Nýja dagblaðið - 22.07.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 22.07.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Kvikmyndastjarnan Kay Fran cis giftist senn i fimmta skipti, í þetta sinn 46 ára gömlum flug- vélasmið, sem leggur litla stund á kaffihúsasetur. Fyrsta gifting Kay Francis var aðeins œskubrek. Nœst giftist hún ungum og indœlum manni af góðum ættum, en samt sem áður gátu þau ekki unað löngum samvistum. í þriðja skipti valdi hún leikara, sem einnig var glœsimenni að ytra útliti, en þó brást hamingjan fyrr en varði. Um fjórða eigin- manninn vita menn eiginlega ekki neitt. Eftir að Kay Francis var laus við hann, hvarf hún um nokkurra ára skeið frá öllum giftingarþönkum og hefir kann- ske, svona undir niðri, fundizt giftingar sínar vera orðnar nœgj anlega margar. Hún helgaði sig því listinni einlœglega og skap- aöi þá hina ógleymanlegu Flor- ence Nightingale. Nú hefir hún dregið net sitt að landi í fimmta sinn og von- andi að hún uni sér langa hrið í sambúðinni við hinn kyrrláta flugvélasmið. * Sú fregn hefir borizt út, að fundið hafi verið upp fljótandi efni, er geti komið í stað kven- sokka. Þessi vökvi getur verið af hvaöa lit sem er. Honum er roð- ið yfir fótinn og eftir litla stund er ógerningur að greina hann frá venjulegum silkisokkum. Þeir láta ekkert á sjá, þótt þeir vökni, en þeir þola ekki sápu. Þessir sokkar eru ekki langœir. í stað þess að klœða sig úr, eru þeir þvegnir burtu með sápu- vatni á hverju kvöldi. Það þarf alls ekki að óttast lykkjuföll eða stoppa í göt. * 55 ára gömul hefðarfrú i Stokkhólmi, hefir sent stjórnar- skrifstofu sem fjallar um nafn- breytingar, beiðni þess efnis, að mega bœta nafninu Lilly við for- nafn sitt, Ebba Kristina. Lilly hefir hún verið kölluð síðan hún var barn að aldri. Skrifstofan hefir ekki viljað verða við ósk frúarinnar, en hefir hinsvegar leitt athygli manna að því, hve kynlegt það sé, að hún hafi fyrst á sextugsaldri reynt að fá gœlu- nafn þetta lögfest. * Um nýárið í vetur voru hjónaskiln- aðir í Englandi gerðir auðveldari en áður hafði verið. Margir og margar, sem áður höfðu árangurslaust reynt að smeygja af sér hnappheldunni, heppnaðist það nú, án mikillar fyrir- hafnar. Meðal þeirra er maður nokk- ur, Mr. Serpell að nafni. Hann er 85 ára gamall, og hefir um 34 ára skeið verið að reyna að fá skilnað, konan hans er sem sé á geðveikrahœli. Marg- ur kynni nú að hálda, að skilnaðurinn vœri honum ekki mikils virði héðan af, en reynslan hefir sýnt annað. Hann giftist nefnilega í annað sinn fyrir skömmu. En maður verður alltaf að vera kurteis gagnvart kvenfólki. Þess vegna er ekki getið um aldur brúðar- innar. Kaupum í dag í Nýborg tómar llöskur og bökunardropaglös með skrúl- aðri hettu. Áfengisverzlun Ríkisins Vinnuskór karla komnir aftur Ennfremur mikið úrval af karlmannafataefnum Verhsmiðjuútsalun GEFJUN — IÐIM Aðalstrœti. Húseignin Bræðraborgarstígur 11 fæst keypt tíl niðurrifs eða burt- flutnings n ú þegar Tilboð sendist bæjarverkfrœðingi fyrír há- degi laugardagsins 30. p. m. Það er ósatt sem dagblaðið Vísir skýrir frá í fyrradaj*, að Raftækjaverksmiðjimni í Ilafnarfirði hafi ver- ið lokað veji'ua efnisskorts. Hinsvegar var mestum hluta starfsmannanna gefið sumarfrí samkvæmi samningi. Vegna tafar á einum hlut frá átlöndum í ca. 100 rafsuðuvélar, sem voru að öðru leyti fullgerðar, hefir ekki ver- ið hægt að afgreiða þær frá verksmiðjunni. IVú er sá hlutur fyrir nokkrum dögum kom- inn og hafa nú þegar tvö bílhlöss af rafsuðu- vélum verið send frá verksmiðjunni og ca. 80 vélar verða tilhúnar næstu daga. Það er því einnig ósatt að vænta megi frekari dráttar á rafsuðuvél- um frá verksmiðjunni. Fyrir nokkru síð- an hafa ráðstafanir verið íí'erðar til þess að framleiða tvö hundruð rafsuðuvél- ar á mánuði fyrst um sinn. Er það langt fram yfir það, sem forráðamenn Rafveitu Reykja- víkur hafa áætlað að þurfa mundi til þess að svara eftirspurn rafsuðuvéla vegna Sogs- virk j unarinnar. VERKSMiÐJUSTJÓRMN. Lögmannsskrif- stoíurnar verða lokaðar eftir hádegí í dag vegna jjarðarfarar Hvarf Rudolfs Diesel í gær var sagt frá hvarfi Rudolf Diesel verkfræðings og þeim getsökum, er það hvarf leiddi af sér. í dag verður sagt frá baráttu Diesels, er hann var að koma vél sinni á fram- færi, þeim þætti, er Friederich Krupp, eigandi Kruppverk- smiöjanna, átti í þeirri baráttu, og loks er hin nýskipulagða leynilögregla þýzka ríkisins kemur til sögunnar. (Framh.) Rudolf Diesel var fjörutíu ára er hann fyrst lagði fram teikn- ingar að vél sinni. Hann vann árum saman að tilraunum sin- um og þær kostuðu hann alla þá fjármuni, er hann átti. Hann þurfti enn mikla fjármuni til þess að ganga frá hugmyndum sínum. Diesel snéri sér til Fried- rich Krupp í þessum vandræð- um sínum, sem varð mjög hrif- inn af teikningum og áætlunum Diesels. Krupp lét hann hafa nægilegt fjármagn og einnig sérstaka rannsóknarstofu í vélaverksmiðjunni Augsburg- Niirnberg. Þar var það sem fyrsta dieselvélin varð til. Fried- rich Krupp var viðstaddur fyrstu tilraunirnar. Rudolf Diesel var, eftir árs starf, orð- inn stórfrægur maður og nú virtist braut hans bein og hillti undir auðæfi og velmegun. Það var árið 1911, er Þjóð- verjar vígbjuggust sem óðast, að Krupp gerði Diesel kleift að framkvæma uppfyndingu sína. Diesel var því eðlilega áfram um að bjóða þýzka ríkinu upp- fyndingu sína. í skýrslu þeirri, er hann sendi flotastjórninni hér að lútandi, gat hann þess meðal annars, að með vél hans væri kafbát ætlandi fjórfalt stærra starfssvið. Flotastjórnin hafði mikinn áhuga fyrir þess- ari uppfyndingu frá upphafi, enda var þýðing hennar fyrir hernaðinn auðsæ. Gamall kaf- bátur var reyndur með hinni nýju vél og árangurinn varð dá- samlegur og menn gerðu sér miklar vonir í sambandi við vél- ina. Diesel fékk skilaboð um að hann ætti von tilkynningar innan tveggja sólarhringa, og að hann skyldi vera við því bú- inn að skipuleggja og stjórna tilraunum, er vinna skyldi að nótt og dag. Diesel fékk með þessum skila- boðum samning um að ræða ekki um uppfyndingu sína nema með leyfi flotamálastjórnarinn- ar. Diesel skrifaði undir þenna samning, án þess að renna grun í, að með þessu undirritaði hann sinn eigin dauðadóm. Þessir tveir sólarhringar urðu að vikum og mánuðum. Þessi bið varð ofraun fyrir taugar Diesels. Hann reyndi hvað eftir annað að minna á málið, en það kom fyrir ekki. Loks fór Diesel að gruna, að einhver sterk öfl reyndu að eyðileggja hann og að töfin stafaði af því. í ör- væntingu sinni heimsótti Diesel Krupp, en hann ráðlagði bara að bíða og sjá hverju fram yndi. Diesel grunaði að Krupp stæði á bak við þessa töf, en Krupp varðist með þeirri röksemd, að hann gæti sjálfur séð hversu fráleitt það væri, þar sem Krupps-verksmiðjurnar ættu að fá hlut af ágóðanum af hinni nýju uppfyndingu. Það væri því ekki síður sitt áhugamál en Diesels, að málið fengi fram- gang. Diesel féll þungt, er hann skömmu síðar komst að því, aö það var einmitt aðaláhugamál Krupps, þrátt fyrir allar hans fullyrðingar, að dieselvélin yrði ekki tekin í notkun. Krupp var einn um sölu hergagna til þýzka ríkisins, og það mundi minnka kaup þess mikið, ef farið væri aö framleiða dieselvélar í stór- um stíl fyrir ríkið. Þar sem einkaleyfi Krupps á hinum eldri tegundum átti enn að gilda í nokkur ár, þá vann Krupp eðlilega að því að diesel- vélin yrði ekki tekin í notkun. Það var því aðeins hagur Die- sels, að farið væri að framleiða vélar hans, en hlaut að verða skaði fyrir Krupp, þrátt fyrir hlut hans í ágóðanum, þar eö kaup á eldri vélum mundu minnka svo mjög. Diesel var nú örvæntandi og gekk þá það skref, er leiddi til dauða hans. Hann fékk áheyrn hj á hermálaráðherranum og skýrði honum frá málavöxtum. Hann gat þess hiklaust, að Eng- lendingar og Frakkar væru á- fjáðir í uppfyndinguna. Þeir hefðu sterkan hug á að treysta her sinn með vél hans, og að hann mundi nota þetta tæki- færi ef Þjóðverjar létu hann biða áfram. Þetta var árið 1913, er Þjóð- verjar voru nýbúnir að endur- skipuleggja leyniþjónustu sína. Rudolf Diesel varð þannig ein af fyrstu fórnum njósnaranna. Yfirmaður þýzku leyniþjónust- unnar fékk tilkynningu um framkomu Diesels hjá hermála- ráðherra, og einn af undir- mönnum hans, Berg liðsforingi, fékk það hlutverk að njósna um Diesel.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.