Nýja dagblaðið - 19.07.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 19.07.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Jan Kiepura, hinn heimsfrœgi söngvari, hefir nú ákveðið að endurreisa hið nafnkunna söng- leikhús í Varsjá. Forsaga þessa máls er sú, að vegna fjárhagsöngþveitis söng- leikhússins, sem er í ríkisins eign, hefir það ekki starfað und- anfarið. Starfsfólk þess fékk ekki kaup sitt greitt, og leiddi það af sér þriggja vikna verkfall þess. Kiepura hefir dvalið í Varsjá nú undanfarið og unnið að því að koma söngleikhúsinu á fót að nýju. Sem skilyrði fyrir því starfi sínu hefir hann sett það, að honum verði falin yfirstjórn leikhússins. Síðan kveðst hann munu fá pólska listamenn, sem nú dvelja utanlands, til þess að hverfa heim og helga söngleik- húsinu krafta sína. Kiepura hefir þegar fengið nauðsynlegt fjármagn til um- ráða í þessu skyni. Meðal lista- manna, sem framvegis munu starfa við leikhúsið, nefnir hann Arthur Rudzinski, er hann telur öezta hljómsveitarstjóra í heim- inum, Leopold Stokowsky, sem oft er nefndur í sambandi við Gretu Garbo, Martha Eggerth, konu sína, og svo auðvitað sjálf- an sig. Kiepura fullyrðir, að sér muni takast að hefja söngleikhúsið í Varsjá til jafns við beztu söng- leikhús heimsins. * / Tékkoslóvakíu er gefinn út mesti fjöldi blaða, enda er þar í landi mikill áhugi fyrir stjórn- málum og allskyns nýjungum. Blaðafyrirtœkið Melantrich er hið stœrsta þar í landi. Það gef- ur út fjölda blaða og tímarita, sem öll styðja Benes forseta og núverandi stjórn. Keppinautur Melantrich er Tempo, blaðafyrirtæki, sem að mestu er í eigu Stribny, foringja tékkneskra þjóðernissinna. Fjárhagur tékkneskra blaða er yfirleitt slœmur. Stafar það af hinum mikla fjölda blaða og hörðu samkeppni þeirra í milli. Verð blaðanna er einnig lágt. í Prag koma út 42 blöð. — Stœrsta blaðið er Vecerné Ceske Slovo. Það er kvöldblað og selst í 800 þús. eintökum daglega. * Daíly News í New York, sem blaðaútgáfa Hearsts gefur út, lœtur sér allra blaða tíðrœddast um hjónaskilnaði. Af öðru efni blaðsins má nefna: stórþjófnaði, morð og mannrán. Blaðið leggur mikið kapp á að skýra mjög ná- kvœmlega frá hjónaskilnaðar- málum, enda kitlar slíkt eyru lesenda þess. Fyrir skömmu síðan sagði blaðið frá hjónaskilnaðarmáli, sem var mjög spennandi og hneykslandi. Aðalpersónurnar í þessu máli voru John Medill Pat- terson, aðalritstjóri Daily News, og frú hans! TIL ATHUGUNAR: Ástin verður ekki sigruð með öðru en flótta. Napoleon. Garnir Kaupum saltaðar, vel verkaðar garnir og hArvötn og ilmvötn frA Afengis- VERZLUN RÍKISINS ERU MJÖG IIEVT- UGAR TÆKIFÆRISGJAFIR langa úr kindum, kálfum, nautum og svínum. Garnastöðin, Reykjavík, ___________Síml 4241.______ Kaupum tómar flöskur og glös undan bökunardropum með skrúfaðri hettu, í Nýborg pessa viku til föstudagskvölds Áfengisverzlun ríkisins Reykjavík - Akureyri Næsta hraðferð til Akureyrar nm Rorg- arnes er á fimmtudag. Bifrei&astöð Steindórs. Sími 1580. Lífvörður einvaldanna Fjölbreyttar og umfangsmiklar ráðstafanir eru gerffar til þess aff vernda líf einvaldanna. Þeir hafa stöðugan lífvörð, og er hann jafnan mjög aukinn, er þeir koma fram opin- berlega. Þegar Hitler fór til Róm í byrjun maí síðastliðins, birti New York Times greinar um ráðstafanir þær, sem gerð- ar eru til þess að vemda líf þeirra Hitlers og Mussolini. Hér fer á eftir fyrrihluti greinarinnar, sem er um lífvörð Hitlers. Fulltrúar þýzku leynilögregl- unnar fóru til Róm í vor, mánuði á undan Hitler, til þess að ræða við ítalska leynilögreglumenn um þær ráðstafanir, er gera þyrfti til þess að vaka yfir ríkis- kanzlaranum. Þegar Hitler væri kominn yfir landamæri Ítalíu, skyldi hann vera á ábyrgð ít- alskrar leynilögreglu og fasista- flokksins. Hitler ferðaðist í einkalest, og með honum voru margir dulklæddir leynilögreglu- menn, auk einkalífvarðar hans. Þetta föruneyti fylgdi honum hvert sem hann fór, nema þegar hann ók með Mussolini í einka- vagni hans. Margir fulltrúar leynilögreglunnar stóðu í stöð- ugu sambandi við þá deild ít- ölsku leynilögreglunnar, sem skyldi vaka yfir ríkiskanzlaran- um. Þessi útvaldi hópur dreifði sér meðal gestanna umhverfis Hitler, og átti sérstaklega að hafa auga á þýzkum gestum, er kynnu að þrengja sér óviðkunn- anlega nærri „der Ftihrer“. Kanzlarans er einnig vel gætt heima 1 Þýzkalandi. Gæzlunni er þar skipt milli einkalífvarðar hans, sem er 3000 manns, sér- stakrar deildar Gestapo, tuttugu j til þrjátíu manns, átta til tólf einkennisklæddra Gestapo- manna og þeirrar deildar prúss- nesku lögreglunnar, sem komið er fyrir í stjórnarskrifstofunum í Berlín og ýmsum þýðingar- mestu stöðum í hjarta Berlínar. Sá, sem opinberlega ber mesta ábyrgð á lífi kanzlarans, er Sepp Dietrich, yfirmaður lífvarðarins. Þessi lífvörður var áður deild úr S.S. Nú er þessi lífvörður alger- lega sjálfstæður, og ber aðeins ábyrgð gerða sinni gagnvart Die- trich og Hitler. Mennirnir eru sérstaklega valdir í þenna líf- vörð, og þeir verða að vera 6 feta háir. Lífverðinum er skipt í tvær deildir. Önnur deildin hefir að- setur sitt í húsnæði hins gamla herskóla frá keisaratímunum í Lichterfelde. Hin deildin hefir aðalaðsetur sitt í Munchen. í hverri viku eru valdir úr hundrað menn, til þess að vaka yfir kanzlaranum á stjórnar- skrifstofunum í Berlín, en þar hefir verið komið upp sérstöku húsnæði fyrir þá. Þeir halda vörð við allar dyr byggingar- innar, og nokkrir þeirra eru ætíð reiðubúnir í herbergi, sem er skammt frá aðaldyrunum. Ann- að hundrað er einnig valið úr einu sinni í viku, og er því komið fyrir í einkaíbúð kanzlarans í Berchtesgaden, en þar hjá hefir verið byggt hús yfir þessa menn. Þar eru þeir einnig látnir halda vörð við allar dyr. Lifvörðurinn er ekki síður bú- inn en aðrar herdeildir. Þeir hafa yfir að ráða bryndrekum, stríðsvögnum, fallbyssum og fjölda vélbyssa. Ef til uppreistar kæmi, gæti lífvörðurinn veitt öflugt viðnám, og það jafnvel lengi. Herforingjar og aðrir þeir, er teknir eru í lífvörðinn, verða að sverja Hitler sérstakan trúnað- areið, og þeir verða allir að vera áhangendur hinnar nýju þýzku trúar. Fulltrúar Gestapo eru á- byrgir gagnvart Heinrich Himm- ler, sem er yfirmaður þýzku lög- reglunnar og S.S., en það er í nánu sambandi við Gestapo. Nokkrir Gestapo-menn fylgja Hitler hvert sem han fer. Þeir, af hinni venjulegu lög- reglu, sem vaka yfir kanzlaran- um, hafa það einkum með hönd- um, að gefa ferðamönnum ýms- ar upplýsingar og vísa þeim leið, er heimsækja stjórnarskrifstof- urnar. Við öll hlið stendur lög- reglumaður og S.S.maður. S.S.- maðurinn er ætíð með stálhjálm á höfði. Þegar Hitler sýnir sig opinber- lega, hefir ein deild úr S.S. það hlutverk að halda mannfjöldan- um í hæfilegri fjarlægð. í þessari deild eru alls um 9000 menn. Þeir búa í hermannaskálum og hlýta sama heraga og venjulegir her- (Framhald á 3. síðu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.