Nýja dagblaðið - 19.07.1938, Page 3

Nýja dagblaðið - 19.07.1938, Page 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 o-n-,,»n-n-.n—, . \ÝJA ÐAGBLAÐIB Útgeíandi: Blaðaútgáfan hJ. I Rltstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RltstJ ómarskrif stof umar: Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Aígr. og auglýslngaskrlístofa: Llndargötu 1D. Sími 2323. Eftlr kl. 5: Sími 3948. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði. í iausasölu 10 aura eintakið. Prentsmlðjan Edda h.f. Símar 3948 og 3720. Gjaldeyrír og ferðalög Það er mikið um það rætt, að ísland geti orðið og eigi að verða ferðamannaland. Það er jafnvel talað um það í alvöru, að ís- lendingar geti aflað sér mikils erlends gjaldeyris með því að beina straumi erlendra ferða- manna til landsins. Hér skal ekki um það rætt, hvort slíkt geti oröið veruleiki á næstu ár- um. En það er víst, að til þess að búa svo í haginn að hægt sé að taka viðunanlega á móti erlendum ferðamönnum, sem líklegir eru til að eyða veruleg- um gjaldeyri í landinu, þarf að verja miklum erlendum gjald- eyri. En venjulegt millistéttar- fólk, sem kemur hingað til að eyða hér sumarleyfum sínum, fer sparlega með fjármuni sína og skilur því ekki mikinn gjald- eyri eftir. Það er þess vegna var- legast að gera sér ekki of mikl- ar vonir um öflun erlends gjald- eyris í sambandi við komur er- lendra ferðamanna til landsins, a. m. k. fyrst um sinn. Hinsvegar ætti með öðru móti að vera hægt að bæta aðstöðuna í gjaldeyrismálunum, það er með breyttri tilhögun á ferða- lögum þjóðarinnar sjálfrar. Þeir, sem kynna sér farþega- skrár millilandaskipanna, sér- staklega á sumrin, komast fljótt að þeirri niðurstöðu að a. m. k. helmingur þeirra ferðalaga, sem farin eru héðan til útlanda, eru skemmtiferðalög: Þar er um fólk að ræða, sem vitanlegt er um, að ekki fer utan í þágu hins op- inbera, í viðskiptaerindum eða til náms. Það eru venjulega ætt- ingjar einhverra vel efnaðra fjölskyldna, eða fólk í sæmilegri atvinnu, sem fer utan til þess að skemmta sér, en kemur heim aftur að litlu eða engu leyti færara til þess að verða gagn- legum málum að liði. Það er ljóst, að þessi ferðalög kosta mikinn erlendan gjaldeyri. Eins og ástandinu í þeim málum er nú háttað, er það sannarlega að lifa um efni fram, að eyöa honum á slíkan hátt. Það er hægt að halda því fram að auðvelt sé að stöðva þessi ferðalög með því að synja mönn- um um gjaldeyrisleyfi og hafa eftirlitið með gjaldeyrisverzlun- inni nógu strangt. Það er ekkert launungarmál, að megnið af þeim erlenda gjaldeyri, sem not- aður hefir verið til þessara ferða, hefir verið fenginn með óleyfi- legum hætti. En þó að reglur þessu viðkomandi hafi verið auknar og eftirlitið hert, verður trauðla hægt að vænta þess, að algerlega takist að stöðva skemmtiferðirnar til útlanda, með þeim hætti einum saman. Leiðirnar til þess að komast fram hjá lögunum í þessum efn- um eru svo margar, að þess er varla hægt að krefjast, að það takist að halda þeim öllum lok- uðum í hverju einstöku tilfelli. Til stuðnings slíkum ráðstöf- unum þarf að gera annað, engu þýðingarminna. Það verður að breyta þeirri tízku, að fínt þyki og eftirsóknarvert að eyða pen- ingum á vínkrám og skemmti- stöðum erlendis, þegar þjóðin í heild verður að synja sér um ýmsa hluti vegna gjaldeyris- skorts. í stað erlendu skemmti- ferðanna þarf að koma vaxandi áhugi efnafólksins fyrir því, að kynnast sínu eigin landi. Það þarf að skilja, að meiri heilbrigði og hressing sé í því fólgin að ferðast um landið og dvelja á fögrum stöðum, þar sem nátt- úruskilyrði eru líka hentug, en að eyða tímanum við lélega dægrastyttingu í erlendum stór- borgum. Ferðafélagið og íþróttafélögin hafa þegar unnið merkilegt starf á þessum vettvangi. En betur má ef duga skal. Sem allra flestir aðilar eiga að taka saman hönd- um um þaö, að þjóðin vilji þekkja og kunni að meta sitt eigið land. Þjöðin þarf að eign- ast sína eigin ferðamenningu, ef svo mætti að orði kveða, sem vinnur beint og óbeint gegn hin- um gagnslausu og óþörfu skemmtiferðum til útlanda. Þeg- ar þessi mál eru komin á það stig, að almenningsálitið telur það ekki minna vert, að kynnast heimalandinu en að sjá 2—3 erlendar stórborgir, getum við fyrst sýnt það með réttu, að ís- land sé ferðamannaland og þá ætti hinn innlendi ferðamanna- straumur að nafa skapað skil- yrði til þess, að það væri forsvar- anlegt að hvetja erlenda ferða- menn til að heimsækja landið. En meðan þau eru ekki í góðu lagi, getur slíkt verið vafasamur hagnaður fyrir framtíðina. Gj aldeyrisörðugleikarnir yrðu til góös, ef þeir kenndu þjóðinni þá reglu, að láta þjóðarhags- munina skapa tízkuna í þessum og öðrum málum, en ekki þau öfl, sem beinlíns vinna gegn þeim. Þ. Þ. SitlPAIJTCEWP i.ii'V^ina Súðín Austur um, föstudag- inn 22. p. m. kl. 9 síðd. Flufningi óskast skil- að á morgun og pant- aðir iarseðlar sóttir degi fyrir burtferð | Frú Jóseíína Hansen Hún andaðist á Landsspítal- anum 19. nóv. sl., eftir langvinn- ar þjáningar, bæði heima og heiman. Með frú Jósefínu Hansen er til moldar gengin á miðjum aldri ein af allra merkustu og mæt- ustu húsfreyjum þessa héraðs. Hún var húnvetnsk að ætt. 24 ára að aldri giftist hún eftirlif- andi manni sínum, skáldinu og kennaranum Friðriki Hansen, oddvita á Sauðárkróki. Eignuð- ust þau hjón 8 börn, sem öll lifa, hið elzta 20, en hið yngsta 8 ára. Við getum talað um dauðann með bros á vör, — meðan hann virðist nógu fjarri. En þegar harin hittir okkur sjálf í hjarta- stað, þá vill geðið glúpna. Og víst er það að vonum. Því að dauðinn er grimmur gestur — og jafnframt djúpur harmur að þeim kveðinn, er hýsa þann gest í garði. Aldrei er þó dauðinn grimmari, aldrei geigvænlegri, en þegar hann í einum svip ger- ir mörg börn að móðurleysingj - um. Hlutverk góðrar eiginkonu og móður er fyrst og fremst að móta, að gefa. Vafalaust er það göfugasta hlutverk, er getur á jörðu hér. Góð eiginkona og móðir er persónugerfingur hins fórnandi kærleika. Hún gefur allt það bezta af sjálfri sér — og þær gjafir endast ósjaldan til æfiloka. Og því er það svo grát- legt, þegar blessuð börnin eru svipt móðurinni — henni, sem allt gefur, en einskis krefst. Margir kannast við heimili þeirra Hansenshjóna. Það var jafnan hlýtt og bjart í húsinu því. Bjart yfir hjónunum, bjart yfir börnunum, bjart yfir öllu. Hlýjan, sem mætti manni, er inn kom úr dyrunum, var engin uppgerð. Hún kom beina leið frá hjartanu — og átti greiða götu til hjartans. Þar var gott að vera. Bæði áttu hjónin sinn þátt í því, samhent og samvalin, enda bar þar ærið oft gest að garði. Frú Jósefína var fríð kona sýnum, gáfuð og góð. Yfirbragðið tígulegt, svipurinn óvenjubjart- ur, hýr og hreinn. Framkoman festuleg, svo að af bar, og lýsti óvenju traustri skapgerð. Það gat engum dulizt, þegar við fyrstu sýn, að hér var engin miðl ungskona á ferð, hvorki að gáf- um né atgervi. — „Hinn fórn- andi máttur er hljóður.“ Störf konunnar valda ekki að jafnaði miklum hávaöa. Og vafalaust eru þeir stórum færri en skyldi, er gera sér það ljóst, hvílíkan mátt, andlegan jafnt sem líkam- legan, þarf til þess að valda hlutverki góðrar húsmóður á gestmörgu barnaheimili, — hús- móður, er setur markið hátt, án þess að hafa af miklum efnum að taka, öðrum en gnægð síns eigin hjarta. Jósefína sál. hélt á því hlutverki með þeim hætti, að færri myndu eftir leika, og er þó fjarri því, að húsmæður yfirleitt beri úr býtum þann hróður, sem þær í sannleika eiga. Og nú er hún horfin. Umskipt- in eru mikil. Fyrir eiginmann og Frú Jósafínc^ Hansen. blessuð börnin eru þau ægileg. Hver gegnir nú, þegar kallað er á mömmu? Enginn getur að fullu komið í staðinn fyrir mömmu, beðið með hennar blíðu, bannað með hennar mildi, skilið með hennar skilningi. Þess vegna er missirinn svo mikill, sorgin svo sár. Er þá ekkert eítir? Jú, að vísu. Minníngin um mæta konu, elskulega móður, góða og göfuga sál — minning, sem eiginmaður og börn munu varðveita sem helgan dóm innst við hj artaræt- ur sínar. Og fyrir minningunni verður jafnvel sjálfur dauðinn að lúta í lægra haldi. Fögur minning fær að vísu ekki sefað sáran harm. En hins er hún megnug, að hlú að þeim fræjum, er í hjartanu var sáð. Gisli Magnússon. Lífvörður einvaldaima (Fravihald af 2. síðu.) menn. Himmler, yfirmaður S. S., er þeirra yfirmaður. Hitler er sérstaklega varfær- inn þegar hann ekur í bifreið um þéttskipaðar götur við hátíðleg tækifæri, fer að skoða sýningar eða eitthvað þessháttar. Hitler stendur í bifreið sinni við hlið ekilsins, sem er vopnaður. í aft- ursæti bifreiðarinnar sitja tveir einkennisklæddir Gestapomenn með byssurnar á hnjánum og skammbyssurnar í höndunum. Kostur þessa fyrirkomulags er sá, að hver sem nálgast Hitler, hlýtur að koma fram fyrir eða meðfram varðmönnunum. Það væri auðveldara að nálgast Hit- ler, ef hann sæti í aftursæti bif- reiðarinnar og varðmennirnir væru fyrir framan hann. Þegar mannfjöldinn er sérlega mikill, ekur lögreglubifreið á undan vagni Hitlers, en á eftir honum kemur opin bifreið með fimm vopnuðum varðmönnum. Þegar bifreið Hitlers stanzar, þjóta þessir varömenn upp og standa umhverfis hana. Það vakti almenna undrun, er þeir Mussolini og Hitler óku í opinni bifreið um Berlín meðan á heimsókn Mussolinis stóð. Það er engin vafi á því, að skot frá garðshliðunum umhverfis eða handsprengja frá mannfjöldan- um hefði auðveldlega getað ráð- ið niðurlögum annars þeirra eða Aflahæstu síld- veíðískípín í lok seinustu viku höfðu eftir- talin skip orðið meiri bræðslu- síldarafla en 1000 mál sam- kvæmt heimild Fiskifélagsins: TOGARAR: Tryggvi. gamli, Reykjavík 1358 Brimir, Norðfirði 1058 Garðar, Reykjavík 954 LÍNUVEIÐARAR: Freyja, Reykjavík 2577 M.s. Eldborg, Borgarnesi 2525 Jökull, Hafnarfirði 2145 Sverrir, Akureyri 1830 Andey, Hrísey 1798 Jarlinn, Akureyri 1683 Ólafur Bjarnason, Akran. 1658 Fróði, Þingeyri 1543 Venus, Þingeyri 1469 Björn austræni, Helliss. 1436 Sigriður, Reykjavík 1404 Bjarnarey, Hafnarfirði 1386 Hvassafell, Akureyri 1327 Rifsnes, Reykjavík 1192 Alden, Stykkishólmi 1171 Fjölnir, Þingeyri 1123 Hringur, Siglufirði 1026 MÓTORSKIP: Stella, Neskaupstað 2764 Minnie, Akureyri 2036 Garðar, Vestmannaeyjum 1896 Geir goði, Reykjavík 1930 Grótta, Akureyri 1825 Huginn III., ísafirði 1825 Kristján, Akureyri 1801 Jón Þorláksson, Reykjavík 1635 Soli deo gloria 1623 Huginn II., ísafirði 1620 Huginn I., ísafirði 1544 Sjöstjarnan, Akureyri 1389 Sæhrímnir, Siglufirði 1319 Kári, Akureyri 1300 Sleipnir, Neskaupstað 1258 Nanna, Akureyri 1251 Sæbjörn, ísafirði 1170 Már, Reykjavík 1133 Sildin, Hafnarfirði 1121 Bris, Akureyri 1085 Vébjörn, ísafirði 1073 Hrönn, Akureyri 1058 Þorsteinn, Reykjavík 1007 beggja. Þeir risu öðru hvoru upp og heilsuðu mannfjöldanum, og þá hefði verið mjög svo auðvelt að hæfa þá fyrir hvern sem var. Hitler gengur um á hinum ýmsu sýningum, án þess að nokkuð beri á sérstakri var- færni. Salirnir eru ekki ruddir þótt hann komi. En auðvitað eru allmargir leynilögreglumenn í námunda og tveir eöa þrír vopn- aðir Gestapomenn eru jafnan mjög nærri honum. Þegar Hitler kemur óvænt fram, einhverstað- ar, er gæzlan ekki eins sterk, enda er talið ólíklegt, að árás sé gerð á hann, nema búizt sé við honum áður. Hitler fer oft í leikhús, en koma hans er aldrei tilkynt fyrirfram. Þegar Hitler fer frá Berlín ferðast hann í einkalest eða einkaflugvél. í lestinni eru jafn- an deild af S.S.-mönnum, vopn- aðir Gestapo-menn og leynilög- regluþjónar. Sepp Dietrich er oftast í fylgd með Hitler. Þegar Hitler flýgur fylgir hon- um leynilögreglumaður og einn eða tveir foringjar úr S.S.-lið- (Framh. ú 4. síðu.)

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.