Nýja dagblaðið - 23.07.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 23.07.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ / biblíunni er frá því sagt, að Salómon konungur hafi látið byggja skipaflota í Esjon-Geber, sem liggur við Elot á strönd Rauðahafsins, í Edomélandi. Með hliðsjón af þessari frá- sögu hafa fornfrœðingar þótzt þess fullvissir, að Salómon kon- ungur hafi á sínum blómatímum haft yfirráð yfir höfn við Rauða hafið, en hvar hún lá, hefir hins vegar verið algerð ráðgáta. Ný- lega hefir dr. Miller Burrows, við Yale háskóla, gert kunnugt, að hin umrœdda höfn hafi fundizt við Aqaba. Sá, sem fann staðinn, heitir dr. Nelson Gluck, og er firingi rannsóknarleiðang7 urs, er vinnur af uppgreftri á þessum slóðum. Aqaba er umgirt háum granítklöppum og liggur við þröngan veg við norðurenda Rauða hafsins. í heimsstyrjöld- inni hertóku arabiskar liðssveit- ir undir stjórn T. E. Lawrence, þennan stað, en áður taldist hann til tyrkneskra landa. Ástœðan til þess, að höfn Saló- mons hefir ekki fundizt fyrr en þetta, er sú, að hún liggur nú kílómetra frá hinni núverandi sjávarströnd. Norðlœgir vindar hafa borið með sér kynstur af sandi, sem hlaðizt hefir þarna upp. Fundur Gluecks bendir til þess, að ibúarnir í hafnarbce Sa- lómons hafi ekki einvörðungu starfað að siglingum, skipasmíð- um og fiskveiðum, héldur og fengizt við málmsmiði og búið til spjót, sveðjur og öngla. Stórir brœðsluofnar, sem byggð- ir voru með sérstöku tilliti til hins œvarandi súgs frá norðri, hafa fundizt. Menn hafa komið fram með þá getgátu, að heimsókn drottn- ingarinnar af Saba hafi staðið i einhverju samb. þessa við höfn. Hún hafi sem sé óttast, að hinar nýju siglingar Salómons myndu ríða hinni gamaldags verzlun sinni að fullu. * 6. júlí undirritaði Hitler nýja löggjöf um hjónabönd, er skal gilda fyrir allt þýzka rikið frá 1. ágúst að telja. Hin nýju lög byggjast á þeirri grundvallar- skoðun, að hjónabandið sé ekki samningur í eðli sínu. Eftir skoö- un brúnliða á ríkið fullkominn rétt til þess að hafa eftirlit með hjónaböndum og hindra gifting- ar, ef þess þykir þurfa. Hið borg- aralega hjónaband er því aðeins talið löglegt, að til þess sé stofn- að í nafni rikisins. Hingað til hefir verið óskað blessunar drottins á slíkri stundu. Meðal annarra nýmœla í lög- um þessum er það, að ófrjósemi eða viðleitni af hálfu annars hvors aðila til þess að forðast barneignir, sé fullgild ástœða til skilnaðar. Sýslunarmenn þess opinbera verða að fá leyfi yfir- manna sinna til þess að mega, giftast. * TIL ATHUGUNAR: Iðnar hendur eru drottnara- hendur. Austurlenzkur málsháttuur. Útboð Þeir, sem vilja gera tilboð í byggingu hafx&arhússins við Tryggvagötu, vitji teikninga og verklýsingar á Hafnarskrifstofuna fyrir kl. 6 á mánudag, gegn 25 kr. tryggingargjaldil HaSnarstjórain {^)!GG?ásjuinum* heiir fyrirliggjandi Gólf dúkalím í fullkomnustu tegundum. Verðið það lægsta. Lírnið pað drýgsta og bezta. Sími: 4484 — Kolasundi 5. Kjarnar — (Essensar) Höfum birgðir af ýmiskon- ar kjörnum til iðnaðar. — ÁFENGISVERZLUN RÍKISINS VERÐ VIÐTÆKJA ER LÆGRA HER A LANDIy EN I ÖÐRUM LÖNDUM ALF- UNNAR. Viötækjaverzlunln veitlr kaupendum viOtekja meirl tryggingu um hagkvæm vlOekiptl en aokkur ðnnur verzlun mundl gera, þegar bllanlr koma fram f tnkj- unum eOa óhðpp bera aO höndum. Ágóða VlOtækjaverzlunarinnar er lögum eamkvamt elngflngu varlð tíl reksturs ótvarpslns, almennrar út- breiOslu þesa og tll hagsbóta útvarpsnotendum. Takmarklð er: ViOtækf Ina i hvert kelmili. Víðtækjaverzlun ríkísíns Lækjargötu 10 B. Sími 3823. |mt»»»tm»»»»»»nwm»tn«tn»tt»»n»nmmtw:»»»»ttt:ntmtn:n«n»t»» Reykjavík - Akureyri Næsta óraðferð um Akranes til Ak- i ureyrar er á mánudag Bifreiðastöð Steindórs. Sími 1580. i«mmtmmt»«mmttt»»mntnt»mt»»ttttttt»tttttt»mmtH»»»am»ttttmm»tm Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. I heildsölu hjá Samband ísl. samvinnufélaga Sími 1080. Hvarf Rudolfs Diesel I Hér birtist niðurlagið á frásögninni um hvarf Rudolfs » Dielsel verkfræðings. Leynilögregla þýzka ríkisins var á « hælum honum, er hann hvarf og margt virðist benda til þess, að Þjóðverjinn Berg muni a. m. k. vita um hvernig tl hvarf Diesels hafi að höndum borið. Niðurlag. Berg hóf starf sitt á því að rannsaka einkalíf Diesels og við þá rannsókn komst hann eftir ýmsu, sem hann taldi grunsam- legt. Þó Diesel væri þýzkur, þá var hann fæddur í París og þar hafði hann hafið nám sitt, og siðan dvalið þar við nám eftir að hann var fluttur þaðan. Fað- ir Diesels hafði flutt burt frá París 1871, áður en prússnesku hersveitirnar komu, og haldið til Englands. Diesel hafði hald- ið námi sínu áfram í Englandi, og það varð einnig til þess að styrkja grun Bergs. Diesel hafði komið til Þýzkalands frá Eng- landi og lokið þar námi sínu við ýmsa háskóla. Síðan hafði hann aftur flutt til París og verið verksmiðjustjóri við kælivéla- verksmiðju. Þetta benti allt til þess að Diesel væri alvara með hótanir sinar. Maður, sem hafði jafn góð sambönd í París og átti auk þess ættingja í Eng- landi, átti vitanlega ekki erfitt með að koma uppfyndingu sinni á framfæri í þessum löndum. Það vildi svo grátbroslega til að þær upplýsingar, sem leyni- þjónustan gaf flotamálastjórn- inni um Diesel, urðu til þess, að Diesel fékk nú loksins fyrstu tilboðin í vél sína. Þýzka stjórn- in hafði aukið vígbúnaðarút- gjöld sín um hundruð milljóna. Krupþ1 gat ekki lengur staðið á móti þeim mikla áhuga, sem hernaðaryfirvöldin höfðu feng- ið fyrir vél Diesels, og Diesel var nú kvaddur til Berlín og þar var tekið á móti honum með kostum og kynjum og hann lát- inn fá skipasmíðastöðvarnar í ; Kiel til umráða við framleiðslu | véla sinna. í Kiel fékk hann j fyrstu beinu pöntunina, eða 100 vélar. Framleiðslan hófst 1. sept. 1913. 28. sept. 1913 fékk ilotamála- ráðuneytið skeyti frá Kiel, sem vakti feikimikinn ugg. Það var sem sé búið að stela teikning- unum að vél Diesels, og Diesel hafði sjálfur lagt af stað til Antwerpen kvöldið áöur, í ó- þekktum erindagerðum. Yfirmanni leyniþjónusfcunnar var gert aðvart um þessi tíð- indi. Það þurfti ekki neina sér- staka skarpskyggni til þess að þykja grunsamlegfc sambandið milli stuldar teikninganna og burtfarar Diesels, og það er því heldur ekki undarlegt þó að yf- irmaðurinn sendi sporhund sinn, Berg, á eftir Diesel, til Antwerpen með þá skipun, að fylgja honum hvert sem hann færi. Yfirmaður leyniþjónust- unnar gat þó auðveldlega séð á ýmsu því, er hann komst að þegar í stað, í sambandi við þetta, að brottför Diesels gat ekki verið neinn flótti. Diesel hafði alls ekki farið leynt með þá fyrirætlan sína, að fara þetta ferðalag, og hann hafði látið ritara sinn kaupa farmið- ann til Harwick. Hann hafði sent Carels, vini sínum í Ant- werpen, skeyti, nokkrum dög- um áður, og skýrt honum frá komu sinni. Yfirmaður leyni- þjónustunnar taldi að Diesel hefði, með þessu öllu viljað sanna fjarveru sína. Að kvöldi þess 29. september lagði „Dresden“ úr höfn í Ant- werpen með þá félaga, Diesel og Carels, en Berg var meðal far- þeganna, til þess að njósna um þá félaga. Diesel hvarf um nótt- ina. Að morgni þess 30. sept. yfirgaf Berg skipið meðan það stanzaði í PaTkstone. Enski blaðamaðurinn Robert London hefir tekið saman þessi atriði, sem hér hefir verið skýrt frá, viðvíkjandi hvarfi Diesels. Hann bætir því við frásögn sína, að einn maður geti gefið full- nægjandi upplýsingar um hvarf Diesels. Það sé þýzki herforing- inn Berg, sem hafi verið falið það af yfirmanni sínum að njósna um Diesel meðan á för hans til Englands stæði. Hafi Berg „kapteinn" — en undir þessari nafnbót hefir hann gengið í kínverska hern- um, þar sem hann hefir starfað að leiðbeiningum undanfarið — tekið eftir þvi um borð í „Dres- den“ að Diesel væri horfinn, hvers vegna gerði hann þá ekki aðvart? Hann yfirgaf skipið í Parkstone alveg orðalaust! Var hlutverk hans eitthvað meira en að njósna um Diesel? Það er alls ekki víst, að það væri vonlaust fyrirtæki að leita Berg uppi einhversstaðar í skot- gröfunum í Kína og reyna að ná tali af honum. Það mundi senni- lega minni von um að fá hann til þess að ljósta upp því leynd- armáli, sem hann hefir búið yf- ir í tuttugu og fimm ár.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.