Nýja dagblaðið - 22.07.1938, Blaðsíða 1
rwjiA
C/\Gei/*MDIC)
6. ár Reykjavík, föstudaginn 22. júlí 1938. 166. blað
ANN ÁLL
202. dagur ársins.
Sólaruppkoma kl. 3,03. Sólarlag kl.
10,02. Árdegisháflæður í Reykjavík
kl. 11,50.
Veðurútlit í Reykjavík:
Austan- eða norðaustankaldi. Léttir
sennilega til.
Næturlæknir
er í nótt Axel Blöndal, Mánagötu 1,
sími 3951. Næturvörður er í Ingólfs-
apóteki og Laugavegsapóteki.
Dagskrá útvarpsins:
Kl. 10,00 Veðurfr. 12,00 Hádegisútv.
15,00 Veðurfr. 19,10 Veðurfr. 19,20
Hljómpl.: Giftingarlög. 19,40 Augl.
19,50 Fréttir. 20,15 Erindi: Fóstbræðra-
lag og vinátta með Grikkjum • (Jón
Gíslason dr. phil.). 20,40 Strokkvartett
útvarpsins leikur. 21,05 Hljómplötur:
a) Tilbrigði eftir Dohnany. b) Har-
móníkulög. 22,00 Dagskrárlok.
Fyrsti flokkur K. R.
fer af stað til Færeyja með Lyra
þann 28. þ. m. til knattspyrnukeppni
við Færeyinga. Er það knattspyrnu-
félag í Trangisvaag, sem hefir boðið
K.R. til Færeyja. — Ákveðnir eru þrír
leikir í Færeyjum, fyrsti í Þórshöfn,
annar í Trangisvaag og síðasti leikur-
inn sennilega við úrvalslið. Einnig
getur komið til mála að fjórði leik-
urinn verði háður. Það er ekki vitað
hvort allir kappliðsmenn K. R. úr
fyrsta flokki geta tekið þátt í förinni,
en hún stendur í 12 daga, eða frá
28. þ. m. til 8. ágúst
Skipafréttir.
Gullfoss kom til Kaupmannahafnar
í fyrradag. Goðafoss er í Hull. Brúar-
foss var á ísafirði í —«r. Dettifoss fór
til útlanda í gærkvöldi kl. 8. Lagar-
foss var á Reykjarfirði í gær. Selfoss
er á leið til Aberdeen. — Esja og Súðin
fara frá Reykjavík í kvöld. Esja um
Vestmannaeyjar til Glasgow, og Súðin
i strandferð austur um land.
Síldveiði
var lítil í gær, en það sem barst til
Siglufjarðar var saltað. Nokkuð sást
af síld í fyrradag út af Grímsey og
við Mánareyjar.
Skíðabraui á
Hellísheíði
Norskir skíðagarpar munu koma
hingað á vetri komandi og taka þátt
í skíðamóti því er haldið verður þá
hér á Hellisheiðinni og á skíðabraut,
sem byrjað verður að leggja upp úr
næstu helgi og á að verða tilbúin þá.
Áætlað er að hún kosti um 20 þús. kr.
Brautin mun verða í Flengingabrekku,
sem er skömmu austan við Skíða-
skálann.
Skíðabraut þessi á að verða ærið
myndarleg, á stærð við hina frægu
Holmenkollenskíðabraut.
Ríkisstjórnin hefir boðið fram kr.
7 þús. til byggingar brautarinnar, með
því skilyrði að jafnmikið fé fáist
frá bæjarsjóði, og má telja næsta ólík-
legt að það fáist ekki.
Gotl samkomulag
míllí Irönsku og
brezku ráð-
herranna
LONDON:
í frönskum blöðum ríkir mikil
ánægja yfir viðræðum Halfax lávarð-
ar og frakknesku ráðherranna. Rætt
var um Spánarmálin, Tékkóslóvakíu,
(Framh. á 4. siSu.)
Bæjarstjórnarmeírihlutínn
Stóríengleg her-
sýniug í París í
tilefni a£ kon-
ungfskomunni
Georg konungur
býður Lebrun for-
seta í heimsókn
LONDON:
í gær var seinasti heimsóknardagur
brezku konungshjónanna í París. Alla
síðastl. nótt átti borgin að vera ljós-
um, fánum og blómum skreytt og alls-
konar skemmtunum og hátíðahöldum
haldið áfram.
Aðalviðburður dagsins ■ í gær var
hin mikla hersýning í Versölum, sem
allar deildir landhersins og nýlendu-
hersins tóku þátt í, riddaralið frá
Frakklandi og nýlendunum, stórskota-
lið og véibyssudeildir, skriðdrekasveit-
ir og sveitir hjólreiðamanna. Á her-
sýningu þessari gat að líta flest þau
nútímatæki, sem frakkneski herinn
hefir yfir að ráða, m. a. skriðdreka af
öllum stærðum. Eru sumir mjög smá-
ir, en þeir stærstu um 52 smálestir
og eru þeir svo raníbyggðir, að tveggja
hæða hús hrynja, ef þeim er ekið á
þau. 50 þús. hermenn tóku þátt í
hersýningunni, sem sýndi ótvírætt
hversu fullkominn og öflugur landher
Frakka er. Heiðursvörð konungs skip-
aði sveit úr riddaraliði frá Algier.
Vöktu riddararnir á hinum arabisku
fákum sínum mikla athygli.
Það er opinberlega tilkynnt, að Le-
brun, forseti frakkneska iýðveldisins,
hafi þegið boð Bretakonungs um að
heimsækja England. FÚ.
Mikíll mannfjöldi
fylgdi krónprisss-
hjónunum
til skips
EINKASKEYTI FRÁ KHÖFN:
Þegar m.s. Dronning Alexandrine
lagði af stað frá Kaupmannahöfn
í fyrradag höfðu menn safnast saman
niður við höfnina í þúsundatali, til
þess að árna Friðriki ríkiserfingja og
Ingiríði krónprinsessu góðrar ferðar til
íslands.
Meðal þeirra, sem viðstaddir voru
brottförina af íslendinga hálfu, var
Sveinn Björnsson, sendiherra o. m. fl.,
en af Dana hálfu fulltrúar hafnar-
stjórnar Kaupmannahafnar og Sam-
einaða gufuskipafélagsins, Knútur
prins og Caroline Mathildi prinsessa
fylgdu krónprinshjónunum til skips.
Þegar skipið hafði leyst festar
kvaddi mannsöfnuðurinn krónprins-
hjónin með húrrahrópum, en að því
loknu kallaði krónprinsinn: „Berið
foreldrum mínum kveðju". — Glaða
sólskin var er skipið lagði af stað. FÚ.
vill ekkí gefa opmbera
skýrslu um undírbúníng
hítaveitulánsins
Hverjtt parf haam að leyna?
Frá bæjarsijórnarfundi í gær
Þau tíðindi gerðust á bæj-
arstjórnarfundi í gær, að
fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins felldu tillögur frá Sig-
urði Jónassyni þess efnis að
bæjarstjórninni yrði af borg
arstjóra og bæjarráði gefin
nákvæm skýrsla um „um-
leitanir um lán til hitaveit-
unnar“ og annan undirbún-
ing í sambandi við hana.
Umræður um hitaveitumálið
hófust með því að Siguiföur
Jónasson beindi þeirri fyrir-
spurn til setts borgarstjóra,
hvort sá orðrómur væri réttur,
að lán til hitaveitunar fengist
ekki í Svíþjóð nú og hvort eng-
ar líkur væri til þess að lánið
myndi fást þar síðar.
Settur borgarstjóri svaraði
þessu á þá leið, að borgarstjóri
Hvalfjarðariör
F. U. F.
Lagt verður á stað frá
prentsmiðjunni Eddu á
laugardagskvöld kl. 8. Ekið
inn í Botnsdal og tjaldað
þar. Kveiktir varðeldar,
setið við þá og sagðar
sögur. Á sunnudag verður
gengið að Glym, á Botns-
súlur, skoðaðir hellar o. fl.
Að gönguferðinni lokinni
verður e. t. v. farið út í
Harðarhólma. Fyrir Hval-
fjarðarbotninum er mjög
fagurt, skógivaxnar hlíðar,
fagurt útsýni til hafs og
fjalla, gott skjól o. s. frv.
Kunnugur maður verður
með í förinni. Á leiðinni
verður skoðaður Bárðar-
hellir í Brynjudal.
Þátttakendum verður séð
fyrir tjöldum, kaffi og
nægri mjólk. Svefnpoka
eða teppi verður fólk að
hafa með sér, og allir ættu
að búast skjólgóðum föt-
um.
Þátttaka verður að til-
kynnast í síma 2353 fyrir
kl. 7 í kvöld.
hefði nýlega skýrt honum frá, að
sænski bankinn, sem ætlaði að
veita lánið, vildi ekki lána nægi-
legt fé til fyrirtækisins að svo
stöddu. Að öðru leyti gæti hann
ekki svarað fyrirspurn Sigurðar.
Sigurður Jónasson lagði þá
fram eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórnin ályktar að fela
bæjarráði að leggja fyrir fyrsta
eða annan reglulegan bæjar-
stjórnarfund nákvæma skýrslu
um hitaveitumálið. Sé þar skýrt
frá hvernig gengið hafa umleit-
anir um Ián til hennar og hve
mikið er búið að kosta til undir-
búnings og rannsókna frá byrj-
un. Ennfremur hvernig boranir
ganga og hvað bæjarráð ætlar
sér fyrir um framtíðargang
málsins."
Sigurður færði þau rök fyrir
tillögu sinni, að vegna þess,
hvernig undirbúningnum hefði
verið háttað væri slík skýrsla
nauðsynleg. Ástæðan til þess,
að hann óskaði eftir slíkum upp-
lýsingum væri síður en sú, að
hann vildi ræða þetta mál á
(Framhald á 4. siSu.)
Undanhald
Vísís
Hvers vegaa birtsr
hann ehki „kæruna“,
sem hann er stöðugt
að dylgja um?
Vísir staðfestir það greinilega
í gær, að helzta séreinkenni
hans sé í því fólgið að rægja
undir rós, en þora aldrei að
skýra greinilega frá þeim mál-
um, sem hann er að dylgja með.
Fyrir tveimur dögum birti Vís-
ir ritstjórnargrein, þar sem því
var m. a. haldið fram, að dóms-
málaráðherra liti gilda tvenns-
konar lög, þannig, að hann beitti
ákæruvaldinu gegn andstæð-
ingum sínum, en hilmaði yfir
brot samherja sinna.
Nýja dagblaðið skoraði þá á
Vísi að tilgreina dæmi þessum
rógi sínum til staðfestingar og
lofaði að greiða fyrir hann augl-
lýsingarkostnaðinn, ef blaðið
gæti á þann hátt fengið uppiýs-
ingar um eitt einasta mál um-
mælum sínum til sönnunar.
Með því að tilgreina ekkert
slíkt dæmi í grein sinni í gær
og þó enn frekar með því að
„afþakka“ tilboð N. dbl. um aug-
lýsingakostnaðinn viðurkennir
ritstjóri Vísis að hann hafi farið
með staðlaust fleipur og að eng-
in kæra sé til, sem sanni mál
lians, þar sem hann álítur það
ekki ómaksins vert að auglýsa
eftir henni.
Ritstjórinn játar jafnframt
(Framh. á 4. síSu.)
Héraðsmót
U. M. F. Skarphéðins
Góður árangur í ipróttum
Hið árlega héraðsmót U. M.
F. Skarphéðins var háð að
Þjórsártúni sunnudaginn 11. júlí.
Mótið setti Sigurður Greipsson,
íþróttakennari Haukadal. Síðan
hófust íþróttir. Hreppa-kórinn
söng undir stjórn Sigurðar
Ágústssonar, bónda, Birtinga-
holti. Var gerður góður rómur
að þætti þeirra söngmanna.
Úrslit íþróttanna:
Glímur. Sex menn kepptu um
Skarphéðins-skjöldinn. í fyrstu
umferð urðu 4 glímumenn jafn-
ir með 3 vinninga hver og
kepptu þeir til úrslita. Urðu
leikslok þau, að Jón Bjarnason
frá Hlemmiskeiði hlaut 5 vinn-
inga og vann skjöldinn. Steindór
Gíslason frá Haugi hlaut 4 vinn-
inga. Hann var áður skjaldar-
hafi. Þriðji var Hermann Guð-
mundsson frá Blesastöðum.
Þótti dómnefnd glímur manna
svo ófimlegar, að eigi væri fært
að veita verðlaun fyrir fegurð-
arglímu.
Stökk. í langstökki kepptu 11.
Lengst stökk Hinrik Þórðarson,
Útverkum 5,88 m. Magnús Guð-
mundsson, Blesastöðum, stökk
5,74. Steindór Gíslason, Haugi,
stökk 5,73 m.
í hástökki kepptu 10. — Guð-
mundur Ásgústsson, Hróarsholti,
stökk 1,60 m. og setti met fyrir
héraðsmótið. Metið var 1,55 og
átti það Hinrik Þórðarson. Hin-
rik Þórðarson stökk nú 1,55 m.
Jón Bjarnason, Hlemmiskeiði
stökk 1,50 m..
Þrístökk þreyttu 6. — Magnús
(Framh. á 4. síSu.)