann mund, sem fólkið þyrptist hvað óð- aSt upp eftir, hafi mætt 240 bifreiðum á veginum milli Sandskeiðs og Elliðaánna. Miður góðar veðurhorfur höfðu vakið ýmsum nokkurn ugg. Aðfaranótt sunnudagsins lágu þykkir þokubólstrar yfir fjöllunum og heiðinni. Með morgninum grisjaði mjög í þok- una, en mestallan þann tíma, er sýningarnar stóðu yfir, byrgði hún þó Hengilinn, Esjuna og Vífilsfell ofan í miðjar hlíðar. En þessir þokubakkar trufluðu ekki sýninguna hið minnsta, því að yfir sjálfum flugvanginum var eins og auð vök í skýjabakk- anum með heiðum himni yfir. Litlu eftir að flugsýningunum lauk ultu skýjatröfin einnig yf- ir þessa heiðu vök. Kl. 3 setti Agnar Kofoed- Hansen flugmótið og bauð alla þá velkomna, er þangað höfðu sótt. Síðan flutti Skúli Guð- mundsson atvinnumálaráðherra stutta ræðu. Drap hann á þær framfarir, er orðið hefðu á sviði samgangnanna síðari árin. En nútíminn krefst medri hraöa, sagði hann, og það bíður fiug- vélanna að uppfylla þær kröfur. Þá flutti sendiherra Þjóð- verja, Renthe Fink, ræðu um flugíþróttina, skilyrði hennar hér, og flutti þakkir fyrir hversu opnum örmum hinum þýzka svifflugleiðangri hefði verið tekið. Að þeirri ræðu lokinni hófust flugsýningarnar, fyrst flug svif- flugulíkana, þá renniflug nokk- urra ungra íslendinga og síðar ' listflug í svifflugum og hreyfil- |! flugu. Flestir munu hafa dázt að þeim listum, sem þeir sáu l| með eigin augum, að hægt var : að leika í vélarlausu flugtæki. En mestan fögnuð áhorfenda vakti hið glæsilega listflug Þjóð- verjans Ludwig, sem lék hinar furðulegustu listir í loftinu, ekki aðeins á hreyfilflugu, held- ur einnig á vélarlausri svifflugu. Áhorfendur klöppuðu hinum frækna fluggarpi óspart lof í lófa, og þegar hann tilkvaddur gekk að hljóðnemanum og lét til sín heyra, var honum þakk- að af vinsemd og aðdáun við- staddra áheyrenda. Að sýningunum afstöðnum fór fram hringflug fyrir almenning og notuðu um 40 manns tæki- færið til þess að fljúga. Allt fór mjög skipulega fram á mótinu og má fyrst og fremst þakka það skipulagsgáfu hr. Bau- manns, sem stjórnaði flugdegin- um. Alls voru þarna á Sandskeið inu 8 flugtæki, 2 flugvélar, 6 svifflugur og renniflugur. Þau einu mistök, er segja má, að átt hafi sér stað af hálfu þeirra, sem fyrir undirbúningi stóðu, var það, hve þeir voru fá- liðaðir, sem unnu að sölu að- göngumerkja. En almenningur á þess kost að bæta úr þessum annmarka, með því að greiða sem bezt fyrir sölu á happdrætt- ismiðum þeirra Svifflugfélags- manna. Öllu, sem fram fór á flugmót- inu var útvarpað. Agnar Kofoed- Hansen skýrði frá fluginu, en Guðbrandur Magnússon hélt ræðu um samgöngumál, og flug- mál og skýrði frá ýmsu því, er við bar á sýningarsvæðinu. Þetta flugmót er merkisat- burður í sögu flugmálanna. Það mun áreiðanlega hafa áorkað miklu um að breyta viðhorfi al- mennings til flugs og flugtækja, ekki aðeins meðal þeirra þús- unda, er áttu þess kost, að vera viðstaddir, heldur einnig hinna, (Framhald á 4. siðu.) Síldaraf linn fjórd- ungur þess, sem hann var á sama fíma í fyrra Allur bræðslusíldaraflinn var orð- inn í lok seinustu viku 153.437 hl. Er það næstum því fjórum sinnum minni afli en á sama tíma tvö undanfarin ár. í fyrra var aflinn á sama tíma orð- inn 568.039 hl. Árið 1936 var hann 599.436 hl. í gær komu 20 skip til ríkisverk- smiðjanna í Siglufirði með 6000 mál samtals. Til hinna verksmiðjanna komu 6 skip með 1700 mál samtals. Síldin veiddist mestöll í Skagafirði og kastað var inn við Kolkuós og Hófsós. Síldarvart varð út af Hrollaugshöfða og Haganesvík. Veiðin var mjög mis- jöfn — frá 50—600 mál. Veiðiveður var gott í Skagafirði, en hvasst á aust- an úti fyrir Siglufirði og dimm þoka var í fyrrinótt. — Á vegum síldarút- vegsnefndar hafa verið seldar um 90.000 tunnur matjesíldar — 30 þús. til Ameríku, 30 þús. til Þýzkalands, 25 þús. til Póllands og 3—4 þús. til annarra landa. Frækilegt ilug yíír Atlanshaf írskur maður Slýg- ur Srá Ncw-York til Dublin á gamalli og hálfónýtri flug- vél og án landa- bréfs LONDON: Amerískur flugmaður lagði af stað frá New York í gærmorgun í flug- ferð yfir Atlantshafið og lenti heilu og höldnu nálægt Dublin eftir 21 klukkustundar flug. Hann hélt leyndu um fyrirætlun sína og er Atlantshafs- flug þetta talið eitthvert hið furðu- legasta flug, sem sögur fara af ýmissa hluta vegna. Flugvél hans, sem er sögð af svip- aðri gerð og sú, sem Lingbergh flaug í yfir Atlantshafið, er 9 ára gömul og illa útlitandi. Þeir, sem staddir voru á flugvellinum, er flugmaðurinn, sem er íri, Douglas Corrigan að nafni, var að leggja af stað, hlógu dátt að skrifli hans. Corrigan kvaðst ætla til Long Beach í Californíu, en engum datt í hug að hann myndi komast þangað. Gekk honum erfiðlega að hefjast frá jörðu, enda var flugvélin ofhlaðin bensíni. Loks hófst þó flugvélin í loft upp eftir langa mæðu, en mönnum til mikillar undrunar stefndi Corrigan til austurs á haf út. Komu þá fram getgátur um það, að hann mundi ekki áræða að snúa við og fljúga í vestur, fyrr en hann hafði flogið nokkura stund, en Corrigan sneri ekki við og flaug áfram til austurs og hvarf brátt sjónum manna. Þetta var nokk- uru eftir klukkan tíu í fyrramorgun. Komst nú sá orðrómur á kreik, að hann mundi ætla að fljúga yfir At- lantshaf, enda þótt kunnugt væri, að hann hefði engin tæki sér til stuðn- ings við að halda réttri stefnu nema gamlan kompás og armbandsúr sitt. Hann hafði engin landabréf meðferðis og honum hafði tvívegis verið synjað um leyfi til þess að fljúga yfir At- lantshaf. Hann lenti við Dublin, sem fyr segir eftir 21 klukkustundarflug. Hafði hann þar skamma viðdvöl og er nú á leið til Croydon flugvallanna við London. FÚ. Norræna kennara- mótínu lokið Þátttakendumir í norræna kennara- aranámskeiðinu komu hingað til bæj- arins kl. 7 í gærkvöldi eftir rösklega vikudvöl á Laugarvatni. Allir láta þátt- takendur hið bezta af veru sinnl eystra, ekki hvað sízt erlendu gest- irnir. Tveir fyrirlestrar voru ‘ daglega fluttir um margvísleg efni, íslenzkar bókmenntir, íslenzka skóla, íslenzka tungu og sögu, o. fl. Þeir, sem fyrir- lestrana fluttu, voru Alexander Jó- hannesson, Ásgeir Ásgeirsson, Bjami Bjarnason, Einar Ól. Sveinsson, Þor- kell Jóhannesson; lektor Kretzscher frá Kaupmannahöfn og Haug mennta- skólakennari frá Osló. Tveir umræðufundir voru haldnir, um sögukennslubækur Norðurlanda og norræna samvinnu og kennaraskipti. Frummælendur voru Vilhj. Þ. Gísla- son og Guðlaugur Rósinkranz. íslenzka var kennd tvo tíma dag- (Framhald á 4. síðu.)

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.