Nýja dagblaðið - 22.07.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
Pjðlieijir wii i! joki liult Brct-
oijnirliimillioi
Samkeppnin um viðskiptin við
Balkanríkin
NÝJA DAGBLAÐEB
Útgefandi: Blaðaútgáfan hj.
Rltstjórl:
ÞÓRARENN ÞÓRARINSSON.
Rltst j ómarsfcrif stof umar:
Llndarg. 1 D. Slmar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýslngasfcrifstofa:
Lindargötu 1D. Siml 2323.
Eftlr kl. 6: Bimi 3948.
Áskriftarverð fcr. 2,00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura eintafcið.
IPrentsmiðjan Edda hJf.
Simar 3948 og 3720.
Hítaveítuláníð
Daginn eftir að Morgunblaðið
skýrði frá þeirri ömurlegu niður-
stöðu af seinustu utanför Péturs
borgarstjóra, að lán til hitaveit-
unnar fengist ekki í Svíþjóð,
byrjar það nýjan þátt í sínum
gamla hernaði gegn Framsókn-
armönnum sem „fjandmönnum
Reykjavíkur".
Þannig birtist hin vonda sam-
vizka íhaldsins í hitaveitumál-
inu. Það finnur, að það á skilið
andúð allra Reykvíkinga fyrir
meðferðina á því máli. Þess
vegna er gripið til hins gamla
örþrifaráðs að reyna að vekja
hatur til annarra en sökudólg-
anna sjálfra. Það er gamla sag-
an um glæpamanninn, sem
reynir að láta sekt sína lenda á
saklausum.
Það er eðlilegt að íhaldið óttist
reiði Reykvíkinga fyrir fram-
komu sína í hitaveitumálinu.
Hún hefir verið með slíkum end-
emum. Meðan verið var að
byggja héraðsskólana á heitum
stöðum, linnti ekki á svívirðing-
um og háði í íhaldsblöðum út af
þessum hneykslanlegu fram-
kvæmdum! En þegar reynslan
hafði unnið þar glæsilegan sig-
ur og gremjan jókst hér í bæn-
um yfir þvi að láta þessar miklu
orkulindir ónotaðar í nánd við
bæinn, byrjuðu forráðamenn í-
haldsins fyrst að rumska. En all-
ar þeirra framkvæmdir í þessum
málum voru gerðar með hang-
andi hendi og ónógri verkfræði-
kunnáttu. Vegna þessa áhuga-
leysis og kunnáttuskorts, hefir
hinn mjög svo ófullkomni und-
irbúningur tekið mörg ár í stað
þess, að hann hafði í mesta lagi
þurft að taka eitt ár, ef unnið
hefði verið að honum markvisst
og skipulega.
íhaldið sýndi það líka bezt sl.
vetur, að það hafði annan áhuga
fyrir hitaveitunni en að koma
henni í framkvæmd. Pétur borg-
arstjóri er látinn laumast til út-
landa í þeim erindum að útvega
lán til hitaveitunnar. Hann hafði
engan stuðning frá bönkunum
eða ríkisstjórninni, þar sem
þessir aðilar vissu ekkert um er-
indi hans. Það eina, sem hann
hafði í höndunum, voru reikn-
ingar skuldugs bæjarfélags og ó-
fullkomið „riss“, sem átti að
heita kostnaðaráætlun um hita-
veituna. Það, sem Jón Þorláks-
son hafði tveim árum áður ekki
lagt í slíka sendiför, nema með
stuðningi ríkisstjórnarinnar,
mátti öllum vera augljóst, að
Pétur myndi koma lánlausari úr
þessari för en hann var, þegar af
stað var farið.
För Péturs misheppnaðist líka
algerlega, hvað það snerti að
hún flýtti fyrir framkvæmd hita
veitunnar, en hún heppnaðist á
þann hátt, sem íhaldið hafði
ætlað sér. Þvert ofan í allar
staðreyndir, var Pétur látinn
lýsa því opinberlega yfir, að lán
til hitaveitunnar væri fengið, og
vegna þess, að Pétur hafði verið
álitinn ekki ósannorður eða ó-
vandaður maður, voru talsvert
margir, sem lögðu trúnað á þessi
ummæli hans. íhaldinu tókst
með þessum hætti að vinna sér
mun meira fylgi í seinustu bæj-
arstjórnarkosningum, en það
annars hefði fengið.
En nokkru eftir kosningarnar
vöknuðu þeir, sem trúað höfðu
Pétri, við vondan draum, þeir
komust að raun um að hér höfðu
verið framin stórfelldustu kosn-
ingasvik, sem þekkzt hafa á
íslandi. Allt fleipur Péturs um
að lánið væri fengið, voru ósann-
indi frá rótum. íhaldið hafði
misnotað það álit Péturs, að
hann væri sæmilega heiðvirður
maður, eins freklega og unnt var,
en líka sýnt hvaða mann hann
hafði að geyma í raun og veru.
Reykvískir kjósendur höfðu ver-
ið meira blekktir en jafnvel
þekkjast verst dæmi til við mála-
myndarkosningar í einræðis-
löndum. Meira óvináttubragð
var ekki hægt að sýna þeim.
Eftir að Pétur hafði jafn svik-
samlega blekkt kjósendur í bæn-
um og var orðinn reyndur að
hinu mesta lánleysi í lántökum
var hann þó enn sendur út af
örkinni og átti nú að fá lán í
Svíþjóð. Nú var ekki, frekar en
áður.leitað eftir stuðningi bank-
anna og ríkisstjórnarinnar við
lántökuna eins og Jón Þorláks-
son gerði 1935. Þessi för virðist
heldur ekki hafa borið neinn á-
rangur. Er víst að meðferð íhalds
ins hér heima á þessu máli og
sú útreið, sem Pétur fékk í Eng-
landi, hafa ekki verið eins æski-
leg meðmæli í augum hinna
sænsku fjármálamanna og þurft
hefði.
Ef málum Reykjavíkur hefir
nokkurntíma verið misboðið, þá
hefir íhaldið gert það í hita-
veitumálinu. Það er áhugaleysi
bæjarstjórnarmeirihlutans fyrir
hitaveitunni á undanförnum ár-
um og tilraunir hans á þessu ári
til að gera hana að pólitísku
„númeri“, sem hafa verið einu
hindranirnar í vegi hennar. Og
það hættulegasta er, að flan
Péturs Halldórssonar til Eng-
lands og afgreiðsla málsins þar
hefir að vonum vakið ótrú í aug-
um erlendra fjármálamanna.
Það má vera að það hafi ekki
verið beinn ásetningur íhaldsins
að láta þessar seinustu aðgerðir
sínar verða til þess að spilla fyr-
ir málinu eins og raun er á orð-
in. En þær sýna það eigi að síð-
ur, að það er vonlaust um fram-
kvæmd hitaveitunnar meðan
hún er í höndum þeirra óláns-
manna, sem um hana hafa fjall-
að á undanförnum árum
Og Reykvíkingar mega vera
illa minnugir, ef þeir trúa íhald-
inu fyrir stórmálum sínum í
framtíðinni.
Þýzkaland sækir að smá-
ríkjunum austan við sig eft-
ir tveimur leiðum. Með því að
mynda þar stjórnmálaflokka,
sem vinna í þýzkum anda, og
með því að gera þau sér háð
um viðskipti og atvinnuhætti.
Flest þessara landa hafa snú-
izt til öflugra varna gegn
hinni fyrnefndu hættu, svo
sem ráða má af viðhorfi Ung-
verja og tiltektum Rúmena
gagnvart Codreanu. Yið-
leitni Þjóðverja til þess að
ná tökum á smáríkjum með
fjármagni hefir hinsvegar
mætt harðri mótspymu af
hálfu Englendinga. Eftirfar-
andi grein, sem fjallar um
þessa átakaþungu baráttu,
birtist í Social-Demokraten
og er eftir blaðamanninn
Heinrich Múller. Hún er lítið
eitt stytt hér.
Það var Sehacht, sem fyrstur
lagði rökrétta áherzlu á mögu-
leika Þjóðverja til þess að gera
smáríkin sér háð með fjár-
magni. Hið óskiljanlega sein-
læti Breta og stjórnmálastefna
Frakka leiddi það af sér, að rík-
in í Austur-Evrópu, sérstak-
lega Balkanlöndin, treysta æ
meir á þýzka markaði. Þannig
hefir útflutningur Rúmena til
Englands rýrnað um 70% á einu
ári, og til Frakklands um 50%.
Hvað eftir annað hefir Chur-
chill bent á þá hætu, sem ægði
smáríkjunum þar eystra.
Nú er hægt að benda á ó-
yggjandi rök, er hníga að því, að
Frakkar og Bretar ætli að
treysta fjárhagsleg ítök sín í
Balkanlöndunum. — Financial
News í London birti í miðjum
júnímánuði mjög opinskáa
grein, þar sem sagt var að við-
skiptamiðstöð Breta í Mið- og
Austur-Evrópu myndi bráðlega
taka upp ákveðnari starfshætti
en fyrr. 19. júní var tilkynnt í
Pester Lloyd, að enski verzlun-
armálaráðherrann, Oliver Stan-
ley, hefði gefið yfirlýsingu, er
gekk í þá átt, að Bretar myndu
með fjármagni sínu styrkja
verzlunarsamböndin við Aust-
ur-Evrópurikin. Hér standa
Englendingar vel að vigi. Þeir
geta goldið allt með fullgildri
mynt og þurfa ekki að viðhafa
sömu aðferðir sem Þjóðverjar,
er nýlega prönguðu nokkurum
hundruðum þúsunda af munn-
hörpum út í Rúmeníu, sem
borgun fyrir olíu og hveitL
Þetta enska fjármagn forðar
líka hlutaðeigandi löndum frá
þeirri hættu, sem áhrif hinna
þýszku ítaka höfðu skapað. Enda
er það ekki aðeins við verzlunar-
samningana við Ungverjaland,
að Þjóðverjar hafa sett fram
kröfur stjórnmálalegs eðlis.
Lánið til Tyrkjja
tryggir Englamli
markað fyrir málma.
Hinar fyrstu samningaum-
leitanir um þessi mál af Breta
hálfu, hófust við Tyrkland í
byrjun ársins og lyktaði með
því, að Tyrkir fengu 16 millj-
ónir sterlingspunda að láni.
Af þessu fé verður 6 milljónum
varið til hernaðarþarfa, en 10
milljónum til þess að undirbúa
hagnýtingu ýmissa auðæfa
landsins og mikill hluti þess
gengur til kaupa á enskum
málmi og vélum. Síðan skal allt
borgast með hráefnum. Með
þessum hætti hafa Englending-
ar tryggt sér svo mikinn kopar,
sem þeir hafa þörf fyrir, og
þrengt Þjóðverjum til hliðar.
Við Grikkland og Búlgariu
eru svipaðir samningar hafnir.
Hingað til hafa samningarnir
strandað á því, að Englending-
ar kæra sig ekki um aukinn
innflutning á höfuðframleiðslu-
vöru þessara landa, tóbaki.
Sama máli gegnir um hin grísku
vín. Hvað Grikkland snertir
hafa þó þessir samningar geng-
ið greiðar, eftir að Bretar á-
kváðu að veita því svipað lán
og Tyrkjum til hagnýtingar á
náttúruauðæfum landsins. —
Jafnhliða þessu hafa Rúmenar
tekið upp baráttu gegn áhrifa-
valdi Þjóðverja með tollsam-
bandi við Jugoslavíu.
Síðustu dagana í júní héldu
fulltrúar Jugoslavíu í París
ráðstefnu með franska utanrík-
ismálaráðherranum Bonnet um
endurreisn verzlunarviðskipt-
anna milli hlutaðeigandi landa.
England mun einnig aðili að
þessum samningum. Áður höfðu
þr j ár „cellulosa“-verksmiðj ur
verið byggðar í Jugoslavíu fyrir
franskt og ítalskt fjármagn.
Hlutverk þeirra er að fullnægja
þeim markaði, sem Austurríki
hefir áður notið. ítalir leggja
sig alla fram um að treysta fjár-
hagslega aðstöðu sína í Jugo-
slaviu og ferð Stoyadinovitsch
til Ítalíu, er talin hafa staðið í
sambandi við samninga um slík
mál. ítalir hafa horfið að því að
kaupa þær trjávörur, er þeir
þarfnast, í Jugoslavíu, en ekki
Austurríki. Franskir og enskir
bankar hafa um sama leyti lagt
fram fé til málmvinnslu í Ju
goslavíu. Þar með er hafin
samkeppnin við Þjóðverja, sem
eiga þar svipaðar innstæður,
sem taldar eru að nema 500
milljónum denara.
Nú standa einnig samningar
milli Breta og Ungverja, sem
eiga um 50% af sínum viðskipt-
um við Þýzkaland.
Fiiíílspiiíl mnn bráðlega
ná tökum á olíufram-
leiðsln Rúmena.
í lok júnímánaðar fór Ta-
tarescu til London í fylgd með
enska ræðismanninum í Búka-
rest. Þessi ferð var mjög þýð-
ingarmikil. Rúmenar hafa þrjár
fyrirætlanir í huga, sem þá
skortir fé til að hrinda í fram-
kvæmd. Þeir vilja leggja járn-
braut frá Constanze við Svarta-
hafið til landamæra Tékkósló-
vakíu, gegnum Siebenburg.
Hún lægi ekki einungis gegn-
um þau héruð, sem auðugust
eru af olíu og hráefnum, heldur
hefði stórvæga hernaðarlega
þýðingu. Ennfremur hafa þeir
hin síðari ár lagt þvílíkt ofur-
kapp á hagnýtingu olíulinda
sinna, að talið er að sumar
þeirra verði tæmdar árið 1942.
Minnkandi olíuframleiðsla hefir
því neytt Rúmena til að auka
hveitiútflutning sinn. Þjóðverj-
ar, sem voru fúsastir til að
kaupa hveitið, náðu talsverðum
áhrifum í landinu af þeim sök-
um. Nú er það uppi á teningn-
um, að byggja gífurlega stórar
korngeymslur við Svartahafið
fyrir enskt fjármagn.
Loks hefir verið mikið um það
rætt í London, að lána háar
fjárhæðir til hagnýtingar nýrra
olíulinda í Rúmeníu. Það hefir
verið talað um 8 milljarða lán
í þessu skyni. Nákvæmar rann-
sóknir á þessum möguleikum
eru hafnar. Samkvæmt frá-
sögnum enskra og rúmenskra
blaða mun Rúmenía skuldbinda
sig til þess að selja megnið af
framleiðsluaukningunni til
Englands, sem innan fárra ára
virðist beinlínis fá drottnunar-
aðstöðu yfir rúmensku olíulind-
unum. Það er augljóst, hvað
þetta gildir fyrir Þýzkaland,
bæði á friðartimum og styrj-
aldar. Einnig er gert ráð fyrir
ensku láni til þes að starfrækja
nýjar gullnámur í Karpatafjöll-
unum. Þetta allt leiðir til þess,
að þýzkt áhrifavald rénar í
Rúmeníu, samhliða því, sem
ensk yfirdrottnun færist í auk-
ana.
Viðskiptum Pólverja
og Djóðverja
hefir hrakað.
Það er öllum kunnugt, að
enskt fjármagn hefir lengi ver-
ið mikils megnugt í Tékkósló-
vakíu. En það er líka aðgæt-
andi, að það er einnig að ná
tökum í Varsjá. í lok júnímán-
aðar fjallaði pólski sendiherr-
ann í París um þessi mál við
Bonnet og þar var meðal ann-
ars talað um 16 milljón sterl-
ingspunda lán, sem Pólverjar
hugðust að fá í London, með til-
styrk Frakka. Samvinna Pól-
verja og Þjóðverja hefir hins-
vegar hrakað í seinni tíð. Þegar
Pólland lét undan síga fyrir
(Framh. á 4. siöu.)