Nýja dagblaðið - 22.07.1938, Side 4

Nýja dagblaðið - 22.07.1938, Side 4
REYKJAVÍK, 22. JÚLÍ 1938. 6. ÁRGANGUR 166. BLAÐ Reykjavík - Akureyri Næsta iiraðfcrð 11111 Akraues til Ak- nreyrar er á mjtnudag Bifreiðastöð Steindórs. Sími 1580. nnn:n»nntm»»nn»»»tmnnnnnnmn Bæjarstjórnanneínhlutínn vill ekkí geia skýrslu um undírbúníng hitaveítumálsins G A M L A BÍÓ IÁ skyrtimaii S gregrniim bæinn | afar fjörug gamanmynd Aðalhlutverkið leikur Sene Raymond Þjóðverjar verða að poka fyrir Rretum (Framhald af 3. síðu.J Bretum í maí í vor og lýsti yf- ir algerðu hlutleysi snertandi Tékkóslovakíu, urðu þýzku stjórnarvöldin í senn undrandi og reið og boðuðu í flaustri ferð Ribbentrops til Varsjá. En þá tilkynnti Beck, utanríkismála- ráðherra Pólverja, að hann yrði að takast á hendur ferð til Stokkhólms og Tallinn, og hefði enga viðdvöl í Berlín í þeirri för. Hér bætast við ýms vanda- mál, er varða þýzk og pólsk þjóðarbrot, og sem ekki virðast hafa nálgast neina lausn við þýzk-pólska samkomulagið 5. nóvember í haust. í Þýzkalandi eru að verki sterk öfl, sem eru fjandsamleg Pólverjum og leitast við að hafa áhrif á utan- ríkismálin. Meðal þessara and- stæðinga Pólverja er vinur og umboðsmaður Görings í Danzig, Forster, sem álítur, líkt og Koch landstjóri í Austur-Prússlandi, endurheimtingu hinnar pólsku landræmu gegnum Þýzkaland því aðeins hugsanlega, að grip- ið sé til hörkubragða. Brúnlið- ar í Tékkóslóvakíu þykjast einnig eiga nokkurs í að hefna. Þetta vita Pólverjar gerla og við það skýrast athafnir þeirra í maí í vor og umleitanir þeirra í París. Þjóðverjum er ljós tilgangur Breta. Andblær þýzku blaðanna í garð Póllands og Rúmeníu hefir síðustu vikurnar verið ær- ið óvingjarnlegur. Þegar Esse- ner Nationalzeitung, blað Gö- rings, birti fregnina um ferð Tatarescu, var hún í fyrirsögn kölluð „betliför" Tatarescu til London, og sérstaklega um það talað, að Sir Robert Vansit- tart, sem Þjóðverjar bæði hata og óttast, yrði hinn leiðandi maður við umræður þær, sem fram áttu að íara. Nokkuru síð- ar ræddi sama blað um þessi mál og komst svo að orði, að aðgerðir Breta í Suðaustur- Evrópu væri bersýnilega beint gegn Þjóðverjum. Það hélt á- fram: „Ef Bretar halda enn áfram að ræða samstarf við smáríkin í Austur-Evrópu um vígbúnað þeirra, hlýtur sú spurning að vakna hvaða gagn England hafi af þeim herbúnaði og gegn hverjum honum sé beint“. Þegar þess er gætt, að Bretar mega ekki lána fé úr landi án stjórnarleyfis og ekki hefir fengizt leyfi til að lána Þjóð- verjum fé, verður hin stjórn- málalega þýðing þessara lána greinilegri. Það er bersýnilegt, að þessi árás Breta á hagsmuni Þjóð- Beztu kolín GEIR H. ZOEGA Síinar: 1964 og 4017. verja mun verða þeim þungur hnekkir. Fyrstu fimm mánuðir ársins hefir verzlunarjöfnuður Þjóðverja við hin umræddu lönd verið óhagstæður um 150 millj- ónir marka, en var á sama tíma í fyrra hagstæður um 200 millj- ónir. Síðan hefir hallinn auk- izt stórum. Ætlun Englendinga virðist vera sú, að það, sem þegar hefir verið aðhafzt verði einungis upphaf þyngri átaka á fjár- mála- og viðskiptasviðinu. Það þýðir hvorki meira né minna en rothögg á fjögurra ára áætlun Þjóðverja og vígbúnaðarfyrir- ætlanir, og gæti þannig, ef til vill, komið í veg fyrir styrjöld í náinni framtíð. Undanhald Vísis (Framhald af 1. síðu.) að hann hafi undir höndum „kæru“ þá gegn útvarpsstjóra, sem hann byggir á dylgjur sín- ar um að dómsmálaráðherra haldi ranglega yfir honum hlífÞ skildi. Hann segist geta „gefið almenningi kost á að fylgjast með því máli“, en gerir það þó ekki að þessu sinni heldur kýs enn einu sinni aö rægja undir rós með því að dylgja um að þetta sé „stórfellt hneykslismál" og til mikillar vanvirðu fyrir dómsmálaráðherra. En hvers- vegna birtir hann þá ekki „kær- una“? Er það af hlífð við dóms- málaráðherrann? Heldur rit- stjóri Vísis virkilega að hann geti talið nokkrum manni trú um það, að hann mundi ekki birta þessi gögn opinberlega, ef hann í raun og veru áliti, að dómsmálaráðherrann stæði höll- um fæti í málinu. Og hvers- vegna hefir ritstjóri Vísis all- an þann tíma, sem hann hefir haft „kæruna“ undir höndum, ekki bent skjólstæðing sínum á það, að leita réttar sins fyrir dómsstólunum, ef hann teldi hann órétti beittan? Nýja dagblaðið skorar hér með enn einu sinni á Vísi, að skýra rétt og skilmerkilega frá þessu máli og sýna fram á það, ef hann telji sig hafa nokkra getu til þess, að einhver misbeiting hafi verið framin af hálfu dóms- málaráðherrans í þessu eða öðru svipuðu tilfelli. Að öðrum kosti sannast það líka á honum, eins og oftar, að hann hefir hvorki manndóm eða málstað til annars en að rægja undir rós. (Framhald af 1. síðu.) óvinsamlegan hátt, því hann á- líti það nauðsynlegt eins og nú væri komið, að sem allra flestir reyndu að sameinast um nýja lausn á málinu. Stefán Jóhann mælti með til- lögu Sigurðar, en kvaðst þó frek- ar vilja orða hana á þá leið, að meirihluti bæjarstjórnarinnar gæfi minnihlutanum slíka skýrslu, því þó Alþýðuflokkur- inn hefði átt fulltrúa í bæjar- ráðinu hefði hann ekki frekar haft aðstöðu til þess en hinir minnihlutaflokkarnir að fylgjast með þessu máli síðan Jón Þor- láksson lézt, en hann hefði jafn- an borið allt þessu máli viðkom- andi undir bæjarráðið. En núv. borgarstjóri hefði jafnan forð- ast það eins og heitan eld. Jakob Möller taldi hinsvegar ekki þörf slíkrar skýrslu, því Héraðsmótið (Framhald af 1. síðu.) Guðmundsson, Blesast., stökk 11,78 m. Jón Bjarnason, Hlemmi skeiði stökk 11,73 m. Gunnar Jóhannsson stökk 11,34 m. Hlaup. í 100 m. hlaup kepptu 7. Sigurður Guðmundsson, Núpi u. Eyjafjöllum rann skeiðið á 12,2 sek. Guðmundur Ágústsson, Hróarsholti 12,3 sek. Hinrik þórðarson, Útverkum 12,4. Bezta tíma geröi Guðm. Ágústsson í sínum riðli á 12,1 sek. Þeim tíma náði hann ekki til úrslita. 800 m. hlaup þreyttu 6. — Sigurður Gíslason, Haugi hljóp á 2,25.5 mín. Ögmundur Hann- esson, Stóru-Sandvík 2,26 mín. Stefán Jasonarson, Vorsabæ 2,26.5 mín. Sund, 50 m. frjáls aðferð. — Sundið þreyttu 8 sveinar. Björn Einarsson, Borgareyrum svam á 31 sek. Einar Hallgrims, Hvammi 36 sek. Halldór Benediktsson, Miðengi 39 sek. Þá fór fram reiptog milli Ár- nesinga og Rangæinga (Þykk- bæinga). Árnesingar unnu. Af þeim, sem kepptu þarna, vakti mesta eftirtekt hin vask- lega framganga Guðmundar Ágústssonar, Hróarsholti. Hann er ungur, 19 vetra. Hefir enga æfingu fengið í íþróttum, en setti þó met í hástökki. Er Guð- mundur tvímælalaust efni í góð- an íþróttamann, mikil vexti og vel limaður. Fengi hann hand- leiðslu og þjálfun góðra kenn- ara, má vænta mikils af honum. Þátttakendur í íþróttum voru flestir úr U. M. F. Skeiðamanna, bæjarfulltrúar hefði fengið að fylgjast nógu vel með og myndu líka vera látnir gera það í fram- tíðinni. Hann bar því fram frá- vísunartillögu og var hún sam- þykkt með 9:5 atkv. Þessi afstaða íhaldsins, að neita bæjarstjórninni raunveru- lega um fullkomnar upplýsing- ar um undirbúninginn við lán- tökuna er meira en lítið grun- samleg. Það virðist fullkomlega gefa til kynna, að enn muni eitthvað, sem bæjarstjórnar- meirihlutinn álítur sér óþægi- legt, eiga eftir að koma í dags- Ijósið. Mörg fleiri mál voru til um- ræðu, þar á meöal reglugerð raf- magnsveitunnar og Sogsvirkjun- arinnar, og stóð fundurinn lengi. Verður nánara sagt frá fund- inum á morgun. 8 að tölu, þar næst frá U. M. F. Trausti (Eyfellingar) 7 og frá U. M. F. Samhyggð 4. Drykkjuskapur hefir mjög sett sinn svip á þessi íþróttamót und- anfarin ár. Var að vísu enn, en með meiri hófsemi en undanfar- ið. Slíkur ómenningarbragur verður að hverfa. Er þess að vænta, að allir hugsandi menn, menn, sem unna menningu og manndómi, leggist á eitt um að útrýma þeim ófögnuði af öllum mannfundum í héraði. B. S. Vaxandí víðsjár míllí Rússa og Japana LONDON: Japanska stjórnin kom saman á fund í gær, til þess að ræða hvað gera skyldi, þar sem rússneska ráðstjórnin hefir enn ekki oröið við kröfum Jap- ana um að hverfa á brott af hæð þeirri á landamærum Mansjúkóríkis, Kóreu og Síberíu, en Rússar segja að hið hertekna svæði sé síbiriskt land og eru að sögn að víggirða það. Það er gefið í skyn, að Japanir munu grípa til hernaðarlegra ráðstafana ef Rúss- ar hverfi ekki á brott. PÚ. Samkomulag (Framhald af 1. síðu.) brezk-ítalska sáttmálann o. fl. Enginn ágreiningur varð meðal ráðherranna um þau mál, sem um var rætt. Erindi Wiedemanns kapteins til London bar að sögn einnig á góma. í neðri málstofunni í gær lýsti Chamberlain forsætisráðherra því yfir, að erindi Wiedemanns hefði verið að ítreka það, að þýzka stjórnin vildi leysa öll vandamál, sem á döfinni væri, friðsamlega. FÚ. N Ý J A B í Ó Leíkaralíí í Hollywood 1 (A Star ís Born) 1 | Hrífandi fögur og til- | » komumikil mynd. er ger- | | ist í kvikmyndaborginni | | Hollywood | | Öll myndin er tekin í | | eðlilegum litum Teckni | | color | | Aðalhlutverkin leika | | Fredric March | 1 °g 1 | Janet Gaynor | ÚRVAL af þýzkum sumar- kjólaefnum nýkomið. Saumið sumarkjólinn sjálfar. Kaupið í kjólinn hjá okkur og þér fáið hann sniðinn og mátaðann eða saumaðan alveg með stuttum fyrirvara. Alltaf fyrirliggjandi tilbúnir kjólar og blússur. Saumastofan Uppsölum, Aðalstræti 18. Austurferðír * m í Olfusy Grímsnes, Laugardal, Bisk- upstungur að Geysi í Haukadal, frá BíSreíðast. Geysi Sími 1633 Nýslátrað Alikálfakjöt Nautakjöt Kjötverzlunin Herðubreíð Fríkirkjuv. 7. Sími 4565

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.