Nýja dagblaðið - 19.07.1938, Síða 4
REYKJAVÍK, 19. JÚLÍ 1938.
6. ÁRGANGUR — 163. BLAÐ
GAMLA B 1 Ó
Leyndardóms-
fulla hraðílugíð
afar spennandi sakamála- ;;;
: mynd, sem gerist á flug-
ferð frá New York og ;
San Francisco
Aðalhlutverkin leika:
Fred Mac Murray ;
Ivan Bennet
Ný Skipper-Skræk mynd ::
Hnepptar og ísaum-
aðar
hálferma-peysur
I hvítum og ýmsum
Ijósum litum, eru
mjög í tízku
V e s t a
Laugaveg 40
Lífvörður einvaldanna
(Framhald af 3. síðu.J
inu. Á slíku ferðalagi er ómögu-
legt að vita hvar hann muni
vera. Yfirlýsingar eru engar
gefnar viðvíkjandi hurtför hans.
Þeð er sennilegt að leyndin yf-
ir hreyfingum hans sé bezti
vörðurinn. Þegar ekki er um
neinar opinberar ferðir að ræða,
þá ekur bifreiðarstjóri Hitlers
með fyllstu ferð, og það er einn-
ig mikil vörn í því.
Þrátt fyrir þessar miklu ráð-
stafanir sem gerðar eru til þess
að vernda Hitler, er það al-
menn skoðun, að hans sé ekki
gætt neitt sérstaklega vel. Það
er álitið að hann ferðist um rétt
eins og honum sjálfum sýnist.
En víst er nú um það, að hann
gengur aldrei um göturnar í
fylgd með einum leynilögreglu-
manni aðeins, eins og fyrri ríkis-
kanslarar gerðu.
NYJA DAGBLAÐIÐ
B-lidsmótid
Úrslitakappleikur í kvöld kl. 8
K. R. - Valur
Spennaudi kappieikur!
Hver vízmur?
Stefán Guðmundsson
syngur i Gamla Bíó, mlðvikudagiim 20. þ.
m. kl. 7,15. — Við Mjóðfærið Haraldur
Áætlunarferðir
i Ölfus og víðar,
frá
Bifreiðastöðinni Geysi
n
Hásaaði
Tvö herbergi og eldhús
í nýtízku húsl óskast 1. okt. —
Skilvís greiðsla. — Tilboð merkt
„Skilvís“ afhendist afgreiðslu
N Ý J A B í Ó
90 mínútur í
Líssabon
Spennandi, skemmtileg og
viðburðarík.. þýzk.. kvik-
mynd, samin sett á svið og
leikin af ofurhuganum
heimsfræga
Harry Piel.
Börn fá ekki aðgang.
Signrðsson.
Aðgöngumiðar seldir hjá Katrlnu V iðar
og i Bókav. Sigfúsar Eymundssonar.
tslenzk lög. Síðasta sinn.
Flugsýningic
(Framhald af 1. síðu.)
sem fyrir milligöngu útvarpsins
gátu látið sér nægja að hlýða
á vængjaþyt hinna hraðfleygu
samgöngutækja komandi tíma.
Meðal mannfjöldans voru, auk
tíðindamanna útvarps og blaða,
viðstaddir flugsýninguna, Her-
mann Jónasson forsætisráð-
herra og frú, sendiherra Þjóð-
verja í Kaupmannahöfn, Renthe
Fink, ásamt frú og dóttur, Skúli
Guðmundsson atvinnumálaráð-
herra, Tómas Jónsson settur
borgarstjóri Reykjavíkur, sendi-
herra Dana Le Sage de Fontenay
og frú, Timmermann ræðismað-
ur Þjóðverja og margt annara
nafnkunnra manna.
Þarna voru einnig staddir
flugmennirnir okkar gömlu, þeir
Björn Eiríksson og Sigurður
Jónsson. Hefir Björn þegar end-
urnýjað skírteini sitt hjá Agn-
ari flugkennara og flaug nú
hringflug með farþega í Vífil-
staðaflugvélinni að flugsýning-
unni lokinni, ásamt Þjóðverjun-
um, sem einnig flugu farþega-
flug í sinni vél, til ágóða fyrir
„flugdaginn". Mun alls í báðum
vélunum hafa verið flogið með
40 farþega.
Sigurður Jónsson mun einnig
langt kominn með að endurnýja
flugskirteini, en til þess þarf 10
klst. æfingaflug.
Af öðrum mönnum, sem kom-
ið hafa við sögu flugmálanna,
má nefna Albert Jóhannesson,
bílstjóra á Vífilstöðum. Hann
keypti hér fyrstur einkaflugvél,
„Irwin“ frá U. S. A., hafði þá
sjálfur fengið 5 klst. tilsögn í
flugi í Englandi. Nú er Albert
að hálfu eigandi flugvélarinnar
„Blue Bird“, ásamt Oddi lækni
Ólafssyni á Vifilsstöðum og Bimi
Pálssyni bílstjóra á Kleppi.
Loks voru þarna Indriði Bald-
ursson, sá, er smíðaði fyrstur
svifflugu hér á landi ásamt Geir
bróður sínum, og Bergur G.
Gíslason, sá sem fyrstur flaug
henni. Báðir þessir menn eru
miklir áhugamenn um flugmál
og báðir hafa þeir lagt á sig
mjög mikið starf við móttöku
þýzka svifflugleiðangursins, en
Bergur G. Gíslason er formaður
móttökunefndarinnar.
Norræna kennara-
mótið
(Framhald af 1. síðu.)
lega. Kennari var Sveinbjörn Sigur-
jónsson magister.
Sérstakt blað var daglega gefið út
og hafði inni að halda fjölbreyttar
greinar og frásagnir frá öllum Norð-
urlöndum.
Á föstudagskvöldið var skemmti-
fundur, og fékk hvert land 15—20
mínútur til umráða. Þá voru sungnir
söngvar, lesið upp og dansaðir þjóð-
danzar. Hylen skólastjóri frá Bergen
las upp tvö kvæði, er hann sjálfur
hafði þýtt úr íslenzku, Dettifoss eftir
Kristján Jónsson og kvæði eftir
Stephan G. Stephansson.
Á laugardagskvöldið komu gestir úr
Reykjavík austur að Laugarvatni og
lásu þeir upp úr verkum sínum, Þor-
bergur Þórðarson og Halldór Kiljan
Laxness. Haraldur Bjömsson las þátt
úr Galdra-Lofti, en Einar Markan söng
nokkur lög með undirleik Páls ísólfs-
sonar.
Á heimleiðinni i gær var komið við
á Þingvöllum. Þar flutti Matthias
Þórðarson erindi á sjálfu Lögbergi.
Áður höfðu þátttakendur farið að
Gullfossi, Geysi og Skálholti.
í gærkvöldi fluttu fulltrúar hinna
erlendu þátttakenda erindi í útvarpið.
Voru það Magdalene Jörgensen frá
Danmörku, Samuelsson frá Svíþjóð,
Haug frá Noregi og Pelkonen frá
Finnlandi, sem mælti á ólastanlega
íslenzku.
Hinir erlendu gestir munu dvelja hér
enn um hríð og hefir þeim verið komið
fyrir á sveitabæjum á Suðurlandi og
í Borgarfirði. Nú sem stendur dvelja
þeir á Garði og Hótel Skjaldbreið.
Frakklandsiör
ensku konungs-
hjónanna
Allir stjórnmála-
flokkar I Parls
skora á almenii-
ing að hylla kon-
ungshjónin.
LONDON:
Brezku konungshjónin leggja af
stað í Frakklandsferð sína kl. 9 f. h.
í dag. Ferðast þau í einkahraðlest til
Dover, en þaðan fara þau í flota-
snekkju til Calais og fylgja flugvélar
og tundurspillar snekkjunni alla leið.
í París er verið að ganga frá skreyt-
ingu húsa og gatna. Verða öll hús við
aðalgöturnar skreytt blómum og fán-
um. Öll blöð Parísarborgar, frá hinum
íhaidssömustu til hina róttækustu,
hvetja almenning til þess að votta
konungshjónunum hylli sína. Brezki
fáninn, „Union Jack“, blaktir nú þegar
um alla Parisarborg i tilefni af komu
konungshjónanna. FÚ.
blaðsins fyrir laugardag.
uðeins Loftur.
Maríe Rúmeníu-
drottníagf látínj^-
LONDON:
Marie, ekkjudrottning í Rúmeníu,
lézt i gær.
Marie, ekkjudrottning, var fædd
árið 1875 í Bastwell Park í Kent á
Englandi. Var hún elzta dóttir Alfreds
hertoga af Edinborg, en hann var
næstelzti sonur Viktoríu Englands-
drottningar. Þ. 10. janúar 1893 giftist
hún Ferdinand prinsi, er síðar varð
konungur Rúmeníu, Eignuðust þau
sex börn og er elzt þeirra Karl, nú-
verandi konungur Rúmeníu. — Marie
ekkjudrottning var mikilhæf kona og
lét sig miklu varða hverskonar vel-
ferðar- og mannúðarmál. Hún var
heimskunn sem rithöfundur og liggja
eftir hana nokkurar bækur og fjölda
mkrgar ritgerðir og greinar í blöðum
og tímaritum. — FÚ.
- Kaup og sala -
ÚRVAL af þýzkum sumar-
kjólaefnum nýkomið. Saumið
sumarkjólinn sjálfar. Kaupið í
kjólinn hjá okkur og þér fáið
hann sniðinn og mátaðann eða
saumaðan alveg með stuttum
fyrirvara. Alltaf fyrirliggjandi
tilbúnir kjólar og blússur.
Saumastofan Uppsölum,
Aðalstræti 18.
sJApNAR
blautsápa
LÆKKAÐ VERÐ
Samband ísl.
samvínnufélaga
Sími 108 0.
THE WORLD'S GOOD NEWS
will come to your home every day through
THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR
An Intemational Daily Newspaper
It records for you the world’s clean, constructive doings. The Monitor
does not exploit crime or sensation; neither does it ignore them,
but deals correctively with them Features for busy men and all the
family, including the Weekly Magazine Section.
The Christian Science Publishing Society
One, Norway Street, Boston, Massachusetts
Please enter my subscription to The Christian Science Monitor for
a period of
1 year $12.00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00
Wednesday issue, Including Magazine Section: 1 year $2.60, 6 issues 25o
Name _________________________________________
Address.
Samþie Copy on Request